Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Side 21
á þ r i ð j u d e g i
Lokaáfangastaður á toppnum
Spennumyndin The Final Destination var vinsælasta myndin í íslenskum
kvikmyndahúsum um síðustu helgi en hún var frumsýnd á föstudaginn. Í
öðru sæti var þrívíddarteiknimyndin Upp og bastarðar og nasistar Quent-
ins Tarantino koma þar í humátt á eftir. Hin íslenska Reykjavik Whale
Watching Massacre situr í fimmta sætinu en rúmlega fimm þúsund manns
hafa nú séð hana á þeirri rúmu viku sem myndin hefur verið í sýningum.
Loksins ný
Brown-Bók
Týnda táknið eftir Dan Brown kem-
ur út á ensku í dag. Beðið hefur verið
eftir þessari bók með óþreyju í mörg
ár, eða síðan Da Vinci lykill Dans
Brown fór
meiri sig-
urför um
heiminn
en áður
hafði
þekkst.
Fyrsta
upplag
af Týnda
tákninu
verður
prentað í
6,5 millj-
ónum
eintaka
í Ameríku. Þrír þýðendur þýða bók-
ina yfir á íslensku og eru þeir líklega
byrjaðir á þeirri vinnu þegar þetta
birtist. Bjartur gefur sem fyrr út bæk-
ur Browns og segir útgáfustjóri for-
lagsins, Guðrún Vilmundardóttir, að
þýðingin komi út í nóvember. Fátt er
vitað um efni bókarinnar, annað en
að prófessor Robert Langdon verður
söguhetjan sem fyrr og að frímúrar-
ar koma við sögu.
stuttmyndir
óskast
Sérstök Nordisk Panorama-stutt-
myndasýning fer fram í Regnbog-
anum þarnæsta laugardag, 26.
september, þar sem fimm valdar
íslenskar stuttmyndir frá vefnum
dvoted.net verða sýndar. Áhuga-
samir ungir kvikmyndagerðar-
menn sem vilja eiga tækifæri
á að myndin þeirra verði sýnd
geta hlaðið inn stuttmyndunum
sínum fyrir 22. september inn á
dvoted.net. Grímur Hákonarson
kvikmyndaleikstjóri, Rúnar Rún-
arsson kvikmyndaleikstjóri og
Benedikt Erlingsson, leikstjóri og
leikari, verða viðstaddir og gefa
gagnrýni á hverja mynd.
norðurLanda-
meistarar í
djassi
Íslendingar urðu ásamt Norðmönn-
um í fyrsta sæti í Norrænni keppni
ungra djassleikara (Young Nord-
ic Jazz Comets) sem fram fór í Osló
síðasta laugardag. Fulltrúar þjóðar-
innar voru hljómsveitin Reginfirra
en í keppninni komu þeir fram sem
Kvartett Ingimars Andersens. Kvart-
ettinn skipa skipa þeir Ingimar And-
ersen á saxófón, Kristján Martinsson
á hljómborð, Daníel Friðrik Böðv-
arsson á gítar og Magnús Tryggva-
son Elíassen á trommu. Þess má
geta að Kristján og Magnús sigruðu
í sömu keppni í fyrra sem meðlimir
K-tríó. Vel gert, drengir.
Hvað þarf til að skrifa dramatískt verk
um líf og starf mikils listamanns? Ég
myndi svara því til, að til þess þurfi
tvennt: í fyrsta lagi skýra og sann-
færandi sýn á þau öfl sem knúðu
listamanninn áfram – og þau öfl
sem hann varð að berjast við í sam-
tíð sinni (því það hafa flestir, ef ekki
allir stórir listamenn þurft að gera)
– og í öðru lagi kunnáttu og vald yfir
leikforminu, frásagnarháttum þess
dramatíska miðils sem unnið er í.
Lesandinn hefur ugglaust tekið eftir
því að ég hef notað orðið „drama“ tví-
vegis í þessum fáu línum, sem er ekki
tilviljun; því að allt snýst þetta um að
búa til drama, drama sem hrífur okk-
ur, vekur með okkur tilfinningar, fær-
ir okkur nýja og dýpri sýn á veruleik-
ann, tilvist okkar, leiðir okkur, þegar
best lætur, inn á svið sem við höfðum
ekki vitað af áður – eða kannski bara
gleymt að voru til.
