Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 2
Brasilíski morðinginn Hosmany Ramos nýtur lífsins innan veggja Hegningarhússins. Þar hefur hann eignast vin í Jónasi Bjarka Gunnarssyni, sem situr inni í átta mánuði vegna súpuþjófnaðar. Ramos kláraði að skrifa bók í síðustu viku og segir íslensk fangelsi vera á við fjögurra stjörnu hótel. hitt málið Þetta helst - þessar fréttir bar hæst í vikunni Dýrkeypt strippstaðarferð Pálmi Jónsson, fjár- málastjóri Knatt- spyrnusambands Íslands, KSÍ, lýsir alfarið yfir sakleysi sínu af viðskipt- um við súlustað í Sviss. Þar voru teknar út rúmar þrjár milljónir króna, að þávirði, af greiðslukorti KSÍ. Femínistafélag Íslands krefst afsagnar stjórnenda KSÍ sem gefa lítið út á málflutninginn. Staðfest hefur verið að Pálmi heimsótti staðinn en hann fullyrðir að milljónirnar hafi verið teknar af kortunum í leyfisleysi. Eftir að kortanotkunin kom í ljós lýsti Pálmi strax yfir sakleysi sínu og bauð KSÍ að borga brúsann. Í kjölfarið höfðaði hann mál úti í Sviss og krafðist endurgreiðslu þeirra 3,2 milljóna króna sem rukkað var um. Af þeim voru 1,5 milljónir bak- færðar en eftirstöðvarnar, tæpar tvær milljónir, þarf Pálmi að greiða. ríkið tekur meira til sín Fyrirhugaðar skatta- hækkanir ríkisstjórn- arflokkanna munu kosta hvern einstakl- ing á vinnumarkaði um 5.700 krónur á mánuði. Er þá miðað við meðallaun starfs- fólks í fullu starfi út frá launum á almennum vinnumarkaði árið 2008. Ef reiknað er út frá þeim sem eru bæði í fullri vinnu og hlutastörfum nemur hækkunin 136 krónum á mánuði. Skattabreytingarnar koma verst niður á þeim sem hafa í kring- um 750 þúsund krónur í laun á mánuði. Hjá þeim hækka skatt- greiðslurnar um 11,5 prósent. Hins vegar lækka skattarnir um 5,4 pró- sent hjá þeim sem hafa minna en 250 þúsund krónur í laun á mánuði. kvarnast úr kvótakerfi Jón Bjarnason, sjáv- arútvegs- og land- búnaðarráðherra, fær heimild til að leigja út samtals 4.000 tonna skötuselskvóta til fiskiskipa og útgerða á yfirstandandi fisk- veiðiári og því næsta sam- kvæmt nýju frumvarpi til laga um breytingar á fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Ráðgert er að kíló- verð á skötuselskvóta ríkisins verði 120 krónur. Tekjur ríkis- ins af kvótaleigunni gætu því orðið um 480 milljónir króna á tveimur árum. „Þarna er verið að taka fyrningarleiðina á eina tegund, skötuselinn,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Það kemur því á óvart að þau skuli kasta stríðshanskanum með þessum hætti.“ 2 3 1 fréttir 11. nóvember 2009 miðvikudagur 3 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fær heimild til að leigja út samtals 4.000 tonn af skötusel til fiskiskipa og útgerða á yf- irstandandi fiskveiðiári og því næsta samkvæmt nýju frumvarpi til laga um breytingar á fiskveiðistjórnun- arkerfinu. Ráðgert er að kílóverð á skötuselskvóta ríkisins verði 120 krónur. Tekjur ríkisins af kvótaleig- unni gætu því orðið um 480 milljónir króna á tveimur árum. Samkvæmt frumvarpi sjávarút- vegsráðherra verður leigður ríkis- kvóti í skötusel ekki framseljanlegur. Ráðgert er að andvirði kvótaleigunn- ar renni í ríkissjóð og verði varið til styrktar rannsóknarsjóði um aukið verðmæti sjávarfangs og til nýsköp- unar og atvinnuþróunar í sjávar- byggðum. Þetta er frávik frá ríkjandi reglu kvótakerfisins þar sem auknar afla- heimildir leggjast ofan á fyrirliggj- andi kvóta skipa í þeim hlutföllum sem hvert og eitt þeirra ræður yfir. Landssamband íslenskra út- vegsmanna ályktaði um fyrirhugaða aukningu skötuselskvóta á aðalfundi sínum um síðustu mánaðamót og lagði ríka áherslu á að kvótanum yrði úthlutað á skip í samræmi við afla- hlutdeild þeirra. Útgerðirnar ráða yfir 2.000 tonna skötuselskvóta sam- kvæmt ráðgjöf og úthlutun síðastlið- ið sumar. Helmingi minni kvótaflutningur milli ára Samkvæmt frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra verður einnig dregið úr heimild til þess að flytja kvóta milli fiskveiðiára. