Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is
Böðvar E. Guðjónsson
formaður körfuknattleiksdeildar kr
Böðvar fædd-
ist í Reykja-
vík og ólst þar
upp. Hann
lauk verslun-
arprófi frá VÍ,
stúdentsprófi
frá FG og lauk
prófi í við-
skiptafræði og
í alþjóðlegum
viðskiptum við Nova Southeastern
University í Flórída 1996.
Böðvar var framkvæmdastjóri
Axiom Fish í Moskvu 1997-99, fram-
kvæmdastjóri Bepaid.com í New
York 1999-2001, starfrækti heildsöl-
una GB sf 2001-2008 og er nú for-
maður körfuknattleiksdeildar KR.
Böðvar æfði og keppti í körfu-
knattleik með KR frá því á ungl-
ingsárunum. Hann varð Íslands-
meistari með KR 1990. Böðvar situr
í framkvæmdastjórn KR frá 2008.
Fjölskylda
Sonur Böðvars er Guðjón Kjartan
Böðvarsson, f. 14.8. 1993, nemi við
Wellington College í London.
Sambýliskona Böðvars er
Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir, f.
11.7. 1980, sölu og markaðsfulltrúi
hjá Birtíngi.
Foreldrar Böðvars eru Guðjón
Böðvarsson, f. 28.10. 1943, eigandi
GB Ferða, búsettur í Reykjavík, og
Guðríður Sveinsdóttir, f. 2.7. 1939,
hjúkrunarfræðingur og húsmóðir.
40 ára á föstudag
Ríkharður Jónsson
knattspyrnukappi
Ríkharður fæddist á Akranesi og ólst
þar upp. Hann var í barnaskóla á
Akranesi, fór að vinna eftir fullnað-
arpróf, stundaði nám við Iðnskólann
í Reykjavík frá 1947, lauk prófum frá
Iðnskólanum 1950, lauk sveinsprófi
í húsamálun 1951, öðlaðist meist-
araréttindi í húsamálun 1954, varð
meistari í bílasprautun 1966, lauk
sveinsprófi í dúklagningu og vegg-
fóðrun 1970, og öðlaðist meistara-
réttindi í þeim greinum 1973.
Ríkharður vann við bílasprautun
á Akranesi 1945-‘47 og hefur starf-
að við húsamálun á Akranesi frá
1951, fyrst með öðrum en lengst af
á eigin vegum. Þá stofnaði Ríkharð-
ur sprautu- og réttingaverkstæð-
ið Bílamiðstöðina á Akranesi 1959
og bætti síðan við það bifreiðaverk-
stæði. Hann starfrækti verkstæðin
með öðrum og einsamall til 1980. Þá
var hann umboðsmaður Brunabóta-
félagsins í sautján ár.
Ríkharður er einn fræknasti knatt-
spyrnumaður hér á landi, fyrr og síð-
ar sem á, öðrum fremur, heiðurinn
af fyrsta gullaldarliði Skagamanna á
sjötta áratugnum.
Rikharður æfði og keppti í knatt-
spyrnu með KA frá því á barnsaldri,
og keppti með meistaraflokki Fram
1947-‘51 og varð Íslandsmeistari með
liðinu 1947. Hann var síðan þjálfari,
leikmaður og fyrirliði Skagamanna
1951-‘65 og varð Íslandsmeistari
með liðinu 1951, 1953, 1954, 1957,
1958 og 1960.
Ríkharður lék þrjátíu og þrjá
landsleiki á átján árum og skoraði
m.a. fjögur mörk í einum frægasta
landsleik þjóðarinnar er Íslendingar
unnu ólympíumeistara Svía, 4:3, árið
1951. Ríkharður hefur starfað mikið
að íþróttamálum á Akranesi. Hann
sat í knattspyrnuráði 1951-‘60 og var
formaður Íþróttabandalags Akraness
1972-‘76. Ríkharður var formaður Al-
þýðuflokksfélags Akraness um skeið,
sat í bæjarstjórn Akraness 1974-‘82,
sat í sjúkrahússtjórn Akraness 1968-
‘98, sat í stjórn Grundartangahafnar-
innar um skeið, hefur starfað mikið
í Oddfellowreglunni frá 1959, er for-
maður fulltrúaráðs H.L.-stöðvarinn-
ar í Hátúni 14, Reykjavík, og situr í
stjórn Hjartaverndar frá 1992.
