Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 31
helgarblað 13. nóvember 2009 föstudagur 31 Magnaðar endurkoMur sigfús sigurðsson Afar hæfileikaríkur handknattleiks- maður, stór og sterkur eins og björn. Hann skaust upp á stjörnuhimininn með Val og komst í atvinnumennsku. Þar fór allt í rugl með alls konar fíkn og einsemd. Þessi stóri strákur var þó rifinn aftur á lappir í Val og kom- ið í gírinn. Eftir það tók Fúsi sig á og varð einn af lykilmönnum strákanna okkar í handboltalandsliðinu. Úr ruglinu í silfurdreng. Það er alvöru endurkoma. björgólfur guðMundsson Kóngur Íslands á níunda áratugnum en sökk með Hafskipsmálinu. Hvarf til Rússlands þar sem hann auðgaðist heldur betur á nýjan leik. Kom heim, keypti Landsbankann og komst í hóp meðal ríkustu manna heims. Aftur var fallið var hátt og í þetta sinn mun hærra en í Hafskipsmálinu. Hann státar nú af þeim vafasama heiðri að eiga stærsta gjaldþrot Bretlands- sögunnar og vera eigandi bankans sem færði okkur Icesave.linda Pétursdóttir Sat á toppi heimsins, sem fegursta kona heims. Hvarf í nokkur ár á meðan hún barðist við Bakkus eins og hún greindi frá í bók um ævi sína. Hún stofnaði svo Bað- húsið og hefur verið ein af mest áberandi konum í íslensku atvinnulífi síðan. ragnar bjarnason Meistari dægurlagasöngs- ins. Algjörlega tímalaus og er vinsælli nú en áður. Þrátt fyrir gríðarlegar vin- sældir á árum áður. jóhannes jónsson Jóhannes gekk í gegnum gjaldþrot og erfiðleika áður en Bónusævintýrið hófst. Með því ævin- týri komst hann í guðatölu meðal landsmanna. Lækkaði matarverð og jók lífsgæði almennings. Árni johnsen Var dæmdur fyrir þjófn- að og sat inni. Fékk með- al annars ný rúm á Kvía- bryggju meðan hann var þar. Eftir að vistinni lauk fékk hann uppreist æru og var kosinn aftur á þing þó ekki hafi allir verið sáttir við það. Kjósendur hans voru það hins vegar og það var nóg. tóMas tóMasson Einn allra vinsælasti hamborgarastaður á landinu lengi vel var Tommaborgarar. Tommi á Tomma- borgurum var ekki síður þekktur. Eftir að staðnum var lokað hvarf Tommi úr sviðsljósinu um stund en kom sterkur til baka með Hamborgarabúlluna og er aftur orðinn hamborgarakóngur Íslands. Þórhallur sigurðsson Grínari með stóru gé-i. Var nánast kominn á endastöð með grínið þegar hann varð sextugur og ákvað að halda upp á afmælið með nokkrum sýn- ingum. Sextugsafmælið stóð yfir í þrjú ár fyrir fullu húsi og allt sem Laddi hefur komið nálægt síðan hefur orðið að gulli. Ferskur sem aldrei fyrr. PÁll rósinkranz Rokkari níunda ára- tugarins sem lifði eftir mottóinu „rokk og ról“. Fór síðan í trúarleiðang- ur þar sem hann týnd- ist en dúkkaði aftur upp sem látúnsbarki þjóð- arinnar. Selur plötur sem aldrei fyrr og er án efa einn besti söngvari landsins. unnur birna VilhjÁlMsdóttir Vann hug og hjörtu landsmanna þegar hún varð ungfrú heimur árið 2005. Gullfalleg og einlæg. Hún fékk lítinn frið frá fjölmiðlum og einkalíf hennar var iðulega á síðum slúðurblaða. Hún hvarf úr sviðsljósinu um stund á meðan hún einbeitti sér að lögfræðinámi en snéri fyrir skömmu aftur í aðalhlutverki vinsælustu bíómyndar Íslands um þessar stundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.