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, heimilaði flutning á 33 prósentum af kvóta í fyrra en Jón Bjarnason, eftir- maður hans, ætlar nú að lækka þetta hlutfall í 15 prósent. Ein meginástæð- an fyrir flutningi kvóta milli ára er sú að útgerðir geti þannig búið sig undir samdrátt í tegundum sem ævinlega veiðast umtalsvert sem meðafli. Í frumvarpinu eru einnig reistar skorður við flutningi kvóta af skipi. Jón sagði á fundi með smábátasjó- mönnum í síðasta mánuði að laga- heimildin til að leyfa án íhlutunar flutning kvóta af skipum hefði alltaf verið umdeild. Sérstaklega ætti það við um skip sem tækju við kvóta og gætu í staðinn leigt frá sér meiri verð- mæti í öðrum aflaheimildum. Lagt af stað með fyrningarleiðina Landssamband íslenskra útvegs- manna mótmælti á aðalfundi sín- um um síðustu mánaðamót öllum hugmyndum um endurúthlutun á kvótabundnum tegundum eða að ákveðnar fisktegundir yrðu teknar út úr kvóta sem illa gengi að veiða eða ekki hefði reynst arðbært að veiða. „Þarna er verið að taka fyrningar- leiðina á eina tegund, skötuselinn,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í tengslum við kjara- samningana fyrir tveimur vikum um að sjávarútvegsmálin væru til end- urskoðunar og í ákveðnum sáttafar- vegi eins og það er orðað. Það kemur því á óvart að þau skuli kasta stríðs- hanskanum með þessum hætti. Það er umhugsunarvert að þeir sem eiga aflahlutdeild megi aðeins bera kvóta- skerðingu en megi ekki njóta aukn- ingarinnar. Þetta kemur líka á óvart vegna þess að starfandi er nefnd sem er að fara yfir öll þessi mál.“ Friðrik furðar sig einnig á miklum takmörkunum frumvarpsins á flutn- ingi aflaheimilda og segir þær óskilj- anlegar. Þetta gengur bæði gegn möguleikum á hagkvæmni og dregur úr sveigjanleika. Það geta verið fiski- fræðileg rök fyrir því að veiða ekki upp kvótann auk þess sem gott get- ur verið að geyma hann í sjó af mark- aðsástæðum.“ Þúfan sem veltir hlassinu Finnbogi Vikar, sem ritaði skýrslu síðastliðið vor um meint brask með vannýttar fisktegundir, situr nú í um- ræddri nefnd sjávarútvegsráðherra. Hann segir að með frumvarpinu séu stjórnvöld að senda handhöfum kvótans skilaboð um að þjóðin eigi kvótann. „Þau eru að segja kvótahöf- um að auðlindin í hafinu sé þjóðar- eign og löggjafinn og framvæmda- valdið geri nauðsynlegar breytingar á kvótaúthlutun til að hámarka arðinn fyrir samfélagið. Þetta kann að vera þúfan sem veltir hlassinu.“ Jón Bjarnason Friðrik J. Arngrímsson RÁÐHERRANN BÝÐUR SÆGREIFUM BIRGINN „Það kemur því á óvart að þau skuli kasta stríðshanskanum með þessum hætti.“ JóHAnn HAuksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is sjávarútvegsráðherrann Margar smávægilegar breytingar í frumvarpi Jóns Bjarnasonar grafa undan ríkjandi kvótakerfi. Grafið undan kvótakerfinu „Það er umhugsunarvert að þeir sem eiga aflahlutdeild megi aðeins bera kvótaskerðingu en megi ekki njóta aukningarinnar,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. Þúfan sem veltir hlassinu Finnbogi Vikar segir að með frumvarpinu sendi stjórnvöld kvótahöfum skilaboð um að þjóðin sé raunverulegur eigandi auðlindarinnar. HÆkkA RóNUR þá sem hafa tekjur umfram 500 þús- und krónur. Af þeim þarf að borga 47,1 prósents tekjuskatt. Persónu- afsláttur helst þó óbreyttur í 42.200 krónum. Lilja staðfestir tillögurnar „Þetta eru tillögur sem vinnuhópur er að ræða ásamt mörgum öðrum til- lögum,“ segir Lilja Mósesdóttir. Hún segir að þær tillögur sem RÚV sagði frá hugnist henni vel. Umræða hafi líka komið upp um að hækka per- sónuafsláttinn í samræmi við hækk- un tekjuskatta. „Það er sú leið sem sjálfstæðismenn hafa yfirleitt far- ið í samdrætti,“ segir Lilja. Að henn- ar sögn er sú leið ekki tekjujafnandi. Hún létti einungis undir hjá einstakl- ingum sem séu með laun í kringum skattleysismörk. Umfram þau laun sé sú leið