Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Side 2
2 miðvikudagur 25. nóvember 2009 fréttir
Fyrrverandi stjórnarmenn í Byr spari-
sjóði sæta rannsókn hjá sérstökum
saksóknara vegna láns sem Byr veitti
Tæknisetri Arkea/Exeter Holding
til að kaupa stofnfjárbréf sem voru
í eigu þeirra. Sjálfir höfðu þeir áður
tekið lán hjá MP Banka til að kaupa
bréfin og voru í
per- sónu-
leg-
um
ábyrgðum. Með sölu bréfanna
sluppu þeir við að eiga á hættu að
verða gjaldþrota ef MP Banki gengi
að þeim vegna skuldanna.
Embætti sérstaks saksóknara,
Ólafs Haukssonar, gerði húsleit hjá
sparisjóðnum Byr í Borgartúni og hjá
MP Banka í Skipholti á mánudag í
tengslum við rannsóknina á Exeter-
málinu svokallaða. Áður hafði ekki
komið fram að embættið væri einnig
að rannsaka MP Banka í rannsókn-
inni.
Yfirheyrslur í málinu hófust í gær
og munu standa yfir næstu daga.
Rannsóknin
beinist með-
al annars
að fyrr-
verandi
stjórnar-
mönnum
í Byr, Jóni
Þorsteini
Jónssyni
og Birgi
Ómari Har-
aldssyni,
og
MP Banka. Fullyrða má að Jón og
Birgir verði yfirheyrðir vegna máls-
ins. Jón Þorsteinn er ekki á landinu
sem stendur, hann býr í Bretlandi
ásamt fjölskyldu sinni. En eins og
kemur fram í tilkynningu sérstaks
saksóknara beinist rannsóknin að
fjölda manns og því eru fleiri til rann-
sóknar en þeir, hugsanlega einnig
einhverjir starfsmenn Byrs sem áttu
bréf í Byr sem þeir losuðu sig við.
Greint var frá því í lok október að
Fjármálaeftirlitið hefði sent rann-
sókn málsins til sérstaks saksókn-
ara, ákæruvalds, en DV sagði fyrst
fjölmiðla frá rannsókn málsins í lok
mars. Einungis um mánuður er því
liðinn frá því Fjármálaeftirlitið sendi
málið til sérstaks saksóknara og þar
til embættið fer út í þessa viðamiklu
rassíu. Þetta bendir til að málvextir
liggi nokkuð ljósir fyrir.
Lánuðu Exeter; voru í persónu-
legum ábyrgðum
Embættið rannsakar hvort auðgun-
arbrot og umboðssvik hafi átt sér
stað í málinu sem snýst um tvær lán-
veitingar upp á 1,4 milljarða króna
sem stjórn Byrs samþykkti til eignar-
haldsfélagsins Tæknisetur Ark-
ea/Exeter Holding í október
og desember 2008. Lánið
til Arkea var notað til að
kaupa stofnfjárbréf stjórn-
armanna Byrs í spari-
sjóðnum, meðal annars
bréf stjórnarformannsins
Jóns Þorsteins og Birgis
Ómars, á yfirverði sem og bréf sem
MP Banki hafði leyst til sín með veð-
köllum frá starfsmönnum Byrs. Veð-
ið fyrir láni Exeter var að öllu leyti í
stofnfjárbréfunum sem keypt voru.
Bréfin í Byr höfðu lækkað gríð-
arlega í verði eftir bankahrunið og
þjónaði það hagsmunum eigend-
anna að losa sig við þau. Einn-
ig þjónaði það hagsmun-
um MP Banka að Exeter
Holding keypti bréfin þar
sem bankinn hafði veitt
eigendunum lán til að
kaupa stofnfjárbréf-
in upphaflega. Veðið
fyrir lánum stjórnar-
og starfsmanna Byrs
voru í bréfunum sjálf-
um en þeir voru einnig
í persónulegum ábyrgð-
um, samkvæmt heimild-
um DV. MP Banki stóð því
frammi fyrir því að leysa til
sín verðlítil stofnfjár-
bréf með veð-
köllum og
hugsan-
lega að
ganga
að
þeim
starfs- og stjórnarmönnum í Byr sem
tekið höfðu lán til að kaupa stofnfjár-
bréfin og setja þá í þrot. MP Banki
hefði því tapað miklu á lánveiting-
unum sem og lántakendurnir per-
sónulega ef MP Banki hefði gengið
að þeim tryggingum og ábyrgðum
sem voru fyrir hendi utan stofn-
fjárbréfanna sjálfra.
Eins og málið lítur
út í dag virðast stjórn-
armenn og starfs-
menn í Byr því hafa
tekið ákvörðun um
að veita Exeter lán
til að kaupa stofn-
fjárbréf í Byr sem
þeir áttu sjálfir en
með milligöngu
MP Banka og Ág-
ústs Sindra Karls-
sonar og Exeter
Hold-
SLUPPU VIÐ GJALDÞROT
MEÐ ÞVÍ AÐ LÁNA EXETER
IngI F. VILhjáLmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Tvær húsleitir voru gerðar hjá Byr og MP Banka í gær vegna
rannsóknarinnar á Exeter-málinu. Lántakendurnir í Byr voru
í persónulegum ábyrgðum hjá MP Banka sem hefði getað sett
þá í þrot. jón Þorsteinn jónsson og ágúst sindri Karlsson hafa
verið eða verða yfirheyrðir ásamt fjölda annarra. Bæði lántak-
endurnir og MP Banki græddu á viðskiptunum. Hinn almenni
stofnfjáreigandi í Byr tapaði einn.
Tilkynning sérstaks
saksóknara á þriðjudag:
„Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins
Exeter ehf á stofnbréfum í BYR sparisjóði haustið 2008 fóru fram húsleitir á
tveimur stöðum í dag að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur.
Yfirheyrslur í málinu hófust á sama tíma og standa enn.
Til rannsóknar er grunur um brot á auðgunarbrotakafla almennra hegningarlaga
í tengslum við umrædda sölu á stofnbréfum og lánagerningum þeim tengdum
. Um er að ræða verulega fjárhagslega hagsmuni og rannsóknin tengist fjölda
manns.
Aðgerðirnar í dag voru nokkuð víðtækar og hófust með leit á tveimur stöðum
samtímis kl. 10 í morgun. Af 22 starfsmönnum embættisins tóku flestir þátt í
aðgerðunum auk tæknimanna frá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð-
inu.“
Rannsóknin í fullum gangi
Rannsókn Ólafs Haukssonar,
sérstaks saksóknara, á Exeter-mál-
inu er í fullum gangi. Tvær húsleitir
voru gerðar í gær auk þess sem
fjöldi yfirheyrslna fór fram.
stjórnarformaðurinn Jón Þorsteinn Jónsson var stjórnar-
formaður í sparisjóðnum Byr þegar Exeter Holding var veitt
lánið í desember í fyrra. Hugsanlegt er að hann hafi átt hluta
þeirra stofnfjárbréfa sem keypt voru. Jón Þorsteinn er einn
þeirra sem verður yfirheyrður við rannsókn málsins.
Leitað hjá mP Banka Sérstakur saksóknari
gerði húsleit hjá MP Banka og sparisjóðnum Byr á
þriðjudaginn út af rannsókninni á Exeter-málinu.
Margeir Pétursson er stjórnarformaður bankans.