Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Page 30
v
Eftir áralöng viðskipti við Ar-ion-banka situr Svarthöfði eftir með tíu milljónir í mínus og ofvaxinn grillspaða, sem
hann fékk fyrir að koma í viðskipti.
Ekki það að Svarthöfði hafi leiðst út í
stjórnlausa neyslu fjármagnaða á yfir-
drætti, heldur keypti hann bara íbúð
eins og flestir aðrir.
Svarthöfði hefði verið vel stæð-ur maður í dag, ef hann hefði aldrei farið í viðskipti við Ar-ion-banka. Hann hefði getað
farið í utanlandsferðir, varið meiri
tíma með fjölskyldunni og gefið ung-
viðinu hollustufæðu. Draumar Svart-
höfða eru brostnir út af banka,
sem nú gerir það eitt að fela
sína slóð.
Út frá þessu er tilvist Arion langt
frá því að vera
til hagsbóta fyr-
ir Svarthöfða.
Reyndar er það
svo að tilvist
Arion hefur
reynst vera
gríðarlegt áfall
fyrir langflesta
viðskiptavini
Arion. Fjár-
hagsleg fram-
tíð viðskipta-
vinanna liggur
í rúst. Hvað ef
fólk færi á
ham-
borgarastað, sem myndi leggja fjár-
hagslega framtíð fólks í rúst? Eða fara
í sakleysi sínu í bíó og koma út tækni-
lega gjaldþrota? Eða fara í skoðun hjá
heimilislækni og vera sprautaður með
ebóla-veirunni? Engin önnur fyrirtæki
komast upp með að rústa viðskipta-
vinum sínum eins og bankarnir.
Segjum svo að einhver myndi banka upp á hjá Svarthöfða, segjast heita Sigurður og bjóða Svarthöfða að kaupa hljómd-
isk á tvö þúsund krónur. Svo kemur
reikningur upp á fjögur þúsund krón-
ur, sem Svarthöfði verður á endanum
að borga vegna þess að lög og réttur
í þessu landi eru til að verja siðlaust
sölufólk. Vikuna eftir er svo bankað
upp á hjá Svarthöfða og er þar Sig-
urður kominn með nýtt tilboð. Hann
segist nú heita Jesús Kristur og ætlar
að selja mér hljómdisk á tvö þúsund
krónur. Það gerir hins vegar siðlaus-
an sölumann engu betri að skipta um
nafn til að fela slóð sína. Þvert á móti,
hann verður bara verri.
Svo eru það þeir sem aldrei borguðu siðlausa sölumann-inum, heldur pöntuðu heila útvarpsstöð af geisladiskum
og borguðu ekki. Þeim er nú boðið
að borga 100 krónur fyrir hvern disk.
Það eru aðeins þeir sem eru ennþá
verri en Sigurður sölumaður sem best
koma út úr viðskiptunum við hann.
Sælir eru siðlausir.
Þeir sem gengu lengst í sukki fara best út úr viðskiptum sínum við Arion. Þeir sem skulda mest og héldu veislur
í Mónakó fá betri þjónustu en Svart-
höfði, sem var bara heima hjá sér og
fór í vinnuna.
Það er blaut tuska framan í Svarthöfða að Kaupþing skuli breyta nafni sínu í Arion, eftir að hafa rænt
hann. Arion er eitt mesta fórnar-
lamb grísku goðafræðinnar og er
þekktastur fyrir að hafa verið rænt
af sjóræningjum. Kaupþing er ekki
Arion. Kaupþing er sjóræningi.
Það eru Svarthöfði og samborgarar
hans sem eru Arion.
Maður að nafni Þórhall-ur Ölver var eitt sinn dæmdur fyrir morð. Hann breytti nafninu í
Þór Óliver, sem er að minnsta kosti í
ætt við fyrra nafn hans. Dæmdi fíkni-
efnasalinn Franklin Steiner er ekki
einu sinni svona slæmur. Hann breytti
nafni sínu í Franklin Stiner, sem er
miklu gagnsærra en nafnabreyting
Kaupþings.
Olíufyrirtækið Exxon olli einu versta mengunarslysi sögunnar þegar Exxon Valdez sleppti út 40 milljón
tonnum af olíu við strendur Alaska.
Ef þetta hefði verið Kaupþing hefði
einfaldlega verið skipt um nafn á fyrir-
tækinu og málið látið kyrrt liggja. Ex-
xon reyndi að vísu að skipta um nafn
á skipinu sjálfu, en allt kom fyrir ekki.
