Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 46
46 föstudagur 13. nóvember 2009
NafN og aldur?
„Sólmundur Hólm Sólmundarson, 26 ára.“
atviNNa?
„Starfa við hugmynda- og textasmíði hjá Hvíta hús-
inu. Byrja raunar í dag (föstudag). Ætli ég megi svo
ekki titla mig rithöfund núna? Já, og eftirhermu ef því
er að skipta?“
Hjúskaparstaða?
„Í sambúð með Elínu Önnu Steinarsdóttur.“
fjöldi barNa?
„Einn tveggja ára drengur, Matthías.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Já. Átti gullfisk sem ég vanrækti og hann drapst. Og
hund sem þurfti að gefa því ég var ekki nógu duglegur
með hann. Að manni skuli vera treystandi fyrir börn-
um er með ólíkindum miðað við söguna.“
Hvaða tóNleika fórst þú á síðast?
„Ég held að það hafi verið Kafteinn 104, trúbador-
kvöld mitt og vina minna á Grand Rokk í sumar.“
Hefur þú komist í kast við lögiN?
„Ekki fyrir neitt alvarlegra en hraðakstur. Ekki ofsa-
akstur samt.“
Hver er uppáHaldsflíkiN þíN og af Hverju?
„Það er leðurjakki með ótal ólum og rennilásum,
semí mótorhjólajakki. Fæ ekki að vera í honum því
konunni minni finnst hann ljótur, sem hann er að
vissu leyti.“
Hefur þú farið í megruN?
„Ó, já. Ég er í megrun og sífellt minntur á það heima
hjá mér þegar ég er að stelast.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum?
„Já, ég var trylltur út af Íraksstríðinu. Hef haft hægt
um mig síðan.“
trúir þú á framHaldslíf?
„Það verður allavega ekki allt svart. Það er eitthvað
þarna.“
Hvaða lag skammast þú þíN mest fyrir að Hafa
Haldið upp á?
„Ætli það sé ekki lagið Never ever með All Saints.
Fannst talið í byrjun svo töff. Skammast mín frekar
mikið fyrir það í dag.“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Ertu að meina kynferðislega? Ekkert held ég. Þessa
stundina er mitt uppáhaldslag Það sýnir sig með
Hjálmum. Turninn er helvíti góður söngvari og kveik-
ir í mér stuðloga.“
til Hvers Hlakkar þú NúNa?
„Bókin mín er nú komin út. Hún var mikið tilhlökk-
unarefni. Ætli jólin séu ekki bara næst.“
Hvaða myNd getur þú Horft á aftur og aftur?
„Zoolander. Af því að hún er fyndin. Svo einfalt er
það.“
afrek vikuNNar?
„Sjúddirarí rei - Endurminningar Gylfa Ægissonar“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Nei, og það er ekki stefnuskránni.“
spilar þú á Hljóðfæri?
„Já, ég spila á gítar og píanó. Sjálfmenntaður í hvoru
tveggja og færnin eftir því.“
viltu að íslaNd gaNgi í evrópusambaNdið?
„Ég hef sveiflast mikið í afstöðu minni. Núna tel ég
hagsmunum okkar Íslendinga betur borgið utan ESB.
En við þurfum nýjan gjaldmiðil. Það er klárt.“
Hvað er mikilvægast í lífiNu?
„Fjölskyldan og vinirnir. Væmið en satt.“
Hvaða ísleNska ráðamaNN muNdir þú vilja
Hella fullaN og fara á trúNó með?
„Jóhönnu Sigurðardóttur. Held að það væri fyndið að
sjá hana hellaða.“
Hvaða fræga eiNstakliNg myNdir þú Helst vilja
Hitta og af Hverju?
„Sylvester Stallone, af því að Bruce Lee er dáinn.“
Hefur þú ort ljóð?
„Mörg. Er samt mest í gamanvísum. Fer mér ekki vel
að vera alvarlegur.“
Nýlegt prakkarastrik?
„Ég hringdi í Gylfa úr óþekktu númeri og sagðist heita
Guðbjörg. Sagðist vera mikill aðdáandi og talaði við
hann heillengi. Ég er ekki frá því að ég hafi kveikt í
honum.“
Hvaða fræga eiNstakliNgi líkist þú mest?
„Harrison Ford. Það sjá það allir.“
ertu með eiNHverja leyNda Hæfileika?
„Það vita flestir að ég er eftirherma en færri vita þó að
ég er búinn að ná góðum tökum á að herma eftir Sult-
an Kosen, hæsta manni heims.“
á að leyfa öNNur vímuefNi eN áfeNgi?
„Hasshausar, sem hafa rétt sig af, segja að það sé ekki
sniðugt að leyfa það. Sjálfur er ég svo blautur bak við
eyrun í dópinu að ég get ekki svarað þessu af nógu
mikilli þekkingu.“
Sólmundur Hólm Sólmundarson, rithöfundur, eftirherma og
viðskiptafræðingur, sendi í gær frá sér sína fyrstu bók. Ævi-
minningar Gylfa Ægissonar.
líkist augljóslega
HarrisoN ford
Púl er kúl
Kúlu fyrir kúlu verður
byrjandinn að meistara
Hágæða 6 vasa púlborð
www.billiard.is
Suðurlandsbraut 10. 2. hæð Reykjavík
Sími 568 3920 & 897 1715
Betulic birkilaufstöflurnar innihalda 98% birkilaufsduft
og eru framleiddar af natni með aðferð sem varðveitir
upprunalega eiginleika birkilaufs sem allra best.
Það er mikil og gömul hefð fyrir því að nota birkilauf sem
fæðubótarefni til að hraða efnaskiptum og losa vatn úr
líkamanum, draga úr bólgum og afeitra líkamann (detox).
Birkilauf hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð,
auk þess sem það örvar starfsemi nýrna og þvagfæra.
Ráðlagður dagskammtur 2 til 4 töflur er samsvarar 980 - 1960 mg. af
birkilaufi. Betulic inniheldur hvorki laktósa, glúten, sætuefni né ger.
BETULIC - BIRKILAUF
www.birkiaska.is
Dalvegi 2, Kóp. | Dalshrauni 13 Hfj. | S: 577 3333 | www.castello.is
Höfum opnað nýjan stað á Dalshrauni 13, Hfj.
20 % afsláttur af sóttum pizzum
NICOLAI
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
SjálfSæviSaga
SíbrotamannS
Einstæð frásögn úr
afkimum samfélagsins.
– Sigurður G. Tómasson,
útvarpsmaður
Bók sem hlýtur að
vekja áhuga allra.
– Einar Már Guðmundsson,
rithöfundur
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is