Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 22
22 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir
Frískandi og góður!
EI
N
N
, T
V
EI
R
O
G
Þ
R
ÍR
2
98
.0
46
Lífrænn
Lífrænar
mjólkurvörur
Eignarhaldsfélag Pálma Haraldsson-
ar, Fons, er í lykilhlutverki í rannsókn-
inni á eignarhaldsfélaginu Stím sem
nú er í fullum gangi hjá Fjármálaeft-
irlitinu. Einungis er mjög stutt þar til
Fjármálaeftirlitið mun senda rann-
sóknina á Stímmálinu til sérstaks sak-
sóknara íslenska efnahagshrunsins,
Ólafs Haukssonar, samkvæmt heim-
ildum DV. Fons var eigandi eignar-
haldsfélagsins FS37, sem stofnað var
23. október 2007, sem endurskírt var
Stím tæpum mánuði síðar.
FS37 keypti hlutabréf í Glitni og FL
Group fyrir tæpa 25 milljarða króna
þann 14. nóvember árið 2007. Tæpir
20 milljarðar voru fengnir að láni frá
Glitni. Tveimur dögum síðar, þann 16.
nóvember, skipti félagið um nafn og
var kallað Stím.
Fons hluthafi í FL Group
Fjármálaeftirlitið hefur verið með það
til rannsóknar hvort markaðsmisnotk-
un hafi átt sér stað í viðskiptunum
með hlutabréfin sem Stím keypti og
að tilgangur þeirra hafi verið að falsa
eftirspurn eftir hlutabréfum í Glitni og
FL Group -16,5 milljarðar af upphæð-
inni voru notaðir til að kaupa hluta-
bréf í bankanum. Tilgangurinn með
því gæti svo aftur verið að halda upp
hlutabréfaverði í FL Group og Glitni
og þannig að verja hagsmuni hluthaf-
anna.
Stímmálið þykir líkjast tveim-
ur öðrum málum sem tengjast hin-
um stóru viðskiptabönkunum tveim-
ur: Al-Thani-málinu í Kaupþingi og
Imon-málinu í Landsbankanum. Bæði
þessi mál hafa verið til rannsóknar hjá
embætti sérstaks saksóknara í nokkra
mánuði.
Athygli vekur að Fons, félagið sem
átti FS37 sem síðar varð Stím, var stór
hluthafi í FL Group. FL Group var svo
aftur stærsti hluthafinn í Glitni. Ráð-
andi aðilar í þessum tveimur félögum
voru viðskiptafélagarnir Pálmi Har-
aldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Málið lítur því þannig út að einn
stærsti hluthafinn í FL Group, Fons,
var eigandi félags sem síðar keypti
hlutabréf fyrir tæpa 25 milljarða króna
í félögum sem Fons var beinn eða
óbeinn hluthafi í.
Fons lánaði FS38
Fons var sömuleiðis eigandi félagsins
FS38 sem lánaði FS37 2,5 milljarða
króna sem voru á einum gjalddaga
á árinu 2008. Afar líklegt er að þess-
ir fjármunir hafi síðar verið notaðir til
að borga fyrir hluta af þeim bréfum í
Glitni og FL Group sem keyptur var af
Glitni.
Í ársreikningi FS38 fyrir árið 2007
segir: „Félagið hefur lánað FS37 sem
er í eigu Fons hf. 2.500 milljónir króna
sem eru á einum gjalddaga á árinu
2008. Lánið er víkjandi fyrir öðrum
lánum FS37 ehf. Miðað við eignastöðu
FS37 ehf. er verulegur vafi um inn-
heimtanleika kröfunnar.“ Af þessu má
álykta að FS38 hefur ekki talið miklar
líkur á því að FS37 gæti greitt lánið til
baka og má því túlka lánið sem gjafa-
gerning.
Í ársreikningnum kemur jafnframt
fram að FS38 skuldi Fons 2,5 milljarða
króna og því er líklegt að lánið frá Fons
hafi runnið í gegnum FS38 og til FS37,
síðar Stím. Því má segja að Fons, og
þar með Pálmi Haraldsson, hafi bæði
verið eigandi og lánveitandi FS37.
