Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 24
Stefnumótamenning? Hvar sem Svarthöfði drepur niður fæti þessa dagana þurfa allir að tala við hann um stefnumót og einhverja stefnumótamenningu sem ku víst vera á ákaflega lágu plani á Íslandi. Svarthöfði fattar ekki alveg umræðuna og skilur ekkert í þessu öllu saman enda hefur hann aldrei á sinni löngu ævi farið á „deit“ og kemst vonandi hjá því sem eftir er. Eftir því sem Svarthöfði kemst næst ganga stefnumót og sú menning sem við þau er kennd út á það að flækja samskipti kynjanna og gera sam- drátt fólks erfiðari en hann er nú þegar. Lokatakmarkið er auðvitað og hefur alltaf verið smá hopsasa pa sengekanten og hver heilvita mann- eskja hlýtur að sjá að til þess að gera slíkt er óþarfi að fara í gegnum alls konar þrautir og próf. Strákur sér stelpu. Stelpa sér strák. Neistar fljúga og málið er dautt. Íslendingar hafa aldrei farið á stefnumót og eiga ekkert að þurfa að byrja á því. Allra síst núna í miðri kreppu þar sem við blasir að allt þetta „deit“ vesen kostar bara fé, tíma og fyrirhöfn. Að ætla sér að flytja stefnumótamenningu til lands- ins er því álíka rökrétt og flytja inn bil- aða bíla. Þetta er bara drasl sem virkar ekki og skilar manni seint og illa, eða bara alls ekki, á áfangastað. Hingað til hefur bara dugað að fara á barinn eða bara á Laugaveginn, Kringluna eða á internetið. Fólk er alltaf að finna hvort annað og stofna til alveg hreint sérdeilis prýðilegra sam- banda án þess að vera að blanda inn í það ferli bíóferðum, blómum, konfekti og kampavíni (hmmmmmmmmm) á frumstigum málsins. Hvaða gagn er til dæmis í því að bjóða viðfang- inu í bíó til þess eins að sitja í myrkri í tvo klukkutíma og grjóthalda kjafti? Ekki færir slíkt brölt fólk nú mikið nær hvort öðru. Eiginlega þvert á móti. Samdráttur fólks af hinu kyn-inu eða því sama, ef því er að skipta, er lífrænt ferli sem hefur rúllað áfram hikstalaust alveg frá því forfeður okkar föttuðu að þeir væru með þumalputta, stukku niður úr trjánum og byrjuðu markvisst að rústa jörðinni og byggja efna- hagskerfi á sandi. Með öllu hjali um stefnumótamenningu er verið að gera einfaldasta hlut í heimi flókinn og sú krafa að fólk fari að para sig saman eft- ir einhverjum óljósum býflugnadansi úr Cosmopolitan er galin. Venjulegt fólk, sem hefur undirgengist þá sjálf- sögðu skyldu að viðhalda mannkyn- inu má ekkert vera að svona vitleysu. Liðið sem er að dunda sér við að búa til hjörtu í sandinn á ströndinni og velta endalaust fyrir sér næsta leik í stöðunni kemur sér aldrei að verki og hlýtur að enda eitt og biturt í ellinni. En fyrst og fremst er Svarthöfða auðvitað fyrirmunað að skilja þessa vitleysu vegna þess að hann hefur aldrei þurft að velta þessu fyrir sér. Hann þarf ekki annað en brosa og blikka auga og þær koma bara. Sandkorn n Egill Helgason sjónvarpsmað- ur hefur aldrei fengið boð um að ganga í karlaklúbba. Bragi Kristjónsson bóksali spurði Egil um það í Kiljunni hvort hann væri frímúr- ari. Egill svaraði því til að svo virtist sem frímúr- arar vildu ekkert með hann hafa. Honum hefði aldrei verið boðin aðild að leynireglunni eða öðrum slíkum klúbbum. Nú má reikna með að einhverj- ir telji feng að því að fá hann í samtök sín og tilboðin streymi til kappans. n Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, forseti Alþingis, liggur fremur lágt í umræðunni eftir að upplýst var að hún neitaði að undirgang- ast vopnaleit á Keflavíkur- flugvelli eins og flestir far- þegar. Þing- forsetinn hefur þó þá afsökun að forseti Íslands og forsætisráðherra auk erlendra þjóðhöfðingja þurfa ekki að undirgangast meinta niðurlægingu. Ásta þykir stýra þinginu af festu og röggsemi. Jafnframt því að hefja embætt- ið til virðingar og áhrifa ber hún þess merki sjálf að finna til sín. n Menn hafa tekið eftir hörðum viðbrögðum þingmanna Sjálf- stæðisflokksins við hugmynd- um um skattahækkanir. Þeir sem fylgst hafa með íslenskum stjórnmálum undanfar- in ár láta sér ekki bregða og vita sem er að sjálf- stæðismenn fara með þá skatta- möntru sem þeir kunna og