Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 38
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Böðvar E. Guðjónsson formaður körfuknattleiksdeildar kr Böðvar fædd- ist í Reykja- vík og ólst þar upp. Hann lauk verslun- arprófi frá VÍ, stúdentsprófi frá FG og lauk prófi í við- skiptafræði og í alþjóðlegum viðskiptum við Nova Southeastern University í Flórída 1996. Böðvar var framkvæmdastjóri Axiom Fish í Moskvu 1997-99, fram- kvæmdastjóri Bepaid.com í New York 1999-2001, starfrækti heildsöl- una GB sf 2001-2008 og er nú for- maður körfuknattleiksdeildar KR. Böðvar æfði og keppti í körfu- knattleik með KR frá því á ungl- ingsárunum. Hann varð Íslands- meistari með KR 1990. Böðvar situr í framkvæmdastjórn KR frá 2008. Fjölskylda Sonur Böðvars er Guðjón Kjartan Böðvarsson, f. 14.8. 1993, nemi við Wellington College í London. Sambýliskona Böðvars er Hrafnhildur Heba Júlíusdóttir, f. 11.7. 1980, sölu og markaðsfulltrúi hjá Birtíngi. Foreldrar Böðvars eru Guðjón Böðvarsson, f. 28.10. 1943, eigandi GB Ferða, búsettur í Reykjavík, og Guðríður Sveinsdóttir, f. 2.7. 1939, hjúkrunarfræðingur og húsmóðir. 40 ára á föstudag Ríkharður Jónsson knattspyrnukappi Ríkharður fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann var í barnaskóla á Akranesi, fór að vinna eftir fullnað- arpróf, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík frá 1947, lauk prófum frá Iðnskólanum 1950, lauk sveinsprófi í húsamálun 1951, öðlaðist meist- araréttindi í húsamálun 1954, varð meistari í bílasprautun 1966, lauk sveinsprófi í dúklagningu og vegg- fóðrun 1970, og öðlaðist meistara- réttindi í þeim greinum 1973. Ríkharður vann við bílasprautun á Akranesi 1945-‘47 og hefur starf- að við húsamálun á Akranesi frá 1951, fyrst með öðrum en lengst af á eigin vegum. Þá stofnaði Ríkharð- ur sprautu- og réttingaverkstæð- ið Bílamiðstöðina á Akranesi 1959 og bætti síðan við það bifreiðaverk- stæði. Hann starfrækti verkstæðin með öðrum og einsamall til 1980. Þá var hann umboðsmaður Brunabóta- félagsins í sautján ár. Ríkharður er einn fræknasti knatt- spyrnumaður hér á landi, fyrr og síð- ar sem á, öðrum fremur, heiðurinn af fyrsta gullaldarliði Skagamanna á sjötta áratugnum. Rikharður æfði og keppti í knatt- spyrnu með KA frá því á barnsaldri, og keppti með meistaraflokki Fram 1947-‘51 og varð Íslandsmeistari með liðinu 1947. Hann var síðan þjálfari, leikmaður og fyrirliði Skagamanna 1951-‘65 og varð Íslandsmeistari með liðinu 1951, 1953, 1954, 1957, 1958 og 1960. Ríkharður lék þrjátíu og þrjá landsleiki á átján árum og skoraði m.a. fjögur mörk í einum frægasta landsleik þjóðarinnar er Íslendingar unnu ólympíumeistara Svía, 4:3, árið 1951. Ríkharður hefur starfað mikið að íþróttamálum á Akranesi. Hann sat í knattspyrnuráði 1951-‘60 og var formaður Íþróttabandalags Akraness 1972-‘76. Ríkharður var formaður Al- þýðuflokksfélags Akraness um skeið, sat í bæjarstjórn Akraness 1974-‘82, sat í sjúkrahússtjórn Akraness 1968- ‘98, sat í stjórn Grundartangahafnar- innar um skeið, hefur starfað mikið í Oddfellowreglunni frá 1959, er for- maður fulltrúaráðs H.L.