Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 29
m æ li r m eð ... Jón Leifs - Líf í tónum Fyrri verk um Jón Leifs hverfa í skuggann af þessari vönduðu ævisögu. milli trjánna eftir Gyrði Elíasson Tvímælalaust eitt af hans bestu verkum til þessa. Ofbeldi á Íslandi - á mannamáli eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Nauðsynleg lesning öllum sem eiga dóttur, mömmu, frænku eða systur. HyLdýpi eftir Stefán Mána Öll bestu höfund- areinkenni Stefáns Mána njóta sín í botn. ZombieLand Ein besta gaman- mynd ársins. desember Raunsæ og vel útfærð, ekki síst sjálf sagan. fókus 13. nóvember 2009 föstudagur 29 Löng bið eftir litlu föstudagur n bÖddi Á CafÉ CuLtura Eftir vel heppnaða útgáfutónleika í Fríkirkjunni fyrr í mánuðinum þýðir ekkert að slá slöku við í útgáfugl- eðinni. Nú verða haldnir aðrir sameiginlegir tónleikar á Cultura cafe, Hverfisgötu 18, og verður spilað efni af plötunum So Simple með Bödda og Skammdegisóði með Hljómsveitinni Huld. Diskarnir munu fást á sérstöku tónleikatilboði. n íVar bJarKLind fyrir norÐan Tíu fingur og tær er önnur sólóplata Ívars Bjarklind. Hún inniheldur átta alíslensk popplög, unninn og útsett af Orra Harðarsyni, en þeir félagar unnu einnig saman að fyrstu einherjaskífu Ívars – Blóm eru smá. Útgáfutónleikar verða haldnir á Græna hattinum, Akureyri, föstudag- inn 13. nóvember. n KaLLi bJarni Ásamt bandi Kalli Bjarni ásamt hljómsveit sinni verður á 800 bar á Selfossi og hefur lofað því að það verði brjálað fjör. Húsið opnað kl 23:00 1000 kall inn til 00:00 eftir það 1500 kall sem er ekkert verð fyrir slíka skemmtun. n ÞÚ oG ÉG Á 80´s CLub Í tilefni 30 ára sarfsafmælis Þú og ég munu þau sjá um að skemmta gestum á ljósagólfinu á 80´s Club við Grensásveg. Munu þau taka öll sín vinsælustu lög eins og þau gerðu á ljósagólfinu í Hollywood fyrir 30 árum ásamt Villa Ástráðs. laugardagur n bb&bLaKe Á sódómu Útgáfutónleikar BB&Blake ásamt sér- stökum gestum fara fram á Sódómu Reykjavík og hefjast tónleikarnir kl. 23:00. Meðal gesta verða Barði Jóhannsson, Ingvar E. Sigurðsson, Árni Kristjánsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Hlynur Sölvi Jakobsson, Jara, Hekla Magnúsdóttir og fleiri og fleiri. n HJÁLmar Á seLfossi Hljómsveitin Hjálmar ætlar að trylla lýðinn á 800 bar á Selfossi. Þetta er í fyrsta sinn sem Hjálmar spila á Selfossi. Hjálmar er ein vinsælasta hljómsveit landsins í dag og merkilegt nokk hafa þeir aldrei stigið fæti inn í hnakkabæ Íslands. Húsið opnað kl 23:00. n daLton Á spot Það má búast við að björgunarsveitir verði kallaðar út til að ná þakinu niður á Spot þegar Dalton mun stíga á svið og gera allt vitlaust. n ný dÖnsK í sJaLLanum Fögnum komu jólanna í Sjallanum því jólin eru komin fyrir norðan. Ný dönsk ætlar að syngja sig inn í norðlensk hjörtu og Jón Ólafsson hefur lofað dúndurfjöri. Engin forsala er á gleðina. Ný dönsk mætir á svið kl 01:00 og ætlar Sjallinn að rífa upp dyrnar klukkutíma fyrr. n síÐasti sÉns Síðasti séns að sjá Stúlkuna sem lék sér að eldinum sem er önnur myndin í Millennium trílógíunni. Hin ótrúlega Lisbeth Salander lendir aftur í ótrúlegum hremmingum með blaðamanninum Mikael Blomkvist í baráttu þeirra við ill öfl í samfélaginu. En í þetta skiptið þarf Lisbeth að hverfa aftur til sinnar myrku fortíðar ef henni á að takast að vera skrefi á undan og halda sér lifandi. Hér er á ferð stórkostlegur spennutryllir sem fylgir eftir einni albestu spennumynd síðari ára. Hvað er að GERAST? Það var í byrjun apríl sem rokkrapp- sveitin Bróðir Svartúlfs skaust fram á sjónarsviðið með sigri