Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Page 10
10 miðvikudagur 25. nóvember 2009 neytendur Tuborg jólabjórinn besTur tuborg Christmas brew (í flösku) Meðaleinkunn: 7,5 Framleiðsluland: Danmörk Styrkleiki: 5,6% Baddi: „Þetta er einhver bjór sem ég drekk sjálfur. Mjög fínn bjór en ekkert sérlega jólalegur. Ég drekk þennan yfir enska boltanum.“ Steindi: „Hann snertir mann óþægilega þessi bjór. Maður fær sér nokkra svona og skaupið verður bara skemmtilegt.“ Karen: „Prýðilegur bjór en ekki mjög jólalegur.“ Stefán: „Ávaxtaríkur, smá appel- sínu- og mandarínubragð. Smá hunang í eftirbragðinu. Skemmti- legur bjór, léttur en þéttur. Með þeim bestu. Smellur með hangi- kjötinu.“ Dominique: „Mjög vel gerður. Jafnræði milli allra þátta. Hann er aðeins beiskur en það er nóg af ávöxtum á móti. Hingað til besti bjórinn.“ egils malt jólabjór Meðaleinkunn: 7,4 Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson Styrkleiki: 5,6% Baddi: „Alveg frá- bær. Svona á jóla- bjór að vera. Fínt maltbragð af þessum.“ Steindi: „Loksins. Ég segi ekki ann- að.“ Karen: „Alveg frábær. Eins og mað- ur vill hafa jólabjór. Þetta hlýtur að vera íslenskur jólabjór.“ Stefán: „Það er smá sætutónn í þessum en hann er léttur og fersk- ur. Ekta jólabjór.“ Dominique: „Ég er ekki alveg sam- mála hinum. Mér finnst þessi of sætur. Of mikið malt og appelsín.“ jólajökull Einkunn: 6,6 Framleiðandi: Mjöður brugghús Styrkleiki: 6% Baddi: „Aðeins skárri en fyrstu fjórir bjórarnir.“ Steindi: „Þokkalegur. Maður gæti alveg farið „all in“ á þessum.“ Karen: „Ósköp þægilegur. Fjöl- breytt bragð og ljúft. „Solid“ bjór fyrir jólin.“ Stefán: „Mjög góður bjór. Meðal- langt og meðalþurrt bragð. Mand- arínu- og maltbragð. Meiri kraftur í þessum en flestum hinum.“ Dominique: „Þessi bjór er mér að skapi. Þetta er alvöru bjór. Hann er vel maltaður, gefur ákveðna sætu án þess þó að vera of sætur. Bragð- mikill og skemmtilegt jafnvægi í honum.“ albani julebryg Framleiðsluland: Danmörk Einkunn: 5,7 Styrkleiki 7% Baddi: „Mér finnst þessi ekki góður.“ Steindi: „Ekkert mikið að frétta. Mig er farið að langa í Slots.“ Karen: „Þessi er svolítið óvæntur. Manni bregður svolítið við að finna svona ávaxtabragð. En það er gott, jólabjór á að vera aðeins öðruvísi.“ Stefán: „Það er smá mandarínu- bragð af þessum. Smá negull líka og brenndur viður. Meðallangt bragð.“ Dominique: „Betur gerður og meira jafnvægi í öllu en í hinum sem ég hef smakkað. Það er jólafíl- ingur í þessum; appelsína og neg- ull. Ég er viss um að þessi bjór er ágætis matarbjór. Myndi hafa hann með reyktu kjöti.“ egils jólabjór (í flösku) Meðaleinkunn: 5,6 Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson Styrkleiki: 4,8% Baddi: „Fínn bjór.“ Steindi: „Maður fær nett vor í punginn við þennan. Mjög fínn bjór, maður væri til í sleik eftir þennan.“ Karen: „Þessi bjór er bara fínn.“ Stefán: „Allt í lagi. Smá hunang og kryddbragð. Sætt eftirbragð.“ Dominique: „Miðlungsbjór. Ekkert sérstakur en ekkert vondur.“ jóla kaldi Meðaleinkunn: 4,4 Framleiðandi: Brugghúsið Styrkleiki: 5,4% Baddi: „Mér finnst þessi frekar hlutlaus. Höfðar ekki sérstak- lega til mín.“ Jólabjórinn vinsæli frá Tuborg hlaut hæstu meðaleinkunn í árlegri jóla- bjórsmökkun DV. Fast á hæla Tu- borg fylgir Egils Malt jólabjór en þessir tveir báru af að mati fimm manna dómnefndar sem DV skip- aði. Í henni sátu Dominique Plédel Jónsson og Stefán Baldvin Guð- jónsson en þau eru bæði reynd- ir vínsmakkarar og hafa atvinnu af því að bragða vín. Auk þeirra voru í dómnefndinni þau Karen Dröfn Kjartansdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Bjarni Lárus Hall, betur þekktur sem Baddi söngvari hljómsveitar- innar Jeff Who?, og grínistinn Stein- þór H. Steinþórsson, eða Steindi Jr. Blindandi smökkun Smökkunin fór þannig fram að allir bjórarnir, 12 talsins, voru númerað- ir og bornir fram í 10 sentilítra plast- glösum, einn í einu. Bjórarnir voru geymdir í kæli yfir nóttina en tekn- ir út þremur tímum fyrir smökkun. Með því var tryggt að hitastig bjór- anna yrði sambærilegt. Dómnefnd- in fékk ekki að vita hvaða bjór var um að ræða hverju sinni. Hver og einn dómari gaf svo hverjum bjór einkunn og ummæli. Þrátt fyrir að dómnefndin, bæði reyndir og óreyndir smakkarar, hafi í grófum dráttum verið sammála um hvaða bjórar þættu bestir, var nálgunin og eðli umsagna þeirra æði misjafnt. Á borðum voru dallar til að skyrpa í en dómnefndarmeðlim- um var í sjálfsvald sett hvort þeir kyngdu bjórnum eða skyrptu hon- um. Sumir spýttu ávallt út úr sér á meðan aðrir létu ekki dropa fara til spillis. Flöskur og dósir Rétt er að taka fram að allir íslensk- ir framleiðendur sendu DV góð- fúslega bjór til að nota í smökkun- inni en erlendar bjórtegundir voru keyptar í vínbúð. Framleiðendur réðu sjálfir hvort þeir sendu bjór- inn í dósum, flöskum eða hvoru tveggja. Jólabjórinn frá Víking kom til dæmis bæði í dósum og flöskum og var því prófaður á báða vegu. Eins og sjá má hér að neðan var smökkun á jólabjór frá Ölvisholti ekki hafður með í úrvinnslu könn- unarinnar. Um ástæður þess má lesa hér til hliðar. Jólabjórinn frá Tuborg, Egils Malt jóla- bjór og Jólajökull frá Stykkishólmi eru í efstu þremur sætum árlegrar jólabjór- smökkunar DV. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 7,5 7,4 6,6 5,7 5,6 4,4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.