Ríkharður hefur verið sæmdur
riddarakrossi fálkaorðunnar, er heið-
ursfélagi ÍA og Knattspyrnufélags-
ins ÍA og var kjörinn heiðursborgari
Akraneskaupstaðar 2008.
Fjölskylda
Ríkharður kvæntist 25.12. 1949 Hall-
beru Guðnýju Leósdóttur, f. 9.5. 1928,
húsmóður og fyrrv. skrifstofumanni.
Hún er dóttir Leós Eyjólfssonar, bif-
reiðarstjóra á Akranesi, og Málfríðar
Bjarnadóttur húsmóður.
Börn Ríkharðs og Hallberu eru
Ragnheiður, f. 23.6. 1949, alþm., bú-
sett í Mosfellsbæ, gift Daða Runólfs-
syni skrifstofumanni og eiga þau tvö
börn; Málfríður Hrönn, f. 5.1. 1954,
skólastjóri Grundarskóla, búsett á
Akranesi, gift Þórði Elíassyni prent-
ara og eiga þau tvær dætur; Ingunn
Þóra, f. 19.4. 1955, leikskólastjóri á
Akranesi, gift Kristjáni Hannibals-
syni múrarameistara og eiga þau
tvær dætur; Sigrún, f. 18.4. 1962,
húsmóðir á Akranesi, gift Árna Sig-
mundssyni rannsóknarlögreglu-
manni og eiga þau saman einn son
auk þess sem hún á son frá því áður;
Jón Leó, f. 18.3. 1965, viðskiptafræð-
ingur í Svíþjóð, kvæntur Kicky And-
ersen sagnfræðingi og eiga þau sam-
an fjögur börn auk þess sem hann á
son frá því áður.
Systkini Ríkharðs: Margrét, f. 26.6.
1914, nú látin, húsmóðir í Reykjavík;
Helga, f. 5.2. 1916, húsmóðir í Reykja-
vík; Sigurður, f. 5.3. 1917, d. 30.6.
1940; Þórður, f. 31.3. 1920, d. 29.9.
1937; Jón, f. 9.1. 1923, d. 10.4.1924;
Jón, f. 20.1.1925, netagerðarmaður og
fyrrv. meistaraflokksmaður með ÍA
í knattspyrnu, faðir Sigurðar, lands-
liðsmanns í knattspyrnu; Ragnheið-
ur, f. 11.5. 1927, d. 13.5.1928; Þórður,
f. 29.11.1934, málarameistari, neta-
gerðarmaður og fyrrv. landsliðsmað-
ur í knattspyrnu, faðir Karls, fyrrv.
landsliðsmanns og atvinnumanns í
knattspyrnu.
Foreldrar Ríkharðs voru Jón Sig-
urðsson, f. 25.3. 1888, d. 19.7. 1971,
skipstjóri og síðar hafnarvörður á
Akranesi, og k.h., Ragnheiður Þórð-
ardóttir, f. 8.3. 1893, d. 26.10. 1982,
húsmóðir.
Ætt
Jón var sonur Sigurðar, smáskammta-
læknis í Neðri-Lambhúsum Jónsson-
ar, og Margrétar Þórðardóttur.
Ragnheiður var systir Guðjóns,
útvegsb. á Ökrum á Akranesi, afa
Guðjóns Þórðarsonar, fyrrv. lands-
liðsmanns og landsliðsþjálfara, föð-
ur Bjarna og Þórðar, landsliðsmanna
og atvinnumanna í knattspyrnu.
Ragnheiður var dóttir Þórðar, sjó-
manns á Akranesi Þórðarsonar, og
Helgu Guðmundsdóttur.
Ríkharður heldur upp á daginn
með stórfjölskyldunni.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
Birgir Guðmundsson
tekjustjóri hjá radison sas - hótel sögu
Birgir fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ
og prófum í hótel- og veitingarekstri
við Cesar Ritz-skólann í Sviss 2003.
Birgir hóf störf hjá Hótel Sögu
2003 og hefur starfað þar síðan.
Birgir æfði knattspyrnu og hand-
bolta með Fram á unglingsárunum.
