Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 30
30 föstudagur 13. nóvember 2009 helgarblað Magnaðar endurkoMur eiður sMári guðjohnsen Einn efnilegasti leikmaður heims en lét KSÍ plata sig í að spila landsleik með U18 liðinu þar sem hann ökklabrotnaði og þar með var fer- illinn nánast búinn. Kom til baka sterkur sem aldrei fyrr og gerði það lengi gott með stórlið- unum Chelsea og Barcelona. Eftir rólega tíð hjá Barcelona undir restina er spurning hvort önn- ur endurkoma sé möguleg hjá Monaco. heiðar jónsson Betur þekktur sem Heiðar snyrt- ir, var sjónvarpsstjarna snemma á tíunda áratugnum. Hann sá um einn af fyrstu magasín-þátt- um landsins, Fisk án reiðhjóls, ásamt Kolfinnu Baldvinsdóttur og naut mikilla vinsælda. En eitt kvöld á Akureyri slökkti frægðar- glóð Heiðars í langan tíma. Heið- ar snéri þó aftur á Skjá einn með þáttinn Allt í drasli og hefur síð- an verið áberandi í öllu því sem tengist fegurð og stíliseringu. jónína benediktsdóttir Varð hvað frægust fyrir það sem sendi hana í útlegð. Rifrildin og atganginn sem snerist um fyrrverandi eiginmann hennar og félaga hjá Baugi. Stolna tölvupósta og hvað eina. Eft- ir það hvarf hún úr sviðsljósinu en undirbjó magnaða endurkomu. Endurkomu sem fólst í því að skola úr endaþarminum á fólki og fá það til að lifa heilbrigðara lífi. Dítox Jónínu Ben hefur heldur betur slegið í gegn og er hún nú ein af stærstu athafnakonum Íslands. Um marga Íslendinga má segja að þeir hafi verið vinsælir í eina tíð en síðan fallið í gleymsk- unnar dá. Sumir komast aftur á toppinn en aðrir ekki. Leiðin getur verið löng og oftar en ekki er fallið hærra í annað sinn. DV tók saman nokkrar af mögnuðustu endurkomum síðustu ára. gunnar sMári egilsson Hefur ritstýrt hinum ýmsu miðl- um í gegnum tíðina. Hvarf svo úr sviðsljósinu áður en hann snéri aft- ur sem fjölmiðlakóngur Íslands og aðalhugsuður 365-veldisins. Flest- ir miðlarnir hurfu þó jafnóðum aft- ur og Gunnar fylgdi svo með. gylfi Ægisson Einn ástsælasti lagahöfundur Íslands og vin- sæll tónlistarmaður á árum áður. Lög hans voru alla tíð ógleymanleg þó að Gylfi hefði ekki verið áberandi lengi. Svo sló hann ræki- lega í gegn í Popppunkti og hefur verið gríðar- lega vinsæll síðan. Ævisaga hans er nýkomin út og Gylfi hefur aldrei verið sprækari. jóhanna sigurðardóttir Jóhanna var áberandi í íslensk- um stjórnmálum á tíunda ára- tugnum. Eftir að hún tapaði for- mannskjöri í Alþýðuflokknum gegn Jóni Baldvini Hannibals- syni sagði hún hina frægu setn- ingu: „Minn tími mun koma.“ Seinna hætti hún í ríkisstjórn og síðar í flokknum og stofn- aði Þjóðviljann. Hennar tími kom þó ekki fyrr en hún varð á augabragði einn mest áberandi stjórnmálamaður landsins og forsætisráðherra. herMann gunnarsson Konungur íslenskrar sjón- varpsmennsku. Það er ekki til vinsælli og virtari maður, hvert sem litið er. Hann hvarf þó eftir að hætt var að sýna hina ógleymanlegu þætti Á tali með Hemma Gunn. Fór hann til Taílands og bjó þar. Hann lést í smástund úr hjartaáfalli en vaknaði sem nýr maður. Hemmi Gunn snéri aftur í fjölmiðlana á Ís- landi og tók það með trukki og dýfu. Orðinn Hemmi Gunn aftur. Það er náttúru- lega mikið meira en nóg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.