Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Page 14
Eitt það undarlegasta í fari ís-lensku þjóðarinnar er jákvætt viðhorf gagnvart þrælum, sem jaðrar við dýrkun.
Ef einhver er fyndinn á Íslandi er hann þrælfyndinn. Það sem er skemmtilegt telst þrælskemmtilegt. Sá sem er
heppinn telst vera „þrælheppinn“!
Hress maður er þrælsprækur, eða
jafnvel þrælferskur!
Svarthöfða finnst ekkert fyndið, skemmtilegt, heppilegt eða hressandi við þrældóm. Þræl-ar eru alls ekki ferskir, þvert á
móti. Þeir eru eign einhvers annars og
eru píndir til að vinna eins og skepnur.
Kannski svolítið eins og hinn venju-
legi íslenski borgari með skuldir.
Þegar málfræðilegu þræla-blæti Íslendinga er snúið yfir á ensku sést hversu umfangs-mikil þjóðernislega geðveilan
er: „You are lucky like a slave!“ „You’re
as fresh as a slave!“ „This is as funny
as slavery!”
Íslendingar halda engri annarri dygð hærra á lofti en þeirri að vera duglegur. Helst þarf maður að vera þrælduglegur. Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráðherra er
mjög áfram um að þjóðin verði dugleg
og sætti sig við að vera eign banka-
stofnana. Samkvæmt skoðunum hans
eigum við að vinna myrkranna á milli
svo við getum borgað útlendingum
sem mest upp í skuldir, jafnvel þótt
við höfum aldrei stofnað til þeirra. Allt
fyrir heiðurinn - svo aðrar þjóðir líti
ekki niður á okkur. Orðspor Íslend-
inga mun nefnilega bíða hræðilegan
hnekki ef við erum ekki þrælgóð í að
vera þrælspræk við að vera þrældug-
leg við að borga þrælskemmtilegar
skuldir.
Þetta er reyndar alger mis-skilningur hjá Steingrími J. Þeir einu sem dást að vinnu-semi þræla eru þrælahald-
arar.
Það er engin afsökun að sér-hver Íslendingur sé hálfur þræll, kominn af brottnumd-um írskum bændum. Ekki
eru amerískir blökkumenn sífellt að
stæra sig af því að vera duglegir eins
og þrælar!
Auðvitað þurftu Íslendingar að þræla sér út þegar þeir höfðu ekkert að borða nema horaðar kindur, sem sjálfar
nöguðu stráin upp úr öskufalli síð-
asta eldgoss. Viðhorfið var að ef við
trúðum því að það væri hressandi að
þræla sér út, þá yrði það hressandi.
Alveg eins og ef við trúðum því nógu
innilega að íslensku bankarnir væru
bestir í heimi og íslenskir viðskipta-
menn snjallastir allra, þá yðru þeir
það.
Tilfelli Íslands hefur fyrir löngu verið greint. Léttgeggjaði heimspekingurinn Friedrich Nietzsche lýsti þessu ítarlega
á nítjándu öld. Pöpullinn er hald-
inn þrælasiðferði, en valdafólkið og
„ofurmennin“ höfðingjasiðferði. Og
höfðingjarnir stjórna bæði þrælun-
um og viðhorfum þeirra. Þeir telja
almúganum trú um að hann sé hepp-
inn að vera þræll. Sælir eru fátækir, því
þeir munu erfa Guðs ríki eftir að þeir
drepast úr hjartasjúkdómum vegna
langvarandi streitu, eða hvað?
Auðmenn eins og Bjarni Ármannsson eru gæddir höfðingjasiðferði. Þeir borga ekki skuldir nema þeir vilji
það. Þeir biðjast ekki afsökunar, því
ekkert er þeim að kenna. Þeir gera allt
fyrir sjálfa sig, ekkert fyrir aðra. Við,
sjálfskipuðu þrælarnir, gerum allt fyrir
aðra en ekkert fyrir okkur sjálf. Það
er taumlausu þrælablæti okkar að
kenna.
Enda myndi enginn annar en Íslendingur hjúpast stoltdrif-inni gæsahúð við að vera líkt við þræl með orðunum: „You
are productive like a slave”.
Þræladýrkun Þjóðar
Spurningin
„Nei, augljóslega
ekki,“ segir
hæstaréttarlögmað-
urinn og bloggarinn
Jón Magnússon.
