Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 8
Sandkorn
n Hugleikur Dagsson er ein
af stjörnum jólabókaflóðsins
en úr smiðju hans er vænt-
anleg bókin 1001 okkur. Um
nokkurs konar viðhafnarút-
gáfu er að ræða þar sem eitt-
þúsund og
eitt eintak,
tölusett af
höfundin-
um sjálf-
um, verður
gefið út í
innbund-
inni útgáfu.
Þá fylgir
bókinni stórt veggspjald með
mynd af Friðriki Sólnes raf-
virka sem ritað hefur formála
í fyrri Okkur-bækur Hugleiks.
Bókin mun einnig fást í kilju
en þau eintök eru ekki tölu-
sett og þeim fylgir ekki mynd
af rafvirkjanum.
n Hin sívinsælu og sígildu
Bókatíðindi Félags íslenskra
bókaútgef-
enda munu
venju sam-
kvæmt
detta inn á
öll heimili
landsins á
næstunni.
Athygli
vekur að
fjöldi útgáfubóka á þessu ári
er sá sami og í fyrra þannig
að bókaútgefendur virð-
ast hafa tröllatrú á bókinni í
kreppunni. Í sögulegu ljósi
er þó ekki svo óeðlilegt að
bókaútgáfa haldi velli í versn-
andi árferði en bækur urðu
einmitt að helstu jólagjöfum
Íslendinga í kringum miðja
síðustu öld við ekki ósvipaðar
aðstæður og nú, gjaldeyris-
höft, kreppu og aðra efna-
hagslega óáran.
n Ekkert virðist ógna veldi
glæpa-
sagna-
kóngsins
Arnaldar
Indriða-
sonar á
íslensk-
um bóka-
mark-
aði. Nýja
bókin hans, Svörtuloft, hefur
verið ausin lofi gagnrýn-
enda og fyrstu tölur benda
mjög eindregið til þess að
Arnaldur muni slá enn eitt
sölumetið í ár. Úr herbúð-
um Vöku-Helgafells, útgef-
anda Arnaldar, hefur heyrst
að salan fari umtalsvert betur
af stað en í fyrra sem þó var
metár hjá Arnaldi. Sam-
kvæmt heimildum DV slagaði
fyrsta prentun Svörtulofta í
30.000 eintök þannig að jafn-
vel má búast við að Arnaldur
rjúfi þann múr á þessu ári.
8 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir
Örugg og góð þjónusta í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207
www.ljosmynd.is
Pantaðu
jólamyndatökuna
tímalega
KRÓNAN DÝRARI EN
NÝR LANDSPÍTALI
Seðlabanki Íslands hefur eytt 66,9 milljörðum í að styrkja gengi krónunnar frá því
bankarnir hrundu í október. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur segir ekki hægt að
standa í inngripum til lengdar. Hann telur að Seðlabankinn hafi sólundað þessum pen-
ingum. Fyrir þessa upphæð mætti byggja nýjan Landspítala og eiga drjúgan afgang.
Síðan bankarnir hrundu í október á
síðasta ári hefur Seðlabanki Íslands
samtals varið 66,9 milljörðum króna
í að styrkja gengi krónunnar. Með-
altal gengisvísitölu krónunnar hefur
ekki mælst hærra en í október síðast-
liðnum á þeim tíma sem er liðinn frá
bankahruninu. Þegar gengisvísitalan
hækkar lækkar verðgildi krónunnar.
Krónan hefur því aldrei verið minna
virði en nú.
Inngrip Seðlabankans á gjald-
eyrismarkaði voru langmest í októb-
er og nóvember í fyrra, skömmu eft-
ir bankahrun. Bankinn keypti krónur
fyrir 28,9 milljarða í október og rúm-
an 21 milljarð í nóvember. Aðgerðirn-
ar náðu þó ekki að koma í veg fyrir fall
krónunnar því á milli mánaða veiktist
gengi hennar umtalsvert.
