Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Síða 15
Hver er maðurinn?
„Ólafur Helgi, 28 ára gamall.“
Hvar ertu uppalinn?
„Í Kópavogi.“
Hvert ferðaðist þú síðast?
„Til Las Vegas.“
Hvar myndir þú vilja búa ef ekki á
Íslandi?
„Það myndi vera í Bandaríkjunum.
New York.“
Af hverju póker?
„Póker er bara skemmtilegt sport
sem hefur allt sem maður þarf.“
Hvenær byrjaðir þú að spila fyrir
alvöru?
„Fyrir einu og hálfu ári.“
Spilarðu mikinn póker?
„Já, það er hægt að segja það með
sönnu.“
Spilarðu mikið á netinu?
„Nei, ég get nú ekki sagt það.
Kannski svona einstaka sinnum ef
það er eitthvað skemmtilegt að
gerast. Annars ekki mikið.“
Hvernig fannst þér takast til með
mótið?
„Það gekk framar öllum vonum. Mikil
stemning og húsið fullt. Það voru
30 manns á biðlista og við vissum af
fleirum sem reyndu ekki einu sinni
að komast á biðlistann því þeir vissu
að það væri allt fullt.“
Voru engin vandræði með
lögregluna?
„Nei, nei, þeim var boðið í heimsókn
og allt í góðu.“
Hvað græddi sá er vann mikið á
sigrinum?
„Það kostaði 40.000 inn á mótið
en sá sem vann tók með sér heim
1,5 milljónir. Annað sætið fékk eina
milljón.“
Er Íslandsmeistaramótið í póker
komið til að vera?
„Klárlega. Svo erum við að skoða
að halda annað mót hálfsárslega til
hliðar við Íslandsmeistaramótið en
það er ekkert ráðið ennþá.“
Lestu bLogg?
„Svona einstaka sinnum.“
HArpA EllErtSdóttir
17 árA NeMi
„Bara stundum þegar eitthvað
áhugavert er að gerast.“
HErdÍS HArðArdóttir
17 árA NeMi
„Nei, ég geri það ekki enda hundleiðin-
legt. Las það stundum þegar ég var í
blogcentral-fílingnum í gamla daga.“
VilHjálmur Skúli
VilHjálmSSon StEinSSon
17 árA NeMi
„Já, ég geri það. Kíki svona á flest þó ég
detti oftast inn á Moggabloggið sem
tengist fréttunum.“
lEnA mArtEinSdóttir
22 árA NeMi
Dómstóll götunnar
ólAfur HElgi ÞorkElSSon
er einn þeirra sem stóðu að fyrsta
Íslandsmeistaramótinu í póker sem
fór fram um helgina á Hótel Hilton.
Mótið var fullskipað og 30 manna
biðlisti til viðbótar.
Póker er kominn
til að vera
„Stundum. ekki oft.“
HEikir SnorrASon
16 árA NeMi
Flestir kannast við spariskírteini
ríkissjóðs, sem ríkissjóður seldi um
tíma og endurgreiddi svo nokkr-
um árum síðar. Þessi spariskírteini
voru mjög vinsæl og seldust vel.
Voru í raun skuldabréf til nokkurra
ára með ábyrgð ríkissjóðs á endur-
greiðslu sem oft eru kölluð því eina
nafni spariskírteini ríkissjóðs.
Nú höfum við gefið út nýtt risa-
vaxið spariskírteini ríkissjóðs sem
kallað er Icesave þar sem ríkissjóður
lofar að greiða Bretum og Hollend-
ingum næstu árin einhverjar milj-
ónir eða tugi miljóna af venjulegum
spariskírteinum. Raunar er Icesave
mjög stór, risavaxinn haugur venju-
legra spariskírteina, sem Bretar og
Hollendingar eiga að fá afhent sam-
kvæmt nýlegri samþykkt Alþingis.
Sú samþykkt var bæði heimskuleg
og mjög slæm. Var botnlaus. Ættum
að beita lögfræði í staðinn. Hér er
lagt til að við leggjum Icesave alveg
til hliðar í bili og neitum svo endan-
lega að greiða þennan risahaug af
spariskírteinum sem Bretar og Hol-
lendingar eiga að fá næstu árin.
prentum spariskírteini
Í stað þess byrjum við að prenta
sjálf handa okkur spariskírteini rík-
issjóðs. Ríkissjóður gæti notað þau
upp í ýmsar greiðslur, þar sem pen-
inga vantar. Þegar kæmi krafa um
að spara, myndi fólk frekar bjóðast
til að taka við til dæmis 20 prósent af
kaupi sínu í spariskírteinum en hafa
á móti fullt og óbreytt kaup áfram.