í Músíkt- ilraunum. Tilraunakennd tónlist þeirra með rólyndis rappi og þyngri köflum sem jaðra við þungarokk féll vel í kramið hjá mörgum, þar á með- al undirrituðum, og hefur biðin eft- ir fyrstu plötu Skagfirðinganna verið löng. Út er komin fyrsta platan, sam- nefnd stuttskífa með sex lögum. Sex lög? Ég átti vart orð þegar ég sá að aðeins væru sex lög á plöt- unni, þar af náttúrlega þau sem maður hefur hlustað á í allt sumar, lögin sem Bróðirinn söng í Músíkt- ilraunum. Gæðin eru þó þau sömu. Lögin hafa ekkert breyst og hljóma jafnvel á plötunni og alltaf. Það er að undanskildu laginu Rólan sveifl- ast enn sem er skelfilegt og hreint lýti á plötunni. Því má líkja við ein- hvers konar þyngri útgáfu af lagi með Dáðadrengjum. Það er ansi dýrt að vera með jafnvont lag og það á aðeins sex laga plötu. Lagið Augun er þó það sem gerir plötuna. Gjörsamlega mergjað lag sem súmmerar algjörlega upp hvað Bróðir Svartúlfs er að reyna að gera. Þar fer Arnar Freyr, söngvari hljóm- sveitarinnar, gjörsamlega á kostum og ekki er undirspilið verra. Besta lag Bróður Svartúlfs hingað til. Án efa. Svekkelsið við svona fá lög á plötunni er erfitt að komast yfir. Sérstaklega þegar svo stór hluti af henni er áður útgefið efni. Tón- listin er samt frábær og eru þessir strákar svo ferskir að orð fá því vart lýst. Tónlistin á plötunni er alltaf upp á fjórar stjörnur en plötunni er ekki hægt að gefa meira en raun ber vitni. Þó skyldueign fyrir alla áhangendur Bróður Svartúlfs. Það verður að segjast. Tómas Þór Þórðarson Bróðir SvartúlfS Útgefandi: Sjálfsútgáfa TónliST Loksins komin Bróðir Svartúlfs er búinn að gefa út sína fyrstu plötu. Styrktartónleikar Caritas fara fram í Kristskirkju við Landakot um helgina: Stórsöngvarar á tónleikum er stödd í Pompei fyrir eldgosið. Ramóna hittir strák að nafni Theó sem hún reynir að telja trú um að fjallið sem blasi við borgar- búum sé í raun eldfjall og eigi eftir að gjósa fyrr eða síðar. Vandamál- ið er að hún veit ekki hvenær það gerist; hvort það verði eftir hundr- að ár, tíu ár eða bara tíu mínútur. Theó trúir Ramónu ekki í fyrstu en það breytist þegar hún segir honum frá hundinum. Upp úr kafinu kem- ur nefnilega að Theó á hundinn en þegar Ramónu tekst loks að sann- færa hann um hörmungarnar sem eru í nánd er eldgosið hafið og tím- inn því knappur sem þau hafa til að forða sem flestum undan. elsti aðdáandinn 98 ára Eins og sést á lýsingunni blandar Kim saman sögu- legum atburði og skáld- skap sem er sú aðferð sem hún hefur notað í öllum bókum sínum. „Ég smíða spennandi ævintýri í kringum sögu- lega atburði og raunveru- legar manneskjur. Aftast í bókunum er ég svo með alls konar sögulegar staðreyndir og ég fæ mörg bréf frá krökkum í Svíþjóð sem eru að þakka mér vegna þess að þau fengu hæstu einkunn í skólanum eft- ir að hafa les- ið bækurnar mínar. Marg- ir skólar í Sví- þjóð nota bæk- urnar mínar í sögukennslu og krakkarnir læra svo mikið af þeim. Og full- orðna fólkið ferð- ast með hliðsjón af bókunum,“ seg- ir Kim en lesenda- hópur hennar er afar breiður. „Lesendur mínir eru á öll- um aldri, frá sjö ára upp í 98 ára,“ bætir hún við brosandi en hún bygg- ir efri mörk- in á nokkuð haldbærum rökum. Kim fékk nefni- lega bréf einu sinni frá manni sem vantaði einungis tvö ár í hundrað ára afmælið þar sem sá gamli sagðist elska bækurnar hennar! Aðspurð segist Kim ekki vera sagnfræðingur. „Nei, ég bara elska sögu og langar sífellt að læra meira um hana. Þar af leiðandi vel ég að skrifa um sögulega atburði sem mig langar að læra meira um og sögu- lega staði