Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 44
Hommabaninn Colin Ireland er breskur raðmorðingi sem dæmdur
var í lífstíðarfangelsi. Árið 2006 var hann einn 35 fanga sem ólíklegt er að fái
nokkurn tímann reynslulausn. Ireland fékk viðurnefnið Hommabaninn því
hann lagði einkum og sér í lagi fæð á samkynhneigða karlmenn.
Í ársbyrjun ákvað Ireland að gerast raðmorðingi og dró sú ákvörðun dám af
nýársheiti. Í kjölfarið fór hann að venja komur sínar í klúbb samkynhneigðra karl-
manna í vesturhluta Lundúna.
Lesið um Hommabanann í næst helgarblaði DV.
BrimaBorgarengillinn
Gesina Gottfried, Brimaborgarengillinn, hafði takmarkalausan metnað og skorti ekki viljastyrk til að ná
fram markmiðum sínum. Litlu skipti hvort hindranir á leið hennar voru eigin börn eða foreldrar, hindrun-
unum var rutt úr vegi miskunnarlaust, en með þolinmæði. Í rúmlega áratug komst Gesina upp með morð á
fimmtán manns, að minnsta kosti.
Síðasta manneskjan sem tekin var
af lífi opinberlega í Brimaborg í
Þýskalandi var Gesche Gottfried,
og fór aftakan fram þann 21. apríl,
1831. Gesche „Gesina“ var þýskur
raðmorðingi og myrti að minnsta
kosti fimmtán manns í Brima-
borg og Hannover í Þýskalandi. Á
meðal fórnarlamba hennar voru
foreldrar hennar og börn.
Morðin framdi Gesina á ár-
unum frá 1813 til 1827 og notaði
hún eitur til ódæðanna. Eitrið
sem hún kaus að nota var arsen-
ik blandað fitu. Það var þekkt sem
músasmjör enda gjarna notað til
að drepa mýs.
Brimaborgarengillinn
Fórnarlömb sín valdi Gesina að
mestu leyti úr eigin fjölskyldu
og í ljósi þess í hve langan tíma
hún komst upp með morðin má
ætla að hún hafi haft meira álit
á skjaldbökunni en héranum,
og haft þolinmæði og staðfestu í
heiðri í stað hamagangs og fljót-
færni.
Gesina var afar metnaðarfull
og um leið og hún henti reiður á
því sem hugur hennar stóð til var
hæpið að nokkuð kæmi í veg fyr-
ir að hún fengi vilja sínum fram-
gengt. Hægt og bítandi náði hún
markmiðum sínum og skipti þá
litlu hvort ryðja þurfti úr vegi for-
eldrum hennar, eiginmönnum
eða börnum.
Morð undir yfirskyni
hjúkrunar
Fórnarlömbum sínum gaf Gesina
litla skammta músasmjörs undir
því yfirskyni að um hjúkrun væri
að ræða og eitt af öðru dóu þau
drottni sínum. Að sjálfsögðu auð-
sýndi hún opinberlega mikla sorg
vegna hinna óskiljanlegu sjúk-
dóma sem drógu ættingja hennar
til dauða, einn af öðrum.
Sitt fyrsta fórnarlamb, eigin-
mann sinn Johann Miltenberg,
drap Gesina árið 1813 þegar
henni varð ljóst að hann sólund-
aði arfi sem hann hafði fengið eft-
ir föður sinn og var grundvöllur
tilvistar fjölskyldunnar.
Eftir að hafa rutt Johanni úr
vegi fékk Gesina augastað á Mi-
chael Christoph Gottfried og sá
í honum vænlegt mannsefni. Á
nokkrum mánuðum losaði hún
sig á miskunnarlausan hátt og
kerfisbundinn við alla þá sem
hugsanlega gætu orðið Þrándur
í götu hennar og þess markmiðs
að giftast Michael. Þeirra á meðal
voru foreldrar hennar og öll þrjú
börnin sem hún hafði eignast
með Johanni Miltenberg.