Hann sótti um stöðu
sérstaks saksóknara
en fékk svar frá
dómsmálaráðuneyti
þar sem fram kom
að hann kynni að verða vanhæfur í
málum sem tengjast efnahagshrun-
inu. Ástæðan væri sú að hann hefði
ítrekað lýst skoðunum sínum á
mönnum og málefnum líðandi
stundar á bloggsíðu sinni.
jón, ert Þú
ekkert sérstakur?
Sandkorn
n Tinna Gunnlaugsdóttir
þjóðleikhússtjóri, fékk eitr-
aða sneið í niðurlagi leik-
dóms Maríu Kristjánsdóttur
um Fridu, sem Þjóðleikhús-
ið frum-
sýndi um
helgina.
Þar biður
María fólk
að hugleiða
„hvort ekki
sé kom-
inn tími til
að hugs-
að sé fremur um áhorfendur
en eiginmenn og fjölskyldur
fastráðinna?“ Í leikskrá Fridu
kemur fram að í þetta sinn
hefur Tinna ráðið til starfa
eiginmann sinn, Egil Ólafs-
son, sem tónlistarstjóra og
flytjanda, son sinn, Ólaf Egil
Egilsson og tengdadóttur
sína, Ester Talíu Casey. Það
sem ekki kemur hins vegar
fram í leikskránni er að ann-
ar sonur Tinnu, Gunnlaugur
Egilsson, sá um hreyfingar,
eða kóreógrafíu, í sýning-
unni.
n Blikur eru hins vegar á lofti
í Þjóðleihúsinu og heldur
þykir farið að hitna undir
Tinnu og
meiri líkur
en minni
eru á því að
nýr vönd-
ur muni
sópa ganga
leikhúss-
ins í byrj-
un næsta
árs þegar Katrín Jakobs-
dóttir menntamálaráðherra
ræður þjóðleikhússtjóra til
næstu fimm ára. Sá kvittur,
sem talið er að rekja megi til
herbúða menntamálaráð-
herra, er nú kominn á kreik
að Katrín sé farin að hallast
að því að hinn vægast sagt
skeleggi Páll Baldvin Bald-
vinsson, fulltrúi ritstjóra
Fréttablaðsins, sé rétti mað-
urinn í starfið en ætla má að
hrollur fari um einhverjar
prímadonnurnar verði hann
fyrir valinu.
n Sá pólitíski vígamaður,
Kristinn H. Gunnarsson, er
þessi misserin heima í Bol-
ungarvík
og hugar
að framtíð-
inni. Krist-
inn lenti
utanvegar
í seinustu
kosning-
um eftir
að upp úr
slitnaði milli hans og Frjáls-
lynda flokksins. Hann reyndi
fyrir sér hjá Framsókn en var
hafnað í prófkjöri. Hermt er
að hann sé síður en svo á för-
um úr pólitík. Þannig muni
hann hugsanlega fara í bæj-
armálin í Bolungarvík með
það fyrir augum að verða
bæjarstjóri í heimabænum.
Einnig heyrist að hann hafi
hug á að stofna stjórnmála-
flokk sem beiti sér í þágu
landsbyggðarinnar.
LyngHÁLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
elísabet austmann, elisabet@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Staðreyndin er
sú að Helgi Hó
var snarklikk-
aður.“
n Karl Th. Birgisson um mótmælanda Íslands,
Helga Hóseasson, sem hann segir hafa verið upp
á kant við umhverfi sitt alla tíð. Að barátta hans
hafi fljótlega breyst í þráhyggju mikla.
– herdubreid.is
„Mín fyrstu viðbrögð voru
að hendast út í.“
n Hrafn Davíð Hrafnsson, starfsmaður
Kolaportsins, sem kastaði sér í höfnina til að
reyna að bjarga unga manninum sem fannst
látinn þar á sunnudag. Þrátt fyrir hugrekkið var
hann því miður of seinn. - Fréttablaðið
„Ég treysti því að
þeir komist að
vitrænni niður-
stöðu.“
n Ragnar Bragason um að samkomulag náist
milli Stöðvar 2 og RÚV um sýningartíma á
Fangavaktinni og Hamri. Tveir leiknir íslenskir
þættir sem eru áætlaðir á sama tíma eins og er.
