Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 64
n Egill Ólafsson ,fréttastjóri á
Morgunblaðinu, lætur af því starfi
á næstunni og ætlar að taka til við
fréttaöflun sem óbreyttur blaða-
maður á ný. Egill er þrautreyndur
blaðamaður og á langan starfsald-
ur hjá Morgunblaðinu. Hann varð
fréttastjóri í ritstjóratíð Ólafs Step-
hensen sem vék úr ritstjórastóli
fyrir Davíð Oddssyni í september
síðastliðnum. Aðspurður segir hann
fréttastjórastarfið erilsamt og að
hann kunni betur við fréttaskrifin.
Með skipulagsbreytingum á Morg-
unblaðinu undanfarið ár hafa tveir
aðrir stigið úr fréttastjórastóli og
horfið aftur til fréttaskrifa. Þeir eru
Ágúst Ingi Jónsson og Sigtryggur
Sigtryggsson. Sem stendur eru því
þrír fyrrverandi fréttastjórar við al-
menn fréttaskrif á Morgunblaðinu.
Misjafnt er
mannanna (b)öl!
Fréttaskot 512 70 70
DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður
aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt
að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar.
Guðfinna Hreiðarsdóttir, sagnfræð-
ingur og eiginkona Halldórs Hall-
dórssonar bæjarstjóra Ísafjarðarbæj-
ar, íhugar að gefa kost á sér í fyrsta
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í bæj-
arstjórnarkosningum á komandi vori.
Hún staðfestir þetta í samtali við hér-
aðsfréttavefinn bb.is.
Eitt þekktasta dæmið um hjón
sem hafa látið til sín taka í pólitíkinni
eru Bill Clinton, fyrrverandi Banda-
ríkjaforseti, og eiginkona hans, öld-
ungadeildarþingmaðurinn Hillary.
Sem kunnugt er bauð hún sig fram til
forseta Bandaríkjanna á síðasta ári en
þurfti að lúta í lægra haldi í prófkjöri
demókrata fyrir Barack Obama.
Á bb.is játar Guðfinna því að gár-
ungar hafi líkt þeim hjónum við Clin-
ton-hjónin að þessu leyti. „Ef það á
að fara að líkja mér við Hillary Clin-
ton, þá segi ég nú bara að það er ekki
leiðum að líkjast. Ég geri ráð fyrir að
ég sé hvorki betri né verri frambjóð-
andi þótt ég sé gift bæjarstjóranum,“
segir hún.
Halldór situr enn sem bæjarstjóri
og hefur gert undanfarin ellefu ár.
Fyrir stuttu gaf hann út að hann ætl-
aði ekki að gefa kost á sér til bæjar-
stjóra í prófkjörinu í vor en segist þó
alls ekki hættur í stjórnmálum. Meðal
annars hefur verið rætt um að Halldór
leiði lista sjálfstæðismanna í Hafnar-
firði í vor en ekkert hefur fengist stað-
fest í þeim efnum. erla@dv.is
Óbreyttur
á Ný
„Vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar ...“
Egill Helgason / Kiljan
Í sumarbústað um hávetur
mætast fullkomnar andstæður,
virtur geðlæknir og óþekkur
unglingur. Hvað getur létt þeim
óbærilegar samvistir ...?
„Hugleiðingar um fólk, sálar-
líf, uppeldi, kynslóðir, ástina,
kynjamun … Við höfum öll gott
af að lesa Karlsvagninn, karlar
ekki síður en konur.“
Ingvi Þór Kormáksson / bokmenntir.is
Það sem skilur að
... og sameinar ...
Eiginkona bæjarstjórans á Ísafirði íhugar framboð í komandi bæjarstjórnarkosningum:
CliNtoN-hjÓN á Ísafirði
n Garðar Bergmann Gunnlaugs-
son, atvinnumaður í knattspyrnu
og eiginmaður Ásdísar Ránar
Gunnarsdóttur, leitar sér að nýju
félagsliði þessa dagana eftir að hafa
fengið samningi sínum við belgíska
liðið CSKA Sofia rift. Einhver smá-
vægileg töf verður þó
á því enda greindi
Garðar vinum og
kunningjum frá
því að hann lægi
í rúminu, frekar
slappur, eftir að
hafa verið bólu-
settur við svína-
flensunni al-
ræmdu.
Veikur eftir
fleNsusprautuNa
n Ívar Guðmundsson, útvarps-
maður á Bylgjunni, vinnur þessa
dagana hörðum höndum að því að
koma Simma og Jóa, kollegum sín-
um á Bylgjunni, í form. Á dögun-
um heyrðist til Jóa kvarta sáran yfir
því við félaga sína í World Class að
þar sem kærasta hans ætti von á
sér væri aldrei til bjór á heimilinu.
Hann tæki svo virkan þátt í með-
göngunni að hann héldi sig frá veig-
unum líkt og ólétt konan. Annað
hljóð var hins vegar í Simma sem
kvaðst aldrei hafa átt meiri bjór í
skápnum en einmitt núna. Leist lík-
amsræktarfrömuðinum Ívari betur
á ráðahaginn hjá Jóa.
aldrei öl
hjá jÓa
Tekur konan við? halldór halldórsson
hættir í vor sem bæjarstjóri ísafjarðar
eftir ellefu ára starf.