Ættingjum og vinum fækkar
Tvíburabróðir Gesinu, Johann,
fékk meira en hann krafðist þegar
hann kom óvænt heim árið 1816
eftir skamma dvöl í hernum. Jo-
hann krafðist, með rétti að eig-
in mati, síns hluta af arfleifð for-
eldra þeirra systkina.
Johann mætti örlögum sínum
yfir sjávarréttarmáltíð sem Ges-
ina hafði af einskærri gestrisni
útbúið fyrir hann. Að vísu hafði
Gesina betrumbætt uppskriftina
með því að bæta músasmjöri í
réttinn og litla hugmynd hafði Jo-
hann um að þetta yrði hans síð-
asta kvöldmáltíð.
Michael, seinni eiginmað-
ur Gesine, bættist á lista fórnar-
lamba hennar fljótlega eftir að
þau höfðu farið með hjúskapar-
heit sín. Við dauða hans féllu all-
ar eignir hans í hlut Gesinu.
Áður en yfir lauk bættust sjö
manneskjur í hóp fórnarlamba
hennar og tilheyrðu nánast all-
ar þeirra fjölskyldu hennar eða
vinahópi.
Undarlegt hvítt efni
En allt er í heiminum hverfult, þar
á meðal varkárni og þolinmæði
Gesinu. Upphafið að endalokun-
um hjá Gesinu varð þegar undar-
legt hvítt efni í mat sem hún hafði
tekið til fyrir vini sína vakti grun-
semdir.
Hverfislæknir komst að þeirri
niðurstöðu að um arsenik væri að
ræða og þann 6. mars, 1828, var
Gesina handtekin vegna gruns
um að hún hefði morð á sam-
viskunni.
Gesina Gottfried var í haldi í
þrjú ár og var að lokum sakfelld
fyrir glæpi sína og endaði hún
ævi sína á höggstokknum, þann
21. apríl, 1831, síðust manna í
Brimaborg í Þýskalandi.
Þess má til gamans geta að sá
siður tíðkaðist að bjóða dauða-
dæmdum síðasta vínglasið áður
en viðkomandi var sendur yfir
móðuna miklu. Sagan segir að
Gesina hafi einungis fengið sér
lítinn sopa og síðan boðið dóm-
urunum sem viðstaddir voru af-
tökuna afganginn úr glasinu.
Hvort eitthvað músasmjör var að
finna í glasinu, eða hvort dómar-
arnir þáðu vínsopann er ekki vit-
að.
Umsjón: koLbeInn þorsteInsson, kolbeinn@dv.is
44 föstudagur 13. nóvember 2009 sakamál
FórnarlömB gesinu gottFried
1. október, 1813: joHann mILtenberg (fyrri eiginmaður)
2. maí, 1815: gesCHe margaretHe tImm (móðir gesinu)
10. maí, 1815: joHanna gottfrIeD (dóttir gesinu)
18. maí, 1815: aDeLHeID gottfrIeD (dóttir gesinu)
28. júní, 1815: joHann tImm (faðir gesinu)
22. september, 1815: HeInrICH gottfrIeD (sonur gesinu)
1. júní, 1816: joHann tImm (bróðir gesinu)
5. júlí, 1817: mICHaeL CHrIstopH gottfrIeD (sinni eiginmaður)
1. júní, 1823: paUL tHomas ZImmermann (unnusti gesinu)
21. mars, 1825: anna LUCIa meyerHoLZ (tónlistarkennari og vinur)
5. desember, 1825: joHann mosees (nágranni, vinur og ráðgjafi)
22. desember, 1826: WILHeLmIne rUmpff (veitingakona)
13. maí, 1827: eLIse sCHmIDt (dóttir betu schmidt)
15. maí, 1827: beta sCHmIDt (vinur, þjónustustúlka)
24. júlí, 1827: frIeDrICH kLeIne (vinur, lánardrottinn)
Hægt og bítandi náði
hún markmiðum sín-
um og skipti þá litlu
hvort ryðja þurfti úr
vegi foreldrum henn-
ar, eiginmönnum eða
börnum.
Myrti með músasmjöri
gesina gottfried neytti allra
ráða til að ná settu marki.