Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 16
16 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir
Kirkjunnar menn hafa verið dugleg-
ir við að valda usla í íslensku þjóðfé-
lagi um árabil og virðist ekkert lát á
því. Umræðan um aðskilnað ríkis og
kirkju skýtur reglulega upp kollinum
og í seinni tíð hafa þeir sem aðhyllast
fullan aðskilnað látið vel í sér heyra.
Svo virðist sem mikil valdabarátta
sé innan kirkjunnar þótt það hafi
ekki verið staðfest. Sjást merki þess
best í að sumir þegnar kirkjunnar
njóta verndar hennar í erfiðum mál-
um en aðrir neyðast til að segja sig frá
embætti. Þó sannað sé að fjölmargir
prestar hafi ekki sinnt skyldu sinni,
jafnvel brotið lög, fá þeir ekki sömu
meðferð og almennir lögbrjótar. DV
kíkti á ýmis mál seinustu ára þar sem
kirkjan hefur verið í brennidepli og
starf þjóna hennar vakið upp hörð
viðbrögð.
Ofbeldi og niðurlæging
Skýrsla vistheimilisnefndar um starf-
semi Bjargs, Kumbaravogs og Heyrn-
leysingjaskólans kom út fyrr á árinu.
Í henni kom fram að kynferðislegt
ofbeldi, líkamlegar refsingar og nið-
urlæging var veruleiki þeirra stúlkna
sem vistaðar voru á stúlknaheimil-
inu Bjargi sem Hjálpræðisherinn rak
vestur á Seltjarnarnesi árin 1965 til
1967. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir
starfaði á Bjargi allan starfstímann.
Í skýrslunni kemur meðal ann-
ars fram að fjórar af þeim sjö konum
sem komu fyrir nefndina hafi greint
frá því að hafa orðið fyrir kynferðis-
legu ofbeldi af hálfu tiltekinna starfs-
kvenna.
„Tilteknar starfskonur hafi kysst
stúlkur á munninn þegar þær voru að
bjóða góða nótt og þá oft með þeim
hætti að stinga tungunni upp í munn
þeirra […] Þá greindu þær einnig frá
því að komið hafi fyrir að stúlkum
hafi verið strokið innanklæða, t.d.
yfir brjóstin eða bakið, og greindu
tvær frá því að hafa orðið vitni að því
er starfskona hafi í eitt tilgreint skipti
baðað viststúlku og við það tæki-
færi sýnt af sér kynferðislega hegð-
un, m.a. strokið um brjóst hennar og
kynfæri,“ segir í skýrslunni.
Auður Eir sagði í samtali við DV í
september að þessar ásakanir væru
ekki réttar og tjáði sig ekki frekar um
málið.
„Þetta eru mjög þungar ásakanir
sem þarna koma fram. Þær eru ekki
réttar. Ég mun tala um þetta mál en
ég ætla ekki að gera það núna.“
Barsmíðar í Breiðavík
Séra Sigurður Sigurðarson, vígslu-
biskup í Skálholti, var starfsmað-
ur á Breiðavík sumrin 1966, 1967 og
1968. Árið 1970 leysti hann af sem
forstöðumaður heimilisins aðeins 26
ára gamall. Í DV í febrúar árið 2007
var sagt frá því að drengirnir sem
vistaðir voru á Breiðavík sögðu að
Sigurði hefði verið fullkunnugt um
það ofbeldi sem forstöðumaður-
inn Þórhallur Hálfdánarson og fleiri
starfsmenn beittu drengina.
Drengjunum sem voru vistaðir
á heimilinu bar saman um að þeir
hefðu verið leiddir fyrir Sigurð og
kynfæri þeirra verið skoðuð. Í ein-
hverjum tilfellum var talað um að
umskera drengina.
Þegar blaðamaður DV bar full-
yrðingar fyrrverandi vistmanna á
Breiðavík um ofbeldi, svelti og kyn-
ferðislega misnotkun undir Sigurð
árið 2007, vildi hann ekkert tjá sig
opinberlega um málið. Hann sagðist
búast við því að rannsókn yrði gerð á
starfseminni á Breiðavík og þá þyrfti
hann að gera hreint fyrir sínum dyr-
um.
Framdi sjálfsmorð
DV kom af stað miklum umræðum
um Breiðavík er blaðið fjallaði um
heimilið í ársbyrjun 2007. Breiðavík-
urdrengirnir sögðu frá reynslu sinni
og lýstu ofbeldi og niðurlægingu sem
þeir þurftu að þola af hálfu starfs-
manna. Geir Haarde, þáverandi for-
sætisráðherra, skipaði í kjölfarið
nefnd til að kryfja málið til mergjar
og skilaði hún skýrslu á síðasta ári.
Þar var staðfest að það ofbeldi og
misþyrmingar sem greint var frá í DV
var blákaldur raunveruleikinn.
Í lok september á þessu ári sagði
DV frá Breiðavíkurdrengnum Sig-
urði Lindberg Pálssyni sem framdi
sjálfsmorð 13. september. Hann
var vistaður á Breiðavík frá ellefu til
þrettán ára aldurs og er 32. Breiða-
víkurdrengurinn sem deyr. Margir
þeirra féllu fyrir eigin hendi.
Pálmi og Vigfús gerðu ekkert
Árið 1996 sakaði Sigrún Pálína Ingv-
arsdóttir séra Ólaf Skúlason, þáver-
andi biskup, um nauðgunartilraun.
Mál Sigrúnar vakti mikla athygli á
Íslandi og í kjölfar ásakana hennar
gáfu aðrar konur sig fram og sökuðu
biskup um kynferðislega áreitni. Öll
málin voru frá þeim tíma þegar Ólaf-
ur var prestur.
