Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Síða 4
4 miðvikudagur 25. nóvember 2009 fréttir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
fylgist með íbúðarhúsi í Grafar-
vogi, nánar tiltekið í Foldahverfinu
samkvæmt heimildum DV, vegna
grunsemda um vændisstarfsemi.
Það er eitt fjögurra húsa sem lög-
reglan rannsakar sem möguleg
vændishús og verið hafa undir eft-
irliti síðustu vikur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu rannsakar sérstaklega fjög-
ur hús á höfuðborgarsvæðinu
þar sem vændisstarfsemi er tal-
in blómstra. Um er að ræða hús í
miðbæ Reykjavíkur, Grafarvogi,
Breiðholti og Kópavogi. Ómerktir
lögreglubílar hafa sinnt eftirliti við
húsin síðustu tvo mánuði. Rann-
sóknin beinist fyrst og fremst að
viðskiptavinum vændishúsanna
og þeim sem halda utan um starf-
semina. Sjálft vændið er heimilt
samkvæmt lögum.
Berbrjósta bauð greiðslu
Lögreglan leitar vitnisburða víða og
hefur meðal annars óskað eftir upp-
lýsingum frá viðgerðarmanni véla-
verkstæðis í höfuðborginni. Viðkom-
andi var kallaður til þessa meinta
vændishúss í Grafarvoginum þar sem
gera þurfti við þvottavél. Þegar þang-
að var komið hékk hreinn þvottur á
snúrunum en sá þvottur samanstóð
af tugum kvenundirfata, svokallaðra
g-strengja. Að viðgerð lokinni mætti
viðgerðarmanninum berbrjósta ung
stúlka sem bauð greiðslu. Viðkom-
andi starfsmaður mætti á merktum
fyrirtækjabíl til verksins og skömmu
síðar hringdi lögreglan í höfuðstöðv-
ar fyrirtækisins í leit að skýringum
á veru hans í húsnæðinu. Jafnframt
óskaði lögreglan eftir lýsingu á því
hvernig umhorfs væri innanhúss.
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður
kynferðisbrotadeildar lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir
að meint vændishús í Grafarvogi, og
víðar, séu undir eftirliti lögreglunnar.
Aðspurður segir hann flesta umsjón-
armenn húsanna af erlendum upp-
runa. „Við erum að skoða hús í Graf-
arvogi. Síðustu vikur höfum við fylgst
með húsi þar vegna grunsemda um
vændi og skipulagða glæpastarfsemi.
Við höfum ákveðna aðila til skoðun-
ar og erum að skoða nokkra staði,“
segir Björgvin.
Einblína á skipuleggjendur
„Grafarvogurinn er mjög óvanalegur
staður og svolítið skrítið að við séum
að skoða svona stað. Við höfum
skoðað þetta í svolítinn tíma núna og
staðirnir eru undir eftirliti. Til að ná
kaupendunum og skipuleggjendun-
um þurfum við dálítinn tíma í þetta.“
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar á höf-
uðborgarsvæðinu, hefur unnið náið
með kynferðisbrotadeildinni und-
anfarið þar sem möguleg vændis-
hús hafa verið undir eftirliti. „Ég
get alveg staðfest það að við erum
að skoða nokkra staði. Við erum að
vinna úr fjölda ábendinga um vænd-
isstarfsemi og talsvert samstarf er
milli deilda í þessum málum. Skoð-
anir okkar hafa verið óvenju viða-
miklar en ég get ekki staðfest nánar
hvar það er sökum rannsóknarhags-
muna. Við þurfum að fylgjast með
stöðunum því það eru kaupendurn-
ir sem hægt er að refsa. Það eru líka
skipuleggjendurnir og athygli okkar
beinist fyrst og fremst að þeim,“ segir
Karl Steinar.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar fjögur hús þar sem vændisstarfsemi er talin
blómstra. Húsin eru í miðbæ Reykjavíkur, Grafarvogi, Breiðholti og Kópavogi. Ómerktir
lögreglubílar hafa sinnt eftirliti við húsin síðustu tvo mánuði.
VÆNDISHÚS VÍÐA
Þegar þangað var kom-
ið hékk hreinn þvott-
ur á snúrunum en sá
þvottur samanstóð af
tugum kvenundirfata,
svokallaðra g-strengja.
Að viðgerð lokinni
mætti viðgerðar-
manninum berbrjósta
ung stúlka sem bauð
greiðslu.
TrausTi hafsTEinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Vændi í Grafarvoginum
Lögreglan skoðar meint
vændishús í Grafarvogi
ásamt húsum í Breiðholti,
Kópavogi og miðbæ
Reykjavíkur.
