Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 6
Sandkorn n Margrét Tryggvadóttir, þing- maður Hreyfingarinnar, sló í gegn í vikunni þegar hún reisti það þjóðþrifamál að neftóbaks- karlar á þingi væru að valda truflunum á starfi þingheims. Taldi þing- maðurinn að tóbaks- kornin hefðu ekki öll lent í nösum þingmanna. Svo rammt hefði kveð- ið að þessu að hnappar til atkvæðagreiðslu stæðu fastir þannig að ekki væri mögulegt að segja já eða nei. Það má segja að þingmaðurinn sé að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til lausnar á vanda Íslands. n Það er þó ekki nýtt að trufl- un verði á þingstörfum vegna tóbaksneyslu. Orðið á götunni rifjar upp að fyrir 20 árum tók þingmaður- inn Ásgeir Hannes Ei- ríksson það mál upp að tóbaksreyk- ingar væru þingheimi til ama. „Reykher- bergið er mikið notað, þar er teflt, spjallað og horft. Hurðin er iðulega opin og það leggur þykkan mökk af reyk í þings- alinn. Oft er um að ræða bæði daunillt og ódýrt tóbak og fer þetta mjög fyrir brjóstið á mér þar sem ég hef nánast ofnæmi fyrir tóbaki og mundi gjarnan vilja fá að ráða mínum dauð- daga,“ sagði Ásgeir Hannes í þá daga. n Það hlýtur að vera Páli Magn- ússyni útvarpsstjóra áhyggju- efni að hlustun á Rás 2 er nú langt undir Bylgjunni. Í upphafi árs hafði Rás 2, undir stjórn Sigrúnar Stefánsdótt- ur, betur en undan- farið hefur hallað undan fæti. Bylgjan er nú með örugga forystu með 37 prósenta hlustun en Rás 2 með rúm 29 prósent. Einsýnt þykir að taka verði til í yfirstjórn Ríkisútvarpsins áður en tjónið verði meira en orðið er. n Sjónvarpið glímir við nokk- urn vanda eins og Rás 2. Þannig þarf Kastljósið að sjá á bak sínum besta spyrli þegar Helgi Seljan axlar sín skinn fyrir áramót og flytur til Akureyrar. Ekki liggur fyrir hvort einhver verður ráðinn í hans stað. En það mun mæða meira á Sigmari Guðmundssyni sem hefur verið brokkgengur en átt sína spretti á köflum. Þórhallur Gunnarsson fer með manna- forráð í Kastljósinu og er þulur þar. Hann þótti vera einn að- gangsharðasti spyrill landsins en það er ár og öld síðan hann hefur gefið sér tíma til að ræða við fólk í setti. 6 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir Umhverfisstofnun gerði samning um byggingu á færanlegu þjónustuhúsi í friðlandinu á Hornströndum án þess að hafa sótt um leyfi til þess. „Það er ljóst að í þessu máli hefur Umhverfis- stofnun ekki viðhaft rétt vinnubrögð en stofnunin hefur farið ítarlega yfir verkferla til að tryggja að ekki verði endurtekning á,“ segir í yfirlýsingu sem Umhverfisstofnun sendi DV þeg- ar spurst var fyrir um málið. DV hafði þá fengið staðfest að byggingafulltrúi Ísafjarðarbæjar hefði þann 2. nóvember óskað eftir skýring- um á málinu frá Umhverfisstofnun. Þriggja ára samningur Um er að ræða 20 fermetra færan- legt þjónustuhús í Hornvík á Horn- ströndum sem ætlað er fyrir landvörð. Í húsinu er upplýsingaveita fyrir ferða- menn og salernisaðstaða. Einnig gefst ferðafólki þar kostur á að vaska upp og þvo hendur. Við húsið verður sett upp upplýsingaskilti, bæði með fróðleik um náttúrufar í friðlandinu sem og umgengnisreglur. Umhverfisstofnun leitaði til land- eigendafélagsins Hafnarbáss til að setja húsið upp í sumar. Þann 22. júní var undirritaður samningur þeirra á milli um stöðuleyfi til byggingarinnar til næstu þriggja ára og hafist handa við bygginguna. Þegar leyfi landeig- enda lá fyrir var leitað til Ísafjarðar- bæjar um leiðsögn við framhald verk- efnisins. Umhverfisstofnun játar greiðlega að þarna hafi ekki verið rétt að verki staðið. „Fyrir misskilning milli Umhverf- isstofnunar og tæknideildar Ísafjarð- arbæjar var ráðist í framkvæmdir við þjónustuhúsið í Höfn, Hornvík, um leið og ofangreindur samningur lá fyr- ir. Upphaflega var talið nægjanlegt að óska eftir stöðuleyfi fyrir þjónustuhús- ið í Höfn, enda samningur um stöðu hússins við landeigendur aðeins gild- ur í þrjú ár,“ segir í yfirlýsingunni. Hægt að fjarlægja húsið Umhverfisstofnun