Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 30
30 föstudagur 13. nóvember 2009 helgarblað Magnaðar endurkoMur eiður sMári guðjohnsen Einn efnilegasti leikmaður heims en lét KSÍ plata sig í að spila landsleik með U18 liðinu þar sem hann ökklabrotnaði og þar með var fer- illinn nánast búinn. Kom til baka sterkur sem aldrei fyrr og gerði það lengi gott með stórlið- unum Chelsea og Barcelona. Eftir rólega tíð hjá Barcelona undir restina er spurning hvort önn- ur endurkoma sé möguleg hjá Monaco. heiðar jónsson Betur þekktur sem Heiðar snyrt- ir, var sjónvarpsstjarna snemma á tíunda áratugnum. Hann sá um einn af fyrstu magasín-þátt- um landsins, Fisk án reiðhjóls, ásamt Kolfinnu Baldvinsdóttur og naut mikilla vinsælda. En eitt kvöld á Akureyri slökkti frægðar- glóð Heiðars í langan tíma. Heið- ar snéri þó aftur á Skjá einn með þáttinn Allt í drasli og hefur síð- an verið áberandi í öllu því sem tengist fegurð og stíliseringu. jónína benediktsdóttir Varð hvað frægust fyrir það sem sendi hana í útlegð. Rifrildin og atganginn sem snerist um fyrrverandi eiginmann hennar og félaga hjá Baugi. Stolna tölvupósta og hvað eina. Eft- ir það hvarf hún úr sviðsljósinu en undirbjó magnaða endurkomu. Endurkomu sem fólst í því að skola úr endaþarminum á fólki og fá það til að lifa heilbrigðara lífi. Dítox Jónínu Ben hefur heldur betur slegið í gegn og er hún nú ein af stærstu athafnakonum Íslands. Um marga Íslendinga má segja að þeir hafi verið vinsælir í eina tíð en síðan fallið í gleymsk- unnar dá. Sumir komast aftur á toppinn en aðrir ekki. Leiðin getur verið löng og oftar en ekki er fallið hærra í annað sinn. DV tók saman nokkrar af mögnuðustu endurkomum síðustu ára. gunnar sMári egilsson Hefur ritstýrt hinum ýmsu miðl- um í gegnum tíðina. Hvarf svo úr sviðsljósinu áður en hann snéri aft- ur sem fjölmiðlakóngur Íslands og aðalhugsuður 365-veldisins. Flest- ir miðlarnir hurfu þó jafnóðum aft- ur og Gunnar fylgdi svo með. gylfi Ægisson Einn ástsælasti lagahöfundur Íslands og vin- sæll tónlistarmaður á árum áður. Lög hans voru alla tíð ógleymanleg þó að Gylfi hefði ekki verið áberandi lengi. Svo sló hann ræki- lega í gegn í Popppunkti og hefur verið gríðar- lega vinsæll síðan. Ævisaga hans er nýkomin út og Gylfi hefur aldrei verið sprækari. jóhanna sigurðardóttir Jóhanna var áberandi í íslensk- um stjórnmálum á tíunda ára- tugnum. Eftir að hún tapaði for- mannskjöri í Alþýðuflokknum gegn Jóni Baldvini Hannibals- syni sagði hún hina frægu setn- ingu: „Minn tími mun koma.“ Seinna hætti hún í ríkisstjórn og síðar í flokknum og stofn- aði Þjóðviljann. Hennar tími kom þó ekki fyrr en hún varð á augabragði einn mest áberandi stjórnmálamaður landsins og forsætisráðherra. herMann gunnarsson Konungur íslenskrar sjón- varpsmennsku. Það er ekki til vinsælli og virtari maður, hvert sem litið er. Hann hvarf þó eftir að hætt var að sýna hina ógleymanlegu þætti Á tali með Hemma Gunn. Fór hann til Taílands og bjó þar. Hann lést í smástund úr hjartaáfalli en vaknaði sem nýr maður. Hemmi Gunn snéri aftur í fjölmiðlana á Ís- landi og tók það með trukki og dýfu. Orðinn Hemmi Gunn aftur. Það er náttúru- lega mikið meira en nóg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.