Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 43
13 . nóvember 2009 föstudagur 43 :: Ásta Kristjánsdóttir í einlægu og opinskáu viðtali :: Elfa Gísladóttir leikkona ræðir um Jón Óttar, Völu Matt, sorgina og söfnuðinn :: Yfir 90 hugmyndir að jólafatnaði fjölskyldunnar :: Yfir 70 hugmyndir að flottum jólagjöfum Jólakjólar, hátíðarförðun, jóladekur sælkeranna, kökur, karamellur, kakó og margt fleira JÓLABLAÐIÐ 132 SÍÐUR sMÁaugLÝsINgasÍMINN Er 515 55 50 smaar@dv.is gerði samning við stórlið Bar- celona en lék lítið með liðinu og var lánaður til Fenerbahce í Tyrklandi árið 2002. „Tíminn eftir veruna í Istanbúl og Barce- lona var erfiður. Eftir það héld- um við að við gætum komist yfir allar raunir. Svo dó Lara en dauði hennar gerði okkur hjón- in enn nánari. Þá héldum við að með ástinni gætum við yfir- stigið allar hindranir. En það tókst okkur ekki.“ Alls lék Enke 164 leiki með Hannover og ætl- ar félagið nú að leggja númerinu hans. Stuðningsmaður dýra Robert Enke var mikill dýravinur og átti fjölmörg gæludýr. Níu Evrópuþjóðir eru komnar á heimsmeistaramótið sem fer fram í Suður-Afríku næsta sumar. Fjögur pláss eru laus til viðbótar en umspil um þau sæti hefjast á laugardaginn. Þar mætast liðin sem lentu í öðru sæti sinna riðla en drátturinn varð þannig að Írland mætir Frakklandi, Portúgal leikur gegn Bosníu og Hersegóvínu, Grikkland og Úkraína etja kappi og þá mætast Rússland og Slóvenía. Leikið verður á laug- ardag og miðvikudag, heima og að heiman, og fer samanlagður sigur- vegari á HM. Bosnía og Hersegóvína kom hvað mest á óvart í riðlakeppninni og var ekki langt frá því að kom- ast á HM í fyrstu tilraun. Þess bíð- ur þó það erfiða verkefni að leika við Portúgal sem rétt skreið inn í umspilið. Helstu tíðindin úr þeirri rimmu eru að sjálfsögðu að Cristi- ano Ronaldo er meiddur. Verð- ur gullkálfurinn og dýrasti leik- maður heims því ekki með sem er auðvitað skarð fyrir skildi hjá Portúgölum. Mikil eftirvænting ríkir í Írlandi fyrir umspilsleikjum Írlands gegn Frakklandi. Írar léku síðast á stórmóti á HM 2002 en hafa verið í mikilli lægð síðan. Ítalski snillingur- inn, Giovanni Trappatoni, hefur þó blásið lífi aftur í írska lands- liðið sem er til alls líklegt gegn fyrrum heimsmeistur- unum. „Það er skandall ef við kom- umst ekki áfram,“ segir vinstri bakvörðurinn, Patrice Evra, leikmaður Manchester United og Frakklands. Það yrði auðvitað topp- urinn á öllu floppi þjálfarans, Raym- ond Domenech, komist Frakkland ekki á HM en hann hefur vægast sagt verið umdeildur í sínu starfi. Rússar undir stjórn Guus Hidd- ink sem komust í undanúrslit Evr- ópumótsins í fyrra eiga erfiða rimmu fyrir höndum gegn annari Austantjaldsþjóð, Slóveníu. Slóven- ar sýndu góða takta í riðlakeppn- inni og hafa ekki verið með jafn- sterkt lið síðan árið 2000 þegar það komst á lokamót Evrópukeppninn- ar. Þá reyna fyrrum Evrópumeistar- ar Grikklands að komast á HM en eftir sigur þeirra á EM 2004 missti lið- ið af sæti á HM í Þýskalandi. Þeirra bíða leikir gegn Úkraíinu en það einvígi er fyrir- fram talið það jafnasta. Átta lið, fjögur sæti, tveir leikir. Síð- asti séns á sæti á stærsta móti heims. Umspil um þau fjögur Evrópusæti sem eft- ir eru á HM hefjast um helgina: SíðaSti SénS á Suður-afríku TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Leikirnir í umspilinu: n Írland - Frakkland n Portúgal - Bosnía n Grikkland - Úkraina n Rússland - Slóvenía Viðureignir Cristiano Ronaldo Dýrasti leikmaður heims verður ekki með Portúgal í umspilinu. Ögurstund fyrir Frakka Franck Ribery og félagar í franska landsliðinu verða að leggja Íra að velli til að komast á HM í Suður-Afríku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.