Svo gengju þessi spariskírteini til
dæmis upp í vanskil í bönkum hjá
fólki sem stæði eftir það í skilum.
Svo fær bankinn ríkistryggð bréf eða
spariskírteini ríkissjóðs í lánasafn
sitt. Losnaði við vafasama pappíra
um leið. Bankinn stæði styrkari fót-
um.
peningarnir jarðaðir
Nú er það þannig að ríkissjóður er
svona í bili að nafninu til rekinn með
nokkrum halla, til viðbótar ábyrgða
á Icesave-hruninu. Þessum nýju
spariskírteinum væri dælt út og þau
notuð til að stoppa ýmsan kreppu-
sparnað og sultarstefnu að fyrir-
mælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
þá munar lítið um það. Sjóðurinn
(AGS) stefnir Íslandi í fjárhagslegt
hrun, sem þjóðar. Leggja á til dæm-
is fjárframlög Norðurlanda í stein-
dauðan sjóð Seðlabanka Íslands.
Peningarnir eru jarðaðir þar, stein-
dauðir. Þá er betra að taka ekki við
þessum peningum og reka Ísland
áfram á því innlenda fé, sem hér er
fullt af í bönkum landsins. Svo má
gefa áfram út ný og fleiri spariskír-
teini svo sem þörf er á til að hér sé
full atvinna eins og áður. Um leið
dregur ekki að ráði úr daglegum
veltutekjum ríkissjóðs.
Í því felst svo veruleg hagræðing
fyrir ríkissjóð. Réttir ríkissjóð af. Það
er veltuhagnaður ríkissjóðs þegar
ný spariskírteini velta og velta skap-
ar tekjur. Ef við fylgjum fyrirmæl-
um AGS kemur hér alvarleg kreppa
og síðan almennur sultur búinn til
af AGS. Þá eigum við að byrja upp á
nýtt, hálfsveltandi á þeim erlendu
AGS-lánum sem boðuð eru.
P.s. Við förum með mál okkar fyr-
ir stjórnlagadómstól ESB og vinn-
um. Borgum aldrei Icesave. Verj-
umst með lögfræðina að vopni.
Ríkissjóður borgi með spariskírteinum
kjallari
mynDin
1 Stripparar í bílskúrnum - myndir
Þýskt fyrirtæki býður bílskúrseigendum að
setja lokkandi myndir af ofurbílum eða
strippurum á bílskúrshurðina.
2 persónuvernd lokaði fyrir
upplýsingar á vef jóns jósefs
Upplýsingavef um tengsl í íslensku
viðskiptalífi var lokað að hluta vegna þess
að ekki fékkst leyfi hjá Persónuvernd til að
birta gögn um skatta.
3 myrti aldraða konu og hringdi á
leigubíl
85 ára kona í Stockton-on-Tees var myrt,
talið er að morðinginn hafi flúið með
leigubíl.
4 kjartan Henry: Eiður Smári
sagði að ég gæti orðið bestur
Kjartan Henry Finnbogason virtist
yfirlýsingaglaður í viðtali við skoska blaðið
Sunday Mail. Hann kannast þó ekkert við
frásögnina.
5 Í eins kjól á mtV-hátíðinni
Pink og Shakiru brá í brún þegar þær litu
hvor aðra augum á MTV-hátíðinni. Þær
voru í eins kjól en slíkt gengur auðvitað
alls ekki.
6 innistæðueigendur Singer &
friedlander mótmæltu í
london
Fólkið vill allt fé sitt til baka.
7 „mönnum er ekki refsað fyrir
heimsku“
Jón Magnússon er vanhæfur til að verða
saksóknari hrunsins vegna skrifa á
bloggsíðu sína.
mest lesið á DV.is
umræða 15. september 2009 þriðjudagur 15
lúðVÍk gizurArSon
hæstaréttarlögmaður skrifar
„Það er veltu-
hagnaður rík-
issjóðs þegar ný
spariskírteini
velta.“
Bikarinn faðmaður Valskonur hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum í gær eftir öruggan 10–0 sigur á Keflvíkingum.
Sigurgleðin fór ekki á milli mála. mynd rAkEl óSk
maður Dagsins