Fjölskylda
Unnusta Birgis er Ragnhildur Ísleifs
Ólafsdóttir, f. 20.8. 1977, BA í uppeld-
is- og menntunarfræði.
Börn Birgis og Ragnhildar eru
Ísak Darri, f. 21.10. 1998; Ísafold, f.
11.8. 2006; Nói, f. 14.9. 2009.
Systkini Birgis
eru Rut Reykjalín,
f. 5.5. 1982, banka-
maður í Banda-
ríkjunum; Stefán
Reykjalín, f. 15.7.
1984, starfsmað-
ur við skilanefnd
Landsbankans;
Steinar Trausti Bjarnason, f. 9.2. 1996
og María Bjarnadóttir, f. 9.2. 1996,
nemar í Álftamýrarskóla.
Foreldrar Birgis eru Jónína Blön-
dal, f. 9.1. 1953, starfsmaður hjá
Kaupþingi, og Guðmundur Reykja-
lín, f. 14.11. 1952, framkvæmdastjóri.
30 ára á föstudag
Guðrún Ösp Hallsdóttir
þroskaþjálfi í reykjavík
Guðrún fæddist
á Sauðárkróki og
ólst þar upp. Hún
var í Grunnskóla
Sauðárkróks, lauk
stúdentsprófi frá
Fjölbrautaskóla
Norðurlands
vestra og þroska-
þjálfaraprófi frá KHÍ 2007.
Guðrún var í sveit að Reynisstað
í Skagafirði, stundaði verslunarstörf
og umönnun við sjúkrahús með
námi og hefur starfað sem þroska-
þjálfi frá 2005. Hún starfar nú við
sambýli í Reykjavík.
Fjölskylda
Maður Guðrúnar er Arnar Bergur
Guðjónsson, f. 10.9. 1979, lengst af
starfsmaður við prentsmiðju.
Dóttir Guðrúnar er Halldís Em-
bla, f. 26.9. 2002.
Systur Guðrúnar eru Margrét
Helga Hallsdóttir, f. 24.7. 1985,
húsmóðir á Sauðárkróki; Bryndís
Lilja Hallsdóttir, f. 5.2. 1990, nemi.
Foreldrar Guðrúnar eru Sig-
ríður Svavarsdóttir, f. 26.6. 1958,
kennari á Sauðárkróki, og Hallur
Sigurðsson, f. 11.5. 1953, d. 28.4.
2001, bifvélavirkjameistari á Sauð-
árkróki.
30 ára á föstudag
Ragnhildur Jónsdóttir
hagfræðingur í reykjavík
Ragnhildur fæddist í Reykjavík en
ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún gekk
í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla,
lauk stúdentsprófi frá MR 1999,
stundaði tungumálanám í Þýska-
landi og Frakklandi í eitt ár, lauk BS-
prófi í hagfræði við HÍ 2003, MS-prófi
í hagfræði við sama skóla 2005 og er
um þessar mundir að ljúka námi til
kennsluréttinda í Pilates.
Ragnhildur starfaði hjá Hagfræði-
stofnun HÍ og var stundakennari við
MR og HR samhliða háskólanámi.
Að útskrift lokinni starfaði hún hjá
Seðlabanka Íslands 2005-2007 og
hjá Glitni 2007-2008. Árið 2009 hef-
ur hún stundað Pilates-kennaranám
í Kaliforníu og New York og kennt
Pilates í Reykjavík.
Fjölskylda
Eiginmaður
Ragnhildar er
Tryggvi Þorgeirs-
son, f. 15.9. 1979,
læknir.
Systur Ragnhildar eru Helga
Jónsdóttir, f. 23.12. 1967, lögfræð-
ingur, búsett í Garðabæ; Anna
Þorbjörg Jónsdóttir, f. 4.9. 1976,
fjármálastærðfræðingur í Los Ang-
eles.
Foreldrar Ragnhildar eru Guð-
rún Sveinsdóttir, f. 25.10. 1944,
og Jón B. Stefánsson, f. 31.10.
1942, bændur í Breiðdal.
30 ára á laugardag
38 föstudagur 13. nóvember 2009 ættfræði
80 ára í gær
ríkharður jónsson ríkhaðrur tekur við
skjali sem heiðursborgari akraneskaupstaðar.