Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Qupperneq 18
Miðvikudagur 25. nóvember 200918 Bækur
Ævisagaendurminningar
Frá skokki í oFurhlaup
Gunnlaugur Júlíusson hefur sýnt
það og sannað að við getum ansi
margt þegar við setjum okkur
markmið og leggjum okkur fram
um að ná þeim. Að sigra sjálfan sig
er saga manns sem var að nálgast
miðjan aldur, farinn að þykkna um
miðjuna og hreyfði sig lítið. Hann
tók síðan þátt í skemmtiskokki fyrir
beiðni ungs sonar og varð á nokkr-
um árum einhver merkasti íþrótta-
maður sem við eigum í dag.
Gunnlaugur hefur nokk-
uð skemmtilega sögu að segja.
Íþróttaiðkun hans og líf hafa tekið
miklum breytingum frá því hann steig sín fyrstu skref. Fyrst eftir að ég tók upp
bókina og byrjaði að lesa fannst mér ókostur hversu lítið Gunnlaugur staldr-
aði við hlaupaferil sinn áður en hann tók til við ofurhlaupin. Mér varð þó ljóst
þegar lengra var komið inn í bókina að þetta var sennilega rétt ákvörðun, enda
eru afrekin sem kappinn hefur unnið ansi mikil, hvort sem um er að ræða 100
kílómetra hlaup, sólarhringshlaup eða enn lengri hlaup.
Frásögnin er fín. Þarna er jöfnum höndum sagt frá hlaupum, undirbúningi,
mataræði og félagsskapnum í kringum hlaupin. Heilt yfir tekst sögumanni vel
upp. Þó eru tveir gallar á frásögninni. Gunnlaugur segir mikið maður/manni
í staðinn fyrir ég/mér, eins er nokkuð um endurtekningar. Hvort tveggja hefði
útgefandi mátt sjá til að yrði lagfært áður en bókin var gefin út þó það komi
ekki í veg fyrir að lesandinn hafi ánægju af lestrinum.
Bók Gunnlaugs er bæði athyglisverð heimild um hlaupaferil hans og áskor-
un til annarra um að byrja að hreyfa sig, eða bæta við afköst sín ef þeir eru byrj-
aðir að hreyfa sig á annað borð. Ég veit alla vega að þegar ég setti bókina frá
mér langaði mig út að hlaupa og hugsa að slíkt geti átt við um fleiri lesendur.
BrynjólFur Þór Guðmundsson
að siGra sjálFan siG
gunnlaugur JúlíussonAthyglisverð
heimild um
hlaupafer-
il Gunnlaugs
og áskorun til
annarra um að
byrja að hreyfa
sig eða bæta
við afköst sín.
Útgefandi:
vestfirska forlagið
ÆviþÆttir
Fimm líFsreynslusöGur
Efni þessarar bókar er að stofni
til viðtalsþættir, sem höfundur
annaðist í útvarpi. Þættir hennar
urðu vel á fimmta hundraðið, en
hér eru fimm valdir til útgáfu og
að sögn Önnu Kristine var meg-
inregla hennar við valið, að fólk-
ið, sem birtist okkur á síðum bók-
arinnar væri „jafn ólíkt og það var
margt“. Ekki verður annað sagt, en
höfundi hafi tekist að halda þessa
reglu í heiðri en viðmælendur
hennar eru af báðum kynjum, á
ýmsum aldri og eru lífsreynsla
þeirra og frásagnir afar ólíkar. Hér
verður ekki farið nánar út í það efni, en sagan berst víða um heim og um
marga heima, ef svo má að orði kveða.