– Fréttablaðið
„Maður er
hálfvarnar-
laus.“
n Unnur Birna Vilhjálms-
dóttir heimsfegurðardrottning
um að netþrjótar séu að þykjast vera hún á
samskiptavefnum Facebook. Hún hefur reynt að
gera stjórnendum vefjarins viðvart en án
árangurs. - Fréttablaðið
,,Hef mikið verk
að vinna.“
n Gunnlaugur Jónsson, nýráð-
inn þjálfari Vals í knattspyrnu
karla. Valsmenn hafa verið heillum
horfnir í sumar en búist var við miklu af liðinu
fyrir tímabilið. - Morgunblaðið
Útlendingar eignast Ísland
Leiðari
Um helgina var formlega mörk-uð leiðin að einni mestu eignatil-færslu sögunnar frá Íslendingum til útlendinga.
Ísland er sérstakt fyrir þær sakir að bank-
arnir eiga meira en í flestum öðrum lönd-
um. Ástæðan er að skuldsetning heimila og
fyrirtækja er varla meiri í nokkru öðru landi.
Bankarnir eru hinir raunverulegu eigendur
kvótans, fyrirtækjanna og heimilanna.
Þeir eru með veð í fólki og ráða yfir
framleiðslutækjunum. Þess vegna eru
það söguleg tímamót að Steingrímur
J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi
nú innsiglað samkomulag um
að erlendir kröfuhafar geti
eignast 95 prósenta hlut í Ís-
landsbanka. Og Kaupþing er
næst.
Stundum þarf ekki inn-
rás eða byltingu til að svipta
þjóð eignum og framleiðslu-
tækjum. Vandinn á Íslandi
var sívaxandi skuldsetning
sem var drifin áfram af umfangsmiklum
lánveitingum bankanna í skjóli yfirvalda.
Það þótti nánast tepruskapur að kvarta yfir
skuldsetningunni, enda lægju svo miklar
eignir að baki skuldunum. Á endanum voru
raunverulegu eignirnar aðallega fólkið, auð-
lindirnar og framleiðslutækin.
Í sögu þjóðar er það stórviðburður þeg-
ar stór hluti eigna hennar lendir í höndum
útlendinga, jafnvel þótt það eigi sér langan
aðdraganda. Þessi niðurstaða er arfleifð
flokksins sem gefur sig út fyrir að gæta
sjálfstæðis þjóðarinnar umfram allt. Davíð
Oddsson og Geir H. Haarde eyðilögðu
það sem þeir ætluðu að vernda.
Rétt eins og Davíð og Geir vildu
vernda sjálfstæðið, vill Steingrím-
ur J. vernda fólkið í landinu. Hann
var kosinn út á þá stefnu sína að
veita auðvaldinu aðhald og mót-
spyrnu. Aðalsmerki Steingríms
í stóli ráðherra hefur þó fram að
þessu verið að gæta hagsmuna
bankanna. Hann hefur sett bankana
framar í forgangsröðina en fólkið í landinu
og veitt mikla mótspyrnu þegar talið hefur
borist að leiðréttingu skulda. Hugmynd hans
er að til þess að bjarga þjóðinni þurfi fyrst
að bjarga bönkunum. Nú stefnir hins vegar í
að hagsmunum heimilanna hafi verið ýtt til
hliðar fyrir hagsmuni erlendra fjármagns-
eigenda.
Þegar útlendingar öðlast yfirráð yfir
heimilum og fyrirtækjum segist Steingrím-
ur vera talsmaður „jarðsambands“. Meðan
bankarnir hækka skuldir á hrynjandi fast-
eignum segist Steingrímur vilja vera raun-
sær. Réttlæti, sanngirni, mannúð og mann-
réttindi hafa þurft að víkja fyrir nauðsyninni
sem fólst í því að ríkisbankarnir misstu ekki
spón úr aski sínum.
Steingrímur hefur staðið sig vel í því að
færa útlendingum eigulega banka með
óvenjusterk veð í lífi fólksins í landinu. Sag-
an leiðir svo í ljós hvort hann vaknar við
sama vonda draum og forverar hans og hef-
ur fórnað því sem hann ætlaði umfram allt
að vernda.
jón trausti reynisson ritstjóri skrifar. Steingrímur hefur staðið sig vel í því að færa útlendingum eigulega banka.
bókStafLega
14 þriðJudagur 15. september 2009 uMræða