Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 39
Guðmundur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949, prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1950, stund- aði frönskunám við HÍ einn vetur, var við nám í píanóleik hjá Gunnari Sigur- geirssyni 1939-‘41, hóf nám hjá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1941 og lauk þaðan prófi 1948 þar sem hann lagði einkum stund á píanóleik en að- alkennari hans þar var Árni Kristjáns- son, var í einkatímum í píanóleik hjá Árna Kristjánssyni og Rögnvaldi Sigur- jónssyni 1948-‘50, hóf nám við Tónlist- arháskólann í París 1950 og lauk það- an prófi 1953. Guðmundur var píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-‘61, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga 1970-‘71, söngkennari barna- og ungl- ingaskólans á Hvolsvelli og Hellu 1970- ‘71 og píanókennari við Tónlistarskól- ann í Kópavogi 1971-‘94. Guðmundur var framkvæmdastjóri járnvöruverslunarinnar Jes Zimsen hf. 1959-‘70, dagskrárfulltrúi við tónlist- ardeild Ríkisútvarpsins 1971-‘78 og á sumrin um skeið frá 1980 en hann var með vikulega tónlistarþætti í útvarpi um nokkurra ára skeið. Guðmundur var í Félagi járnvöru- og búsáhalda- kaupmanna 1959-‘70, var fulltrúi Fé- lags íslenskra tónlistarmanna á fund- um Bandalags íslenskra listamanna og var formaður Félags tónlistarkennara 1981-‘82. Guðmundur hefur haldið opin- bera einleikstónleika og tónleika með einleikurum og söngvurum. Þá hefur hann komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í útvarpi og sjónvarpi, bæði sem einleikari og með öðrum. Guðmundur hefur haldið fyrirlestra við HÍ um franska tónlist og skrifað blaða- og tímaritsgreinar um tónlist. Fjölskylda Fyrri kona Guðmundar var Hulda Auður Kristinsdóttir, f. 13.2. 1932, d. 24.9. 2000, viðskiptafræðingur. Hún var dóttir Kristins Helgasonar, bif- reiðarstjóra í Reykjavík, og Helgu Ní- elsdóttur ljósmóður. Guðmundur og Hulda Auður slitu samvistum. Börn Guðmundar og Huldu Auð- ar eru Auður Eir, f. 10.11. 1951, leið- sögumaður, bú- sett á Akureyri, en maður henn- ar er Helgi Gests- son; Guðmund- ur Kristinn, f. 9.1. 1955, símvirki í Kanada, en kona hans er Vigdís Sigtryggsdótt- ir; Helga Kristín, f. 25.12.1955, sjúkra- liði og húsmóðir, búsett í Njarðvík, en maður hennar er Stefán Sigurðsson; Þórdís, f. 19.8. 1968, rafeindavirki og myndlistarkona í Kópavogi en maður hennar er Sigurður Guðmundsson. Seinni kona Guðmundar er Ingi- björg Þorbergs, f. 25.10. 1927, tón- skáld, söngkona og kennari, dóttir Þorbergs Skúlasonar, skósmíðameist- ara í Reykjavík, og k.h., Kristjönu Sig- urbergsdóttur húsmóður. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson, f. 24.10. 1893, d. 7.1. 1959, verslunarstjóri í Reykjavík, og k.h. Kristín Pálmadóttir, f. 14.8. 1902, d. 2.7. 