Ekki ætla ég mér þá dul að reyna að gera upp á milli þáttanna eða við-
talanna í þessari bók. Þau eru öll stórfróðleg og ánægjuleg aflestrar og reynd-
ar með miklum ólíkindum hve margt og mikið þetta fólk hefur upplifað um
ævina, jafnt í gleði sem sorg. Og frásagnirnar eru ekki aðeins fróðlegar að efni
til. Mér þótti við lesturinn ekki síður athyglisvert, hve vel höfundi (eða skrá-
setjara eins og hún kallar sig) tekst að komast að viðmælendum sínum, fá þá
til að segja frá með þeim hætti að lesandanum finnst hann þekkja þá hvern
og einn. Skrásetning útvarpsviðtala er vandasöm, ef vel á að vera, og hér hef-
ur hún tekist með ágætum.
jón Þ. Þór
milli mjalta oG messu
– líFsreynslusöGur
anna K. magnúsdóttir
Stórfróðleg
viðtöl og
ánægjuleg
aflestrar.
Útgefandi:
Bókaútgáfan Hólar
sagnfrÆði/Ævisaga
tímaBær endurútGáFa
Á næstliðnu vori var sýnd í kvik-
myndahúsum hér á landi heim-
ildamynd Sigurgeirs Orra Sig-
urgeirssonar, Alfreð Elíasson og
Loftleiðir. Myndin er byggð á bók
Jakobs F. Ásgeirssonar, Alfreðs saga
og Loftleiða, sem kom fyrst út árið
1984 og er nú endurútgefin með lít-
ils háttar breytingum og nýjum eft-
irmála höfundar.
Frumútgáfa þessarar bókar
vakti mikla athygli á sínum tíma,
og var það mjög að vonum og verð-
leikum. Bókin er ein hin athyglis-
verðasta af ritum, sem út hafa verið gefin um íslenska atvinnusögu 20. aldar.
Hún er vel skrifuð og byggð á traustri og gagnrýninni rannsókn heimilda og í
henni kvað á sínum tíma við nokkuð nýjan tón í ritum af þessu tagi, þar sem
höfundur byggir jöfnum höndum á viðtölum við söguhetjuna og nánustu
samstarfsmenn hennar og rituðum og skjalfestum heimildum. Að ýmsu leyti
var söguefnið vel fallið til þess að skrifa um það skemmtilega bók. Saga Loft-
leiða var frá upphafi til enda eitt samfellt ævintýri og oft hefur verið talað um
„Loftleiðaævintýrið“ í því sambandi. Þetta var hálfgerð Öskubuskusaga, sag-
an af þremur ungum og bjartsýnum mönnum, sem réðust í að stofna flugfélag
af litlum efnum, og þrátt fyrir margvíslega erfiðleika og áföll óx félagið hratt og
varð að lokum stórveldi í íslensku atvinnulífi og frægt víða um heim.
Bókin hefur verið með öllu ófáanleg um langt skeið. Af þeim sökum var
endurútgáfa hennar þörf og tímabær, og kannski á þessi bók einmitt sérstakt
erindi við okkur Íslendinga nú á tímum. Íslenskir viðskiptamenn og athafna-
semi þeirra í útlöndum er ekki sérlega hátt skrifuð þessa dagana, hvorki hér
heima né erlendis. Sagan af Loftleiðum, og þó umfram allt foringja Loftleiða-
manna, sýnir hins vegar svo ekki verður um villst, að Íslendingar geta vel hasl-
að sér völl í alþjóðlegum viðskiptum og samkeppni, svo fremi þeir nenni að
leggja á sig nauðsynlega fyrirhöfn, fari fram af gætni og festu og – umfram allt
– hagi sér eins og siðaðir menn. jón Þ. Þór
alFreðs saGa oG loFtleiða
Jakob f. ÁsgeirssonTímabær end-
urútgáfa því
kannski á þessi
bók einmitt
sérstakt erindi
við okkur Ís-
lendinga nú á
tímum.
