Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 41
helgarblað 13. nóvember 2009 föstudagur 41
Eysteinn Jónsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, var eitt sinn spurður
af ungum þingmanni, hvort ekki væri
nauðsynlegt að skólast vel í Macchia-
velli til undirbúnings farsælu stjórn-
málastarfi. „Nei,“ sagði Ólafur Þ. Þórð-
arson löngu síðar að Eysteinn hefði
svarað. „Maður sem er þrautlesinn í
Sturlungu getur ekkert lært af Macchia-
velli.“
Hin pólitísku klókindi og fram-
sýni Snorra Sturlusonar, merkilegasta
skálds og stjórnmálamanns Sturlunga-
aldar, og kannski Íslandssögunnar
allrar, koma ákaflega sterklega fram í
meistaralegri bók Óskars Guðmunds-
sonar um Snorra í Reykholti. Loks kom
að því að honum var sýndur sá sómi,
að Íslendingur skrifaði um hann heild-
stæða ævisögu, sem í hrunadansi sam-
tímans á sannarlega erindi til hvers
einasta Íslendings. Snorri Sturluson
hefur öldum saman verið lærimeist-
ari mikilla stjórnmálamanna, sem af
honum hafa í senn lært djúp klókindi
andspænis erfiðum stöðum, en jafn-
framt þann manngang sem þarf til að
brjóta upp flókna pólitíska skák með
mannfórnum, eða óvæntum samning-
um sem fyrr en varði gerðu hörðustu
óvini að spökustu stuðningsmönnum.
Allt þetta nær Óskar Guðmundsson að
flytja lesendum sínum með skilmerki-
legum hætti. Af síðum bókarinnar stíg-
ur Snorri fram sem hinn vitri lappi ís-
lenskrar stjórnmálasögu. Óskar lýsir
með meitluðum og blóðríkum hætti
yfirburðamanni á sviði stjórnsnilldar,
þar sem slægð og klókindi verða að list-
formi í sjálfu sér, en sem býr jafnframt
yfir hæfileikanum til að lyfta sér og
horfa yfir langa tímafláka og skyggnast
þannig eftir kennileitum framtíðarinn-
ar sem hann mótar svo og stýrir með
fyrirhyggju, mægðum, og liðveislu-
kaupum ef ekki vill betur.
Það geislar af nýjum kenningum
um Snorra í meistaraverki Óskars um
þennan frægasta Íslending allra tíma,
sem þó hefur siglt þoku hulinn gegn-
um aldirnar. Fáir hafa gert tilraun til
að greiða úr henni með heildstæðum
hætti ef frá er talinn Sigurður Nordal
sem gerði gott áhlaup að því, og fáein-
ir fleiri. Ein af athyglisverðari kenn-
ingum Óskars er hvernig Snorri notar
óviðjafnanlega skáldskapargáfu sína
og menningarlega auðlegð til að ryðja
sér leiðina að borðum jarla og kon-
unga í Evrópu og hefjast til innmúraðs
trúnaðar við þá. Sú vinátta, sem þannig
þróaðist varð sterkasti lykillinn að yfir-
burðastöðu Snorra um langt skeið í
stjórnmálum þrettándu aldarinnar á
Íslandi. Ægisterk pólitísk staða Snorra
á Íslandi verður þannig ekki skilin frá
stöðu hans sem þróttmesta skálds og
rithöfundar sinnar tíðar, samkvæmt
kenningu Óskars. Hvort studdi hitt
innbyrðis, og skapaði þannig sérkenni-
lega samanslungna blöndu af einstöku
skáldi sem ófst um æðar og taugar öfl-
ugasta stjórnmálamanns aldarinnar.
Önnur kenning Óskars er athyglis-
verð á öld kynjafræðanna. Óskar sýn-
ir með sterkum rökum hversu mik-
il áhrif konur höfðu á Snorra, á sýn
hans á öldina, og ákvarðanir sem lýstu
langt fram eftir ævi, og jafnvel lengur.
Áhrif kvenna, sem hingað til hafa leg-
ið að mestu í þagnargildi í úrvinnslu
miðaldasagna, eru þannig eitt af til-
brigðunum við Snorrastef Óskars Guð-
mundssonar. Það mun mörgum þykja
forvitnilegt, og femínistum fengur að.
