Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 23
Fréttir 13. nóvember 2009 Föstudagur 23
Jólahlaðborð og skemmtun allar helgar fram að jólum.
Glæsilegur matseðill. Dúett André Bachmann leikur undir borðhaldi
20. & 21. nóv. Herradeild PÓ
27. & 28. nóv. Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit
Helgarnar 4. - 5. og 11. - 12. des. auglýstar síðar
Verð á jólahlaðborð 6.900 kr.
Dansleikur innifalinn í verði.
Verð á dansleik sér 1.500 kr.
Hús opnar kl. 23:30
Eyþór Ing
i
André Bachm
an
nHelga Ingibj
ör
g
Hulda Gests Ylfa Flosadót
tir
St
yr
m
ir
69
9
39
62
Hljómsveitin „Hvar er Mjallhvít“ ásamt
hljómsveit André Bachmann
Sérstakir gestir: Eyþór Ingi úr „Bandinu hans Bubba“ og nú „Stuðmaður“
Hulda Gestsdóttir „ABBA Díva“.
Tvær af efnilegustu söngkonum Akraness,
Helga Ingibjörg og Ylfa Flosadóttir
Stórdansleikur
13. og 14. nóvember
g
a
m
la
Kirkjubraut 11 - Akranesi - S: 431 4343
Réttarhöld yfir Ragnari Erlingi Her-
mannssyni hófust á þriðjudaginn.
Ragnar var handtekinn á flugvelli í
Recife í Brasilíu með mikið magn af
kókaíni í ferðatösku sinni.
Eftir því sem DV kemst næst með
því að rýna í brasilísk dómsskjöl var
um að ræða fyrirtöku í máli Ragnars
á þriðjudaginn. Ekki kemur fram í
skjölunum hvenær aðalmeðferð fer
fram. Utanríkisráðuneytið á Íslandi
getur engar upplýsingar veitt um
réttarhöldin. Samkvæmt dómsskjöl-
unum fara réttarhöldin fram í fylk-
inu Rio Grande do Norte í norðaust-
urhluta Brasilíu, ekki langt frá fylkinu
Pernambuco, þar sem Recife er höf-
uðborgin.
Brasilískt dómskerfi hefur sætt
mikill gagnrýni sökum þess hve spillt
það er. Oft er talað um að í Brasilíu
séu ein lög fyrir þá ríku og ein fyrir
þá fátæku. Efnaðir einstaklingar geta
vel forðast arm laganna með mútum.
Erfitt hefur verið að breyta dómskerf-
inu þar sem margir þingmannanna
sem semja lögin eru gjörspilltir og
fara ekki eftir sínum eigin lögum.
Kerfið er líka mjög hægvirkt, svo
hægvirkt að sumir glæpamanna nást
aldrei. Mál fyrnast tiltölulega fljótt og
það gerir það að verkum að margir
glæpamenn eru ekki sakfelldir.
Ef Ragnar verður fundinn sek-
ur og dæmdur til þyngstu refsingar
gæti hann átt von á allt að tuttugu ára
fangelsisdómi. Framsal kemur ekki
til greina en unnið hefur verið að því
að skoða samningsgerð við Brasilíu
um flutning dæmdra manna og af-
plánun í tengslum við mál Íslend-
inga sem þar hafa orðið uppvísir að
brotum, samkvæmt upplýsingum frá
dómsmálaráðuneytinu.
liljakatrin@dv.is
Réttarhöld yfir Brasilíufanganum Ragnari Erlingi Hermannssyni eru hafin:
Fastur í spilltu réttarkerfi
Hræðilegar aðstæður Ragnar var
fyrst um sinn vistaður í hinu hræðilega
Cotel-fangelsi en er nú í útlendinga-
fangelsi samkvæmt upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu.
gat hent félaginu í Glitni aftur. Þessi
söluréttur var nýttur á sínum tíma.
Þannig að félagið tilheyrir ekki lengur
Fons,“ segir heimildarmaður DV inn-
an úr bankakerfinu en hann segir að
Fons hafi nýtt sér þennan sölurétt eftir
bankahrunið í haust.
2,5 milljarða lánveitingin frá Fons
til FS38 er því inni í félagi sem ekki til-
heyrir Fons lengur heldur búi gamla
Glitnis. Þannig gátu eigendur Fons
losað sig undan allri ábyrgð á félaginu
og skuldbundingum þess og varpað
þeim yfir á Glitni. Skilanefnd Glitnis
ræður því nú yfir FS38.