-stöðvarinn- ar í Hátúni 14, Reykjavík, og situr í stjórn Hjartaverndar frá 1992. Ríkharður hefur verið sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar, er heið- ursfélagi ÍA og Knattspyrnufélags- ins ÍA og var kjörinn heiðursborgari Akraneskaupstaðar 2008. Fjölskylda Ríkharður kvæntist 25.12. 1949 Hall- beru Guðnýju Leósdóttur, f. 9.5. 1928, húsmóður og fyrrv. skrifstofumanni. Hún er dóttir Leós Eyjólfssonar, bif- reiðarstjóra á Akranesi, og Málfríðar Bjarnadóttur húsmóður. Börn Ríkharðs og Hallberu eru Ragnheiður, f. 23.6. 1949, alþm., bú- sett í Mosfellsbæ, gift Daða Runólfs- syni skrifstofumanni og eiga þau tvö börn; Málfríður Hrönn, f. 5.1. 1954, skólastjóri Grundarskóla, búsett á Akranesi, gift Þórði Elíassyni prent- ara og eiga þau tvær dætur; Ingunn Þóra, f. 19.4. 1955, leikskólastjóri á Akranesi, gift Kristjáni Hannibals- syni múrarameistara og eiga þau tvær dætur; Sigrún, f. 18.4. 1962, húsmóðir á Akranesi, gift Árna Sig- mundssyni rannsóknarlögreglu- manni og eiga þau saman einn son auk þess sem hún á son frá því áður; Jón Leó, f. 18.3. 1965, viðskiptafræð- ingur í Svíþjóð, kvæntur Kicky And- ersen sagnfræðingi og eiga þau sam- an fjögur börn auk þess sem hann á son frá því áður. Systkini Ríkharðs: Margrét, f. 26.6. 1914, nú látin, húsmóðir í Reykjavík; Helga, f. 5.2. 1916, húsmóðir í Reykja- vík; Sigurður, f. 5.3. 1917, d. 30.6. 1940; Þórður, f. 31.3. 1920, d. 29.9. 1937; Jón, f. 9.1. 1923, d. 10.4.1924; Jón, f. 20.1.1925, netagerðarmaður og fyrrv. meistaraflokksmaður með ÍA í knattspyrnu, faðir Sigurðar, lands- liðsmanns í knattspyrnu; Ragnheið- ur, f. 11.5. 1927, d. 13.5.1928; Þórður, f. 29.11.1934, málarameistari, neta- gerðarmaður og fyrrv. landsliðsmað- ur í knattspyrnu, faðir Karls, fyrrv. landsliðsmanns og atvinnumanns í knattspyrnu. Foreldrar Ríkharðs voru Jón Sig- urðsson, f. 25.3. 1888, d. 19.7. 1971, skipstjóri og síðar hafnarvörður á Akranesi, og k.h., Ragnheiður Þórð- ardóttir, f. 8.3. 1893, d. 26.10. 1982, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Sigurðar, smáskammta- læknis í Neðri-Lambhúsum Jónsson- ar, og Margrétar Þórðardóttur. Ragnheiður var systir Guðjóns, útvegsb. á Ökrum á Akranesi, afa Guðjóns Þórðarsonar, fyrrv. lands- liðsmanns og landsliðsþjálfara, föð- ur Bjarna og Þórðar, landsliðsmanna og atvinnumanna í knattspyrnu. Ragnheiður var dóttir Þórðar, sjó- manns á Akranesi Þórðarsonar, og Helgu Guðmundsdóttur. Ríkharður heldur upp á daginn með stórfjölskyldunni. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Birgir Guðmundsson tekjustjóri hjá radison sas - hótel sögu Birgir fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ og prófum í hótel- og veitingarekstri við Cesar Ritz-skólann í Sviss 2003. Birgir hóf störf hjá Hótel Sögu 2003 og hefur starfað þar síðan. Birgir æfði knattspyrnu og hand- bolta með Fram á unglingsárunum. Fjölskylda Unnusta Birgis er Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir, f. 20.8. 