Þjóðleikhúsið byrjar sextugasta
starfsár sitt með leiksýningu um fræg-
an listamann, mexíkóska málarann
Fridu Kahlo. En það fer ekki mikið
fyrir dramanu í leikritinu sem er eftir
Brynhildi Guðjónsdóttur. Það er ekk-
ert annað en frekar sundurlaus röð
atriða sem rekur sig eftir ævi Fridu,
þeim atburðum og samskiptum sem
höfundurinn, sem einnig leikur aðal-
hlutverkið, telur frásagnarverðust úr
henni. Svona svipað og í frægri kvik-
mynd Juliu Taymore um Fridu, nema
hvað hér eru hvergi ris, hvergi hníg-
andi og stígandi, engir dramatískir
hátindar. Hinn félagslegi og sögulegi
veruleiki sem list Fridu spratt upp
úr er að mestu í þoku á baksviðinu;
kemur nánast aldrei fram sem virk-
ur þáttur sögunnar. Jú, við fáum að
vita að hún var hrifin af frumbyggja-
menningunni, að hún var róttæk,
mikill kommi, en hvað var það sem
gerði hana að komma, svona vel upp
alda millistéttarstúlku? Var það af því
að hin hákaþólska móðir hennar var
ekki nógu góð við hana – ólíkt pabb-
anum sem var víst eitthvað öðruvísi
þenkjandi? Og hvers vegna hékk hún
alla tíð með þessum Rivera – hann var
líka frægur málari – þó að hann héldi
sífellt fram hjá henni og það meira
að segja með systur hennar? Sam-
band þeirra, fullt af grimmum átök-
um, vonbrigðum og sársauka, einn-
ig það verður undarlega þokukennt
í þessum leik. Ég efa ekki að það eru
ýmis dramatísk efni í sögu Fridu Ka-
hlo, ef vel er gáð, en það þarf þá allt,
allt aðra nálgun á þau til að skapa úr
þeim verk sem gæti talað til okkar hér
og nú.
Það hefur fátt verið til sýningar-
innar sparað; Þjóðleikhúsið kallar
til hina bestu listamenn; nöfn Vyt-
autasar og Filippíu eru ein sér trygg-
ing fyrir fagurri leikmynd og flottum
búningum. Ljósabeitingin, með mik-
illi áherslu á ofanlýsinguna, var hins
vegar ein sú fábreyttasta sem ég hef
lengi séð í leikhúsinu og í sérkenni-
lega litlum tengslum við leikmynd-
ina sem hefði þó átt að bjóða upp á
mun meiri tilþrif í ljósum. Og það er
auðvitað gamla sagan: ef innihald-
ið í pakkanum er ekki neitt neitt, þá
bjarga skrautlegar umbúðir litlu.
Mann blæðir í augum að sjá öllu
þessu púðri varið á ekki merkilegra
leikrit. Sá enginn í Þjóðleikhúsinu
að það var engin mynd á því þegar
Brynhildur kom með það? Er yfirleitt
enginn í leikhúsinu sem er læs á leik-
bókmenntir? Í þjóðleikhúsráði sitja
valinkunnir bókmenntamenn, ég sé
þá að minnsta kosti ganga keika um
sali á frumsýningunum, en þeir bera
væntanlega enga ábyrgð á verkefna-
valinu – eða hvað? Hver ber yfirleitt
ábyrgð á því sem fram fer í stofnun-
inni? Hverjum er það að kenna að
Þjóðleikhúsið hefur hvað eftir ann-
að, síðustu misserin, sett á svið frum-
samda íslenska texta sem hafa hvorki
verið fugl né fiskur? Á sama tíma og
það vanrækir heimsklassíkina gróf-
lega – eins og margsinnis hefur verið
bent á hér í blaðinu.
Annað sem vekur athygli og
óhjákvæmilegt er að nefna, er náið
tengslanet sumra helstu „aðstand-
enda“ sýningarinnar. Aðalleikarinn
og höfundurinn er giftur leikstjór-
anum sem hefur, vel á minnst, ákaf-
lega litla reynslu af leikstjórn. Samt
er honum falið að stýra flókinni sýn-
ingu á Stóra sviðinu. Á sviðinu stend-
ur sonur þjóðleikhússtjóra leikinn út
í gegn. Eiginmaður þjóðleikhússtjóra
er tónlistarhöfundur sýningarinnar.
Nú eiga þeir Ólafur Egill Egilsson og
Egill Ólafsson vitaskuld ekki að gjalda
fyrir að vera tengdir leikhússtjóran-
um – svo við vísum í fræga „röksemd“
fyrir umdeildum stöðuveitingum.
Egill er fínn tónlistarmaður, það vita
allir, þó að hann hafi oft gert betur –
miklu betur – en hér. Ólafur Egill virt-
ist á sínum tíma álitlegt leikaraefni,
en hann hefur náð að festa sig í radd-
legri tilgerð og líkamstilburðum sem
eru hinir sömu sýningu eftir sýningu,
og löngu sýnt að þarf mjög ákveðna
leikstjórn til að hrista hann úr. Svo er
tengdadóttir Þjóðleikhússtjóra þarna
líka en Gunnlaugur, sonur hennar,
sem Morgunblaðið skrifar fyrir sviðs-
hreyfingum, er að því er kynningar-
fulltrúi Þjóðleikhússins skýrir mér
frá, ekki viðriðinn þetta. Nóg er samt.