sem mig langar að ferð- ast til,“ segir Kim en þess má geta að Ramóna og Theó eru aðalpers- ónurnar í öllum bóka hennar hing- að til, nema þeirri nýjustu. Og Kim lærir svo sannarlega meira um atburðina og staðina sem hún fjallar um þar sem hún leggur á sig mikla rann- sóknarvinnu fyrir skrifin. Til dæm- is tók það hana fimm ár að skrifa Aftur til Pompei. Á þeim tíma las hún á fimmta tug bóka, skjöl með vitn- isburði fólks sem upplifði eldgosið í Vesúvíus fyrir nærri tvö þúsund árum auk þess sem Kim lærði rómverska tímatalið sem er nokkuð flókn- ara en það sem til að mynda íbúar hér á landi og annars stað- ar í Norður-Evrópu styðjast við. byrði að vera líkt við Lindgren Eins og áður seg- ir hefur Kim notið mikillar velgengni frá því rithöfunda- ferillinn hófst fyrir tólf árum. Fyrir utan þýðingu og dreif- ingu bókanna víða um heim eru tveir kvikmyndaframleið- endur með til skoð- unar möguleikann á að færa eina eða fleiri af bókum hennar upp á hvíta tjaldið. Það má óneitanlega líka telja það til marks um velgengi Kim að sænskir fjölmiðlar hafa kallað hana hina nýju Astr- id Lindgren. „Það er af því að bækurnar mínar selj- ast svo vel. Þetta er ekki vegna þess að ég skrifi bækur sem líkjast bók- um Lindgren svo mikið. Mínar sög- ur eru mjög frábrugðnar hennar sög- um, en vegna þess að bæði börn og full- orðnir elska þessar sögur er salan svona mikil,“ útskýrir Kim. Hún neitar því ekki að sam- líking við jafn- stóran höfund og Astrid Lindgren sé nokkur baggi að bera. „Fyrst þeg- ar ég las þetta í einu dagblaði vildi ég ekki fara út úr húsi í tvo daga. Ég hitti Astrid Lindgren, ég elska bækurnar hennar og ég dái hana sem persónu en ég upplifi mig á engan hátt líka henni. En ég vona að ég verði jafnyndisleg manneskja og hún og skrifi bæk- ur sem allir elska og læra af. Bækur sem fólk getur geymt í hjarta sínu, til að elska og varðveita, eins og reyndin er með bækur Astrid Lind- gren. Þetta er mikil byrði að hafa á herðum sér, að standa undir öllu því sem Astrid Lindgren stóð und- ir, en ég geri mitt besta að minnsta kosti til að standa undir þessum merkimiða, að vera „hin nýja Astrid Lindgren“. Ætlar að skrifa bók um ísland Aftur til Pompei var þýdd á íslensku af Elínu Guðmundsdóttur og gef- in út af bókaforlaginu Urður sem stofnað var fyrr á þessu ári. Kim segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort fleiri bóka hennar verði þýddar yfir á íslensku; það ráðist af viðtökum þessarar útgáfu. „Ef hún selst vel kemur næsta bók líklega út í apríl,“ segir Kim sem dvaldist hér á landi í viku. Á þeim tíma hélt hún erindi víða um land þar sem hún sagði frá tilurð bóka sinna og fleira tengt rithöfundastarfinu og naut aðstoðar starfsfólks Urðar við upp- lestur úr íslenskri þýðingu á Aftur til Pompei. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að heimsækja Ís- land,“ segir Kim sem var hér í fyrsta sinn. „Ég fékk oft spurninguna hvort ég hygðist skrifa bók um Ís- land og svarið er: auðvitað! Eftir að hafa verið hér væri ég vitlaus ef ég myndi ekki gera það. Þetta er land ævintýranna og huldusagnanna og ég held að þetta verði ein af mínum bestu bókum!“ kristjanh@dv.is Astrid Lindgren Kim m. Kimselius Elskar rithöfunda- starfið en Kim hefur sent frá sér þrettán bækur á tólf árum. Tuttugu handrit eru svo tilbúin í skúffunni. HeiÐa HeLGadóttir Vinsæl Aftur til Pompei seldist í ell- efu þúsund eintökum fyrstu vikuna eftir útkomu í Svíþjóð. Slíkt hefur varla sést áður þar í landi þegar um fyrstu bók höfundar er að ræða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.