Útgefandi:
Bókafélagið ugla
Þetta er skrýtin bók. Í henni segir frá
Ragnari Jónssyni, iðnrekanda, bóka-
útgefanda, listaverkasafnara og tón-
listarfrömuði með meiru. Ragnar,
þekktastur sem Ragnar í Smára, er
á leið til Stokkhólms á Nóbelshátíð-
ina síðla hausts 1955. Þangað á hann
brýnt erindi, útgefandi skáldsins sem
mun veita Nóbelsverðlaununum við-
töku að þessu sinni. Hann kemur við
í Kaupmannahöfn og hittir þar gamla
kunningja: Jón Stefánsson, listmálara,
Jón Helgason prófessor og Þórunni
konu hans, Sigurð Nordal sendiherra
og frú Ólöfu, og fleiri. Hann verður
samferða Nordalshjónunum til Stokk-
hólms og þar finna þau skáldið sjálft
og aðra vini og kunningja sem eru
einnig á leið á hátíðina. Bókinni lýk-
ur rétt um það bil sem hátíðin er að
hefjast.
Fólk þetta leiðir höfundur bókar-
innar fram eins og persónur í skáld-
sögu eða jafnvel leikriti. Hann skrif-
ar samtöl upp í þær, en uppistaðan í
þeim samtölum er aðallega mislang-
ar tilvitnanir í gömul einkabréf fólks-
ins sem hann hefur komist í. Sumt af
því hefur sést áður en annað ekki og
er sumt af því forvitnilegt, einkum bréf
Ragnars til Ólafar Nordal. En það er yf-
irleitt afar kyndugt að „hlusta“ á þessar
samræður, því að langoftast eru bréfa-
textarnir teknir upp nánast óbreyttir.
Vitaskuld tjá menn sig allt öðru vísi í
töluðu máli en rituðu. Það er, svo ég
nefni eitt dæmi, vægast sagt sérkenni-
legt að láta Halldór Laxness taka að
ræða útgáfur sínar á Íslendingasög-
unum í miðjum klíðum í hádegisverð-
arboði því sem Ragnar heldur honum
til heiðurs rétt fyrir Nóbelshátíðina.
Þar er vitnað í bréf sem Halldór ritar
Jóni Helgasyni árið 1950, trúnaðarbréf
þar sem hann viðurkennir að hafa far-
ið offari í deilum þeim sem spruttu af
tilraunum hans og Ragnars til að gefa
sögurnar út með nútímastafsetningu.
Að Halldór hafi farið að ræða slík mál
yfir matarborði við fjölda manns, og
það við þessar aðstæður, það er bara
með öllu fráleitt.
Bókin heitir Mynd af Ragnari í
Smára. En miðlar hún í rauninni nokk-
urri mynd af þessum mikla krafta-
verkamanni sem var orðin lifandi
goðsögn löngu áður en hann lést?
Stundum fær maður á tilfinninguna
að höfundurinn noti hann beinlínis
til að hengja á hann alls kyns fróðleik,
oft harla persónulegan og misáhuga-
verðan, um hinar og þessar frægðar-
persónur sem Ragnar hafði afskipti
af og höfundur hefur dottið um. Við
fáum enn einu sinni að lesa um Nób-
elsáhyggjur Gunnars Gunnarssonar,
jafnáhugavert efni og það nú er. Við
erum frædd um afbrýðisemi Davíðs
Stefánssonar út í Halldór Laxness og
ótta Kristmanns Guðmundssonar og
gremju út í kommúnista. Höfundar-
raunir hins unga Elíasar Mars koma
einnig við sögu og mistök hins aldraða
Halldórs Laxness við prófarkalestur
einnar af minningabókum hans. Öllu
áhugaverðari eru þá hugleiðingar
Ragnars og Sigurðar Nordals um Lax-
ness sem skáld – eitthvað af því hef-
ur raunar áður birst í ævisögu Hann-
esar H. Gissurarsonar um Laxness, ef
minnið bregst mér ekki – og vangavelt-
ur Sigurðar um Ragnar í bréfum til Jó-
hannesar, sonar síns. Sigurður virðist
hafa ætlað Jóhannesi mikinn hlut í ís-
lensku menningarlífi (jafnvel að hann
tæki þar við sínum eigin tignarsessi?),
en gremst að Ragnar skuli ekki vera
sér leiðitamur. Í bréfi, sem Sigurður
skrifar Jóhannesi, segir hann að Ragn-
ar hafi „vissa vanmetakennd gagnvart
menntamönnum“ og leiðir að því get-
um að það sé þess vegna sem Ragnar
leiti ekki ráða hjá sér varðandi útgáfu
tímaritsins Helgafells sem er raunar
einn af furðulegri köflunum í skraut-
legri sögu Ragnars. Hégómagirnd og
valdabarátta eru stef sem hljóma víða
í undirtexta þessarar bókar.
