Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 39
Guðmundur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1949, prófi í forspjallsvísindum frá HÍ 1950, stund- aði frönskunám við HÍ einn vetur, var við nám í píanóleik hjá Gunnari Sigur- geirssyni 1939-‘41, hóf nám hjá Tón- listarskólanum í Reykjavík 1941 og lauk þaðan prófi 1948 þar sem hann lagði einkum stund á píanóleik en að- alkennari hans þar var Árni Kristjáns- son, var í einkatímum í píanóleik hjá Árna Kristjánssyni og Rögnvaldi Sigur- jónssyni 1948-‘50, hóf nám við Tónlist- arháskólann í París 1950 og lauk það- an prófi 1953. Guðmundur var píanókennari við Tónlistarskólann í Reykjavík 1953-‘61, skólastjóri Tónlistarskóla Rangæinga 1970-‘71, söngkennari barna- og ungl- ingaskólans á Hvolsvelli og Hellu 1970- ‘71 og píanókennari við Tónlistarskól- ann í Kópavogi 1971-‘94. Guðmundur var framkvæmdastjóri járnvöruverslunarinnar Jes Zimsen hf. 1959-‘70, dagskrárfulltrúi við tónlist- ardeild Ríkisútvarpsins 1971-‘78 og á sumrin um skeið frá 1980 en hann var með vikulega tónlistarþætti í útvarpi um nokkurra ára skeið. Guðmundur var í Félagi járnvöru- og búsáhalda- kaupmanna 1959-‘70, var fulltrúi Fé- lags íslenskra tónlistarmanna á fund- um Bandalags íslenskra listamanna og var formaður Félags tónlistarkennara 1981-‘82. Guðmundur hefur haldið opin- bera einleikstónleika og tónleika með einleikurum og söngvurum. Þá hefur hann komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í útvarpi og sjónvarpi, bæði sem einleikari og með öðrum. Guðmundur hefur haldið fyrirlestra við HÍ um franska tónlist og skrifað blaða- og tímaritsgreinar um tónlist. Fjölskylda Fyrri kona Guðmundar var Hulda Auður Kristinsdóttir, f. 13.2. 1932, d. 24.9. 2000, viðskiptafræðingur. Hún var dóttir Kristins Helgasonar, bif- reiðarstjóra í Reykjavík, og Helgu Ní- elsdóttur ljósmóður. Guðmundur og Hulda Auður slitu samvistum. Börn Guðmundar og Huldu Auð- ar eru Auður Eir, f. 10.11. 1951, leið- sögumaður, bú- sett á Akureyri, en maður henn- ar er Helgi Gests- son; Guðmund- ur Kristinn, f. 9.1. 1955, símvirki í Kanada, en kona hans er Vigdís Sigtryggsdótt- ir; Helga Kristín, f. 25.12.1955, sjúkra- liði og húsmóðir, búsett í Njarðvík, en maður hennar er Stefán Sigurðsson; Þórdís, f. 19.8. 1968, rafeindavirki og myndlistarkona í Kópavogi en maður hennar er Sigurður Guðmundsson. Seinni kona Guðmundar er Ingi- björg Þorbergs, f. 25.10. 1927, tón- skáld, söngkona og kennari, dóttir Þorbergs Skúlasonar, skósmíðameist- ara í Reykjavík, og k.h., Kristjönu Sig- urbergsdóttur húsmóður. Foreldrar Guðmundar voru Jón Guðmundsson, f. 24.10. 1893, d. 7.1. 1959, verslunarstjóri í Reykjavík, og k.h. Kristín Pálmadóttir, f. 14.8. 1902, d. 2.7. 