Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 18
Las biblíusögur Ágúst Magnússon var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og losnaði út af Litla-Hrauni snemma á síðasta ári. Þegar Ágúst var nýlega laus úr fang- elsi fékk hann leyfi fangelsismálayf- irvalda til að flytja til Uppsala í Sví- þjóð þar sem hann ætlaði að stunda nám í biblíuskóla. Ágústi var neitað um skólavist eftir kvartanir foreldra barna í skólanum um að dæmdur barnaníðingur myndi sækja skól- ann. Ágúst ólst upp í Grýtubakka og gekk í Breiðholtsskóla á sínum yngri árum. Samkvæmt heimildum DV tók hann að sér vinnu í æskulýðsstarfi kirkjunnar, KFUM og K, í Bakka- hverfinu sem unglingur og las sög- ur fyrir ungt fólk. Þar lentu einhverj- ir drengir í því að Ágúst leitaði á þá. Málið vakti usla í hverfinu en var aldrei kært til lögreglu. Tældi strák á netinu Rannsókn á máli Ágústs leiddi lög- reglu á braut séra Baldurs Gauta Baldurssonar, þá prests á Kirkju- bæjarklaustri. Hann játaði fyrir lög- reglunni í Reykjavík í mars árið 2004 að hafa haft munnmök við fimmt- án ára gamlan dreng í það minnsta tvisvar, um vorið og í september árið áður, þar sem Baldur var í heimsókn hjá drengnum á Akranesi. Lögregl- an grunaði séra Baldur um að vera einn af þeim mönnum sem hafa sóst eftir blíðu unglingspilta og notað til þess internetið og textavarpið. Bald- ur býr nú í Stokkhólmi í Svíþjóð. Jólasveinninn er ekki til Netheimar loguðu mánudaginn 19. desember árið 2005, fimm dögum fyrir jól, þegar haft var eftir séra Flóka Kristinssyni, þá presti á Hvanneyri, á forsíðu DV að jólasveinninn væri ekki til. Hann hafði opinberað þetta fyrir nemendum sínum í sunnu- dagaskólanum og sagði í samtali við DV að hann vildi ekki skrökva að krökkunum. „Ég gat ekki hugsað mér að fara að ljúga að börnunum og svaraði því spurningum þeirra um hvort jóla- sveinninn væri til neitandi. Hvað átti ég að gera annað?“ sagði séra Flóki. Hann líkti málinu við söguna af fjöðr- unum sem urðu að hænsnahóp. „Það er oft þannig með okkur prestana að enginn segir neitt við okkur augliti til auglitis heldur fáum við allt í bakið.“ Foreldrar reiddust og kölluðu hann taktlausan. „Í sambandi við þessar yfirlýsing- ar hans um jólasveininn finnst mér hann algerlega taktlaus og hann á ekkert með að segja sex ára börnum svona,“ sagði móðir lítils drengs. Gefðu mér kraft Á síðasta ári kærðu tvær unglings- stúlkur séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, fyrir kynferð- islega áreitni og brot á blygðunar- semi. Stúlkurnar voru sóknarbörn hans þegar meint brott áttu að eiga sér stað. Önnur stúlkan fór fram á tvær milljónir króna í skaðabætur og hin sex hundruð þúsund krónur. Héraðsdómur Suðurlands sýknaði Gunnar. Séra Gunnar sagði við DV í lok apríl að ásakanir stúlknanna væru einn stór misskilningur, að hann hefði aðeins sýnt stúlkunum hlýju en ekki áreitt þær á nokkurn hátt. Þetta staðfesti dómari en hann hefði látið orðin: „Gefðu mér nú kraft A mín,“ falla er hann faðmaði stúlk- una, hann hefði einungis ekki verið alveg hress. Í skýrslu sagði stúlkan að Gunnar hefði látið þau orð falla að straum- arnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana. Biskup brýtur landslög Karl biskup þverneitar Gunnari um að snúa aftur til starfa í Selfoss- kirkju en bauð honum í staðinn stöðu sérþjónustuprests hjá Bisk- upsstofu. Þar var honum meðal annars ætlað að sinna störfum hjá Helgisiðastofu í Skálholti ásamt því að þýða og staðfæra predik- unarleiðbeiningar fyrir presta. Þá bauðst prestinum starfslokasamn- ingur, upp á nærri tuttugu milljón- ir króna, en tilboðum um annað