Síðan þá hafa inngrip Seðlabank-
ans verið frá 545 milljónum króna á
mánuði og upp í 3,4 milljarða króna á
mánuði. Mikið hefur hins vegar dreg-
ið úr hlutdeild Seðlabankans á gjald-
eyrismarkaði á þessu ári. Á þriðja
ársfjórðungi námu inngrip Seðla-
bankans 19 prósentum, samanborið
við 36 prósent á öðrum ársfjórðungi.
„Væri betur varið í Icesave“
Guðmundur Ólafsson, lektor við Há-
skóla Íslands og Háskólann á Bif-
röst, telur að inngrip Seðlabankans
séu mistök. „Þetta dregur að vísu úr
gengissiginu, en það er ekki hægt að
standa í þessu til lengdar. Annaðhvort
verða menn að setja hér upp stalínískt
gjaldeyriskerfi þar sem allt er lokað
eða skipta um gjaldmiðil. Það er eina
vitið að skipta um gjaldmiðil,“ segir
Guðmundur.
Þegar hann er beðinn um að leggja
mat á árangurinn af þessum aðgerð-
um segir Guðmundur: „Það er búið
að sólunda þessum peningum í vitl-
eysu, þeim væri betur varið í Icesave-
reikninginn,“ segir hann.
Er þetta þá glatað fé? „Að öllum lík-
indum, ég hef ekki trú á því að gengið
hækki neitt að ráði. Það gæti komið
eitthvað til baka ef gengið hækkar um
5 prósent, en ég held að gengi krón-
unnar sé þar sem það á vera núna.“
13 milljarðar á þessu ári
Á þessu tímabili hafa þrír banka-
stjórar verið við stjórn í Seðlabanka
Íslands. Davíð Oddsson var rekinn í
lok febrúar, en frá bankahruni hafði
Seðlabankinn undir hans stjórn var-
ið um 56 milljörðum í að styrkja gengi
krónunnar. Frá því Svein Harald Öyg-
ard tók við störfum í lok febrúar og
þar til hann hætti um miðjan ágúst
varði Seðlabankinn tæpum 8,5 millj-
örðum í að styrkja gengi krónunnar.
Þegar Svein Harald hætti í bankan-
um var krónan hins vegar veikari en
hún hafði áður verið í hans stjórnar-
tíð. Í september varði Seðlabankinn
545 milljónum í krónukaup og 1.408
milljónum í október.
Nýr spítali og atvinnuleysis-
bætur
Fyrir þá peninga sem Seðlabank-
inn hefur varið í að halda gengi
krónunnar uppi hefði íslenska rík-
ið, meðal annars, getað fjármagn-
að byggingu nýs Landspítala fyrir 51
milljarð króna, en ráðgert er að um
800 manns fá vinnu við bygginga-
framkvæmdirnar.
Enn væri til ríflegur afgangur
sem meðal annars myndi duga til að
standa straum af 12,3 milljarða króna
kostnaði af auknu atvinnuleysi úr 5,7
prósentum upp í 10,6 prósent, eins
og gert er ráð fyrir í fjárlögum næsta
árs.
Bara vitleysa „Það er búið að sólunda
þessum peningum í vitleysu, þeim væri
betur varið í Icesave-reikninginn,“ segir
Guðmundur Ólafsson.
ValGEIR ÖRN RaGNaRSSON
blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is
Már Guðmundsson Hefur ekki
verið eins stórtækur á gjaldeyris-
markaðnum og forverar hans.
Nýr landspítali Áætlað er
að kostnaður við byggingu
nýs Landspítala verði 51
milljarður króna.
Krónukaup
Seðlabankans
Meðaltal
gengisvísitölu
Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt.
2008 Október 2009 1.408 milljónir
OktÓBER 2008
28.930 milljónir
2009
234,971 stig
202,9525 stig
tIlRaUNIR SEÐlaBaNkaNS
tIl aÐ StYRkJa GENGIÐ