Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Side 22
Á síðunni theworldsstrongest-
man.com fer nú fram kosning á
því hvaða kraftajötnar eigi skilið
að komast í „Hall of fame“, eða
frægðarhöll, sterkustu manna
heims. Fólki gefst þar færi á að
velja á milli sjö kraftakarla og eru
tveir þeirra íslenskir, Jón Páll Sig-
marsson og Magnús Ver Magn-
ússon. Skal engan undra að þeir
félagar séu þar á meðal þar sem
báðir unnu keppnina Sterkasti
maður heims fjórum sinnum.
Síðdegis í gær hafði Jón Páll
fengið flest atkvæði, eða 54 pró-
sent greiddra atkvæða, á meðan
Magnús Ver var í fjórða sæti með
sjö prósent. Á meðal annarra
sem tilnefndir eru er hinn fimm-
faldi sigurvegari Sterkasti maður
heims, Mariusz Pudzianowski,
og Bandaríkjamaðurinn Bill
Kazmaier sem vann keppnina
þrisvar.
Uppselt var á tónleika í Háskólabíói í gær
til styrktar hinni tíu ára gömlu Alexöndru
Líf sem berst við krabbamein sem kallast
MDS. Landsfrægir tónlistarmenn spiluðu á
tónleikunum, meðal annars gleðipinnarn-
ir í Veðurguðunum ásamt Ingó, Jeff Who?,
Páll Óskar og önfirski karlakórinn Fjalla-
bræður.
Alexandra greindist með hvítblæði árið 2004,
þá fimm ára gömul. Hún hefur verið í lyfja-
meðferð og rannsóknum síðan. Meðan fjöl-
skyldan gekk í gegnum þessa ströngu og erf-
iðu meðferð dundi yfir hörmulegt slys þar
sem litli bróðir Alexöndru, þriggja ára gamall,
drukknaði. Foreldrar Alexöndru áttu einnig
litla stelpu sem var tæplega tveggja ára þeg-
ar slysið gerðist. Í ágúst árið 2006 eignuðust
þau svo stúlku og í október árið 2007 eignuð-
ust þau dreng.
Nú árið 2009, fimm árum seinna, hefur kom-
ið í ljós að Alexandra er ekki lengur með hvít-
blæði. Þrátt fyrir að hvítblæðið væri læknað
var hún áfram mjög veik og var þess vegna í
stöðugum rannsóknum sem nú hafa leitt í ljós
að hún er komin með krabbamein sem kallast
MDS sem nær eingöngu gamalt fólk fær.
Núna í ágúst fór hún í beinmergsskipti sem er
margra vikna ferli og því þurfa báðir foreldrar
hennar að hætta að vinna til að geta verið hjá
henni á spítalanum allan sólarhringinn. Syst-
ir hennar sem er 6 ára mun gefa henni merg
þannig að álagið verður mikið á alla fjölskyld-
una.
Fjölskyldan hefur verið búsett í Danmörku þar
sem foreldrarnir hafa skipst á að vera í námi
og hafa því ekki mikið handa á milli. Ágóðinn
sem safnast á tónleikunum á því eflaust eftir
að hjálpa fjölskyldunni mikið.
birgir@dv.is
Frægðarhöll
kraFtajötna
Guðný Jóna ÞorbJörnsdóttir
Tónlistarparið Daníel Ágúst Har-
aldsson og Kitty von Sometime
eignuðust dóttur síðastliðinn
föstudag, 11. september. Hún
hefur fengið nafnið Lilja Con-
stance og eftir því sem DV kemst
næst heilsast móður og barni
vel. Þetta er fyrsta barn Kitty en
Daníel á börn af fyrra sambandi.
Reyndar gott betur ef svo er
hægt að orða það þar sem Dan-
íel varð afi í fyrra þegar dóttir
hans og Gabríelu Friðriksdótt-
ur myndlistarmanns eignaðist
erfingja. Skammt er stórra högga
á milli hjá Daníel þessa dagana
því í gær kom út nýjasta breið-
skífa GusGus en eins og kunnugt
er er kappinn forsprakki þeirrar
vinsælu hljómsveitar.
22 þriðjudagur 15. september 2009 Fólkið
Stjörnur Spiluðu til Styrktar veikri Stúlku:
troðFullt hjá alexöndru
Fætt
tónlistarbarn
„Þetta var það eina sem ég vildi í af-
mælisgjöf. Að fá að fara í sjóstang-
veiði,“ segir Guðný Jóna Þorbjörns-
dóttir, veiðikona með meiru. Guðný
hélt upp á 94 ára afmælið sitt með því
að fara með fjölskyldunni í sjóstang-
veiði á Stöðvarfirði á laugardaginn.
„Það gekk svona líka ljómandi vel og
við fiskuðum heilmikið,“ segir Guðný
brött en aflinn eftir túrinn var ein 180
flök. „Maður á því nægan fisk í kist-
unni í vetur.“
Guðný hefur reglulega gaman af
stangveiði og er þetta í annað skipti
í sumar sem hún fer í sjóstangveiði.
„Ég hef líka mjög gaman af bleikj-
unni. Hún er fjörug og skemmtileg
og svo er alltaf gaman að veiða lax
líka.“ Guðný ætlar að stunda veiðina
meðan hún hefur heilsu til en það
eru eflaust ekki margir á hennar aldri
sem gætu haldið í við hana. „Það eru
nú eflaust einhverjir,“ segir Guðný
hógvær.
„Hún er mikil veiðimanneskja,“
segir Steingrímur Jóhannesson son-
ur Guðnýjar en hann var með í veiði-
ferðinni góðu. „Þetta hefur lengi ver-
ið draumur hjá henni og hún var
alveg hreint harðdugleg. Steingrím-
ur segir móður sinni sennilega veiði-
eðlið í blóð borið en faðir hennar var
sjómaður á Stöðvarfirði. „Hún hefur
veitt mikið af laxi og bleikju í gegn-
um tíðina. Hún veiddi til dæmis níu
punda lax þegar hún var níræð.“
asgeir@dv.is
mokveiddi á
tíræðisaldri
Guðný Jóna Þorbjörnsdóttir Er
þrælvön í veiðinni og veiddi meðal annars
níu punda lax þegar hún var níræð.
Steingrímur Jóhannesson Hefur varla
undan að gera að afla móður sinnar.
Alexandra og Ronja Ronja, litla
systir, gefur stóru systur sinni,
Alexöndru Líf, beinmerg.