Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 50
Þráðlaus en kostnaðarsöm Í fjölmörgum þráð- lausum lyklaborðum, músum og fjarstýringum þarf að skipta um rafhlöður annað veifið og getur kostnaðurinn orðið mikill til langs tíma. Hagstæðara er að fjárfesta í hleðslutæki sem tekur hvorutveggja AA og AAA rafhlöður og skipta út öllum hefðbundnum rafhlöðum í jaðartækjum heimilisins. Athugið að það er mismunandi líftími á hleðslurafhlöðum, hægt er að fá rafhlöður fyrir þúsund hleðslur sem ættu þá að duga í mörg ár. slapp frá ákæru vegna facebook Hinn 19 ára gamli Bradford var handtekinn á dögunum í Brooklyn í New York, og ákærður vegna gruns um þátttöku í ráni. Lögfræðingur Bradfords gerði hinsvegar saksóknara í málinu grein fyrir því að á sama tíma og ránið átti sér stað var Facebook-staða Bradfords uppfærð. Það var því ákveðið í framhaldinu að krefja Facebook um upplýsingar sem sýndu fram á hvort að Facebook-staðan hefði verið uppfærð frá heimili hins grunaða. Það reyndist vera og var ákæran látin niður falla en þetta er í fyrsta sinn sem Facebook-staða er notuð sem gild fjarvistarsönnun í sakamáli. skype að fá samkeppni Ekki hefur enn verið staðfest opinberlega að Google sé búið að kaupa Gizmo5, fyrirtæki sem veitir þjónustu til að geta hringt frá tölvu í tölvu eða frá tölvu í heimasíma. Ef sögusagnirnar reynast réttar er leitt líkum að því að Google muni nýta sér grunnnet fyrirtækisins og sameina það Google Voice og Google Talk þjónustum sínum. Innan tíðar geti Google því farið að velgja Skype-fyrirtækinu undir uggum en Skype er hvað þekktast og vinsælast meðal þeirra sem nýta sér þessa tækni sem gefur kost á að hringja frí myndsímtöl milli landa frá tölvu til tölvu eða hringja ódýrt frá tölvu í síma. UmSjóN: páLL SVANSSoN, palli@dv.is Sú tækni sem við nýtum okkur dags- daglega verður sífellt samofnari, ein- faldari í notkun en jafnframt marg- þættari í grunninn. Í dag getum við notað símann okkar til að uppfæra Facebook-stöðuna, senda nýja færslu og mynd sem tekin hefur verið með símanum á bloggið okkar, tengjast inná fréttasíður eða fá leiðbeiningar í umferðinni. Og við erum ekki leng- ur háð dagskrá sjónvarpsstöðvanna varðandi afþreyingu eftir langan vinnudag, fjölmargir nýta sér hinar ýmsu möguleika netsins til að nálgast kvikmyndir og þætti sem frekar vekja áhuga þeirra en hin hefðbundna dag- skrá sem sjónvarpið býður uppá. Afþreying á einum stað Síðastliðin ár hefur áhugi fólks auk- ist til muna á afþreyingarstöðvum fyrir heimili eða það sem enskumæl- andi þjóðir kalla Home Media Cent- er eða Home Entertainment Syst- em. Íslendingar hafa fjárfest töluvert undanfarin ár í svokölluðum sjón- varpsflökkurum sem er einn angi þessarar tækni en sjónvarpsflakkar- ar geta spilað kvikmyndir, tónlist og sýnt ljósmyndir. Flakkarar eru líka hentugir til að grípa með sér í bú- staðinn og tengja við sjónvarpið þar. Frítt og vinsælt Þeim fer hinsvegar fjölgandi sem nýta sér tölvur sem afþreyingastöð fyrir heimilið en hugbúnaður fyr- ir slíkar stöðvar hefur tekið stakka- skiptum og býður uppá möguleika sem ekki eru til staðar á hinum hefð- bundnu flökkurum. Það má segja að Microsoft hafi verið brautryðjendur í tvennum skilningi í þessum geira, í fyrsta