en að snúa aftur til starfa hafnaði Gunnar eindregið. Gunnar hefur ráðið sér lögfræðing og telur flutn- inginn úr Selfosssókn brjóta í bága við landslög. Deila Gunnars við sóknarnefnd Selfosskirkju er síður en svo fyrsti vandinn sem hann lendir í í kirkju- sóknum sínum. Honum hefur fjór- um sinnum verið vikið úr starfi sem sóknarprestur, fyrst í september 1987 frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þá í júní 1988, aftur frá Fríkirkjunni, í mars 2000 frá Holtakirkju í Önundarfirði og nú síðast 15. október 2009 frá Selfosskirkju. Í öll skiptin voru sam- skiptaörðugleikar Gunnars við safn- aðarmeðlimi orsök uppsagnarinnar. Réð tengdasoninn Mörg spjót standa á Karli biskupi, nú sérstaklega eftir dóm sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir helgi. Þar voru séra Sigríði Guðmars- dóttur dæmdar rúmar 1,6 milljón- ir króna í bætur vegna brota kirkj- unnar á jafnréttislögum. Sigríður sótti um embætti sendiráðsprests í Lundúnum árið 2003 en Sigurð- ur Arnarson, tengdasonur biskups, var skipaður. Aksturspeningar í skoðun DV sagði frá máli séra Baldurs Rafns Sigurðssonar fyrir stuttu sem fær aukalega greidda rúma millj- ón króna vegna aksturs í tengslum við prestsstörf frá tveimur þeirra sókna sem hann sinnir. Samkvæmt kjarasamningum presta fá þeir fast- ar greiðslur vegna akstursins. Séra Baldur Rafn hefur aftur á móti gert samninga við Njarðvíkursókn og Ytri-Njarðvíkursókn um viðbótar- greiðslur. Séra Ólafur Jóhannsson, formað- ur Prestafélags Íslands, sagði í sam- tali við DV að það tíðkaðist ekki að prestar fengju aukalegar aksturs- greiðslur frá þeim sóknum sem þeir sinna, ofan á samningsbundnar akstursgreiðslur. Á Biskupsstofu var sagt að þar hefði fólk ekki staðfesta vitneskju um akstursgreiðslur tveggja sókna til séra Baldurs fyrr en DV greindi frá greiðslunum í síðustu viku og skoðar nú málið. 18 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir Davíð Þór Jónsson, guðfræðingur segir stöðu Karls biskups sterka: Verður seint umdeildur „Mál séra Gunnars er fyrsta málið sem fer alla leið í gegnum ferli sem kirkjan kom sér upp. Biskupsmál- ið svokallaða er sennilega erfið- asta og versta mál sem þjóðkirkjan hefur þurft að glíma við áratugum saman. Það sem mörgum sveið sárt þá var að það var ekkert ferli til, kirkjan var úrræðalaus og ekki gert ráð fyrir þessu. Þess vegna var komið upp fag- ráði þjóðkirkjunnar um kynferð- isbrot. Í því situr bara fagfólk á sínum faglegu forsendum. Sömu- leiðis var komið upp úrskurðar- nefnd sem starfar samkvæmt lög- um frá Alþingi,“ segir Davíð Þór Jónsson guðfræðingur. Tók of langan tíma Davíð Þór hefur fylgst grannt með máli séra Gunnars og segir enda- lokum þess fylgja bæði góðar og slæmar fréttir. „Góðu fréttirnar eru þær að kerfið virkar, það er að segja, það komst niðurstaða í málið og það var hægt að víkja prestinum úr sókninni. Vondu fréttirnar eru þær að í fyrsta lagi tók þetta alltof langan tíma. Þar er ekki alveg við kirkjuna að sakast því mér finnst eðlilegt að kirkjan bíði eftir nið- urstöðu dómstóla. Að svona mál skuli taka rúmt ár að fara í gegn- um dómskerfið áður en endanleg niðurstaða kemst í það er skelfi- legt fyrir, í þessu tilviki, stúlkurnar. Rúmt ár í lífi þrettán ára stúlku er heil eilífð,“ segir Davíð Þór. Ekki í fjölmiðlaleik Hann telur málið hafa komið illa við kirkjuna. „Tvímælalaust. Þetta verð- ur voðalega heitt mál í svolítinn tíma. Biskup er ekki í neinum fjöl- miðlaleik en það er Gunnar hins vegar. Almenningur fær upplýs- ingar um málið úr fjölmiðlum og þar af leiðandi fékk fólk það á til- finninguna að biskup væri einn á berangri í þessari baráttu og hefði ekki stuðning kirkjunnar manna. Það er algjör misskilningur. Það er engin hefð fyrir því að kirkjunnar menn séu að skipta sér af svona löguðu og engin hefð fyrir því að biskup vinni að áróðursstríði í fjöl- miðlum. Hann er bara að vinna sína vinnu í kyrrþey á sinni skrif- stofu.