Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Page 24
Miðvikudagur 25. nóvember 200924 Bækur ljóð Komin til að vera, ingunn Þrátt fyrir að þjást af óskaplegri ástarsorg leiðir ljóðmælandinn í Komin til að vera, nóttin lesand- ann í gegnum dimmu höfnun- arinnar af slíku fumleysi og létt- lyndri afstöðu til aðstæðna sinna að manni líður vel í þessari veg- ferð. Ekki leist mér ýkja vel á blik- una í byrjun, staddur í Stokkhólmi og hinar ýmsu plöntur þræddust á milli línanna. En vindurinn í ljóð- inu „Far“ var jafn kærkominn og svöl gola á sjóðandi sumardegi þar sem hann feykti frásögninni af stað, en þó á lágstemmdan og fal- legan hátt. Þessi bók Ingunnar Snædal er listasmíð. Viðfangsefnið leikur í höndun- um á henni; hún sveiflar sér á milli rómantískra og erótískra lýsinga, angur- værra og beittra, af öryggi og fimi sem aðeins er á færi mjög hæfileikaríkra skálda. Vissulega væri hægt að dýpka á kveðskapnum, og skáldkonan veit það vel eins og sést í ljóðinu „Einfalt og auðskilið“ þar sem hún veltir fyrir sér hvort ekki sé í lagi að „[...] halda áfram / að vitna í Greifana“ í stað þess að fylla ljóðið „af torskildum tilvitnunum í / spekinga í Háskólanum“ og segja „[...] eitthvað hárbeitt um lífið / með vísun í lítt þekkt / en afskaplega frumlegt skáld / frá Armeníu eða Finnlandi“. Fyrir mína parta má Ingunn gera það áfram ef út- koman er bók sem þessi. Og hún má einnig sleppa „[...] krassandi kynlífslýsingum með vessum“ á meðan hún býður í staðinn upp á jafn tæra og hnitmiðaða lýsingu og í ljóðinu „Um nótt“: „Besta ljóðið / skrifa ég með tungunni / neðan við naflann þinn.“ Kristján Hrafn guðmundsson Komin til að vera, nóttin Ingunn SnædalListasmíð skáldkonu sem sýnir vel hve hæfileika- rík hún er. Ort af öryggi, fimi, fegurð og húmor. Útgefandi: Bjartur SjálfSævISaga Yfirgengileg ástarjátning Tæplega fimmtugur sagnfræð- ingur verður yfir sig ástfanginn af rúmlega þrjátíu ára gamalli konu. Hann er ári yngri en pabbi henn- ar. Svo ástfanginn verður hann að hann getur um fátt annað hugsað: Hún á hug hans allan og óskiptan. Aldrei áður hafa slíkar tilfinning- ar gripið hann. Sagnfræðingur- inn skrifar niður helteknar hugs- anir sínar í garð konunnar til að ná utan um tilfinningar sínar og öðlast einhvers konar hugarró í ástinni. Hluta ástarjátninganna les hann fyrir konuna þegar sam- band þeirra er að hefjast. Hún er ánægð að heyra um þau áhrif sem hún hefur á hann en finnst einnig óþægilegt að tilfinningar sagnfræðingsins séu svo hamslausar. Hann fær sér tvö tattú um hana til að sýna ást sína á konunni í verki á líkama sínum. Svo skrifar hann tvær bækur um ást sína á þessari konu og samband þeirra og gefur henni þær í jólagjöf. Þær bæk- ur eru hins vegar ekki ætlaðar til útgáfu heldur eru þær aðeins fyrir fjögur augu. Hann skrifar þriðju bókina um ást sína og ákveður að nú ætli hann að gefa bókina út og opna sig fyrir umheiminum. Þessi lýsing kann að hljóma eins og hún sé upp úr skáldverki um hálf- vonlausa ást miðaldra manns á yngri konu. Lýsing sem gæti allt eins verið einfölduð mynd af söguþræðinum úr skáldsögu eftir Bandaríkjamanninn Philip Roth sem seint þreyttist á að skrifa um samband eldri manna með gráa fiðringinn við sér yngri konur. En nei. Hér er um að ræða lýsingu á nýrri sjálfsævisögulegri