mjög íþyngjandi. Lilja segir að skattahækkanir með þrepaskiptingu muni sem dæmi koma betur út fyrir einstaklinga með lægri laun en 250 þúsund krónur. „Ókosturinn við þrepaskiptinguna er að það verður þung skattabyrði hjá hjónum þar sem annar aðilinn er fyrirvinna,“ segir hún. Slíkt þurfi að koma í veg fyrir. Lausnin gæti verið að setja þak á hámarksskattbyrði slíkra einstaklinga. Hins vegar sé kosturinn við þrepaskiptinguna að hún hvetji hjón til þess að vinna jafn mikið. Hún telur að skattatillögur ríkis- stjórnarinnar fari fljótlega fyrir Al- þingi. „Þegar stjórnarflokkarnir eru búnir að koma sér saman um skatta- hækkanir verða þær kynntar fyr- ir stjórnarandstöðunni. Eftir það fer frumvarpið fyrir þingið. Þetta þarf að komast sem fyrst fyrir þingið til að fá umræðu. Helst þá í næstu viku,“ seg- ir hún. Ákveðið var á Alþingi í gær að hafa umræður um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnarflokkanna á næsta föstudag. sjálfstæðisflokkur skapaði ójöfnuð Þrátt fyrir að fyrirhugaðar skatta- hækkanir séu töluvert miklar verður skatthlutfallið samt lægra en á sum- um Norðurlöndunum. Eins og sést í töflu með grein er tekjuskattur á laun umfram 800 þúsund krónur 57 pró- sent í Svíþjóð. Lægsta skattprósentan í Danmörku er 46,1 prósent. Auk þess eru skattleysismörk hvergi hærri en á Íslandi. Að mati Lilju er vissulega slæmt að þurfa að hækka skatta við nú- verandi aðstæður. Slíkt sé þó óum- flýjanlegt. „Það væri allt í lagi að hækka skatta á þá sem eru tekjuhá- ir. Á síðastliðnum árum í útrásinni lét Sjálfstæðisflokkurinn persónu- afsláttinn ekki fylgja verðbólgu. Með því jókst ójöfnuður fólks öll útrásarárin,“ segir hún. Lilja seg- ist ekki óttast landflótta hjá vel menntuðu og tekjuháu fólki. Eins og sést á útreikningum með grein- inni verða þeir sem hafa um 750 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir mestum áhrifum af skattahækkun- um. „Við erum ennþá undir skatt- byrðinni á Norðurlöndunum þang- að sem flestir Íslendingar flytja. Ég hef áhyggjur af þeim sem eru með þungar skuldabyrðir. Sá hópur hef- ur ekki fengið afskriftir. Það leys- um við hins vegar ekki með skatta- hækkunum,“ segir hún. Fyrirhugaðar skattahækkanir ríkis- stjórnarflokkanna munu kosta hvern einstakling á vinnumarkaði um 5.700 krónur á mánuði. Er þá miðað við meðallaun starfsfólks í fullu starfi út frá launum á almennum markaði árið 2008. Ef reiknað er út frá þeim sem eru bæði í fullri vinnu og hluta- störfum nemur hækkunin 136 krón- um á mánuði. Skattabreytingarnar koma verst niður á þeim sem hafa í kringum 750 þúsund krónur í laun á mánuði. Hjá þeim hækkar skatthlutfallið um 11,5 prósent. Hins vegar lækkar skatthlut- fallið um 5,4 prósent hjá þeim sem hafa minna en 250 þúsund krónur í laun á mánuði. Bjarni gagnrýnir harðlega Fyrirhugaðar skattahækkanir ríkis- stjórnarinnar vöktu hörð viðbrögð stjórnarandstöðunnar í gær. „Brjál- æðið í þessum hugmyndum ligg- ur í því að það er ekki hægt að stór- auka álögur á atvinnustarfsemi og einstaklinga þegar við erum í þess- ari kreppu,“ sagði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins í umræðum á Alþingi. „Þetta kall- ar þingmaðurinn brjálaða leið sem mér finnst dálítið merkilegt þegar við erum að tala um þrepaskipt skatt- kerfi eins og hin brjáluðu Norður- lönd hafa til dæmis valið,“ sagði Katr- ín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í andsvari. Viðskiptaráð Íslands tel- ur hugmyndir ríkisstjórnarinnar um skattahækkanir ekki til þess falln- ar að efla tekjur hins opinbera. Þær muni heldur ekki hraða efnahags- bata landsins. Tekjulágir græða Fréttastofa RÚV sagði frá því á mánudaginn að vinnuhópur inn- an ríkisstjórnarinnar væri að vinna að þrepaskiptum skattahækkunum. Í þeim felst að tekjuskattur á ein- staklinga með 250 þúsund krónur og minna verður 36,1 prósent í staðinn fyrir 37,2 prósent líkt og hann er nú. Sá hópur mun því