“ Biskup verði afdráttarlausari Davíð Þór segir stöðu biskups sterkari eftir Gunnarsmálið. „Ég held að biskup hafi vaxið í Gunnarsmálinu vegna þess að hann leysti það mál og leysti það með hægð og af rósemd. Hann leysti það ekki með fjölmiðlastríði. Hann var sem klettur. Honum var ekki haggað. Hann kvað upp úr- skurð og málið er dautt. Karl bisk- up er þannig að hann verður seint umdeildur. Það fer í taugarnar á frjálslyndustu guðfræðingunum hvað hann er íhaldssamur og það fer í taugarnar á íhaldssömustu guðfræðingunum hvað hann er frjálslyndur.“ Davíð Þór vill þó að biskup sé afdráttarlausari í afstöðu sinni al- mennt. „Biskup er í þeirri stöðu að þurfa að vera málamiðlari. Hann getur ekki tekið afdráttarlausa af- stöðu, til dæmis í málefnum sam- kynhneigðra, sem hann veit að stór hluti kirkjunnar mun ekki taka undir og hætta þar með á klofning eða að ákveðnir prestar skjótist undan merkjum. Ég tel tví- mælalaust að biskup þurfi að vera afdráttarlausri. Til dæmis í mál- efnum samkynhneigðra á bisk- up að setja hnefann í borðið og segja einfaldlega: „Við getum ekki sagt lengur: „Tak þennan kaleik frá mér.““ Kom illa við kirkjuna Davíð Þór segir mál séra Gunnars hafa komið afar illa við kirkjuna. Gunnar í Krossinum segir þjóðkirkjuna komna út í horn: Berst fyrir eigin tilvist „Þjóðkirkjan blessuð er náttúru- lega komin svolítið út í horn eins og þjóðkirkjurnar á Norðurlöndunum og er að missa stöðu sína í samfélag- inu. Ég horfi á hana eins og gamla frænku sem er í upphlut og elskuleg og við berum virðingu fyrir og tölum vel um. En þetta er skuggi liðinnar aldar,“ segir Gunnar Þorsteinsson, oftast kenndur við Krossinn. Mikill vandi „Helsti vandi þjóðkirkjunnar í dag er hversu biskup hefur í raun lítil völd yfir kirkjunni. Hvernig ætl- ar þú að reka fyrirtæki með tvö hundruð manns og þú getur hvorki ráðið fólk né rekið? Þú ert alltaf settur í þennan mikla vanda þegar erfið staða kemur upp og þú get- ur ekki tekið á málunum. Þannig var það ekki áður. Þá var lýst ná- kvæmlega hvernig ætti að bregð- ast við hverjum vanda og biskup hafði vald til þess að taka á mál- um. Það gefur augaleið að þetta er mikill vandi,“ segir Gunnar. Hann segir þjóðkirkjuna hafa verið í til- vistarkreppu sem hafi einkennt starf hennar síðustu ár. „Hennar barátta í dag er barátta fyrir eigin tilvist ekki til að boða það erindi sem henni er falið.“ Ekki trú kenningunni Að mati Gunnars hefur kirkjan ekki tekið rétt á umdeildum mál- um innan hennar sem komið hafa upp í fortíðinni. Þá hafi oft verið gerður úlfaldi úr mýflugu. „Kirkjan hefur tekið þannig á málum að mál sem ekki eru stór í umfangi verða risavaxin vegna þess að stjórnkerfi kirkjunnar virk- ar ekki. Prestar vítt og breitt um landið gefa yfirvaldi kirkjunnar langt nef. Ef kirkjan ætlar að bæta hag sinn verður hún að breyta þessu. Stóra málið er að þjóðkirkjan nær ekki að vera trú kenningunni því hún horfir til meðaltalsvilja manna og vill vera þar í staðinn fyrir að standa föst á heilögum sannleika sem henni er falinn. Þú veist ekki frá ári til árs hver verður kenning kirkjunnar á nýju ári.“ Stjórnkerfið virkar ekki Að mati Gunnars gerir kirkjan oft úlfalda úr mýflugu þar sem stjórnkerfið virkar ekki. MynD GunnAR GunnARSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.