Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 14
14 föstudagur 13. nóvember 2009 helgarblað
Jón Gerald Sullenberger opnar verslun sína, Kost, um helgina. Hann segir að áhersla verði lögð á að
bjóða góða þjónustu og gott verð. Með því að hafa engan vörulager segist hann spara nógu mikið fé til að
geta boðið gott verð. Hann sækir innblástur í bandarískar verslunarmiðstöðvar og íslenskar verslanir á
borð við Fjarðarkaup og Melabúðina.
„Við erum hér til að sinna kúnnan-
um. Við ætlum að bjóða góðar vör-
ur á góðu verði. Ef við gerum það
vel þá trúum við því að við getum
náð til fólksins,“ segir Jón Gerald
Sullenberger verslunarmaður. Með
aðkomu fimm lítt þekktra fjárfesta
hefur Jóni nú tekist að setja á lagg-
irnar verslun sem ber nafnið Kost-
ur. Verslunin verður opnuð núna á
laugardag en Jón Gerald segir að ef
allt gangi að óskum verði búðirnar
þrjár. Það sé stefnan.
Biður um tíma
Það var í desember í fyrra sem
Jón Gerald kom fram í Silfri Eg-
ils og greindi frá áformum sínum
um að opna lágvöruverðsverslun
á Íslandi. Opnunin hefur tafist um
nokkra mánuði en upphaflega stóð
til að verslunin yrði opnuð í ágúst.
„Við fengum ekki húsið 1. júní, eins
og til stóð, heldur eftir verslunar-
mannahelgi. Þess vegna varð þessi
seinkun,“ útskýrir Jón. Hann biðl-
ar til neytenda að sýna versluninni
þolinmæði fyrst um sinn. „Ég bið
fólk um að gefa okkur smá tíma;
nokkra mánuði til að fóta okkur og
finna réttu vörulínurnar. Við eigum
von á fullt af vörum frá Bandaríkj-
unum og Asíu sem ekki eru komnar
til landsins. Við þurfum smá tíma,“
segir Jón Gerald en þegar blaða-
maður heimsótti hann í Kosti á
miðvikudaginn vann fólk hörðum
höndum að því að fylla rekka og
ganga frá.
„Mönnum semur ekki alltaf“
Jón Gerald hefur gagnrýnt harð-
lega það umhverfi sem hér ríkir
á matvörumarkaði sem hann tel-
ur að hamli eðlilegri samkeppni.
Hann hefur sagt að stjórnvöld hafi
brugðist bæði birgjum og neyt-
endum með því að hafa leyft stór-
um aðilum að ná ráðandi stöðu á
matvörumarkaði. Þar eru Kaup-
ás og Hagar ráðandi en Jón Gerald
vann sjálfur sem innkaupastjóri hjá
Baugi, nú Högum, áður en í kekki
kastaðist milli hans og Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar. „Ég er með mik-
il sambönd við aðila úti, eftir þessi
23 ár,“ segir Jón Gerald en hann vill
ekki ræða ástæður þess að upp úr
vinskap þeirra Jóns Ásgeirs slitan-
ði. „Mönnum semur ekki alltaf,“
segir hann en bætir því við að að-
standendur Kosts ætli að reka búð-
ina á eigin forsendum.
Sögusagnir
Spurður hvort hann stefni að því að
keppa við verð á algengum neyslu-
vörum í Bónus og Krónunni, svarar
Jón Gerald því til að það verði tím-
inn einfaldlega að leiða í ljós. „Við
verðum í vandræðum með að selja
íslenska framleiðslu á betra verði en
lægstu búðirnar. Við erum bara með
eina búð en hinir aðilarnir eru með
margar. Maður fer ekki fram á að fá
sömu kjör og þeir en það þýðir ekk-
ert að bjóða mér vöru sem ég þarf að
selja 15 til 20 prósent dýrara en í hin-
um búðunum. Það er eitthvað bogið
við þannig verðstrúktúr,“ segir hann
og heldur áfram: „Fyrst þegar ég fór
af stað fór ég að heyra sögursagn-
ir um að ég ætlaði ekki að versla af
neinum og ætlaði að fá allt að utan.
Þegar ég heyrði þetta bauð ég öllum
heildsölum til mín í kaffi og kleinur.
Til mín komu 50 til 60 manns og ég
heimsótti þá flesta í kjölfarið. Það
skipti miklu máli að eyða þessum
sögusögnum,“ útskýrir hann.
Jón segir að viðmót manna gagn-
vart verkefni hans hafi breyst eftir
að hann fullyrti í Kastljósi snemma
í október að fjölmargir þyrðu ekki að
vinna fyrir Kost af ótta viðað missa
viðskipti við samkeppnisaðila. Í því
samhengi nefndi hann framleið-
enda kæla, iðnaðarmenn, birgja og
svo sagði hann Íslandsbanka hafa
hafnað því að taka fyrirtækið í við-
skipti. „Andrúmsloftið breyttist eft-
ir þetta. Núna eru 98 prósent birgja
virkilega að aðstoða okkur og styðja
við bakið á okkur,“ segir Jón og rifj-
ar upp: „Til að byrja með áttum við
í erfiðleikum með að fá vöru- og
verðlista. Við þurftum að hringja í þá
suma og spyrja hvort þeir ætluðu að
selja vörurnar eða ekki. Maður spyr
sig af hverju það er,“ segir hann.
Fengu nánast allt notað
Jón segir að þrotlaus vinna liggi að
baki opnun Kosts en verslunin er til
húsa við Dalveg í Kópavogi, þar sem
áður var InnX. „Við keyptum eigin-
lega ekkert nýtt. Nánast allt sem
hér er inni fengum við notað eða
notuðum það sem var hérna fyrir.