1982. Ætt Jón var sonur Guðmundar, b. á Breiða- bólstað í Ölfusi Guðmundssonar, b. í Lambhaga Guðmundssonar, b. í Fróð- holtshjáleigu Guðnasonar, b. í Gerð- um í Landeyjum Filippussonar. Móð- ir Guðmundar í Lambhaga var Katrín, dóttir Sveins Guðbrandssonar, b. í Gröf, og Guðríðar Filippusdóttur. Móðir Guðmundar á Breiðabólstað var Arn- dís, systir Guðlaugar, langömmu Jóns Dalbú, sóknarprests í Hallgrímskirkju. Hálfbróðir Arndísar, sammæðra, var Jón, b. á Stóra-Hofi, langafi Kristínar, móður Þórðar Friðjónssonar. Arndís var dóttir Jóns Jónssonar, b. á Stóra- Hofi og Ingibjargar Narfadóttur. Móðir Jóns verslunarstjóra var Þórdís, dóttir Tómasar Ólafssonar, b. á Vestra-Fróð- holti, og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Hamrahóli í Holtum Gunnarssonar, b. á Sandhólaferju, bróður Rannveig- ar, langömmu Magdalenu, langömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Kristín var dóttir Pálma Péturs, sjó- manns í Reykjavík Sigurðssonar. Guðmundur heldur upp á daginn með fjölskyldunni. til hamingju með daginn Samúel Örn Erlingsson kennari og dagskrárgerðarmaður 50 ára í gær 80 ára á föstudag Guðmundur Jónsson píanókennari FösTudag 30 ára n Beatrix Fiona Erler Reykjum garðyrkjusk, Hveragerði n Maxim Petrov Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði n Trausti Þór Friðriksson Þúfubarði 15, Hafnarfirði n Friðfinnur Júlíus Tómasson Breiðvangi 16, Hafnarfirði n Kristín Engilbertsdóttir Austurbrún 25, Reykjavík n Jens Hjartarson Rauðavaði 17, Reykjavík n Ingimar Þór Richter Álakvísl 69, Reykjavík n Úlfhildur Fenger Efstasundi 35, Reykjavík n Atli Sigurjónsson Sandavaði 11, Reykjavík n Zanný Vöggsdóttir Eskivöllum 7, Hafnarfirði 40 ára n Duc Manh Duong Unufelli 21, Reykjavík n Kestutis Mikulis Vesturvör 27, Kópavogi n Jóhann Ólafur Benjamínsson Löngubrekku 41, Kópavogi n Friðgeir Jónasson Blöndudalshólum, Blönduósi n Sigurður R Sveinmarsson Galtalind 3, Kópavogi n Regína Fanný Guðmundsdóttir Stekkjarhvammi 44, Hafnarfirði n Sigurbjörn Sveinsson Goðabyggð 8, Akureyri n Svanur Sigurðsson Klúku, Egilsstöðum n Guðrún Rósa Hauksdóttir Kleppsvegi 44, Reykjavík 50 ára n Sigurður Haukur Harðarson Krókamýri 50, Garðabæ n Kristinn Guðni Ólafsson Blikahöfða 1, Mosfellsbæ n Ólafur Garðarsson Nesbala 94, Seltjarnarnesi n Ólafur Magnús Halldórsson Deildarási 7, Reykjavík n Aðalsteinn Pétursson Víðilundi 4d, Akureyri n Soffía Rósa Gestsdóttir Baughúsum 2, Reykjavík n Ásdís Júlíusdóttir Hátúni 29, Reykjanesbæ n Ágúst Ingi Sigurðsson Hraunbæ 42, Reykjavík 60 ára n Rúnar Bjarni Jóhannsson Burknavöllum 17a, Hafnarfirði n Gunnar Aðalsteinsson Klausturhvammi 12, Hafnarfirði n Kristinn Eymundsson Dynsölum 8, Kópavogi n Hallgrímur Kristjánsson Holtastíg 12, Bolungarvík n Þórarinn Bjarnason Vesturbergi 120, Reykjavík n Ragnar Tómasson Lindargötu 1, Sauðárkróki n Jón Alfreðsson Markarflöt 19, Garðabæ n Sigríður Matthíasdóttir Gerðhömrum 27, Reykjavík 70 ára n Steingrímur Ingvarsson Grænumörk 2, Selfossi n William Þór Hagalín Háeyrarvöllum 54, Eyrarbakka n Ásdís Bjarney Óskarsdóttir Stekkjargötu 23, Reykjanesbæ 75 ára n Bjarni Böðvarsson Hátúni 10b, Reykjavík n Elísabet Vigfúsdóttir Ásgarðsvegi 47, Húsavík n Ásta Bjarnadóttir Hólagötu 25, Reykjanesbæ n Ólafur Blómquist Jónsson Skúlabraut 5, Blönduósi n Guðni Grímsson Áshamri 63, Vestmannaeyjum 80 ára n Helga Kristín Magnúsdóttir Víðilundi 