græða á áformuð- um skattabreytingum. Þeir sem hafa á bilinu 250 til 500 þúsund krón- ur borga 41,1 prósents tekjuskatt af tekjum umfram 250 þúsund krónur. Þriðja þrepaskiptingin er síðan fyrir 2 miðvikudagur 11. nóvember 2009 fréttir Er Verður EinsTaklingar Hjón, Ein fyrirvinna Er Verður 250.000 kr. 375.000 kr. 500.000 kr. 750.000 kr. 1.000.000 kr. 250.000 kr. 375.000 kr. 500.000 kr. 750.000 kr. mánaðarlaun mánaðarlaun 50.795 97.295 143.795 240.795 353.795 48.045 99.420 150.795 268.545 386.295 8.590 55.090 175990 311590 5.840 57215 202790 344.090 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2 008 2009 2010 PErsónuafsláTTurinn sTEndur í sTað 23.360 42.205 svona breytast skattarnir þínir annas sigmundsson blaðamaður skrifar: as @dv.is skattar hækka um 5.660 krónur lilju mósesdótt- ur, 5.700 króna hækkun Fyrirhugaðar skattahækkanir munu kosta meðallaunafólk 5.700 krónur á mánuði. mynd rakEl ósk sigurðardóTTir Brjálaðar tillögur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur skattatil- lögur stjórnarflokkanna brjálaðar. mynd sigTryggur ari jóHannsson Hugnast tillögurnar Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri-grænna, segir að sér hugnist fyrirhugaðar skattahækkanir. Hún vonast til að frumvarp um skatta- breytingar komi fyrir Alþingi í næstu viku. mynd krisTinn magnússon fréttir 11. nóvember 2009 miðvikudagur 3 Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fær heimild til að leigja út samtals 4.000 tonn af skötusel til fiskiskipa og útgerða á yf- irstandandi fiskveiðiári og því næsta samkvæmt nýju frumvarpi til laga um breytingar á fiskveiðistjórnun- arkerfinu. Ráðgert er að kílóverð á skötuselskvóta ríkisins verði 120 krónur. Tekjur ríkisins af kvótaleig- unni gætu því orðið um 480 milljónir króna á tveimur árum. Samkvæmt frumvarpi sjávarút- vegsráðherra verður leigður ríkis- kvóti í skötusel ekki framseljanlegur. Ráðgert er að andvirði kvótaleigunn- ar renni í ríkissjóð og verði varið til styrktar rannsóknarsjóði um aukið verðmæti sjávarfangs og til nýsköp- unar og atvinnuþróunar í sjávar- byggðum. Þetta er frávik frá ríkjandi reglu kvótakerfisins þar sem auknar afla- heimildir leggjast ofan á fyrirliggj- andi kvóta skipa í þeim hlutföllum sem hvert og eitt þeirra ræður yfir. Landssamband íslenskra út- vegsmanna ályktaði um fyrirhugaða aukningu skötuselskvóta á aðalfundi sínum um síðustu mánaðamót og lagði ríka áherslu á að kvótanum yrði úthlutað á skip í samræmi við afla- hlutdeild þeirra. Útgerðirnar ráða yfir 2.000 tonna skötuselskvóta sam- kvæmt ráðgjöf og úthlutun síðastlið- ið sumar. Helmingi minni kvótaflutningur milli ára Samkvæmt frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra verður einnig dregið úr heimild til þess að flytja kvóta milli fiskveiðiára. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, heimilaði flutning á 33 prósentum af kvóta í fyrra en Jón Bjarnason, eftir- maður hans, ætlar nú að lækka þetta hlutfall í 15 prósent. Ein meginástæð- an fyrir flutningi kvóta milli ára er sú að útgerðir geti þannig búið sig undir samdrátt í tegundum sem ævinlega veiðast umtalsvert sem meðafli. Í frumvarpinu eru einnig reistar skorður við flutningi kvóta af skipi. Jón sagði á fundi með smábátasjó- mönnum í síðasta mánuði að laga- heimildin til að leyfa án íhlutunar flutning kvóta af skipum hefði alltaf verið umdeild. Sérstaklega ætti það við um skip sem tækju við kvóta og gætu í staðinn leigt frá sér meiri verð- mæti í öðrum aflaheimildum. Lagt af stað með fyrningarleiðina Landssamband íslenskra útvegs- manna mótmælti á aðalfundi sín- um um síðustu mánaðamót öllum hugmyndum um endurúthlutun á kvótabundnum tegundum eða að ákveðnar fisktegundir yrðu teknar út úr kvóta sem illa gengi að veiða eða ekki hefði reynst arðbært að veiða. „Þarna er verið að taka fyrningar- leiðina á eina tegund, skötuselinn,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ. „Ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu í tengslum við kjara- samningana fyrir tveimur vikum um að sjávarútvegsmálin væru til end- urskoðunar og í ákveðnum sáttafar- vegi eins og það er orðað. Það kemur því á óvart að þau skuli kasta stríðs- hanskanum með þessum hætti. Það er umhugsunarvert að þeir sem eiga aflahlutdeild megi aðeins bera kvóta- skerðingu en megi ekki njóta aukn- ingarinnar. Þetta kemur líka á óvart vegna þess að starfandi er nefnd sem er að fara yfir öll þessi mál.