Fækka vínbúðum
í Kópavogi
Stefnt er að því að fækka vínbúð-
um ÁTVR í Kópavogi. Þannig
hefur verið auglýst eftir nýju
húsnæði í Kópavogi undir vín-
búð og að þangað verði vínbúð-
irnar tvær í bænum færðar, úr
Smáralind og af Dalvegi. Með
því yrði hinum búðunum lokað
og ein ný vínbúð stæði eftir. Ef
viðunandi húsæði finnst er gert
ráð fyrir flutningi um mitt næsta
ár og ekki útilokað að fleiri hag-
ræðingarmöguleikar vínbúða
verði skoðaðir.
Forræðismál Borghildar Guðmunds-
dóttur verður tekið fyrir í Bandaríkj-
unum 8. janúar. Hún á tvo syni með
bandarískum manni, Richard �olby
Busching, en Hæstiréttur á Íslandi
komst að þeirri niðurstöðu í ágúst að
hún skyldi fara aftur til Bandaríkjanna
með drengina eftir að hafa verið á land-
inu síðan í janúar árið 2008.
Synir þeirra �olbys verða hjá föður
sínum í Louisiana um jólin og kvíðir
Bogga því.
„Auðvitað kvíði ég jólunum. Mér
finnst ekkert sérstakt við það að vera
ein á svona tímum en svona er þetta
bara og ég tek því. Leigi mér bara ein-
hverja sjónvarpsseríu,“ segir Borghild-
ur. Hún þarf að sækja syni sína 2. janúar
og kvíðir því líka þar sem hún veit ekki
hvort hún muni eiga peninga fyrir því.
Vinir og vandamenn hófu söfnun fyrir
Borghildi fyrr á árinu en mestallt söfn-
unarféð hefur farið í lögfræðikostnað.
Borghildur fór á fund með lögmanni
sínum fyrr í vikunni og komst að því að
hún verður að greiða um hálfa milljón
í viðbót til að halda baráttu sinni áfram.
„Ég verð að eiga peninga til að
geta sótt börnin mín til pabba þeirra í
Louisiana eftir jólin og það kostar sitt.
Ég á ekki einu sinni peninga til að koma
sjálf heim um jólin, hvað þá að fljúga
til Louisiana til að sækja þá. Þetta kost-
ar allt óheyrilega mikla peninga og svo
er gengið ekkert til að hrópa húrra fyr-
ir heldur. Ég hugsa að þetta eigi eftir
að kosta um hálfa milljón í viðbót alla-
vega. Ég bara veit að það væri hræðilegt
að komast þetta langt og að þetta skuli
ganga svona vel bara til þess að þurfa
að stoppa núna vegna fjárhagsörðug-
leika.“ liljakatrin@dv.is
Barnsfaðir Borghildar Guðmundsdóttur fær börnin yfir jólin:
Heldur jólin ein í Kentucky
auralaus Bogga kvíðir
jólunum en hún kvíðir því
líka að verða peningalaus
og þurfa að hætta
forræðisbaráttunni.
Flugumferðar-
stjórar í Karphúsið
Kjaradeilu Félags íslenskra flug-
umferðarstjóra og SA fyrir hönd
Flugstoða og Keflavíkurflug-
vallar ohf. var á mánudag vísað
til ríkissáttasemjara. Fram kem-
ur á vef BSRB að kjarasamningar
hafi verið lausir frá síðustu mán-
aðamótum og síðan þá hefur lít-
ið þokast í samkomulagsátt. Var
því talið heillavænlegast að vísa
málinu í Karphúsið á þessum
tímapunkti að sögn flugumferð-
arstjóra.
Rændi líkams-
ræktarstöð
Karlmaður var handtekinn í
gær af lögreglunni í Reykja-
vík eftir að hann hafði farið
ránshendi um fatahengi lík-
amsræktarstöðvar í Borgar-
túni. Hafði maðurinn á brott
með sér verðmæti úr vösum
kúnnanna og þar á meðal að
minnsta kosti einn bíllykil.
Eftir vasaþjófnaðinn virðist
maðurinn hafa farið út á
bílastæði og rænt bifreiðinni
sem lykillinn gekk að. Að
sögn varðstjóra lögreglunn-
ar á höfuðborgarsvæðinu var
maðurinn handtekinn og var
bíllinn óskemmdur eftir því
sem næst verður komist.
Varðstjóri segir vasa-
þjófnað sem þennan færast í
aukana.
VG í Reykjavík vill
hærra útsvar
Fulltrúi vinstri-grænna í velferð-
arráði Reykjavíkurborgar getur
ekki fallist á að útsvarsprósent-
an haldist óbreytt miðað við þær
forsendur sem gefnar hafa verið
við fjárhagsáætlun borgarinn-
ar fyrir árið 2010. Kalla vinstri-
græn þetta aðför að velferðar-
kerfi Reykjavíkurborgar. Í ljósi
aukins rekstrarkostnaðar og
minni tekna borgarinnar væri
eðlilegast að dreifa kostnaðin-
um með „sanngjörnum hætti“ á
borgarbúa.