24, Akureyri n Auður Ása Benediktsdóttir Grettisgötu 71, Reykjavík 85 ára n Anna Helgadóttir Hlíðarbraut 11, Blönduósi 90 ára n Helga Björnsdóttir Lindasíðu 4, Akureyri n Guðmundur Guðmundsson Hvassaleiti 46, Reykjavík 95 ára n Þórdís Sæmundsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík n Jóhanna Jóhannsdóttir Haga, Selfossi laugardag 30 ára n Gísli Vigfússon Fellsmúla 2, Reykjavík n Sandra Guðlaug Zarif Blikaási 7, Hafnarfirði n Steinar Arason Ásakór 4, Kópavogi n Vilborg Anna Elvarsdóttir Ástúni 8, Kópavogi n Marta Birna Baldursdóttir Hringbraut 43, Reykjavík n Erla Margrét Hermannsdóttir Framnesvegi 5, Reykjavík n Kolbrún Arnardóttir Hrísmóum 10, Garðabæ n Sveinar Gunnarsson Skarðshlíð 46, Akureyri n Gunnar Kristinsson Birkigrund 54, Kópavogi n Sigurlaug Jóhannesdóttir Baldursgötu 26, Reykjavík n Daníel Sævar Pétursson Miklubraut 18, Reykjavík 40 ára n Gunnhildur Vigdís Bogadóttir Teigaseli 7, Reykjavík n Elín Hlíf Helgadóttir Hólmatúni 29, Álftanesi n Hrafnhildur Stefánsdóttir Sævargörðum 12, Seltjarnarnesi n Arnar Jónsson Krókamýri 44, Garðabæ n Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir Hveravöllum 1, Húsavík n Guðlaugur Sigurjónsson Norðurbrú 2, Garðabæ n Bjarni Kristmundsson Staðarhrauni 8, Grindavík n Jónas Sigurður Gunnþórsson Stakkhömrum 1, Reykjavík n Kristín Gunnarsdóttir Lindarvaði 10, Reykjavík n Magnús Magnússon Frostafold 10, Reykjavík n Eyrún Dagbjört Sigtryggsdóttir Baughóli 36, Húsavík n Egill Steinar Fjeldsted Sléttuvegi 3, Reykjavík n Ásgeir Jóhann Bragason Lyngheiði 9, Selfossi 50 ára n Heiðar Þór Guðnason Skógarhjalla 15, Kópavogi n Sigríður Guðrún Friðriksdóttir Brekkusíðu 14, Akur- eyri n Kristján Einar Davíðsson Hátúni 12, Eskifirði n Aðalbjörg Jóakimsdóttir Reykjahlíð 14, Reykjavík n Einar Óli Sigurbjörnsson Köldukinn 19, Hafnarfirði n Róbert Vinsent Tómasson Sævargörðum 15, Seltjarnarnesi n Vilbergur Magni Óskarsson Einihlíð 3, Hafnarfirði n Ólafur Rafn Ólafsson Mánagötu 27, Reyðarfirði n Marléne Pernier Hverfisgötu 75, Reykjavík 60 ára n Sigurður Ingi Svavarsson Þykkvabæ 2, Reykjavík n Sverrir Gíslason Fiskakvísl 7, Reykjavík n Kolbrún Gunnlaugsdóttir Bogahlíð 2, Eskifirði n Elísabeth H. Einarsdóttir Hvammstangabraut 31, Hvammstanga n Magnús Nordgulen Löngufit 22, Garðabæ n Petrea Ingibjörg Jónsdóttir Vallarbraut 6, Seltjarnarnesi n Hafsteinn Aðalsteinsson Úthlíð 3, Hafnarfirði n Arnór Pétursson Eskivöllum 3, Hafnarfirði n Gustav Adolf Ólafsson Snorrabraut 33a, Reykjavík 70 ára n Ársæll Jónsson Laxakvísl 19, Reykjavík n Halldór Ingi Hannesson Gunnarssundi 10, Hafnarfirði n Friðrik Valdimar Sigfússon Tjarnarbóli 8, Seltjarnarnesi n Kristín Georgsdóttir Illugagötu 73, Vestmannaeyj- um n Magnús Sólmundarson Sóleyjarima 21, Reykjavík n Björn Þorvaldsson Vesturströnd 9, Seltjarnarnesi n Guðmundur Guðbrandsson Saurbæ, Blönduósi 75 ára n Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir Ásabraut 2, Akranesi n Sverrir Magnússon Furulundi 5c, Akureyri n Magnús Stefánsson Norðurgötu 15, Akureyri n Gunnar Aron Jónsson Frostafold 4, Reykjavík 80 ára n Fanney