bók – opinberunarbók kannski – eftir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing þar sem hann lýsir ástarsambandi sínu og Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur hagfræðings sem hófst fyrir þremur árum. Bókin er afar persónuleg, tilfinningarík og á köflum gersamlega yfir- gengileg ástarjátning Sigurðar Gylfa í garð Tinnu Laufeyjar. Sigurði er svo mikið niðri fyrir, hann er svo ástfanginn, að oft á tíðum fór þessi lesandi hjá sér og fékk klígju við að lesa bókina. Hann gekk meira að segja svo langt að sækja hagfræðitíma hjá Tinnu Laufeyju í háskólanum eftir að samband þeirra byrjaði og lýsir hann því hvernig var að horfa á hana kenna. En Sig- urður Gylfi er meðvitaður um að bókin muni hafa þessi áhrif á lesandann og honum er sama: Hann vill bara segja öðrum hvernig honum raunveru- lega líður. Bókin er samansafn af stuttum textum, aðallega minningarbrotum úr æsku Sigurðar Gylfa og lýsingum á samskiptum hans og Tinnu Laufeyjar, sem og ljóðum í óbundnu máli. Textarnir fjalla um flest á milli himins og jarðar og Sigurður leyfir sér fullkomið frelsi þegar hann ákveður hvað hann vill segja – eyðir til dæmis nokkrum blaðsíðum í að lýsa því að hann hafi ákveðið að fara í gamalli Benetton-peysu á fyrsta stefnumótið með Tinnu. Hið merkilega við þessa bók Sigurðar Gylfa er ekki það sem hann seg- ir um ást sína. Með fullri virðingu fyrir honum og tilfinningum hans þá er ekkert í sjálfu sér merkilegt við það. Slíkar hamslausar ástarjátningar hafa sést í skáldsögum um langt skeið. Það sem er merkilegt við þessa bók er hið ofur persónulega og sjálfsævisögulega form hennar og að Sigurður skuli gefa hana út. Enda er það sennilega ekki að ástæðulausu að hinar tvær bækurnar voru skrifaðar fyrir tvo. Bókin er svo persónuleg, svo tilfinningarík að þessi lesandi hefur aldrei séð annað eins hér á landi. Hún mun örugglega getað höfðað til þeirra sem hafa áhuga á að kíkja ofan í kopp náungans og fara inn í höfuðið á manni sem er yfir sig ástfanginn og segir það öllum á opinskáan hátt. Bók- in er því merkileg fyrstu persónu heimild um sjálfa ástina á fyrsta áratugi 21. aldarinnar á Íslandi. Sigurður fær tvær stjörnur fyrir bókina. Ekki fyrir bókmenntahæfileika: hugsun, stíl eða efnistök. Hann fær stjörnurnar fyrir kjark, fyrir að þora að skrifa svona bók um sjálfan sig og eigin tilfinningar og gefa hana út. Það er aðdáunarvert, og að sumu leyti pínulítið geggjað, að vera svo laus við spéhræðslu. En það sér það hver sem vill sem les þessa bók að það er ekki mjög venjulegur maður í miklu tilfinningalegu jafnvægi sem heldur utan um pennann í bókinni. Bókin er eins konar ástaröskur mikillar tilfinninga- veru sem veit ekki alveg hvernig hann á að lifa með þessari miklu ást og enn síður án hennar. Og sem slík er hún falleg þó klígjuleg sé hún vissu- lega á köflum, líkt og höfundurinn áttar sig á. ingi f. vilHjálmsson spánar Kóngurinn: ástarsaga Sigurður g. MagnússonÁstarjátning manns til yngri konu. Gríðarlega til- finningarík, hams- laus og einlæg bók. Ekki merkilegt bók- menntaverk, síður en svo, en áhuga- verð fyrstu persónu heimild um ástina. Útgefandi: Miðstöð einsögurannsókna Glæpasögurnar þrjár eftir Stieg Larsson um utangarðsgell- una Lisbeth Salander og blaðamanninn hjartahreina Mika- el Blomkvist eru svo