Gluggarnir voru úr sýningarbásun-
um, brunaveggurinn varð að kæli
og allar hillurnar fengum við not-
aðar úr þrotabúi Mest. Afgreiðslu-
kassana og pressurnar í kælana
fengum við frá Keflavíkurflugvelli
og einingar fundum við á Suður-
eyri með hjálp Kælivers. Það eina
sem við keyptum nýtt var tölvukerf-
ið og betri lýsing,“ segir Jón stoltur
og bætir við. „Meira að segja inn-
kaupakerrurnar fengum við notað-
ar frá Þýskalandi; úðuðum þær og
keyptum ný handföng,“ segir Jón
en með því einu segist hann hafa
sparað sér fjórar milljónir. Stólar
og borð fyrir starfsmenn fékk hann
gefins og góðhjartaður maður
gaf honum gamla ljósritunarvél á
skrifstofuna, svo eitthvað sé nefnt.
Hann segist ákaflega þakklátur fyr-
ir þá sem lagt hafa honum lið í ferl-
inu. „Gagnavarlslan í Keflavík, Lyft-
uþjónustan Armar og Kæliver hafa
til dæmis hjálpað okkur gríðarlega
mikið. Það hefur verið frábært að
finna fyrir þeim stuðningi sem við
höfum fengið,“ segir hann.
Eldra fólk í vinnu
Jón Gerald nefnir bandarísku versl-
anakeðjurnar Sams’s Club og Cost-
co þegar hann er spuður hvort
verslun hans eigi sér fyrirmyndir.
Hann segist einnig sækja innblástur
í verslanirnar Fjarðarkaup og Mela-
búðina. Þar sé þjónusta og and-
rúmsloft sem hann vilji innleiða í
sína verslun. „Þetta eru frábærar
búðir og þarna eru reynslumikl-
ir kaupmenn að vinna. Mér finnst
undarlegt að sjá hve þjónustan er
slök í öðrum búðum hérna heima,
sérstaklega miðað við hversu mikl-
um peningum Íslendingar verja í
mat,“ segir Jón Gerald en hann hef-
ur þegar ráðið fimm til sex starfs-
menn sem komnir eru á eftirlauna-
aldur. Alls hefur hann fastráðið 18
manns en 10 eru í hlutastarfi. Hann
segir stefnuna skýra: „Kúninn er
okkar yfirmaður.“
Nýjungar
Spurður hvort neytendur þurfi ekki
að borga fyrir hátt þjónustustig
með hærra vöruverði, svarar Jón:
„Það kostar líka að vera með vöru-
lager og dreifimiðstöð. Verslunin
sjálf er vörulagerinn okkar. Vörun-
um er ekið inn á brettum og þær
eru settar beint upp í hillur. Þannig
spörum við mikinn pening. Hann
segir að viðskiptavinir eigi von á
fleiri nýjungum: „Við innganginn
verður eldri maður sem býður fólk
velkomið í verslunina,“ segir hann
en uppröðunin í versluninni verð-
ur öðruvísi en Íslendingar eiga að
venjast. Í stað þess að koma fyrst að
brauðvöru liggur leiðin fljótt inn í
kælinn þar sem kjötið verður. „Síð-
an liggur leiðin þangað sem álegg-
ið og mjólkin er og loks í grænmet-
iskælinn. Fyrst velurðu í matinn og
svo velurðu meðlætið. Sú er hugs-
unin,“ segir Jón.
Þegar út úr kælinum er komið
kemur viðskiptavinurinn að fimm
metra háum 70 fermetra frysti. Gler-
hurðir eru allan hringinn, þar sem
fólk getur tekið sér frystivöru en
fyllt er á vörurnar innan frá. „Þetta
er algjör nýjung á Íslandi,“ seg-
ir hann og heldur áfram. „Brauðið
verður aftast í búðinni sem og sér-
stakt „entertainment-svæði“ fyrir
góðgæti á borð við sælgæti, snakk
og popp,“ útskýrir hann.
Íslensk framleiðsla
Á meðal annarra nýjunga má nefna
skjá sem fólk getur horft á þeg-
ar það raðar í poka. Þar getur fólk
fylgst með öllum upplýsingum um
vörurnar sem það kaupir; verðum,
þyngd og vöruheitum. „Þú horfir
á það sama og afgreiðslufólkið og
getur fylgst grannt með öllu,“ seg-
ir Jón
Hann fylgir blaðamanni því
næst að stórum vegg sem á stend-
ur: „Áfram Ísland. Styðjum ís-
lenska framleiðslu“. „Ég er að leita
að einyrkjum sem vilja koma með
vörur sínar og selja. Við munum
borga vikulega eftir kassa og verð-
um með mjög lága álagningu, rétt
til að standa undir kostnaði. Við
viljum með þessu auka nýsköpun
og fá fólk til að framleiða sultur eða
hvað sem er til að selja hér. Við vilj-
um styðja íslenska framleiðslu,“ út-
skýrir hann.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
Ætlar að opna
þrjár verslanir
Hvergi banginn Jón Gerald
Sullenberger stefnir að því að opna
þrjár búðir, gangi allt að óskum.
Spörum og njótum lífsins Kerrurnar og allir innanstokksmunir fengust notaðir.
Önnur uppröðun Áhersla verður lögð á vinalegt viðmót og lágt verð, að sögn
Jóns. Uppröðunin í versluninni verður önnur en fólk á að venjast.
Kostur opnar um helgina Jón Ger-
ald segist styðja við bakið á íslenskri
framleiðslu og leitar eftir einyrkjum til
að selja vörur sínar í Kosti.
„Við verðum í vand-
ræðum með að selja
íslenska framleiðslu á
betra verði en lágvöru-
verðsverslanirnar.“