Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 49
lífsstíll 13. nóvember 2009 föstudagur 49 LagersaLa á snyrtivörum Þær sem þurfa að endurnýja innihald snyrtitöskunnar ættu ekki að láta lagersöluna um helgina fram hjá sér fara. Vörumerkin Duni, Maybelline, L’Oreal, Oroblu og Sanpellegrino verða á extra kreppulegu og ánægju- legu verði aðeins þessa helgi. Lagersalan verður til húsa að Skútuvogi 1 og gengið er inn Barkarvogs- megin. Um að gera fyrir allar konur að kíkja. UMSjón: inDíana áSa hreinSDóttir, indiana@dv.is ÍsLensk hönnun Í jóLapakkann PopUp verslunin verður haldin í fjórða sinn að Bankastræti 14 á laugardaginn. Að þessu sinni verður af nægu að taka og um að gera að kíkja og taka þjóf- start á jólagjafakaupin. Á meðal hönnuða sem verða með sín- ar vörur eru Sunna Dögg sem framleiðir verðlaunabarnafötin Sunbird, Aaron Charles Bullion með axlaböndin frá August loves Callisto, fatahönnuðurinn Eygló M. Lárusdóttir og Sonja Bent með prjónafatnað og fylgihluti. PopUp verslunin verður opin frá 11 - 20. Ragna Ragnarsdóttir einkaþálfari býður fólki upp á einkaþjálfun í heimahúsum. Hún mætir heim til skjólstæðinga sína, gerir mælingar og setur upp matarprógramm og æfingar sem henta hverjum og einum. Ragna vill ekki hjálpa öllum að komast í eitt ákveðið útlitsform en vill hjálpa fólki sem þarf á andlegum og líkamlegum stuðningi að halda til að komast í betra form og láta sér líða vel. góð heiLsa besta fjárfestingin hættu Þau eru mörg heimaráðin við hósta. Sumir mæla með skeið af hunangi með nokkrum piparkornum fyrir svefninn. hunangið mýkir hálsinn og varnar því að hálsinn þorni upp. enn aðrir blanda örfáum dropum af vodka út í hunangið. n Prófaðu líka að sjóða saman engi- ferrót, sítrónu og hvítlauk í tuttugu mínútur og drekka sem te. Blandaðu hunangi út í áður en þú drekkur. eftir því sem teið bíður lengur því sterkari og meiri verða áhrifin. n enn eitt ráðið til að draga úr hósta og sefa sárindi í hálsi er að blanda salvíu út í Blossom-te, bæta möndluolíu og smá hunangi út í. n Sumir drekka mikið af sjóðandi heitu tei með viðbættum sítrónusafa og hindberjasultu. n Svo er líka hægt að setja einn fjórða úr teskeið af cayenne-pipar, einn fjórða af engifer, matskeið af eplaediki, matskeið af hunangi og tvær matskeiðar af vatni í blandarann. taka inn líkt og væri hóstamixtúra. að hósta „Hugmyndin kom upp í spjalli okkar systranna,“ segir Ragna Ragnarsdótt- ir einkaþjálfari sem býður skjólstæð- ingum sínum upp á heimaþjálfun. Ragna mætir heim til fólks, gerir fitu- mælingu, vigtun og ummálsmæl- ingu ef óskað er, setur upp matarpró- gramm við hæfi og kennir æfingar sem henta hverjum og einum. „Allar æfingarnar eru þannig að hægt er að gera þær heima á stofugólfinu. Við gerum þetta saman til að byrja með svo allt sé þetta rétt gert og svo fæ ég matardagbók einu sinni í viku. Eftir mánuðinn gerum við samanburðar- mælingar og búum til nýtt prógramm ef vilji er fyrir hendi. Einnig legg ég mikið upp úr því að fólk setji sér raun- hæf markmið,“ segir Ragna sem hef- ur ekki heyrt af svipaðri þjónustu hér á landi. „Það kæmi mér samt ekki á óvart þótt þetta væri í boði annars staðar því það eru ekki allir tilbúnir til þess að fara inn á líkamsræktarstöð til að æfa og sumir þurfa smá hjálp áður en þeir fara af stað.“ Ragna segir æ fleiri setja heilsuna í forgang. „Ég veit ekki hvort þessi vakning sé út af kreppunni því mér finnst fólk alltaf hafa verið meðvit- að um mikilvægi góðrar heilsu. Í dag hugsar fólk hins vegar meira um pen- ingana sína og í hvað það er að eyða og heilbrigður líkami er mjög góð fjárfesting.“ Ragna segir flesta vita hvað hollt og gott mataræði snúist um. Marg- ir þurfi einfaldlega smá aðhald þeg- ar komi að matarvali og skammta- stærð. „Sumir þurfa beinlínis að hafa einhvern á bak við sig sem veitir þeim stuðning og aðhald. Ég segi að morgunmaturinn sé mikilvægastur en hollur og góður morgunmatur er t.d. hafragrautur með nokkrum rús- ínum. Hressing eftir morgunmatinn getur verið epli, hádegismaturinn skyr-boost og hrökkbrauð. Hressing eftir hádegi gæti verið poppkex með osti og týpískur kvölmatur kjúklinga- bringa með sætum kartöflum, sósu úr sýrðum rjóma og grænmeti,“ seg- ir Ragna og bætir við að það sé mik- ilvægt að passa upp á skammtana. „Þeir sem fá mikla sykurlöngun eft- ir kvöldmatinn geta fengið sér ávöxt eða frosin vínber og hnetur. Í raun- inni er hægt að borða allan eðlilegan heimilismat í kvöldmat ef fólk passar upp á stærð skammtarins.