“ Friðrik furðar sig einnig á miklum takmörkunum frumvarpsins á flutn- ingi aflaheimilda og segir þær óskilj- anlegar. Þetta gengur bæði gegn möguleikum á hagkvæmni og dregur úr sveigjanleika. Það geta verið fiski- fræðileg rök fyrir því að veiða ekki upp kvótann auk þess sem gott get- ur verið að geyma hann í sjó af mark- aðsástæðum.“ Þúfan sem veltir hlassinu Finnbogi Vikar, sem ritaði skýrslu síðastliðið vor um meint brask með vannýttar fisktegundir, situr nú í um- ræddri nefnd sjávarútvegsráðherra. Hann segir að með frumvarpinu séu stjórnvöld að senda handhöfum kvótans skilaboð um að þjóðin eigi kvótann. „Þau eru að segja kvótahöf- um að auðlindin í hafinu sé þjóðar- eign og löggjafinn og framvæmda- valdið geri nauðsynlegar breytingar á kvótaúthlutun til að hámarka arðinn fyrir samfélagið. Þetta kann að vera þúfan sem veltir hlassinu.“ Jón Bjarnason Friðrik J. Arngrímsson RÁÐHERRANN BÝÐUR SÆGREIFUM BIRGINN „Það kemur því á óvart að þau skuli kasta stríðshanskanum með þessum hætti.“ JóHAnn HAuksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is sjávarútvegsráðherrann Margar smávægilegar breytingar í frumvarpi Jóns Bjarnasonar grafa undan ríkjandi kvótakerfi. Grafið undan kvótakerfinu „Það er umhugsunarvert að þeir sem eiga aflahlutdeild megi aðeins bera kvótaskerðingu en megi ekki njóta aukningarinnar,“ segir Friðrik J. Arngrímsson. Þúfan sem veltir hlassinu Finnbogi Vikar segir að með frumvarpinu sendi stjórnvöld kvótahöfum skilaboð um að þjóðin sé raunverulegur eigandi auðlindarinnar. HÆ A R NUR þá sem hafa tekjur umfram 500 þús- und krónur. Af þeim þarf að borga 47,1 prósents tekjuskatt. Persónu- afsláttur helst þó óbreyttur í 42.200 krónum. Lilja staðfestir tillögurnar „Þetta eru tillögur sem vinnuhópur er að ræða ásamt mörgum öðrum til- lögum,“ segir Lilja Mósesdóttir. Hún segir að þær tillögur sem RÚV sagði frá hugnist henni vel. Umræða hafi líka komið upp um að hækka per- sónuafsláttinn í samræmi við hækk- un tekjuskatta. „Það er sú leið sem sjálfstæðismenn hafa yfirleitt far- ið í samdrætti,“ segir Lilja. Að henn- ar sögn er sú leið ekki tekjujafnandi. Hún létti einungis undir hjá einstakl- ingum sem séu með laun í kringum skattleysismörk. Umfram þau laun sé sú leið mjög íþyngjandi. Lilja segir að skattahækkanir með þrepaskiptingu muni sem dæmi koma betur út fyrir einstaklinga með lægri laun en 250 þúsund krónur. „Ókosturinn við þrepaskiptinguna er að það verður þung skattabyrði hjá hjónum þar sem annar aðilinn er fyrirvinna,“ segir hún. Slíkt þurfi að koma í veg fyrir. Lausnin gæti verið að setja þak á hámarksskattbyrði slíkra einstaklinga. Hins vegar sé kosturinn við þrepaskiptinguna að hún hvetji hjón til þess að vinna jafn mikið. Hún telur að skattatillögur ríkis- stjórnarinnar fari fljótlega fyrir Al- þingi. „Þegar stjórnarflokkarnir eru búnir að koma sér saman um skatta- hækkanir verða þær kynntar fyr- ir stjórnarandstöðunni. Eftir það fer frumvarpið fyrir þingið. Þetta þarf að komast sem fyrst fyrir þingið til að fá umræðu. Helst þá í næstu viku,“ seg- ir hún. Ákveðið var á Alþingi í gær að hafa umræður um fyrirhugaðar skattahækkanir stjórnarflokkanna á næsta föstudag. sjálfstæðisflokkur skapaði ójöfnuð Þrátt fyrir að fyrirhugaðar skatta- hækkanir séu töluvert miklar verður skatthlutfallið samt lægra en á sum- um Norðurlöndunum. Eins og sést í töflu með grein er tekjuskattur