1982. Ætt Jón var sonur Guðmundar, b. á Breiða- bólstað í Ölfusi Guðmundssonar, b. í Lambhaga Guðmundssonar, b. í Fróð- holtshjáleigu Guðnasonar, b. í Gerð- um í Landeyjum Filippussonar. Móð- ir Guðmundar í Lambhaga var Katrín, dóttir Sveins Guðbrandssonar, b. í Gröf, og Guðríðar Filippusdóttur. Móðir Guðmundar á Breiðabólstað var Arn- dís, systir Guðlaugar, langömmu Jóns Dalbú, sóknarprests í Hallgrímskirkju. Hálfbróðir Arndísar, sammæðra, var Jón, b. á Stóra-Hofi, langafi Kristínar, móður Þórðar Friðjónssonar. Arndís var dóttir Jóns Jónssonar, b. á Stóra- Hofi og Ingibjargar Narfadóttur. Móðir Jóns verslunarstjóra var Þórdís, dóttir Tómasar Ólafssonar, b. á Vestra-Fróð- holti, og Guðrúnar Jónsdóttur, b. á Hamrahóli í Holtum Gunnarssonar, b. á Sandhólaferju, bróður Rannveig- ar, langömmu Magdalenu, langömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. Kristín var dóttir Pálma Péturs, sjó- manns í Reykjavík Sigurðssonar. Guðmundur heldur upp á daginn með fjölskyldunni. til hamingju með daginn Samúel Örn Erlingsson kennari og dagskrárgerðarmaður 50 ára í gær 80 ára á föstudag Guðmundur Jónsson píanókennari FösTudag 30 ára n Beatrix Fiona Erler Reykjum garðyrkjusk, Hveragerði n Maxim Petrov Bæjarhrauni 16, Hafnarfirði n Trausti Þór Friðriksson Þúfubarði 15, Hafnarfirði n Friðfinnur Júlíus Tómasson Breiðvangi 16, Hafnarfirði n Kristín Engilbertsdóttir Austurbrún 25, Reykjavík n Jens Hjartarson Rauðavaði 17, Reykjavík n Ingimar Þór Richter Álakvísl 69, Reykjavík n Úlfhildur Fenger Efstasundi 35, Reykjavík n Atli Sigurjónsson Sandavaði 11, Reykjavík n Zanný Vöggsdóttir Eskivöllum 7, Hafnarfirði 40 ára n Duc Manh Duong Unufelli 21, Reykjavík n Kestutis Mikulis Vesturvör 27, Kópavogi n Jóhann Ólafur Benjamínsson Löngubrekku 41, Kópavogi n Friðgeir Jónasson Blöndudalshólum, Blönduósi n Sigurður R Sveinmarsson Galtalind 3, Kópavogi n Regína Fanný Guðmundsdóttir Stekkjarhvammi 44, Hafnarfirði n Sigurbjörn Sveinsson Goðabyggð 8, Akureyri n Svanur Sigurðsson Klúku, Egilsstöðum n Guðrún Rósa Hauksdóttir Kleppsvegi 44, Reykjavík 50 ára n Sigurður Haukur Harðarson Krókamýri 50, Garðabæ n Kristinn Guðni Ólafsson Blikahöfða 1, Mosfellsbæ n Ólafur Garðarsson Nesbala 94, Seltjarnarnesi n Ólafur Magnús Halldórsson Deildarási 7, Reykjavík n Aðalsteinn Pétursson Víðilundi 4d, Akureyri n Soffía Rósa Gestsdóttir Baughúsum 2, Reykjavík n Ásdís Júlíusdóttir Hátúni 29, Reykjanesbæ n Ágúst Ingi Sigurðsson Hraunbæ 42, Reykjavík 60 ára n Rúnar Bjarni Jóhannsson Burknavöllum 17a, Hafnarfirði n Gunnar Aðalsteinsson Klausturhvammi 12, Hafnarfirði n Kristinn Eymundsson Dynsölum 8, Kópavogi n Hallgrímur Kristjánsson Holtastíg 12, Bolungarvík n Þórarinn Bjarnason Vesturbergi 120, Reykjavík n Ragnar Tómasson Lindargötu 1, Sauðárkróki n Jón Alfreðsson Markarflöt 19, Garðabæ n Sigríður Matthíasdóttir Gerðhömrum 27, Reykjavík 70 ára n Steingrímur Ingvarsson Grænumörk 2, Selfossi n William Þór Hagalín Háeyrarvöllum 54, Eyrarbakka n Ásdís Bjarney Óskarsdóttir Stekkjargötu 23, Reykjanesbæ 75 ára n Bjarni Böðvarsson Hátúni 10b, Reykjavík n Elísabet Vigfúsdóttir Ásgarðsvegi 47, Húsavík n Ásta Bjarnadóttir Hólagötu 25, Reykjanesbæ n Ólafur Blómquist Jónsson Skúlabraut 5, Blönduósi n Guðni Grímsson Áshamri 63, Vestmannaeyjum 80 ára n Helga Kristín Magnúsdóttir Víðilundi 24, Akureyri n Auður Ása Benediktsdóttir Grettisgötu 