Úr einum vasa í annan
Heimildir DV herma jafnframt að lán-
veitingin upp á 2,5 milljarða sem rann
frá Fons til FS38 og þaðan til FS37, síð-
ar Stím, hafi verið komin frá Glitni.
Þetta lán frá Fons til Glitnis var veitt
án allra ábyrgða eða veða. Af þessum
ástæðum tapaði Fons því engu á því
að taka lánið eða veita því áfram til
FS38 þar sem engin veð voru nokkru
sinni fyrir hendi. Því má segja að þeir
einu sem hafi tapað á lánveitingunni
hafi verið hluthafar Glitnis, sem var al-
menningshlutafélag á þeim tíma.
Keðjan var því sú að banki sem
var í óbeinni eigu Fons í gegnum FL
Group lánaði félagi í eigu Fons, FS38,
2,5 milljarða króna. FS38 lánaði síð-
an öðru félagi í eigu Fons, FS37, sömu
upphæð. FS37 keypti þá hlutabréf í FL
Group og Glitni, félögum sem voru í
beinni og óbeinni eigu Fons, með um-
ræddri lánveitingu og frekara láni frá
Glitni upp á tæpa 20 milljarða króna.
„Þetta lán bara gengur niður eftir keðj-
unni, úr einum vasa í annan í gegnum
milliliði. Frá Glitni, í gegnum Fons
og svo koll af kolli og endar með því
að vera notað til að kaupa hlutabréf í
Glitni og FL Group,“ segir heimildar-
maður DV en seljandi Stím-bréfanna
var, líkt og áður hefur komið fram,
Glitnir sjálfur.
Sterkur grunur
á markaðsmisnotkun
Þessi flétta Fons og Glitnis, sem lagði
grunn að hlutabréfakaupum félagsins
sem síðar var kallað Stím í FL Group,
er afar líklega dæmi um markaðsmis-
notkun af hálfu stjórnenda og eigenda
Glitnis og Fons, samkvæmt heimild-
armanni DV. Samkvæmt heimildum
blaðsins telja eftirlitsaðilar sem skoð-
að hafa þessi viðskipti Fons og Glitn-
is þar af leiðandi að þau séu refsiverð.
„Ég held að þetta sé dæmi um hlut-
deild Fons í broti annarra, það er að
segja Glitnis í þessu tilfelli. Þetta er
líklega þátttaka í markaðsmisnotkun.
Það er verið að versla með hlutabréf
í banka, hugsanlega á óeðlilegu gengi
og hugsanlega þannig að bankinn sé
sá eini sem beri einhverja ábyrgð,“
segir heimildarmaður DV.
Rannsókn sér-
staks saksóknara
mun væntanlega
leiða í ljós hvort
þessi grunur er
á rökum reistur
og hvort ákærur
verða gefnar út
í Stímmálinu.
En ljóst er að
þessu alræmda
máli í aðdrag-
anda efna-
hagshrunsins
er hvergi nærri
lokið.
Gekk erfiðleGa að
finna kaupendur
Starfsmönnum Glitnis gekk erfiðlega
að finna kaupendur að bréfunum í
Glitni og FL Group sem síðar voru
seld inn í eignarhaldsfélagið FS37,
síðar Stím. Áður en endanlegur
hlutahafahópur var myndaður með
mikilli aðkomu bankans sjálfs höfðu
starfsmenn bankans haft samband
við fjárfestingafélagið Gnúp, sem
Þórður Már Jóhannesson stýrði,
og Samherja, sem Þorsteinn Már
Baldvinsson, síðar stjórnarformaður
Glitnis, stjórnaði og átti.
Enginn þeirra aðila sem Glitnir hafði
samband við kærði sig hins vegar um
að kaupa bréfin í Glitni og FL Group
sem bankinn vildi selja. Hluthafa-
hópurinn sem myndaði Stím var
því þrautalending í málinu enda var
ekki mikil áhætta fólgin í kaupunum
á bréfunum þar sem Glitnir lánaði
veðlaust fyrir nær öllu kaupverðinu.
Brátt til Ólafs
Stímmálið verður hið
fyrsta sem saksóknari
efnahagshrunsins,
Ólafur Hauksson,
fær inn á borð til sín
sem tengist Pálma
Haraldssyni, Jóni
Ásgeir Jóhannessyni
og öðrum stórum
eigendum í FL Group
og Glitni, svo vitað sé.