Erna Magnúsdóttir Stigahlíð 44, Reykjavík n Dagný Karlsdóttir Írabakka 24, Reykjavík n Jane María Ólafsdóttir Hraunvangi 7, Hafnarfirði n Helgi Guðmundsson Lyngheiði 20, Selfossi n Ingimundur Jónsson Lindarhvammi 12, Hafnarfirði n Ragnar Þ Guðmundsson Bláhömrum 2, Reykjavík n Álfheiður Gísladóttir Ásholti 2, Reykjavík n Guðfinna Guðmundsdóttir Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík 85 ára n Kristín Tómasdóttir Hraunbæ 103, Reykjavík n Inga Jóna Ingimarsdóttir Akurgerði 1, Reykjavík 90 ára n Gunnþórunn Björnsdóttir Sléttuvegi 17, Reykjavík 103 ára n Ingiríður Vilhjálmsdóttir Selbrekku 21, Kópavogi sunnudag 30 ára n Antonio Augusto Dos Santos Hverfisgötu 90, Reykjavík n Chujai Maydee Drangagötu 1, Hafnarfirði n Petrea Guðný Sigurðardóttir Skessugili 20, Akureyri n Sigurjón Njarðarson Brattholti, Selfossi n María Sif Bergþórsdóttir Hjaltabakka 26, Reykjavík n Hlín Pálsdóttir Laufvangi 3, Hafnarfirði n Elín Pálsdóttir Kríuhólum 4, Reykjavík n Magnús Gunnar Erlendsson Rauðavaði 7, Reykjavík n Rúnar Hermannsson Bridde Flesjakór 2, Kópavogi n Ottó Sigurðsson Klukkubergi 35, Hafnarfirði n Þórður Torfason Klukkurima 89, Reykjavík n Hörður Garðarsson Hagamel 43, Reykjavík n Sigurður Ingi Steindórsson Keilusíðu 4d, Akureyri 40 ára n Renata Kavaliené Miðhrauni 2, Borgarnesi n Leifur Jónsson Byggðavegi 89, Akureyri n Eggert Jónsson Álfkonuhvarfi 19, Kópavogi n Sigurður Þórður Jónsson Víðiteigi 2d, Mosfellsbæ n Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Víðimel 23, Reykjavík n Elísabet Katrín Friðriksdóttir Þórunnarstræti 128, Akureyri Samúel Örn fæddist á Uxahrygg í Rangárþingi en ólst upp á Hellu. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum að Laugarvatni 1978, íþrótta- kennari frá ÍKÍ 1980 og lauk BS-prófi í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands 2009. Samúel Örn starfaði við virkj- anir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu 1976-1982, var kennari í Þorláks- höfn og Hafnarfirði 1980-‘82, blaða- maður á Tímanum og NT 1982- ‘85, íþróttafréttamaður á RÚV 1982 og 1985-2002 og íþróttastjóri RÚV 2002-2007. Frá 2007 hefur Samúel Örn stundað nám við HÍ, starfað á Alþingi, við dagskrárgerð hjá RÚV, fararstjórn hjá Íshestum og stunda- kennslu við HÍ og Flensborg. Hann hefur verið kennari við Lágafells- skóla í Mosfellsbæ frá síðustu ára- mótum. Samúel Örn var knattspyrnu- og blakþjálfari 1979-1984, landsliðs- maður í blaki 1979-‘88 og Íslands- og bikarmeistari alls sextán sinn- um með UMFL, Þrótti í Reykjavík og HK 1979-‘95. Samúel Örn hef- ur starfað í stjórnum og nefndum UMF Heklu, Blaksambands Íslands, Samtaka íslenskra og evrópskra íþróttafréttamanna, Félags frétta- manna, Bandalags háskólamanna, Kópavogsbæjar, Framsóknarfélags Kópavogs, Framsóknarflokksins og fleiri. Fjölskylda Kona Samúels Arnar er Ásta Breið- fjörð Gunnlaugsdóttir, f. 13.5.1961, rekstrarstjóri Smárans og Fífunn- ar í Kópavogi, Íþróttamiðstöðvar Breiðabliks. Hún er dóttir Gunn- laugs Breiðfjörð Óskarssonar, f. 26.9.1938, málarameistara, og Guðbjargar Grétu Bjarnadóttur, f. 