Sigrún Pálína tók málið fyrst upp
tveimur árum áður. Þá talaði hún við
séra Pálma Matthíasson og árið eft-
ir við séra Vigfús Þór Árnason. Hún
bað prestana tvo að taka málið upp
innan kirkjunnar en hvorugur hafð-
ist neitt að í málinu.
Beittar þrýstingi
Einn þeirra sem tengdust inn í mál
kvennanna gegn séra Ólafi bisk-
upi á sínum tíma var séra Karl Sig-
urbjörnsson, þá prestur og nú bisk-
up. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996
beittu tveir prestar, þeir Hjálmar
Jónsson, sem þá var þingmaður en er
nú dómkirkjuprestur, og Karl, núver-
andi biskup, áhrifum sínum til að fá
konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup
um kynferðislega áreitni til að falla
frá málum sínum. Í fréttinni seg-
ir meðal annars að prestarnir tveir
hafi átt tíða fundi með konunum og
að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna
dregið mál sitt til baka. „Munu prest-
arnir meðal annars hafa lagt mikla
áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að
standa í málarekstri gegn biskupi,“
segir í fréttinni.
Séra Karl vildi ekkert tjá sig um
þetta á þeim tíma en ónafngreindur
prestur sem DV ræddi við sagði að
miklu „handafli“ hefði verið beitt af
hálfu biskupsmanna til að þagga það
niður.
Vald og valdníðsla
Biskup kærði málið til saksóknara
og sagði sakaráburð nafngreindra og
ónafngreindra aðila vega að friðhelgi
einkalífs hans og æru með ólögmæt-
um hætti. Í yfirlýsingu sem hann
sendi frá sér á þessum tíma sagði
að ráða mætti af ummælum í fjöl-
miðlum að markmiðið með þessum
röngu sakargiftum væri að þvinga
hann til að segja sig frá biskupsemb-
ættinu.
Ríkissaksóknari vísaði málinu
frá þar sem hann taldi ekki efni fyr-
ir hendi til að ákæruvaldið aðhefðist
neitt í máli kvennanna sem biskup
kærði. Skömmu áður en saksókn-
ari tilkynnti þessa niðurstöðu ákvað
biskup að afturkalla kröfu sína.
Sigrún Pálína sagði í viðtali við
Helgarpóstinn 30. maí árið 1996
að málið snérist fyrst og fremst um
valdatafl innan þjóðkirkjunnar.
„Þetta mál er löngu hætt að snú-
ast um mig og biskup. Það snýst um
vald og valdníðslu og réttarkerfið í
landinu.“
Fékk fyrirgefningu
„Ég bið þær konur og börn, sem brot-
ið hefur verið á af hálfu starfsmanna
og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á
þeirri þjáningu og sársauka sem þau
hafa liðið.“ Þessi fyrirgefning í setn-
ingarræðu Karls Sigurbjörnssonar
við upphaf Prestastefnu Íslands fyrr
á þessu ári kom biskupsmálinu svo-
kallaða aftur í sviðsljósið.
Sigrún Pálína tjáði sig opinskátt
um málið í Sjálfstæðu fólki og fékk
langþráðan fund með kirkjunn-
ar mönnum. Þar fékk hún uppreisn
æru er kirkjuráð harmaði „sársauka
og vonbrigði sem fram komu í frá-
sögn hennar á fundinum og skort á
skilningi og máttleysi í viðbrögðum
kirkjunnar á sínum tíma.“
Hent út
Tíðrætt hefur verið um samkyn-
hneigð innan kirkjunnar og ekki er
langt síðan það var sett í lög að sam-
kynhneigð pör gætu staðfest samvist
sína. Samkynhneigð hefur verið talin
sjúkdómur með vísun í Biblíuna og
fór söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýs-
son ekki varhluta af því árið 1995. Þá
lilja Katrín gunnarsdóttir
blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is
ALTARI SKANDALA
Mikil valdabarátta ríkir milli fylkinga innan íslensku þjóðkirkj-
unnar. Kirkjunnar menn hafa oft vakið upp harðar deilur vegna
starfa sinna og mörg dæmi eru um að þjónar þjóðkirkjunnar
hafi brotið lög. Fá þeir ekki sömu meðferð og aðrir lögbrjótar og
virðast njóta verndar hins heilaga anda.
„Konan missir stjórn á
sér þegar henni er hafn-
að kynferðislega og
notfærir sér það hvað
staða mín var veik út á
við.“
gerði ekkert Breiðavíkurdrengir
sökuðu séra Sigurð um aðgerðarleysi
í umfjöllun DV um heimilið í ársbyrjun
2007.
neitað um skólavist Ágúst var
dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn
sex drengjum. Þegar hann
losnaði úr fangelsi reyndi
hann að sækja nám í
biblíuskóla í Svíþjóð
en var neitað
um skólavist
vegna
kvartana
foreldra.
Boðberi samkynhneigðar Páli Óskari
var hent út úr Skálholtskirkju árið 1995
vegna kynhneigðar sinnar.
Vildi ekki skrökva Séra Flóki kærði
sig ekki um lygar og sagði börnum að
jólasveinninn væri ekki til. Foreldrum
líkaði þetta ekki.
tældi á netinu Séra Baldur játaði að
hafa haft munnmök við fimmtán ára
dreng. Hann býr nú í Svíþjóð.
„En hver sem ekki breytir í öllu eftir lögmáli Guðs þíns og lögmáli konungs skal
leiddur fyrir rétt og dæmdur til dauða, útlegðar, sektar eða í fangelsi.“ Esrabók 7:26