Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 42
42 föstudagur 13. nóvember 2009
ÓTTAÐIST
AÐ MISSA
YNGRA
BARNIÐ
Robert Enke hafði að því er virtist allt. Hann var besti markvörður Þýskalands, vinsæll leikmaður, forrík-
ur og á leiðinni á Heimsmeistaramótið. En bak við bros og glansmynd fótboltamannsins var maður með
þunglyndi á alvarlegu stigi. Hann vildi ekki gera sjúkdóm sinni opinberan því hann óttaðist afleiðingarn-
ar. Enke er ekki fyrsti leikmaðurinn sem fellur frá í blóma lífsins.
Frábær markvörður
Robert Enke var líklegur til
að standa í marki fyrir lið
Þýskalands á HM í sumar.
Trúlega voru margir til í að vera í
sporum Robert Enke. Hann virtist
hafa allt sem fótboltamenn dreym-
ir um. Bestur í sinni stöðu í heima-
landinu, vinsæll leikmaður og á
leiðinni á Heimsmeistaramótið,
trúlega sem byrjunarliðsmaður. En
Enke var þunglyndur og vildi ekki
gera það opinbert.
„Hann vildi einnig gera allt til
að forðast að það yrði dregið fram
í sviðsljósið. Hann óttaðist að hann
myndi missa allt og hann óttaðist
að missa Leilu, dóttur sína, sem
hann ættleiddi. Eftir á að hyggja
var það algjört brjálæði,“ sagði Ter-
esa Enke, eiginkona hans, á blaða-
mannafundi.
Skildi eftir kveðjubréf
Robert Enke lagði bíl sínum
nokkrum metrum frá brautart-
einunum þar sem lest frá Bremen
var að koma til Hannover. Hann
gekk nokkur hundruð metra áður
en lestin kom á rúmlega 160 kíló-
metra hraða og varð honum að
bana. Lögreglan í Þýskalandi hefur
staðfest að hann hafi skilið eftir sig
kveðjubréf. Þá sagði lögreglan að
rannsókn málsins yrði sennilega
lokið innan örfárra daga.
Enke og eiginkona hans, Teresa,
misstu tveggja ára gamla dóttur
sína, Löru, fyrir þremur árum. Hún
þjáðist af sjaldgæfum hjartagalla
og lést í aðgerð 17. september 2006.
Þá var Enke orðinn þunglyndur en
fór algjörlega í svartnættið eftir frá-
fall Löru.
Þau hjóninn ættleiddu Leilu í
maí á þessu ári og var Enke hrædd-
ur um að þunglyndi hans myndi
verða til þess að þau misstu dótt-
ur sína.
Átti að vera
númer eitt
„Við erum allir í áfalli,“ sagði Oliver
Bierhoff sem tengist þýska lands-
liðinu sterkum böndum en Þýska-
land átti að spila við Chile um helg-
ina, þeim leik hefur verið frestað.
„Okkur skortir orð,“ bætti Bierhoff
við með tárin í augunum.
Enke hafði verið greindur með
vírus í maga og hafði ekkert spilað
með Hannover í tvo mánuði. Hann
var ekki valinn í landsliðið, sem
átti að spila við Chile, sökum þess
en Joachim Low, landsliðsþjálfari
Þýskalands, hafði gefið það í skyn
að Enke yrði hans maður í ramm-
anum á HM í sumar. Enke hafði
spilað átta landsleiki, þann síðasta
í ágúst sl.
Ástin sigrar ekki allt
Lífið var ekki dans á rósum hjá
Enke þó það liti þannig út. Hann
Tárvot kveðja Teresa Enke, eiginkona
Roberts, á blaðamannafundi.
Aðrir fótboltamenn sem fallið hafa frá í blóma lífsins.
fleiri látnir fótboltamenn
Marc-Vivien
Foé,
1. maí 1975 –
26. júní 2003
Antonio
Puerta,
26. nóv. 1984
– 28. ágúst 2007
Andrés
Escobar,
13. mars 1967
– 2. júlí 1994
Phil
O’Donnell,
25. mars 1972
– 29. des. 2007
Daniel Jarque,
1. janúar 1983
– 8. ágúst 2009
Fæðingardagur: 24. ágúst 1977
Fæðingarstaður: Jena, Austur-
Þýskaland
Hæð: 1,86 metrar
ÁR lið lEikiR
1995–96 Carl Zeiss Jena 3
1996–99 B. M‘gladbach 32
1999–02 Benfica 77
2002–03 Barcelona 1
2003 Fenerbahçe 1
2004 Tenerife 9
2004–09 Hannover 96 164
Alls 287
robert Enke
BEnEDikT BóAS HinRikSSOn
blaðamaður skrifar: benni@dv.is