fáránlega spennandi og skemmtilegar að lestur þeirra er eitthvað í kringum átjánhundruð blað- síðna raðfullnæging. Þetta er bara allt svo svalt, sniðugt, ruddalegt, krúttlegt, ljótt, funheitt, ískalt, sexí og sjarme- randi að mann sundlar á köflum yfir snilli Stiegs heitins. Fyrsta bókin, Karlar sem hata konur, er einhver besta glæpasaga sem dúkkað hefur upp um langt árabil og hinar tvær, Stúlkan sem lék sér að eldinum og Loftkastalinn sem hrundi gefa henni lítið sem ekkert eftir. Seinni bækurnar tvær eru í raun ein heild og Larsson gefur sér drjúgan tíma í millikaflanum til þess að stilla upp persónum og aðstæð- um sem fara á fleygiferð í frábærum lokakaflanum þar sem Lisbeth og Mikael gera atlögu að loftkastalanum sem hryn- ur til grunna. Þegar við skildum við Lisbeth, vinkonu okkar, í síðustu bók var heldur illa fyrir henni komið þar sem Mikael fann hana nær dauða en lífi með byssukúlu í hausnum. Saland- er er nú samt sem betur fer svo mikill nagli að hún legg- ur ekki árar í bát þótt hressilega blási á móti og um leið og búið er að draga byssukúluna úr heila hennar braggast hún hratt. Illu heilli er hún samt bundin við sjúkrarúm í nokk- ur hundruð blaðsíður og er því ekki í neinum sérstökum kjöraðstæðum til þess að plana vörn sína og næstu leiki í refskákinni gegn þeim illu öflum sem vilja losna við hana fyrir fullt og allt. Þannig er nefnilega mál með vexti að meðferðin á Sal- ander í æsku er meiriháttar skandall og ljótur blettur á glansmynd hins margrómaða sænska velferðarkerfis. Lít- il ljót klíka innan sænsku leynilögreglunnar ber ábyrgð á þeim órétti sem Lisbeth var beitt í æsku en það kom held- ur illa við náhirð þessa að Salander skyldi 12 ára gömul hella bensíni yfir pabba sinn og kveikja í honum. Sá er hinn mesti hrotti, landflótta sovéskur njósnari sem tilfinninga- lausir sænskir kerfiskallar sáu sér hag í að halda verndar- hendi yfir. Og í þeim hráskinnaleik varðaði þá vitaskuld ekkert um framtíð og lífshamingju ungrar stúlku og því fór sem fór. Karlpungar þessir vakna hins vegar nú við þann vonda draum að með meðferð sinni á Lisbeth sköpuðu þeir skrímsli sem hefur heldur betur bitið þá í rassgatið. Þess- ir verseruðu kaldastríðsmenn fara því á fulla ferð í ófræg- ingarherferð gegn Salander með það fyrir augum að koma henni á geðveikrahæli. Vondu kallarnir hafa úr nógu að moða þar sem Lisbeth bíður dóms fyrir grafalvarlegar lík- amsárásir eftir að hún gekk ákaflega skemmtilega og vask- lega fram gegn tveimur mótorhjólabullum í síðustu bók. Þá hafa spillt lögga og leiðinlegir fréttamenn gert sitt til þess að festa við hana þann stimpil að hún sé stórhættuleg sat- anísk lesbía. Lisbeth stendur þó ekki ein í baráttu sinni fyrir réttlæt- inu og uppreist æru, þótt hún vilji auðvitað helst gera allt ein síns liðs, þar sem þær fáu hræður sem sjá gullið í henni þjappa sér saman að baki henni og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að fletta ofan af hinu subbulega samsæri. Þar fer vitaskuld fremstur í flokki Mikael Blomkvist sem vinnur helmingi hraðar og betur en löggan og verður fyrir vikið bráðfeigur þegar illmennin átta sig á hversu skæður hann er. Bak við tjöldin læðist svo Lisbeth sjálf, sem er lík- lega hættulegasta kona í heimi jafnvel þótt hún sé rúmföst, þegar hún kemst í