1977, BA í uppeld- is- og menntunarfræði. Börn Birgis og Ragnhildar eru Ísak Darri, f. 21.10. 1998; Ísafold, f. 11.8. 2006; Nói, f. 14.9. 2009. Systkini Birgis eru Rut Reykjalín, f. 5.5. 1982, banka- maður í Banda- ríkjunum; Stefán Reykjalín, f. 15.7. 1984, starfsmað- ur við skilanefnd Landsbankans; Steinar Trausti Bjarnason, f. 9.2. 1996 og María Bjarnadóttir, f. 9.2. 1996, nemar í Álftamýrarskóla. Foreldrar Birgis eru Jónína Blön- dal, f. 9.1. 1953, starfsmaður hjá Kaupþingi, og Guðmundur Reykja- lín, f. 14.11. 1952, framkvæmdastjóri. 30 ára á föstudag Guðrún Ösp Hallsdóttir þroskaþjálfi í reykjavík Guðrún fæddist á Sauðárkróki og ólst þar upp. Hún var í Grunnskóla Sauðárkróks, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og þroska- þjálfaraprófi frá KHÍ 2007. Guðrún var í sveit að Reynisstað í Skagafirði, stundaði verslunarstörf og umönnun við sjúkrahús með námi og hefur starfað sem þroska- þjálfi frá 2005. Hún starfar nú við sambýli í Reykjavík. Fjölskylda Maður Guðrúnar er Arnar Bergur Guðjónsson, f. 10.9. 1979, lengst af starfsmaður við prentsmiðju. Dóttir Guðrúnar er Halldís Em- bla, f. 26.9. 2002. Systur Guðrúnar eru Margrét Helga Hallsdóttir, f. 24.7. 1985, húsmóðir á Sauðárkróki; Bryndís Lilja Hallsdóttir, f. 5.2. 1990, nemi. Foreldrar Guðrúnar eru Sig- ríður Svavarsdóttir, f. 26.6. 1958, kennari á Sauðárkróki, og Hallur Sigurðsson, f. 11.5. 1953, d. 28.4. 2001, bifvélavirkjameistari á Sauð- árkróki. 30 ára á föstudag Ragnhildur Jónsdóttir hagfræðingur í reykjavík Ragnhildur fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seltjarnarnesi. Hún gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1999, stundaði tungumálanám í Þýska- landi og Frakklandi í eitt ár, lauk BS- prófi í hagfræði við HÍ 2003, MS-prófi í hagfræði við sama skóla 2005 og er um þessar mundir að ljúka námi til kennsluréttinda í Pilates. Ragnhildur starfaði hjá Hagfræði- stofnun HÍ og var stundakennari við MR og HR samhliða háskólanámi. Að útskrift lokinni starfaði hún hjá Seðlabanka Íslands 2005-2007 og hjá Glitni 2007-2008. Árið 2009 hef- ur hún stundað Pilates-kennaranám í Kaliforníu og New York og kennt Pilates í Reykjavík. Fjölskylda Eiginmaður Ragnhildar er Tryggvi Þorgeirs- son, f. 15.9. 1979, læknir. Systur Ragnhildar eru Helga Jónsdóttir, f. 23.12. 1967, lögfræð- ingur, búsett í Garðabæ; Anna Þorbjörg Jónsdóttir, f. 4.9. 1976, fjármálastærðfræðingur í Los Ang- eles. Foreldrar Ragnhildar eru Guð- rún Sveinsdóttir, f. 25.10. 1944, og Jón B. Stefánsson, f. 31.10. 1942, bændur í Breiðdal. 30 ára á laugardag 38 föstudagur 13. nóvember 2009 ættfræði 80 ára í gær ríkharður jónsson ríkhaðrur tekur við skjali sem heiðursborgari akraneskaupstaðar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.