Þrátt fyrir þetta var nafn Pálma
Haraldssonar, eða félaga tengdum
honum, hvergi á lista yfir hluthafa
Stím. Samt virðist Pálmi hafa verið
sá sem lagði félaginu til hlutafé auk
þess sem hann hafði bæði beinna
og óbeinna hagsmuna að gæta í FL
Group og Glitni.
DV hefur ekki náð í Pálma Haralds-
son til að ræða við hann um málið.
Glitnir keypti félögin af KPMG
Félögin FS37 og FS38, sem síðar
komust í eigu Fons, voru upphaflega
stofnuð af félagi í eigu endurskoð-
endaskrifstofunnar KPMG sem í dag
heitir KPMG FS ehf. Þá hét það CF
Fyrirtækjasala ehf. Nokkrir tugir félaga
voru stofnaðir með þessu FS-nafni hjá
KPMG á árunum 2006 til 2008. Mörg
af þessum félögum voru seld til Glitn-
is og tengdra aðila á árinu 2007, sam-
kvæmt heimildum DV.
Ekki er vitað hvort félögin FS37 og
FS38 hafi farið beint í eigu Fons úr eigu
KPMG eða hvort félögin hafi fyrst farið
í eigu Glitnis og þaðan til Fons. Vegna
náinna eigenda- og viðskiptatengsla
Fons og Glitnis skiptir það heldur lík-
lega ekki miklu máli.
Glitnir og Fons saman við borðið
Samkvæmt heimildum DV var sam-
krull Fons og Glitnis þannig að eigend-
ur Fons gátu losað sig við félagið FS38
aftur til Glitnis ef eigandi þess, Pálmi
Haraldsson, kærði sig um það. „Það
var gengið þannig frá því að það var
söluréttur á félaginu [Innskot blaða-
manns: FS38]. Hann var hluti af þeim
gagnkvæmu réttindum
sem voru á milli
Fons og bank-
ans. Í honum
fólst að Fons
Rannsóknin á Stímmálinu beinist meðal annars að aðkomu Pálma Haraldssonar í Fons þar sem hann var
eigandi félagsins FS37 sem síðar varð Stím. Félag í eigu Pálma, FS38, lánaði FS37 2,5 milljarða króna. FS38 fékk
lánið frá Fons sem aftur fékk lánið frá Glitni. Eigendur Fons gerðu samning við Glitni sem gerði þeim kleift að
henda FS38 aftur í bankann. Stjórnendur Fons og Glitnis eru grunaðir um markaðsmisnotkun í Stímmálinu.
FONS OG GLITNIR GRUNUÐ
UM MARKAÐSMISNOTKUN
HLUTHAFALISTI eIGNARHALdSFéLAGSINS STíMS:
32,5 prósent, Félag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til endursölu
15 prósent, Gunnar Torfason
10 prósent, SPV fjárfesting hf.
10 prósent, BLÓ ehf. - félag að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar
10 prósent, Ofjarl ehf. – félag að fullu í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og Ástmars
Ingvarssonar
8,75 prósent, Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingabanka
6,25 prósent, Saga Capital fjárfestingabanki
2,5 prósent, Jakob Valgeir Flosason
2,5 prósent, Ástmar Ingvarsson
2,5 prósent, Flosi Jakob Valgeirsson
„Þetta lán bara gengur niður eftir keðjunni,
úr einum vasa í annan í gegnum milliliði.
Frá Glitni, í gegnum Fons og svo koll af
kolli og endar með því að vera notað til að
kaupa hlutabréfa í Glitni og FL Group.“
InGI F. VILHjáLMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Lykilmaður Pálmi Haraldsson og
eignarhaldsfélag hans, Fons, gegndu
lykilhlutverki í Stímmálinu svokallaða
sem sent verður frá Fjármálaeftirlitinu til
sérstaks saksóknara innan skamms.
Stjórnarformennirnir Jón Ásgeir Jóhannesson og
Þorsteinn M. Jónsson voru stjórnarformenn FL Group og
Glitnis þegar eignarhaldsfélagið Stím keypti bréf í Glitni og
FL Group með lánveitingu frá Glitni. Báðir voru þeir hluthaf-
ar í FL Group sem jafnframt var stærsti hluthafi Glitnis.