sendi til umhverf- isnefndar Ísafjarðarbæjar umsögn Hornstrandanefndar frá 22. júní og samning við landeigendur um leið og gögnin lágu fyrir. Á fundi umhverfis- nefndar 6. ágúst var erindið sett fram til kynningar og bókar nefndin í fund- argerð að sækja þurfi um bygginga- leyfi. Í yfirlýsingu Umhverfisstofnunar kemur fram að þegar hér var komið við sögu var húsið nánast fullklárað. Umsókn um byggingaleyfi var loks skilað til Ísafjarðarbæjar 23. október. „Umhverfisstofnun vinnur að því að allar framkvæmdir sem ráðist verð- ur í innan Hornstrandafriðlandsins á vegum stofnunarinnar verði aftur- kræfar og þess gætt að rask á umhverfi svæðisins verði lágmarkað. Fram- kvæmdir munu fyrst og fremst mið- ast við að mæta þörfum á þjónustu við ferðamenn og sem leið til að draga úr neikvæðu álagi á svæðið og náttúru þess, sem ferðamönnum og gestum kann að fylgja,“ segir þar. Samningur við landeigendur gerir ráð fyrr að framkvæmdin sé afturkræf þannig að hægt sé að taka húsið nið- ur og fjarlægja öll ummerki um það að samningstíma liðnum ef ekki nást samningar um áframhaldandi starf. Umhverfisstofnun fór ekki að verklagsreglum þegar hún gerði samning um að byggja þjónustuhús í friðlandinu í Hornvík. Byrjað var að byggja húsið í sumar og það var nánast fullklárað þegar sótt var um leyfi. Umhverfisstofnun ber við misskilningi á milli stofnunarinnar og tæknideildar Ísafjarðarbæjar. UMHVERFISSTOFNUN BYGGÐI Í LEYFISLEYSI „Það er ljóst að í þessu máli hefur Umhverf- isstofnun ekki viðhaft rétt vinnubrögð.“ Erla Hlynsdóttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Friðland Friðlandið í Hornvík er ein helsta náttúruperla landsins. Fjöldi göngufólks leggur leið sína þangað á sumrin og mikið er lagt upp úr vistvænni þjónustu við ferðamenn. Mynd Halldór svEinbjörnsson Farið yfir verkferla Í yfirlýsingu frá Umhverfisstofnun segir að í kjölfar máls- ins hafi verið farið ítarlega yfir verkferla til að tryggja að vinnubrögð sem þessi endurtaki sig ekki. Kristín Linda Árnadóttir er forstjóri stofnunarinnar. Úlfari Eysteinssyni stefnt vegna bílasamninga: „Ekkert World Class-mál“ SP-Fjármögnun hefur stefnt mat- reiðslumanninum Úlfari Eysteins- syni, sem oftast er kenndur við Þrjá frakka, vegna bílasamninga. Fyrir- taka í málinu var í gær. Að sögn Úlf- ars snýst málið um bíla sem hann var með á kaupleigu. „Ég skilaði inn bílum og það er ágreiningur um milligjöfina. Þeir verðleggja einn bílinn það lágt, hann er 5,7 milljóna króna bíll en þeir mátu hann á 1.300 þúsund, og ég þyrfti að borga mismuninn. Ég var til í að borga eftirstöðvarnar en ekki með svona formerkjum,“ segir Úlfar. Hann var með þrjá bíla á kaupleigu, Jagúar, Cadillac Escalade og Grand Cherokee, sem hann notaði við inn- flutning. „Ég var með innflutning ásamt öðrum árið 2007 þegar dollarinn var ekki neitt. Þegar fór að harðna á daln- um gerði SP-Fjármögnun svo miklar kröfur þegar ég var að selja bílinn. Þeir voru í því að setja mér stólinn fyrir dyrnar. Stundum fóru þeir fram á að ég myndi borga einhver nokk- ur hundruð þúsund því kúnninn var ekki nógu góður. Þannig að ég lagði bílana bara inn til þeirra.“ Úlfar er bjartsýnn á að málið leys- ist fljótt. „Ég veit að þetta fer sáttaleið. Ég er búinn að bjóða þeim sátt og er með lögmann í þessu. Þetta er ekkert World Class-mál,“ segir Úlfar og hlær. Hann er í sömu sporum og margir aðrir og telur líklegt að málinu verði vísað frá. „Það hefur verið þannig að þess- um málum er vísað frá. Þeir vilja ekki taka á þessum málum, dómararnir í dag, því þetta eru myntkörfulán og þau eru ólögleg. Það vill enginn vera fyrsti dómarinn til að taka á þessu dæmi. Það verður fordæmisgefandi. Núna vísa allir frá.“ liljakatrin@dv.is bjartsýnn um sátt Úlfar upplifði óliðlegheit frá SP-Fjármögnun er hann stóð í bílabraski eins og hann kallar það sjálfur. Mynd Karl PEtErsson Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is 515 55 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.