Vitaskuld kemur einnig sitthvað
fram um Ragnar sjálfan. En höfund-
ur gerir sér undarlega lítið far um að
taka upp þá þræði, sem þarna eru þó,
og fylgja þeim til enda. Á þessum tíma
stendur Ragnar í miklu stímabráki um
yfirráðin yfir Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands og eru þeir Vilhjálmur Þ. Gísla-
son, útvarpsstjóri, og Guðlaugur Rós-
inkranz, þjóðleikhússtjóri, að því er
best verður séð, aðalandskotar hans
og bandamanna hans, Páls Ísólfsson-
ar og Jóns Þórarinssonar, í því máli.
En hvað lá þarna að baki og hvern-
ig lyktaði deilum þeirra? Í bók þeirri,
sem Ingólfur Margeirsson ritaði með
viðtölum við nokkra samtíðarmenn
Ragnars og kom út tveimur árum fyr-
ir dauða hans árið 1984, heldur einn
viðmælenda því fram, að Ragnari hafi
fátt fallið þyngra um dagana en ósig-
ur sinn í því stríði, þegar stjórn Sin-
fóníunnar var færð undir Ríkisút-
varpið. Jón Karl rétt tæpir á þessum
málum, en kafar ekkert í þau – frekar
en svo margt annað sem hann lætur
sér nægja að tæpa á. Listaverkagjöf
Ragnars til ASÍ og stofnun listasafns
samtakanna er annað af hinum miklu
pródjektum hans sem hlutu allt ann-
an endi en hann hafði vonast til. Um
þau er ekki heldur fjallað, enda komu
þau ekki upp fyrr en nokkrum árum
síðar. En til hvers er að skrifa bók um
Ragnar og kalla hana „mynd“ af hon-
um, án þess að nefna eitt af stærstu
hugðarefnum hans, stórbrotin áform
hans um að stofna listasafn utan
Reykjavíkur, til mótvægis við Listasafn
Íslands sem honum mun hafa fundist
illa stjórnað? Er það þó stórum merki-
legra mál en þær erjur reykvískra
myndlistarmanna á árunum í kring-
um 1950 sem greint er frá í kaflanum
um Jón Stefánsson.
Einkamál Ragnars koma nokkuð
við sögu. Ragnar var kvæntur áður en
hann gekk að eiga Björgu Ellingsen og
var skilnaður hans og fyrri konunnar,
Ásfríðar Ásgríms, greinilega sársauka-
fullur. Á þeim tíma sem þessi „saga“
gerist eru þó einhverjir brestir komn-
ir í samband þeirra Bjargar; hún fylg-
ir honum ekki á Nóbelshátíðina og
er heldur dauf í dálkinn þegar Ragn-
ar er að hringja í hana, væntanlega
í sviðsetningu Jóns Karls. Ekkert er
Safn til sögu
Ragnars í Smára
mynd aF raGnari í smára
Jón Karl Helgason
Hraflkennd
bók um
merkan
mann sem á
betri umfjöll-
un skilið.
Útgefandi:
Bjartur
Ragnar Jónsson í Smára „Vonandi verður sá
kynlegi blendingur fræðimennsku og skáldskapar,
sem Jón Karl Helgason hefur sett saman, ekki til
þess að fæla aðra frá því að segja sögu Ragnars og
greina framlag hans af fullri alvöru [...]“