Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 33
helgarblað 13. nóvember 2009 föstudagur 33 ugleika í lífi mínu. Ég held heim- ili, ég er með góða vinnu. Ég er orð- inn eðlilegur þjóðfélagsþegn. Ég er meira að segja farin að styðja aðra fíkla og leiða fundi. Síðan hef ég allt- af verið mjög trúuð og það hjálpar mér mikið.“ Móðirin hefur hitt syni sína reglu- lega eftir að hún varð edrú og heim- sótt þá á heimili ömmu þeirra. Þau reyna sem oftast að borða öll saman og nokkrum sinnum hafa þeir einn- ig gist hjá móður sinni. „Öll vinnan sem við höfum verið í undanfarna mánuði hefur miðað að því að þeir komi aftur til mín þegar bæði ég og þeir eru tilbúnir,“ segir hún. Drengirnir fengu trúna með móðurmjólkinni og byrjuðu ungir að fara með bænir. „Við fórum allt- af saman með bænirnar á kvöld- in. Ég veit að hann hefur verið að fá martraðir. Það liggur við að þeir hafi báðir kunnað bænirnar áður en þeir fóru að tala. Bænirnar veita þeim ró. Ég leita líka sjálf í bænina. Maður verður svo vanmáttugur í þessum aðstæðum. Það er verið að valda syni mínum ómældum skaða sem ekki verður tekinn aftur. Hann á heima hjá fjölskyldu sinni. Þessar minningar sem verða til núna eiga eftir að fylgja honum að eilífu.“ grátandi inn á vistheimilið Amma drengjanna er sú eina sem fékk að hitta yngri piltinn á meðan hann var í skammtímavistuninni, auk þeirra sem barnaverndaryfir- völd vilja að hann fari í fóstur til. Móðurinni svíður mjög að hafa ekki fengið að hitta hann á meðan hann dvaldist þar. Áður en samþykkt var að amma hans tæki hann í tíma- bundið fóstur hitti móðirin drenginn síðast þegar hann strauk úr skamm- tímavistuninni, eins og DV greindi frá í vikunni. Hann neitaði þá að fara aftur á vistunina. Móðir hans hélt á „Mér finnst eins og það sé verið að stela barninu mínu“ Móðir níu ára drengsins sem Barnavernd Reykjavíkur ákvað að setja í fóstur án dómsúrskurðar segist upplifa aðfarirnar að fjölskyldu sinni eins og verið sé að gefa barnið hennar. Hún á að baki óreglu en líf hennar hefur sannarlega ekki aðeins einkennst af fíkniefnaneyslu. Móð- irin varð Íslandsmeistari í fimleikum sautján ára og hefur alltaf lagt mikla áherslu á að synir hennar stundi íþróttir. Yngri drengurinn ætlar að verða knattspyrnumaður eða lögga þegar hann verður stór og heldur mest upp á Fernando Torres. „Allur undirbúningur okkar hefur miðað að því að börnin fari aftur til móður sinnar. Ég er gjörsam- lega orðlaus yfir þessu og vil vita hvaða hvatir liggja á bak við þessar aðfarir,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengsins sem Barnavernd Reykja- víkur ákvað að senda í fóstur án þess að til kæmi dómsúrskurður. Drengurinn og þrettán ára bróðir hans hafa búið hjá ömmu sinni en alltaf hitt móður sína reglulega undanfarna mánuði. Síðustu helgi var yngri drengurinn tekinn úr umsjá hennar og færður á skammtímavistun. „Þetta barn á heimili. Það er engin ástæða til að taka hann í burtu. Við höfðum verið að vinna að því í marga mánuði að þeir geti báðir flutt aftur til móður sinnar þegar þetta gerist. Mér finnst þetta bara algjörlega óskiljanleg vinnubrögð. Þeir eru engin smábörn og eru báðir búnir að mynda sterk tengsl við sína eigin fjölskyldu. Síðan á bara að rífa hann í burtu og senda á hinn enda landsins.“ Hefur strokið í tvígang Drengurinn hefur mætt nánast daglega á íþrótta- æfingar í fylgd ömmu sinnar en eftir að hann var fluttur á skammtímavistunina var ákveðið að hann fengi ekki að fara á fleiri æfingar. Hann varð afar ósáttur við þetta og strauk úr vistinni. Amma hans kom drengnum aftur í skammtímavistunina. Hún segir að ákveðið hafi verið að leyfa honum að sækja íþróttaæfingar með konunni sem sækist eft- ir að taka hann í fóstur. Væntanlega til að mýkja drenginn gagnvart hugsanlegri fósturmóður en hann strauk frá henni af íþróttaæfingunni. Enn á ný fór amman með hann á vistunina og lét barna- verndarnefnd vita. „Mörgum finnst ég hafa gert rangt í því að hafa farið með hann þangað aftur þegar hann strauk. En við viljum vinna með yfirvöldum. Við viljum ekki brjóta neinar reglur. Ég treysti því enn að rétt- lætið muni sigra.