71, Reykjavík 85 ára n Anna Helgadóttir Hlíðarbraut 11, Blönduósi 90 ára n Helga Björnsdóttir Lindasíðu 4, Akureyri n Guðmundur Guðmundsson Hvassaleiti 46, Reykjavík 95 ára n Þórdís Sæmundsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík n Jóhanna Jóhannsdóttir Haga, Selfossi laugardag 30 ára n Gísli Vigfússon Fellsmúla 2, Reykjavík n Sandra Guðlaug Zarif Blikaási 7, Hafnarfirði n Steinar Arason Ásakór 4, Kópavogi n Vilborg Anna Elvarsdóttir Ástúni 8, Kópavogi n Marta Birna Baldursdóttir Hringbraut 43, Reykjavík n Erla Margrét Hermannsdóttir Framnesvegi 5, Reykjavík n Kolbrún Arnardóttir Hrísmóum 10, Garðabæ n Sveinar Gunnarsson Skarðshlíð 46, Akureyri n Gunnar Kristinsson Birkigrund 54, Kópavogi n Sigurlaug Jóhannesdóttir Baldursgötu 26, Reykjavík n Daníel Sævar Pétursson Miklubraut 18, Reykjavík 40 ára n Gunnhildur Vigdís Bogadóttir Teigaseli 7, Reykjavík n Elín Hlíf Helgadóttir Hólmatúni 29, Álftanesi n Hrafnhildur Stefánsdóttir Sævargörðum 12, Seltjarnarnesi n Arnar Jónsson Krókamýri 44, Garðabæ n Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir Hveravöllum 1, Húsavík n Guðlaugur Sigurjónsson Norðurbrú 2, Garðabæ n Bjarni Kristmundsson Staðarhrauni 8, Grindavík n Jónas Sigurður Gunnþórsson Stakkhömrum 1, Reykjavík n Kristín Gunnarsdóttir Lindarvaði 10, Reykjavík n Magnús Magnússon Frostafold 10, Reykjavík n Eyrún Dagbjört Sigtryggsdóttir Baughóli 36, Húsavík n Egill Steinar Fjeldsted Sléttuvegi 3, Reykjavík n Ásgeir Jóhann Bragason Lyngheiði 9, Selfossi 50 ára n Heiðar Þór Guðnason Skógarhjalla 15, Kópavogi n Sigríður Guðrún Friðriksdóttir Brekkusíðu 14, Akur- eyri n Kristján Einar Davíðsson Hátúni 12, Eskifirði n Aðalbjörg Jóakimsdóttir Reykjahlíð 14, Reykjavík n Einar Óli Sigurbjörnsson Köldukinn 19, Hafnarfirði n Róbert Vinsent Tómasson Sævargörðum 15, Seltjarnarnesi n Vilbergur Magni Óskarsson Einihlíð 3, Hafnarfirði n Ólafur Rafn Ólafsson Mánagötu 27, Reyðarfirði n Marléne Pernier Hverfisgötu 75, Reykjavík 60 ára n Sigurður Ingi Svavarsson Þykkvabæ 2, Reykjavík n Sverrir Gíslason Fiskakvísl 7, Reykjavík n Kolbrún Gunnlaugsdóttir Bogahlíð 2, Eskifirði n Elísabeth H. Einarsdóttir Hvammstangabraut 31, Hvammstanga n Magnús Nordgulen Löngufit 22, Garðabæ n Petrea Ingibjörg Jónsdóttir Vallarbraut 6, Seltjarnarnesi n Hafsteinn Aðalsteinsson Úthlíð 3, Hafnarfirði n Arnór Pétursson Eskivöllum 3, Hafnarfirði n Gustav Adolf Ólafsson Snorrabraut 33a, Reykjavík 70 ára n Ársæll Jónsson Laxakvísl 19, Reykjavík n Halldór Ingi Hannesson Gunnarssundi 10, Hafnarfirði n Friðrik Valdimar Sigfússon Tjarnarbóli 8, Seltjarnarnesi n Kristín Georgsdóttir Illugagötu 73, Vestmannaeyj- um n Magnús Sólmundarson Sóleyjarima 21, Reykjavík n Björn Þorvaldsson Vesturströnd 9, Seltjarnarnesi n Guðmundur Guðbrandsson Saurbæ, Blönduósi 75 ára n Sjöfn Pálfríður Jónsdóttir Ásabraut 2, Akranesi n Sverrir Magnússon Furulundi 5c, Akureyri n Magnús Stefánsson Norðurgötu 15, Akureyri n Gunnar Aron Jónsson Frostafold 4, Reykjavík 80 ára n Fanney Erna Magnúsdóttir Stigahlíð 44, Reykjavík n Dagný