á laun umfram 800 þúsund krónur 57 pró- sent í Svíþjóð. Lægsta skattprósentan í Danmörku er 46,1 prósent. Auk þess eru skattleysismörk hvergi hærri en á Íslandi. Að mati Lilju er vissulega slæmt að þurfa að hækka skatta við nú- verandi aðstæður. Slíkt sé þó óum- flýjanlegt. „Það væri allt í lagi að hækka skatta á þá sem eru tekjuhá- ir. Á síðastliðnum árum í útrásinni lét Sjálfstæðisflokkurinn persónu- afsláttinn ekki fylgja verðbólgu. Með því jókst ójöfnuður fólks öll útrásarárin,“ segir hún. Lilja seg- ist ekki óttast landflótta hjá vel menntuðu og tekjuháu fólki. Eins og sést á útreikningum með grein- inni verða þeir sem hafa um 750 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir mestum áhrifum af skattahækkun- um. „Við erum ennþá undir skatt- byrðinni á Norðurlöndunum þang- að sem flestir Íslendingar flytja. Ég hef áhyggjur af þeim sem eru með þungar skuldabyrðir. Sá hópur hef- ur ekki fengið afskriftir. Það leys- um við hins vegar ekki með skatta- hækkunum,“ segir hún. 2 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Laugavegi 178, 105 Rvk sími 551-3366 www.misty.is opið mán-fös 10-18, lau 10-14 Teg. Suzanna - virkilega flottur “push up” í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- Teg. Amelia - glæsilegur “push up” í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- Teg. Melange - rosa fallegur “push up” D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,- Teg. Suzanna Teg.Amelia Teg. Melange „Jónas er frábær persóna og ég gaf honum súkkulaðiköku í tilefni dags- ins,“ segir Hosmany Ramos, brasil- íski lýtalæknirinn sem var dæmdur meðal annars fyrir morð og mann- rán en hann er besti vinur Jónasar Gunnarssonar sem fagnaði fimm- tugsafmæli sínu innan veggja Hegn- ingarhússins í gær. Jónas var dæmdur fyrir súpu- þjófnað og fleiri smáafbrot og er því ekki í sama stærðarflokki glæpa- manna og hans besti vinur. Jónas segir það vera ömurlegt að þurfa að eyða afmælisdeginum í fangelsi en hann hafi fengið þó nokkrar gjafir. Fékk meðal annars Bullworker-tæki frá vinkonu sinni. Jónas var dæmdur fyrir sjö vikum en hann þarf að dúsa innan veggja fangelsisins í átta mán- uði fyrir að stela súpu úr 10-11 fyrir 250 krónur. Jónas segir lítið um að vera í fang- elsinu en hann fær að kíkja út í garð tvisvar á dag, hálftíma í senn, þar sem hann getur andað að sér stemmingu miðbæjarins og dreymt um frelsið. Þrátt fyrir að fangelsið sé komið til ára sinna kvartar Jónas ekki, segir að það sé betra að vera þarna inni en á sambýlinu á Miklubraut. Ljósið í dökkri tilveru Jónasar er Hosmany Ramos – einn þekkt- asti glæpamaður Brasilíu. Ramos var dæmdur fyrir mannrán, morð, bifreiðasmygl og flugvélaþjófnað í heimlandi sínu og er eftirlýstur þar. Yfirvöld vilja ná í skottið á honum og setja á bak við lás og slá. Ramos þótti afburðagreindur, fór í háskóla og varð lýtalæknir og um leið var hann kom- inn á stall með fína og fallega fólkinu í Ríó. Þar lagði hann lag sitt við fagr- ar og ríkar konur. En bak við grímu gleði og glaums var Ramos að stela frá milljónamæringum og hafði á brott skartgripi og annað sem hann kom í verð. Ramos myrti tvo af vitorðsmönn- um sínum en ofbeldi og morð virð- ist vera „ættgengt“ í fjölskyldu Ramos. Pabbi hans drap elskhuga konu sinnar með hníf og afi hans á að hafa myrt heila fjölskyldu. Ramos segist leiður yfir tilhugsuninni um að Jónas þurfi að sitja inni fyrir svona lítinn glæp á meðan peninga- fíklarnir, eins og hann orðar það, gangi lausir. „Þeir rændu þjóðina milljónum, jafnvel milljörðum, og þeir ganga lausir. Hafa það ábyggi- lega fínt,“ segir Ramos og er mikið niðri fyrir. Hann er þó ekki lengi að ná gleði sinni á ný og bendir á að hann hafi klárað að skrifa bókina sína í síðustu viku – en hann þykir orðheppinn með eindæmum. GAF JÓNASI KÖKU „Þeir rændu þjóðina milljónum, jafnvel milljörðum, og þeir ganga lausir. Hafa það ábyggilega fínt.