Hefði líklega fáa órað fyrir því að Ósk-
ar Guðmundsson ætti eftir að bregða
ljóma femínískrar sagnfræði á staka
þætti í ævi Snorra.
Eitt af því sem seinni tíðar mönn-
um hefur orðið tíðreikað til í þenk-
ingum um hinn mikla jöfur í Reyk-
holti er hví mörgum samtímamönnum
virðist í slíkri nöp við hann, að jafnvel
höfundar á borð við Sturlu Þórðar-
son víkja ekki að honum öðru vísi en
með neikvæðum blæ. Hvað olli þess-
um kulda annarra stórmenna þrett-
ándu aldarinnar í garð Snorra, sem þó
réði um langt skeið því sem hann vildi
ráða? Hvað olli því að mesta skáld og
stjórnmálamaður aldarinnar var veg-
inn einsog hundur í kjallaragöngum af
mönnum sem jafnvel voru tengdasynir
hans og áttu til margvíslegra tengsla að
telja? Með svipuðum hætti var sena-
torum og konsúlum Rómar bani ráð-
inn, rýtingum lagðir gegnum drifhvítar
skikkjur af göfugum óvinum við súlur
Senatsins eða á fólkþingum Marsvalla.
Kenning Óskars er sú, að Snorri hafi
fallið í þá gryfju stjórnmálamanna, og
skálda, sem beita slægð og vél og kom-
ast til hárra vegsemda, að gleyma því
að deila valdinu með öðrum, forsóma
að gefa vinum, stuðningsmönnum og
fjarlægari fjölskyldu hlutabréf í eigin
valdi og velgengni. Valdið rann á hann
einsog heimabruggið í Reykholti, og
með aldrinum gætti hann þess ekki að
deila því út fyrir þrengsta hringinn. Fyr-
ir vikið hófust upp öfundarmenn, sem
ekki fengu að sitja við eldinn, og Snorri
bæði skammtaði naumt, og skirrtist
ekki við að renna í með lögsóknum af
litlum tilefnum. Um síðir urðu þeir svo
margir, sem
Snorri hafði af
þessum sökum
bakað kala hjá,
að þeir sam-
einuðust um
að hrinda hon-
um fyrir ætt-
ernisstapa til
að skapa sjálf-
um sér meira
svigrúm til
valda og auðs.
Þannig endur-
tekur mann-
kynssagan sig
frá Rómaveldi
til Reykholts.
Bók Óskars
er sannkallað
meistaraverk,
og minning
Snorra þess
verðug, enda
afrakstur tíu
ára þrotlauss
starfs. Textinn
er þéttur og knappur, afar læsilegur,
og skrifaður af þroskaðri snilld. Bókin
er samsett úr stuttum köflum, þar sem
helstu atburðum í ævi
Snorra eru gerð góð
skil af höfundi, sem í
senn hefur yfirburða
þekkingu á viðfangs-
efninu og einstaka
getu til að greina hið
stóra frá hinu smáa.
Fyrir vikið er bók-
in afar lesvæn, og á
heima jafnt í hillum á
Aragötu háskólafólks-
ins sem heimilum
Breiðhyltinga. Snorri
er bók eins rammís-
lensk, en þó svo al-
þjóðleg sem hægt er að
sameina á einu þrykki.
Ég spái því að hún eigi
eftir að bera nafn höf-
undar síns lengra fram
um aldir en flestra annarra Íslendinga
á vorum dögum.
Ævisaga hins mikla sagnameistara Snorra Sturlusonar, rituð
af Óskari Guðmundssyni, kom nýverið út hjá Forlaginu. Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra er heillaður af verkinu eins og
lesa má í meðfylgjandi grein.
Meistaraverk uM
snorra í reykholti
Óskar Guðmundsson
rithöfundur „Bók Óskars
er sannkallað meistaraverk,
og minning Snorra þess
verðug, enda afrakstur tíu
ára þrotlauss starfs.“
Snorri Sturluson
Sumir segja hann
mesta rithöfund
Íslandssögunnar.
Aragata og Breiðholt Greinarhöf-
undur segir bók Óskars afar lesvæna
og að hún eigi heima jafnt í hillum
á Aragötu háskólafólksins sem
heimilum Breiðhyltinga.