hafa fylgt á nærri tveggja áratuga valdaferli. Þeir lækkuðu skatta í bullandi góðæri. Innan stjórnkerfisins finnst mörgum að sjálfstæðis- menn ættu að spara púðrið þar til endanlegar tillögur liggi fyrir. Í raun séu allar álögur og við- bótarskattar á þjóðina til komnir vegna mistaka Seðlabankans og sé réttnefndur Seðlabankaskatt- ur til heiðurs Davíð Oddssyni hrunameistara. n Illugi Gunnarsson, þing- flokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, hefur að undanförnu verið á fleygiferð um allt land þar sem hann hefur fund- að með fólki. Menn hafa velt fyrir sér hvaða þvælingur sé á oddvita flokksins í Reykjavík. Skýringin er væntanlega sú að hann er að fóta sig í flokknum til frekari áhrifa í æðstu forystu- sveit hans. Um helgina verður þingmaðurinn með fund á Vagninum á Flateyri en hann er sem kunnugt er tengdasonur þorpsins. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: sverrir arngrímsson ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: elísabet austmann, elisabet@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Þessi málflutn- ingur dæmir sig náttúrlega sjálfur.“ n Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækni SÁÁ á Vogi, um ummæli Kleopötru Kristbjargar Stefánsdóttur forstjóra Gunnars Majoness í bókinni Hermikrákuheimur. Þar segir hún alkóhólista, geðsjúka og ofvirka vera dómgreindarlausa, hömlulausa, siðblinda, óheiðarlega, ógeðslega og einn mesta viðbjóð veraldar. - DV „Með þessu tekur Þing- vallanefnd gott frum- kvæði.“ n Ferðaklúbburinn 4x4 lýsir ánægju sinni með að Þingvallanefnd hyggist sporna við því að aðgengi almennings að sumarbústaðalöndum í Gjábakkalandi verði lokað. - DV.is „Brjálæðið í þessu.“ n Bjarni Benediktsson um fyrirhugaðar skattabreytingar. Hann segir brjálæðið vera að ekki sé hægt að stórauka álögur á atvinnustarfsemi og einstaklinga þegar kreppa stendur yfir. - Sjónvarpið „Í henni er mikið sjúdd- irarí rei.“ n Sólmundur Hólm Sólmundarson í lýsingu á sinni fyrstu bók, Sjúddirarí rei, endurminningum Gylfa Ægissonar. - Bókin Sjúddirarí rei „Hinn tæri draumur vinstrimanna.“ n Guðlaugur Þór Þórðarson um fyrirhugaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar. - visir.is Brjálæði Bjarna Ben Leiðari Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf-stæðisflokksins, vanstilltist á Al-þingi í vikunni vegna þess að ríkis-stjórnin ætlaði að hækka skatta til að standa undir skuldum. „Þetta er brjáluð leið,“ hrópaði hann. Bjarni sat meðal annars í efnahags- og skattanefnd árin 2007 til 2009, í aðdraganda þess að bæði efnahagur og skattar hrundu. Þar áður sat hann í fjárlaganefnd frá 2003 til 2007. Á meðan fjölgaði opinberum starfsmönnum úr 45 þúsund í 51 þúsund, mitt í bólugóðærinu. Árin 2003 til 2009, þegar Bjarni sat í lykilnefnd- um um efnahaginn og ríkisfjármálin, jukust út- gjöld ríkisins úr 384 milljörðum í 660 milljarða. Þá er 192 milljarða reikningur frá Seðlabanka Davíðs Oddssonar ekki tekinn með. Staðreyndin er sú að í miðri kreppunni er íslenska ríkið ennþá uppfullt af óhófi, ekki síst þegar kemur að þægindum stjórnmála- mannanna sjálfra. Allir ráðherrar hafa eigin bílstjóra, jafnvel þótt Ísland sé jafnfjölmennt og Árósar eða Wuppertal. Þingmenn í Reykja- vík fá greiddan svo háan ferðakostnað að þeir gætu ekið um allar götur borgarinnar níu sinn- um í mánuði. Það er brjálæðislegt. Með breytingu á sköttunum munu lágt launaðir borga lægri skatta og hálaunaðir töluvert hærri skatta. Þetta hefur verið gagn- rýnt harkalega, sérstaklega í Morgunblaðinu á miðvikudag, þar sem talað var við þrjá fram- kvæmdastjóra, einn forstjóra og einn verk- smiðjueiganda. Meðal hinna talandi stétta eru flestir há- tekjumenn. Forystumenn fyrirtækja, samtaka og stofnana, háskólaprófessorar, ritstjórar fjöl- miðla, stjórnmálaleiðtogar, þáttastjórnendur og aðrir sem mest hafa sig í frammi hafa lang- flestir persónulega hagsmuni af því að skattar á hátekjufólk verði lágir. Meira að segja forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar hafa feng- ið ofurlaun undanfarin ár, jafnvel yfir milljón á