“ Benedikt Bóas HinRiksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is sáttur en ósáttur Hosmany Ramos er ósáttur við að Jónas þurfi að sitja inni fyrir súpuþjófnað en sáttur við fangelsi hér á landi. til hamingju Jónas Bjarki fagnaði því að verða fimm- tugur innan fangelsisveggja. Mynd VilHelM Búinn með bókina Jónas er mikill vinur Hosmanys Ramos sem hefur klárað að skrifa bók síðan hann kom til landsins. 2 mánudagur 9. nóvember 2009 fréttir „Ég er algjörlega saklaus, það er al- veg á hreinu. Af minni hálfu fóru þessi viðskipti ekki fram heldur var kortið misnotað. Ég hef ekki verið að stunda svona staði, þekki ekkert hvað þar fer fram og drekk ekki einu sinni kampavín,“ segir Pálmi Jóns- son, fjármálastjóri Knattspyrnu- sambands Íslands, KSÍ. Pálmi glataði 3,2 milljónum króna, á þáverandi gengi, af kred- itkorti sínu og KSÍ á súlustaðnum Rauðu myllunni, Moulin Rouge, í Zürich í Sviss árið 2005. Sé upphæð- in reiknuð á núverandi gengi nem- ur upphæðin nærri 8 milljónum. Það hefur verið staðfest að Pálmi heimsótti staðinn en hann fullyrð- ir að milljón- irnar hafi verið teknar af kortunum í leyf- isleysi. Eftir að kortanotkunin kom í ljós lýsti Pálmi strax yfir sakleysi sínu og bauð KSÍ til að borga brús- ann. Í kjölfarið höfðaði hann mál úti í Sviss og krafðist endurgreiðslu þeirra 3,2 milljóna króna sem rukk- að var um. Af þeim voru 1,5 millj- ónir bakfærðar en eftirstöðvarnar, tæpar tvær milljónir, þarf Pálmi að greiða. Góður drengur Fjármálastjórinn og KSÍ segja hann hafa verið fórnarlamb skipu- lagðrar glæpa- starfsemi þar sem 3,5 millj- ónir voru teknar af kort- um hans í leyf- isleysi. Sviss- neskur fjölmiðill lýsir málinu þó þannig að fjár- málastjórinn hafa spreðað í hverja rándýra kampavíns- flöskuna á fætur annarri í fylgd þriggja rúss- neskra stúlkna, sem nafn- greindar eru sem Eva, Lora og Carmen í fréttinni. Þau eru sögð hafa heim- sótt fjölmarga næturklúbba í Zur- ich umrætt kvöld. Í morgunsárið hafi þau endað á staðnum Moulin Rouge þar sem Pálmi er sagður hafa slegið um sig og pantað kampavín í massavís. Á heimasíðu strippstaðarins Moulin Rouge, þar sem meint brot áttu sér stað, gefur meðal annars að líta fáklæddar dömur í hjarta rauða hverfisins í Zürich. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, styður fjármálastjóra sinn heils hugar og gefur lítið fyrir fullyrðing- ar Femínistafélagsins. „Við höfum gefið út stuðningsyfirlýsingu og það hefur ekkert breyst. Við tókum strax ákvörðun um að styðja hann enda býður sambandið ekki fjárhagsleg- an skaða. Þetta er mjög góður mað- ur og gott hjá honum að hafa leitað réttar síns úti, það hefðu ekki allir gert. Við trúum engu öðru en hans frásögn enda hef ég þekkt hann langt aftur og hefur hann spilað fót- bolta allt sitt líf,“ segir Geir. Á svissneska fréttavefnum 20 Minuten var fyrir helgi sögð önnur og skrautlegri saga sögð af atburð- um á nætur- klúbbnum en sú sem Pálmi og Geir segja. Þar sagði að fjármálastjórinn hafi ásamt . Dag- inn eftir hafi hann uppgötvað að kreditkortareikningurinn nam 67 þúsund svissneska frönkum. Erfitt fyrir fjölskylduna Pálmi segir alveg ljóst að þær nótur sem hann þurfi að greiða hafi verið með falsaðri undirskrift sinni. Hann segist lítið vera fyrir fjölmiðlaathygli og því sé afar leiðinlegt að í þau fáu skipti sem hann komi fram sé það á neikvæðum nótum. „Þetta er bara eitthvað krot á miðunum, ekki líkt minni undirskrift. Það var verið að reyna að falsa mína undirskrift en þetta var ekki líkt henni. Ég ætla ekki að gera neitt meira í málinu. Ég var mjög ánægður að eitthvað af þessu var endurgreitt en bjóst aldrei við að fá allt. Ég er hættur að pæla í þessu máli, ég tapaði því miður bara þessum peningum og við það situr, segir Pálmi og bætir við. „Þessi umræða er bara asnaleg. Mér finnst umræðan í minn garð hafa verið ósanngjörn og hörð en ég er ekkert að væla yfir því. Vit- andi það að ég er saklaus er ég mjög rólegur yfir þessu. Ég reyni að láta þetta ekki trufla mig en auðvit- að gerir það það samt. Það er allt- af slæmt að verða fyrir svona slæmu umtali. Auðvitað hef- ur þetta líka tekið á kon- una mína og börnin, þau eru að sjálfsögðu leið að fá svona árásir á pabba sinn.