28.6.1940, fv. starfsmanns Land- spítalans. Dætur Samúels Arnar og Ástu eru Hólmfríður Ósk, f. 23.4.1984, íþróttafræðingur og kennari í Grindavík, en sambýlismaður hennar er Pálmar Örn Guðmunds- son; Greta Mjöll f. 5.9.1987, háskóla- nemi og knattspyrnukona í Boston í Bandaríkjunum. Systur Samúels Arnar eru Anna Kristín Kjartansdóttir, f. 2.12.1956, skrifstofustjóri í Kjörís; Hólmfríð- ur, f. 3.2.1961, sjúkraþjálfari á Lsp og HL Stöðinni; Margrét Katrín, f. 4.3.1962, bókari og bæjarfulltrúi á Selfossi; Ingibjörg, f. 18.1.1967, tón- listarkennari á Hvolsvelli og tónlist- arskólastjóri. Foreldrar Samúels Arnar: Er- lingur Guðmundsson, f. 17.9.1939, vörubílstjóri á Hellu á Rangárvöll- um, og k.h., Sigurvina Samúelsdótt- ir, f. 1.8.1937, kaupmaður í Vörufelli á Hellu. Ætt Erlingur er sonur Guðmundar, b. og hestamanns á Uxahrygg, bróður Guðnýjar, ömmu Grétars Þorsteins- sonar, fyrrv. forseta ASÍ, föður Jóns Gunnars fréttamanns. Guðmundur var sonur Gísla, b. í Húnakoti Hildibrandssonar, bróður Vilhjálms, föður Ingvars, forstjóra Ísbjarnarins. Móðir Gísla var Sigríð- ur Einarsdóttir af Víkingslækjarætt. Móðir Guðmundar var Margrét Hreinsdóttir, b. á Sperðli Guðlaugs- sonar, afa Kristjáns í Stekkholti, langafa Jónasar Tryggvasonar fim- leikakappa og athafnamanns. Móðir Erlings var Hólmfríður Magnúsdóttir, b. í Hvítanesi og á Hóli, bróður Andrésar klæðskera og Sighvats, afa Péturs Pálssonar í Vísi í Grindavík. Móðir Hólmfríðar var Dýrfinna, systir Gissurar, lang- afa Jóns Arnars Magnússonar frjáls- íþróttakappa. Dýrfinna var dóttir Gísla, b. á Seljavöllum Guðmunds- sonar. Bræður Erlings eru Gísli lög- reglumaður og hrossaræktandi í Hömluholtum og Magnús b. á Uxa- hrygg, faðir Hólmfríðar landsliðs- konu í knattspyrnu. Sigurvina er dóttir Samúels, b. í Bæ í Árneshreppi, bróður Sigríðar, ömmu Sigrúnar Guðmundsdóttur myndhöggvara; Rósu, ömmu Erps Eyvindarsonar rappskálds og Óskar, ömmu Ragnars Torfasonar körfu- boltahetju. Samúel var sonur Sam- úels í Skjaldarbjarnarvík Hallgríms- sonar og Jóhönnu Bjarnadóttur. Móðir Sigurvinu var Anna Guð- jónsdóttir b. á Dröngum og á Selj- anesi í Árneshreppi. Afkomendur hennar nálgast nú tvö hundruð. Á meðal systkina Önnu voru Eiríkur, faðir Eyvindar rithöfundar; Kristj- án, faðir Guðjóns Arnars, fyrrv. alþm. og skipstjóra og afi Jóhann- esar Bjarna Guðmundssonar flug- manns, Friðriks Sturlusonar bassa- leikara, Jóhönnu Jóhannsdóttur dagskrárstjóra og Elvu Daggar Mel- steð; Jónas afi Einars Vals Kristjáns- sonar framkvæmdastjóra í Hnífs- dal; Pálína á Munaðarnesi, móðir Samúels Vilbergs Jónssonar í Hafn- arfirði; og Ingigerður skólastýra á Staðarfelli, amma Karls Sigurðsson- ar blakhetju. Anna var dóttir Guð- jóns Kristjánssonar í Skjaldarbjarn- arvík og Önnu Jónasdóttur. Fóstri Sigurvinu var Kristinn Jónsson, b. á Dröngum og Seljanesi. Börn Önnu eru fjórtán talsins. Samúel Örn varði afmælisdegin- um í faðmi fjölskyldunnar, en hyggst halda afmælishátíð með vinum og fjölskyldu á milli jóla og nýárs. æTTFræði 13. nóvember 2009 FösTudagur 39

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.