nettengda tölvu og safnar skít um ófétin úr tölvum þeirra. Larsson býður svo upp á hressandi hliðarsögur í kring- um aðalplottið þannig að útilokað er að manni leiðist lestur þessara tæplega sjö hundruð blaðsíðna. Glíma Eriku Ber- ger við pervertískan eltihrelli er til dæmis sérlega safarík. Loftkastalinn sem hrundi er frábær skemmtun og þeir sem hafa fylgst með Salander og Mikael hingað til fá meira af því sama í mjög svo fullnægjandi sögulokum. Þegar vel er að gáð eru þessar bækur Larssons í raun sáraeinfaldar, per- sónurnar flestar býsna staðlaðar og í raun kemur kannski fátt á óvart en í þessu liggur einmitt galdurinn og snilldin sem hefur gert fólk svo háð þessum bókum. Þótt frásögnin sé raunsæisleg og Larsson lýsi með mikl- um tilþrifum ljótum heimi og botnleysi mannlegrar illsku þá fer þetta stundum á hálfgert fantasíustig vegna þess hversu ægilega kúl þetta allt saman er og hversu vel og þægilega allt gengur upp. Salander sjálf er til dæmis nán- ast ofurmenni, grindhoraður stelpuvæskill sem boxar með hnefaleikameisturum og lemur steratröll í buff án þess að blása úr nös. Þá má líka gefa sér að fólk sem pukrast í fram- hjáhaldi sjái samband Blomkvists og Eriku Berger í hylling- um en þau mega bara sofa saman þegar þeim sýnist með fullu samþykki eiginmanns Eriku. Alveg hreint draumur í dós. Þetta er auðvitað kostur við sögurnar frekar en galli þar sem þetta er allt svo æðislega skemmtilegt og næs. Mað- ur finnur líka alveg hversu Larsson hefur skemmt sér kon- unglega við að skrifa bækurnar þar sem leikgleðin lekur yfir blaðsíðurnar. Maðurinn hefur líka verið alveg frábær prakkari eins og sést einna best á silíkonbrjóstunum sem Salander splæsir í á milli bóka eitt og tvö. Larsson er vægast sagt femínískur höfundur og Lisbeth náttúrlega femínísk hetja en samt leikur hann sér að því að snúa upp á persón- una með því að skella í hana silíkoni sem er nú ekki vinsælt efni hjá femínistum en þeim mun vinsælla hjá körlum sem líta fyrst og fremst á konur sem kynferðislegt viðfang. Þessi leikgleði Larssons ásamt bráðskemmtilegum per- sónum, groddalegu ofbeldi, húmor og síðast en ekki síst magnaðri spennu gerir þessar bækur hans þrjár að blaut- um draumi þeirra sem kunna að meta spennusögur. Að- allega vegna þess að maður fær allt sem maður vill fá út úr þessu. Voðalega vondu vondu kallarnir fá auðvitað mak- leg málagjöld og góða fólkið uppsker ríkulega þannig að Larsson skilur við okkur í góðu jafnvægi, sæl og fullnægð. Sem er líka eins gott þar sem hann tók upp á því að deyja upp úr þurru og fleiri bókmenntalegar fullnægingar verða ekki í hans boði. Það grátum við nú hástöfum, ég, Kolbrún Bergþórsdóttir vinkona mín og ótal aðrir sem harma óhjá- kvæmilegan og ótímabæran viðskilnað við Blomkvist og Salander. Þórarinn Þórarinsson SkáldSaga fullnægingin loftKastalinn sem Hrundi Stieg larsson Í Loftkastalan- um sem hrundi hnýtir Stieg Larsson saman alla lausa enda í alveg sérlega spennandi og skemmtilegri glæpasögu. Útgefandi: Bjartur Síðasta Sárt saknað Svíanum Stieg Larsson entist því miður aðeins aldur til þess að fullklára þrjár bækur um Salander og Blomkvist og nú er sú síðasta komin og þótt hún sé æðisleg er sárt að þurfa að kyngja því að þetta sé búið. Búhúhú.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.