mánuði. Þeir lifa í allt öðrum heimi en um- bjóðendur þeirra. „Þetta er brjáluð leið,“ hróp- aði Bjarni Benediktsson, með rúmar 900 þús- und krónur á mánuði í laun frá ríkinu. Þjóðhagsleg áhrif skattbreytinga á tekjum einstaklinga eru flókin, en hluta þeirra má sjá í neyslumunstri lágtekju- og hátekjufólks. Lág- tekjufólk er líklegra til að verja auknum tekjum sínum í nauðsynjar. Hátekjufólk notar pening- ana frekar í lúxusvörur, sem flestar eru innflutt- ar. Í mjög einfaldaðri mynd yrði niðurstaðan sú að fleiri Flúðasveppir yrðu keyptir, en færri flat- skjáir. Hins vegar skekkja stökkbreytt húsnæð- islán myndina. Jafnvel hátekjufólk getur varla borgað af lánum sem upphaflega voru hófleg. Skattahækkun er röng viðbrögð við kreppu. Best væri að lækka skatta og dæla hundruðum milljarða út í hagkerfið. Það væri hins vegar furðulegt svar við ofurskuldsetningu ríkissjóðs að minnka tekjur og auka útgjöld. Vandinn er ekki að stjórnvöld séu að fara öfuga leið nú, heldur fólst glapræðið í því að farin var öfug leið í góðærinu. Skattar voru lækkaðir, fram- kvæmdir auknar, lánum dælt inn í landið og útgjöld ríkissjóðs stóraukin. Það var efnahags- stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Auðvitað er þetta brjálæði, eins og Bjarni Benediktsson segir. En brjálæðið liggur hjá Bjarna sjálfum. Jón trauSti reyniSSon ritStJóri Skrifar. Með breytingu á sköttunum munu lágt launaðir borga lægri skatta og hálaunaðir töluvert hærri skatta. bókStafLega Margorð minningargrein MOGGAKVÆÐI Fyrst hirtu þeir kvótann og komu í lóg svo keyptu þeir blað fyrir lítið, á gjaldþrota Mogga var gróðavon nóg. Já, gráðuga fólkið er skrýtið. Þeir reyndu að losna við sorgir og sút, sögðu upp starfsfólki flestu. Frá milljarða afskriftum Mogginn kom út með minningargreinarnar bestu. Með Davíð við stjórnvöl á djúpið var lagt, menn dreymdi um skjótfenginn gróða. En ellefu þúsund nú upp hafa sagt áskrift að Mogganum góða. Sú staðreynd er auðvitað einlæg og hrein að afspyrnu þunnur er pésinn. Nú skrifa ég margorða minningargrein um Moggann sem eitt sinn var lesinn. Sú var tíðin að ég fékk birtar minn- ingargreinar í Mogganum en í dag vilja kvótakóngarnir ekki leyfa mér að skrifa í blaðið. Núverandi ritstjóri blaðsins fékk víst þvag fyrir hjartað hér um árið þegar ég leyfði mér þann munað í grein í blaðinu að gagnrýna jólasálm sem þessi, þáverandi þing- maður, hafði hnoðað saman. En eftir að sú grein mín birtist var mér lofað því að ég hlyti ekki listamannalaun á meðan Davíð Oddsson fengi ein- hverju ráðið á Íslandi. Núna ræður hann því að vísu hvort ég fæ að rita í Moggann eða ekki. En þar með eru völd hans upp talin. Það hryggir mig að Mogginn skuli enn og aftur ramba á barmi gjald- þrots. Og ekki batnar nú útlitið þegar skuldsettir kvótakóngar eru þeir sem bera hita og þunga þeirra ákvarðana sem á Mogganum eru teknar. Ég hef ekki lesið Moggann síðan hinn fyrrverandi bankastarfsmaður, Davíð Oddsson, tók þar við stjórnar- taumi. Fyrir mér er Mogginn dáinn og grafinn. Ég vil ekki tengjast neinu sem hefur eitthvað með Moggann að gera. Við lifum á einkennilegum tím- um. Þjóðlíf okkar er að hefja endur- reisn eftir rán sem framið var af ráða- mönnum – fólki sem við treystum. Og jafnvel þótt við leggjumst öll á bæn og biðjum Guð að blessa Ísland, segir mér svo hugur að Guddi karlinn hugsi sem svo: -Það eru forréttindi fábjána að tala án ábyrgðar. Fulltrú- ar frjálshyggju, græðgi og gróðafíkn- ar hafa sjálfir dæmt sig til eilífrar glöt- unar. Núna ráfar Hádegismóri um Moggahöllina studdur af draugum og náhirð. Ekki geta öll klúðurhænsn far- ið í faðm Guðs á biskupsstofu eft- ir árekstra í lífsins dimma dal. Ekki fáum við öll eftirlaun, biðlaun og starfslokasamninga. Aflátsbréfasalan er ekki opin öllum. Fólk sem olli hruni um haust er horfið út í bláinn, Mammon hefur misst allt traust og Mogginn hann er dáinn. KrIstján hreInssOn skáld skrifar „Það eru forréttindi fá- bjána að tala án ábyrgðar.“ SkáLdið Skrifar 24 föstudagur 13. nóvember 2009 umræða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.