Þegar Tinna varð þjóðleikhússtjóri á
sínum tíma lýsti hún því yfir að hún
myndi ekki taka að sér listræn störf
í leikhúsinu á meðan hún stýrði því.
Það var lofsverð ákvörðun og tíma-
bær, enda ekki laust við að auka-
störf sumra forvera hennar kæmu illa
niður á almennu starfi leikhússins.
En þetta er, með leyfi að segja, engu
betra – jafnvel verra.
Um frammistöðu leikenda er lítil
ástæða að orðlengja. Brynhildur hef-
ur útlitið í Fridu Kahlo – var það þess
vegna sem hún tók í sig að vilja leika
hana? Brynhildur gerði það gott sem
Þorgerður brák og hún hefur fyrir vik-
ið verið hlaðin verðlaunum og viður-
kenningum. Sem hún hefur átt fylli-
lega skilið. En þó að hún sé klár, eru
henni ekki allir vegir færir og það er
eilítið annað að búa til snotran ein-
leik en fjölmenna stórsýningu í Þjóð-
leikhúsinu. Aðrir leikarar skila sínu í
besta falli snyrtilega; mér fannst Ól-
afur Darri bera af í hlutverki Rivera,
þó að ég sé ekki viss um að kallinn
hafi sjálfur verið jafngeðugur og eig-
inlega hálfumkomulaus og hann varð
hjá leikaranum. En það eru vitaskuld
höfundur og leikstjóri sem vilja sýna
hann svona. Sumt er hér svo fráleitt
og furðulegt, að engu tali tekur. Hvers
vegna eru súrrealistarnir sýndir eins
og fíflaleg viðrini? Þetta voru þó menn
sem byltu heimslistinni. Af hverju eru
Picasso og Rivera að kyssast á bak við
sólhlíf? Voru þeir samkynhneigðir? Í
leiknum er Rivera sýndur sem sjúk-
lega kvensamur – var ekki hinn dem-
ónski Picasso einnig liðtækur í þeim
efnum? Hvers vegna er hundsfígúr-
an, sem Ólafur Egill Egilsson trakter-
aði okkur á, allt í einu látin breytast í
Trotskí sem Frida átti í stuttu ástar-
sambandi við? Er það til að segja að
Trotskí hafi verið hundur í eðli sínu?
Trotskí var, að því er ég best veit, flug-
gáfaður og hámenntaður maður,
hvað sem um pólitík hans má segja,
meðal annars annálaður herforingi í
borgarastríðinu; þarna lítur hann út
eins og klisjumynd af rússneskum
sveitabúra. Hvernig Frida gat fallið
fyrir slíkri ófreskju, var engin leið að
skilja. Og Baldur Trausti Hreinsson í
peysu Picassos ... æ, ég fæ mig hrein-
lega ekki til að segja það sem ég vildi
helst segja.
Það er leitt að þurfa að skrifa svona
um þetta verk og þessa sýningu. Að
henni stendur hæfileikaríkt fólk sem
hefur verið að skila góðum verkum á
liðnum árum. En allir verða að læra
að þekkja takmörk sín. Íslenskt leik-
hús stendur á margan hátt afskaplega
veikt listrænt og faglega, hvað sem
líður fagurgala manna hver um ann-
an á Grímuhátíðunum. Því hefur ver-
ið illa stjórnað á liðnum árum, bæði
Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykja-
víkur; við súpum seyðið af því og gæt-
um átt eftir að gera það lengi enn, ef
við eignumst ekki hæfari stjórnend-
ur – miklu hæfari stjórnendur. Eitt af
mörgum meinum leikhússins er lítil
þekking og ónóg virðing fyrir texta-
vinnunni, því sem á erlendum mál-
um er gjarnan nefnt dramatúrgía;
það er eins og fólk haldi stundum
að nóg sé að hafa sýnt lit sem leikari
eða leikstjóri til að geta ruslað saman
nothæfu leikriti. Að lokum segir þol-
andinn, sem fær að sitja undir afurð-
unum ár eftir ár, eins og Hallgrímur
Pétursson við húsameistarann í ljóði
Steins: Ekki meir – ekki meir!
Jón Viðar Jónsson
fókus 15. september 2009 þriðjudagur 21
Frida …
viva la vida
eftir Brynhildi Guðjónsdóttur
Leikstjóri: Atli Rafn Sigurðarson
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Búningar: Filippía I. Elísdóttir
Tónlist: Egill Ólafsson
Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason
leiklist
Frida og Rivera „Hverjum er það að kenna að
Þjóðleikhúsið hefur hvað eftir annað, síðustu
misserin, sett á svið frumsamda íslenska texta
sem hafa hvorki verið fugl né fiskur?“ spyr
gagnrýnandi sem er ekki hrifinn af sýningunni
Frida … viva la vida sem frumsýnd var í
Þjóðleikhúsinu um helgina.
ekki meir
– ekki meir!