Karlsdóttir Írabakka 24, Reykjavík n Jane María Ólafsdóttir Hraunvangi 7, Hafnarfirði n Helgi Guðmundsson Lyngheiði 20, Selfossi n Ingimundur Jónsson Lindarhvammi 12, Hafnarfirði n Ragnar Þ Guðmundsson Bláhömrum 2, Reykjavík n Álfheiður Gísladóttir Ásholti 2, Reykjavík n Guðfinna Guðmundsdóttir Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík 85 ára n Kristín Tómasdóttir Hraunbæ 103, Reykjavík n Inga Jóna Ingimarsdóttir Akurgerði 1, Reykjavík 90 ára n Gunnþórunn Björnsdóttir Sléttuvegi 17, Reykjavík 103 ára n Ingiríður Vilhjálmsdóttir Selbrekku 21, Kópavogi sunnudag 30 ára n Antonio Augusto Dos Santos Hverfisgötu 90, Reykjavík n Chujai Maydee Drangagötu 1, Hafnarfirði n Petrea Guðný Sigurðardóttir Skessugili 20, Akureyri n Sigurjón Njarðarson Brattholti, Selfossi n María Sif Bergþórsdóttir Hjaltabakka 26, Reykjavík n Hlín Pálsdóttir Laufvangi 3, Hafnarfirði n Elín Pálsdóttir Kríuhólum 4, Reykjavík n Magnús Gunnar Erlendsson Rauðavaði 7, Reykjavík n Rúnar Hermannsson Bridde Flesjakór 2, Kópavogi n Ottó Sigurðsson Klukkubergi 35, Hafnarfirði n Þórður Torfason Klukkurima 89, Reykjavík n Hörður Garðarsson Hagamel 43, Reykjavík n Sigurður Ingi Steindórsson Keilusíðu 4d, Akureyri 40 ára n Renata Kavaliené Miðhrauni 2, Borgarnesi n Leifur Jónsson Byggðavegi 89, Akureyri n Eggert Jónsson Álfkonuhvarfi 19, Kópavogi n Sigurður Þórður Jónsson Víðiteigi 2d, Mosfellsbæ n Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Víðimel 23, Reykjavík n Elísabet Katrín Friðriksdóttir Þórunnarstræti 128, Akureyri Samúel Örn fæddist á Uxahrygg í Rangárþingi en ólst upp á Hellu. Hann varð stúdent frá Menntaskól- anum að Laugarvatni 1978, íþrótta- kennari frá ÍKÍ 1980 og lauk BS-prófi í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands 2009. Samúel Örn starfaði við virkj- anir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu 1976-1982, var kennari í Þorláks- höfn og Hafnarfirði 1980-‘82, blaða- maður á Tímanum og NT 1982- ‘85, íþróttafréttamaður á RÚV 1982 og 1985-2002 og íþróttastjóri RÚV 2002-2007. Frá 2007 hefur Samúel Örn stundað nám við HÍ, starfað á Alþingi, við dagskrárgerð hjá RÚV, fararstjórn hjá Íshestum og stunda- kennslu við HÍ og Flensborg. Hann hefur verið kennari við Lágafells- skóla í Mosfellsbæ frá síðustu ára- mótum. Samúel Örn var knattspyrnu- og blakþjálfari 1979-1984, landsliðs- maður í blaki 1979-‘88 og Íslands- og bikarmeistari alls sextán sinn- um með UMFL, Þrótti í Reykjavík og HK 1979-‘95. Samúel Örn hef- ur starfað í stjórnum og nefndum UMF Heklu, Blaksambands Íslands, Samtaka íslenskra og evrópskra íþróttafréttamanna, Félags frétta- manna, Bandalags háskólamanna, Kópavogsbæjar, Framsóknarfélags Kópavogs, Framsóknarflokksins og fleiri. Fjölskylda Kona Samúels Arnar er Ásta Breið- fjörð Gunnlaugsdóttir, f. 13.5.1961, rekstrarstjóri Smárans og Fífunn- ar í Kópavogi, Íþróttamiðstöðvar Breiðabliks. Hún er dóttir Gunn- laugs Breiðfjörð Óskarssonar, f. 26.9.1938, málarameistara, og Guðbjargar Grétu Bjarnadóttur, f. 28.6.1940, fv. starfsmanns Land- spítalans. Dætur