lagi með Windows Media Cent- er sem kom fram á sjónarsviðið með XP stýrikerfinu og er sérhæfður hug- búnaður fyrir kvikmyndir, sjónvarp, tónlist og ljósmyndir. Í öðru lagi með tilkomu Xbox-leikjatölvunnar en árið 2003 tóku nokkrir forritarar sig saman og smíðuðu frían hugbúnað fyrir Xbox sem breytti henni í afþrey- ingarmiðstöð. Hugbúnaðurinn var í fyrstu kallaður Xbox Media Center en breyttist síðan í skammstöfunina XBMC. Vinsældir kerfisins urðu inn- an tíðar svo miklar að fljótlega var ákveðið að yfirfæra hugbúnaðinn til notkunar fyrir Windows-stýrikerfi. Samhæfni við Apple- og Linux-stýri- kerfi fylgdi síðan í kjölfarið. Náin tengsl Vinsældir XBMC eru ekki síst því að þakka að tengsl notandans við þróendur hugbúnaðarins eru náin. XBMC er svokallað Open Source Project, frír hugbúnaður sem allir geta tekið þátt í að móta eða varp- að fram tillögum um nýja möguleika sem þeir vilja sjá í næstu uppfærslu. Einnig er hægt að sækja fjölmargar viðbætur við kerfið til að laga það enn frekar að smekk hvers og eins. Þar sem hinn undirliggjandi kóði kerf- isins er öllum frjáls hafa önnur af- brigði XBMC sprottið upp, Plex sem er sérhæft fyrir Apple-tölvur og Box- ee fyrir Windows, Apple og Ubuntu Linux en bæði afbrigðin njóta mik- illa vinsælda. Samhæfni við netið Einn munurinn á XBMC og flökk- urum er hin mikla samhæfni XBMC við netið og vefsíður. Þannig er hægt að skoða til dæmis myndbönd frá YouTube eða tengjast afþreyingar- þjónustum eins og Netflix eða Hulu. Með viðbótum er hægt að tengja við allskyns netþjónustur og horfa á efni frá ýmsum löndum sem streymt er gegnum netið. XBMC sækir einnig sjálfkrafa upplýsingar af netinu um þær kvik- myndir og sjónvarpsþætti sem við- komandi á og birtir myndir, söguþráð og aðrar upplýsingar sem tengjast myndefninu. Það má jafnvel sækja texta við myndefnið ef það er ekki til staðar. Afbrigði kerfisins einsog Plex fyrir Apple-tölvur býður síðan uppá samhæfni við iTunes og iPhoto for- ritin og sækir þannig tónlist og ljós- myndir beint frá þeim. Hvað þarf til? Eins og kom fram áður hafa Xbox leikjatölvurnar verið vinsælar frá upphafi sem afþreyingarmiðstöð. En allt sem til þarf til að keyra XBMC er tölva sem hægt er að tengja við sjón- varp. Þeir sem vilja vilja háskerpuaf- spilun þurfa að athuga vel hvort að skjákort og örgjörvi tölvunnar séu nógu öflug og að hægt sé að tengja tölvuna við HDMI tengi sjónvarps- ins. Það eru líka mikilvæg atriði að tölvan sé hljóðlát til að trufla ekki við áhorfið og að hægt sé að nota fjar- stýringu við hana. palli@dv.is Nánari upplýsingar má finna á: http://xbmc.org http://plexapp.comhttp://boxee.tv/ homepage/ 50 föstudagur 13. nóvember 2009 helgarblað Smáauglýsingasíminn er smaar@dv.is 515 55 50 Það færist æ meir í vöxt að fólk komi sér upp svokölluðum afþreyingarstöðvum innan heimilisins. Sjónvarpsflakkarar eru vinsælir meðal landans en aðrir áhugaverðir mögu- leikar eru einnig fyrir hendi. miðstöð fyrir afÞreyingu Plex er afbrigði af XBMC plex sýnir notandanum helstu upplýsingar um hverjan þátt og sækir bakgrunnsmynd fyrir þáttaröðina. Veðurupplýsingar XBmC sýnir til dæmis veðurupplýsingar frá hvaða borg sem er í heiminum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.