“ Eldri bróðirinn er reiður Helga segir málið hafa mikil áhrif á eldri bróður- inn sem býr hjá henni. „Hann er ofboðslega reiður. Honum finnst þetta virkilega ósanngjarnt. Hann hefur verið kvíðinn og með magaverki og ekki get- að sofnað og vill svo helst ekki vakna á morgn- ana. Þannig að þessu fylgir mikill kvíði og álag á hann. Hann vill bara fá bróður sinn aftur. Þeir eru honum grátandi inn á vistheimilið og þurfti að sitja með hann á gólfinu og hugga áður en hún kvaddi. Móðirin undrast að umrædd- ir fósturforeldrar vilji aðeins taka barnið í varanlegt fóstur til átján ára aldurs en ekki tímabundið fóst- ur. Henni finnst einnig undarlegt að eftir þá fjölmiðlaumfjöllun sem verið hefur um málið hafi þeir ekki hætt við og óskað eftir því að dreng- urinn fái að vera áfram hjá fjöl- skyldu sinni. Hún segir ljóst að báðir dreng- irnir geti verið erfiðir, sérstaklega í skólanum, og þurfi á aðstoð að halda. Drengirnir hafa, hvor í sínu lagi, verið í viðtölum hjá Lárusi Blöndal, sálfræðingi hjá SÁÁ, auk þess sem sá yngri er í listmeðferð. Hann er líka afar virkur í íþróttum og æfir bæði fótbolta og handbolta. „Þessu öllu kemur hann til með að missa af ef hann er sendur í fóstur út á land,“ segir móðirin. „Já, en mamma, þú ert ekkert veik lengur“ Þrátt fyrir hegðunarerfiðleika í skóla hefur drengurinn reynt að gera sitt besta þar. „Hann hefur verið mjög reiður og látið það bitna á fólki inn- an skólans. En hann hefur verið að vandað sig virkilega mikið. Verð- launin eru þau að hann er tekinn úr skólanum og sendur í burtu. Auð- vitað skilur hann þetta ekki. Hann hefur verið að kenna sjálfum sér um þetta allt saman og heldur að ef hann hefði ekki verið óþægur í skólanum hefði ekkert af þessu gerst. Ég veit ekki hvernig er hægt að ætlast til þess að hann geti treyst neinum þegar svona er kom- ið fram við hann. Hann hefur sagt við mig: „Já, en mamma, þú ert ekk- ert veik lengur,“ og finnst þess vegna að hann geti bráðum komið til mín. Eins og staðan er núna veit hann ekkert hvað verður um hann,“ seg- ir hún. Móðirin segist merkja eigin and- legan bata á því hvað synir hennar eru farnir að leita meira til hennar en áður. „Maður getur speglað sig í börnunum sínum. Mér hefur gengið virkilega vel í vinnunni, mæti aldrei of seint og er nýbúin að fá stöðu- hækkun. Þetta smitar svo út frá sér til strákanna. Þeir eru farnir að leita meira til mín, þeir eru farnir að treysta mér aftur og ég finn að ég er á góðum stað. Börnin skynja þessa hluti. Þau þekkja mann miklu betur en maður heldur.“ Hún hefur tekið sér frí frá vinnu undanfarna daga og er í vaktafríi nú um helgina. „Ég vona að þetta bitni ekki á vinnunni. Fólkið sem ég vinn með vissi ekki áður að ég er alkóhólisti, enda tilkynnir mað- ur það kannski ekkert sérstaklega í vinnunni. En þetta segir mér að ég kem ekki fyrir sem fíkill og er góður starfskraftur,“ segir hún. með æxli í heila „Þetta barn á heimili“ Helga Elísdóttir hefur lengi barist fyrir því að fá að taka níu ára dótturson sinn í fóstur þar til hann getur flutt til móður sinnar. Á fimmtudag veitti félags- og trygg- ingamálaráðuneytið henni jákvæða umsögn sem fósturforeldri. Vill Vinna mEð yfirVöldum Helga Elísdóttir segir að þær mæðgur hafi verið gagnrýndar fyrir að fara aftur með drenginn í skammtímavistunina eftir að hann strauk. Hún vill hins vegar vinna með yfirvöldum og fara að settum reglum. mynd Kristinn magnússon „Ég vil ekki bJóða þeim upp á þann viðbJóð sem fylgir neyslunni.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.