“ Aðspurð segir Ragna misjafnt hve- nær fólk geti búist við árangri af átak- inu. „Ef þú ert mjög dugleg, hreyfir þig alla vega þrisvar í viku og passar upp á mataræðið, ættirðu að finna mun eftir einn mánuð. Þá ertu farin að losa þig við vökvasöfnun og farin að styrkjast. Mín stefna er ekki „í kjólinn fyrir jólin“ heldur legg ég upp úr að fólki líði vel. Ég er með BA-gráðu í sálfræði og er í mastersnámi í íþrótta- og heilsufræð- um og mín von er að geta samtvinn- að þetta tvennt. Ég hef ekki áhuga á að koma öllum í eitt ákveðið útlitsform en vil hjálpa fólki sem þarf á andlegum og líkamlegum stuðningi að halda til að verða heilbrigt og láta sér líða vel.“ Þeir sem vilja hafa samband við Rögnu geta sent henni tölvupóst á lik- amiogsal@gmail.com. Heimsend einkaþjálfun „allar æfingarnar eru þannig að hægt er að gera þær heima á stofugólfinu. Við gerum þetta saman til að byrja með svo allt sé þetta rétt gert og svo fæ ég matardagbók einu sinni í viku,“ segir ragna sem er einkaþjálfari og í mastersnámi í sálfræði. MYND RóbeRt ReYNissoN „Ég hef haft áhuga á matargerð frá barnæsku og man eftir mér lít- illi fléttandi uppskriftarblöðum og ég fór fljótt að hafa matreiðslu- bækur á náttborðinu,““segir bæjarfulltrúinn hafnfirski Rósa Guð- bjartsdóttir sem hefur sent frá sér matreiðslubókina Eldað af lífi og sál. Rósa hefur skrifað reglulega fyrir tímaritið Gestgjafann um árabil en þar sameinar hún tvær af sínum helstu ástríðum,blaða- mennsku og matargerð. „Ég fæ líka mikla útrás fyrir sköpunar- gleðina með því að undirbúa rétti fyrir myndatöku þannig að þeir líti girnilega út og séu fallega framreiddir. Eins og flestir hef ég nóg að gera í daglegu amstri við vinnu og barnauppeldi og mér hafa aldrei hugnast uppskriftir sem krefjast margra tegunda af hráefni eða kryddi. Þegar ég rekst á slíkar uppskriftir er ég fljót að missa áhugann á að elda réttinn. Ég vil elda einfaldan en ljúffengan mat og þannig eru mínar uppskriftir,“ segir Rósa en í bókinni eru upp- skriftir að góðum heimilismat, hugmyndir að skemmtilegum rétt- um til að bjóða upp á þegar gesti ber að garði og í barnaafmælið. Þegar Rósa er spurð út í sinn uppáhaldsmat segist hún mest elda fisk og kjúkling handa fjölskyldunni. „Það eru óendanlegir möguleikar við matreiðslu á því hráefni, en auk þess legg ég mikla áherslu á grænmeti og lambakjötið stendur jú alltaf fyrir sínu,“ segir Rósa að lokum sem féllst á að gefa lesendum smá forskot á sæluna. Uppskriftin er ein af hennar uppáhalds, saffrankjúkl- ingur með hunangi. „Þetta er dásamlegur réttur sem yljar manni um hjartaræturnar. Saffrankryddið gefur mjög sérstakan keim en margir hafa kynnst því og hrifist af í ekta paelluréttum á Spáni þar sem saffran er ómissandi. Passið að setja ekki of mikið af því í rétt- inn en gott er að fikra sig áfram í þeim efnum.“ n 6-800 g kjúklingalæri og leggir n 1 msk ólífuolía n 2 laukar, grófsaxaðir n 1 tsk paprikuduft n ½ tsk ferskt engifer, rifið fínt n 1/3 tsk saffranþræðir n 2 dósir niðursoðnir tómatar n 1 dl hunang n 1 msk ferskt kóríander eða steinselja n ½ dl furuhnetur, ristaðar n salt og grófmalaður pipar „Saltið og pip- rið kjúklingabitana og steikið í olífu- olíu við háan hita á pönnu í um 3 mínút- ur á hvorri hlið. Tak- ið kjúklingabitana af pönnunni og lækk- ið hitann. Mýkjið þá laukinn í nokkrar mínútur og bætið þá paprikudufti, engifer og saffrani út í. Eldið saman í 2-3 mínútur og hrærið í á meðan. Blandið þá tómötunum og hunangi sam- an við. Leggið síðan kjúklingabitana ofan á allt á pönnunni aftur og látið malla við mjög vægan hita í um 40 mínútur eða þar til kjúklingurinn er gegnumeldaður. Berið fram með fersku salati og krydduðum kartöflubátum.“ Bæjarfulltrúinn Rósa Guðbjartsdóttir hefur sent frá sér matreiðslubókina Eldað af lífi og sál: Kjúklingur og fiskur í uppáhaldi eldar af ástríðu „Ég vil elda einfaldan en ljúffengan mat og þannig eru mínar uppskriftir,“ segir rósa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.