“ Eiga að víkja „Sennilega hefði ég bara átt að sætta mig við allt tap- ið strax, þá hefði þetta aldrei komist í fjölmiðlana. En ég er bara ekki þannig og því stendur uppi ansi dýr mis- notkun. Það er löngu búið að tækla þetta innan KSÍ og þar fæ ég ein- dreginn stuðning, ég get ekki trúað því að það komi til með að breyt- ast.“ Guðný Gústafsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, krefst þess að Pálmi og aðrir stjórnendur KSÍ segi af sér. Hún segir þá stað- reynd að Pálmi hafi heimsótt stað- inn og stuðning sambandsins næga ástæðu til uppsagnar. „Háttsemi þessa manns er ótæk og fyrir neðan allar hellur að viðkomandi hafi yfir höfuð farið inn á svona stað. Í okk- ar huga skiptir það engu máli hvaða greiðslukort voru notuð eða hvern- ig, að maður í þessari stöðu, á veg- um íþróttahreyfingar, hafi farið inn á svona stað sem tengdur er glæpa- starfsemi er óboðlegt. Stjórnend- urnir verða að axla ábyrgð og segja af sér,“ segir Guðný. Mjög sár Aðspurður segist Geir ekki vilja tjá sig um kröfu Femínistafélagsins, að öðru leyti en því að samband- ið styðji sinn mann. Hann segist þó vera sár vegna kröf- unnar um uppsögn. „Ég er mjög sár yfir þessari yf- irlýsingu fem- ínistanna en finnst hún í raun dæma sig sjálf. Þess vegna vil ég sem minnst um þessar fullyrðing- ar segja, það er best að segja ekkert,“ segir Geir. „Ég drekk ekki einu sinni kampavín“ TrausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Pálmi Jónsson „Maðurinn má auð- vitað fara að skemmta sér inn á súlustað þarna úti, hvað ætli hann hafi glatt margar konur með þessari upphæð?“ algjörlega saklaus Pálmi segir ljóst að undirskrift hans hafi ítrekað verið fölsuð. Góður drengur Geir segir fjármálastjórann góðan dreng sem hafi spilað knattspyrnu allt sitt líf. Komið til mín Geiri hvetur alla starfsmenn KSÍ til að koma og skemmta sér á Goldfinger. fréttir 9. nóvember 2009 mánudagur 3 Pálmi tekur í sama streng og vill ekki tjá sig um kröfu Guðnýjar og fé- laga hennar. Hann ítrekar þá skoð- un sína að málinu sé lokið af sinni hálfu. „Ég hef engan áhuga á því að röfla við femínistana, þær starfa bara svona og nýta greinlega hvert tækifæri til að koma sínum skoðun- um á framfæri,“ segir Pálmi. Komið til mín Ásgeir Þór Davíðsson, eigandi súlu- staðarins Goldfinger, skilur heldur ekkert í fullyrðingum femínistanna. Hann býður alla forsvarsmenn KSÍ hjartanlega velkomna til sín á Gold- finger. „Gagnrýni femínistanna er alveg út í hróa. Maðurinn má auð- vitað fara að skemmta sér inni á súlustað þarna úti, hvað ætli hann hafi glatt margar konur með þessari upphæð? Hann hefur ábyggilega bjargað jólunum fyrir margar fjöl- skyldur. Embætti mannsins skipt- ir engu máli, ég átta mig ekki al- veg á því. Eigum við að velja hvaða staði hann fær að fara á ef hann vill skemmta sér vel?“ segir Ásgeir Þór. „Embætti eða starf viðkomandi skiptir engu máli. Til að fólk geti fjallað á raunhæfan hátt um svona staði þurfa þeir að heimsækja staðina, hver og einn ætti að hafa manndóm í sér að kynna sér stað- ina. Í þessu tilviki eru femínistarn- ir að blanda sér of mikið í hegðun manna. Ég hvet hreinlega KSÍ-gæj- ana til að kíkja með kortin á Gold- finger og eyða þar peningum.“ Þrátt fyrir tilraunir náðist ekki í eiganda súlustaðarins Moulin Rouge í Sviss í gær en hann mun vera stattur í Úkraínu. Flottur staður Svissneskur fjöl- miðill fullyrðir að fjármálastjórinn hafi spreðað í rándýrar kampa- vínsflöskur á Moulin Rouge. Sætar stelpur Á heimasíðu súlustað- arins eru auglýstar fáklæddar dömur sem bjóði upp á einkadans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.