Samúels Arnar og Ástu eru Hólmfríður Ósk, f. 23.4.1984, íþróttafræðingur og kennari í Grindavík, en sambýlismaður hennar er Pálmar Örn Guðmunds- son; Greta Mjöll f. 5.9.1987, háskóla- nemi og knattspyrnukona í Boston í Bandaríkjunum. Systur Samúels Arnar eru Anna Kristín Kjartansdóttir, f. 2.12.1956, skrifstofustjóri í Kjörís; Hólmfríð- ur, f. 3.2.1961, sjúkraþjálfari á Lsp og HL Stöðinni; Margrét Katrín, f. 4.3.1962, bókari og bæjarfulltrúi á Selfossi; Ingibjörg, f. 18.1.1967, tón- listarkennari á Hvolsvelli og tónlist- arskólastjóri. Foreldrar Samúels Arnar: Er- lingur Guðmundsson, f. 17.9.1939, vörubílstjóri á Hellu á Rangárvöll- um, og k.h., Sigurvina Samúelsdótt- ir, f. 1.8.1937, kaupmaður í Vörufelli á Hellu. Ætt Erlingur er sonur Guðmundar, b. og hestamanns á Uxahrygg, bróður Guðnýjar, ömmu Grétars Þorsteins- sonar, fyrrv. forseta ASÍ, föður Jóns Gunnars fréttamanns. Guðmundur var sonur Gísla, b. í Húnakoti Hildibrandssonar, bróður Vilhjálms, föður Ingvars, forstjóra Ísbjarnarins. Móðir Gísla var Sigríð- ur Einarsdóttir af Víkingslækjarætt. Móðir Guðmundar var Margrét Hreinsdóttir, b. á Sperðli Guðlaugs- sonar, afa Kristjáns í Stekkholti, langafa Jónasar Tryggvasonar fim- leikakappa og athafnamanns. Móðir Erlings var Hólmfríður Magnúsdóttir, b. í Hvítanesi og á Hóli, bróður Andrésar klæðskera og Sighvats, afa Péturs Pálssonar í Vísi í Grindavík. Móðir Hólmfríðar var Dýrfinna, systir Gissurar, lang- afa Jóns Arnars Magnússonar frjáls- íþróttakappa. Dýrfinna var dóttir Gísla, b. á Seljavöllum Guðmunds- sonar. Bræður Erlings eru Gísli lög- reglumaður og hrossaræktandi í Hömluholtum og Magnús b. á Uxa- hrygg, faðir Hólmfríðar landsliðs- konu í knattspyrnu. Sigurvina er dóttir Samúels, b. í Bæ í Árneshreppi, bróður Sigríðar, ömmu Sigrúnar Guðmundsdóttur myndhöggvara; Rósu, ömmu Erps Eyvindarsonar rappskálds og Óskar, ömmu Ragnars Torfasonar körfu- boltahetju. Samúel var sonur Sam- úels í Skjaldarbjarnarvík Hallgríms- sonar og Jóhönnu Bjarnadóttur. Móðir Sigurvinu var Anna Guð- jónsdóttir b. á Dröngum og á Selj- anesi í Árneshreppi. Afkomendur hennar nálgast nú tvö hundruð. Á meðal systkina Önnu voru Eiríkur, faðir Eyvindar rithöfundar; Kristj- án, faðir Guðjóns Arnars, fyrrv. alþm. og skipstjóra og afi Jóhann- esar Bjarna Guðmundssonar flug- manns, Friðriks Sturlusonar bassa- leikara, Jóhönnu Jóhannsdóttur dagskrárstjóra og Elvu Daggar Mel- steð; Jónas afi Einars Vals Kristjáns- sonar framkvæmdastjóra í Hnífs- dal; Pálína á Munaðarnesi, móðir Samúels Vilbergs Jónssonar í Hafn- arfirði; og Ingigerður skólastýra á Staðarfelli, amma Karls Sigurðsson- ar blakhetju. Anna var dóttir Guð- jóns Kristjánssonar í Skjaldarbjarn- arvík og Önnu Jónasdóttur. Fóstri Sigurvinu var Kristinn Jónsson, b. á Dröngum og Seljanesi. Börn Önnu eru fjórtán talsins. Samúel Örn varði afmælisdegin- um í faðmi fjölskyldunnar, en hyggst halda afmælishátíð með vinum og fjölskyldu á milli jóla og nýárs. æTTFræði 13. nóvember 2009 FösTudagur 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.