Yfirvöld bönnuðu skipinu að sigla um
sama hafsvæði að nýju. Enn eimir eftir
af olíu Exxon í Alaska. Og enn glíma
margir viðskiptavinir Kaupþings við
að bankinn rændi þá sparnaðinum.
Það eitt hefur breyst að Kaupþing kall-
ar sig nú fórnarlamb mannráns.
Fórnarlambið
Spurningin
„Ég fylgi alltaf sólinni,“ segir Halldór
Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar, en hann
tók þátt í
athafnateygj-
unni
svokölluðu sem
var liður í
alþjóðlegri
athafnaviku
sem lauk á
sunnudag.
Meðal þess
sem hann framkvæmdi með
athafnateygjunni var að ganga 4
kílómetra í vinnuna. Að auki gekk
hann tvo hringi í kringum Stjórnsýslu-
húsið á Ísafirði, réttsælis.
aF hverju
réttsælis?
„Ég var orðin
leið á að vera
með heimþrá.“
n Söngkonan Hafdís Huld er farin að sakna
Íslands og flytur heim eftir tvær vikur. -
Fréttablaðið
„Mitt mat er að við vorum
orðnir of miklir töffarar.“
n Jóhann Árni Ólafsson, leikmaður Njarðvíkur,
var með svör á reiðum höndum þegar hann var
spurður út í fyrsta tap liðsins gegn Stjörnunni. -
Fréttablaðið
„Reiðin verður bara meiri
og meiri.“
n Grétar Rafn Steinsson er orðinn pirraður á
því að sitja bara á bekknum hjá Bolton í ensku
úrvalsdeildinni. - Morgunblaðið
„Auðvitað er þetta pirr-
andi og þetta skemmir
alveg klárlega.“
n Hannes Þór Halldórsson, leikstjóri
Atvinnumannanna okkar, er ekki sáttur við
ólöglegt niðurhal á þættinum. - DV
„Ég er að sjálf-
sögðu búin að
hafa það súper-
gott á klakanum.“
n Ásdís Rán Gunnarsdóttir er ánægð hér
heima þessa dagana og lýsir því í pistli sínum.
- pressan.is
„Kom aldrei til greina að
bankinn fengi nafnið
Jónari?“
n Staksteinaritari er ekki í vafa um eftir
hverjum Arion er nefndur en finnst röðin röng.
- Morgunblaðið
Fótspor hinna spilltu
Leiðari
Sjálfstæðisflokkurinn er með versta innanmein allra íslenskra stjórn-málaflokka. Flokkurinn hefur í eftir-dragi kolsvarta fortíð einkavinavæð-
ingar og ríkishyggju. Flokkurinn sem haldið
hefur á lofti merki einstaklingshyggju hefur í
gegnum tíðina krosssvikið þá kjósendur sem
glöptust til að trúa því að stefna fyrir kosning-
ar væri eitthvað sem yrði fylgt eftir kosning-
ar. Syndalisti gamla Sjálfstæðisflokksins er
þéttskrifaður af svikum við kjósendur. Þessa
fortíð þarf að gera upp. Nýr formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafði
það tækifæri að marka krossgötur flokks-
ins og hefja endurreisn byggða á heiðar-
leika og stefnufestu. Fátt bendir nú til þess að
hann ætli sér að marka flokknum nýja stöðu.
Hann virðist vera enn einn formaðurinn af
sama toga. Einkafundir hans með afdönkuð-
um og dæmdum hugmyndafræðingi benda
til þess að hann sé að máta sig í fótspor hinna
spilltu.
Álitsgjafinn Illugi Jökulsson spurði fyrir
nokkru áleitinnar spurningar á bloggi sínu:
„Hvaða sjálfstæðismaður
ætlar að taka að sér að flytja
leyniræðu Krústjovs?“ Þar
vísar hann til þess þegar
Nikita Krústjov gerði upp við
Stalín á flokksþingi Komm-
únistaflokksins. Ekki verður
séð að núverandi ráðamenn
Sjálfstæðisflokksins þori að
stíga skrefið. Undanskilin er
ræða Geirs H. Haarde, þá-
verandi formanns, á lands-
fundi flokksins. Sú afsök-
unarbeiðni var kæfð í ræðu
annars fyrrverandi for-
manns, Davíðs Oddssonar,
sem var síður en svo á þeim nótum að viður-
kenna mistök.
Sá sjálfstæðismaður sem fetar sömu slóð
og Krústjov og kveður niður drauga fortíð-
ar gæti orðið sá sterki leiðtogi sem hefur
flokkinn til virðingar og laðar að kjósendur.
Það hlýtur að vera Guðlaugi Þór Þórðarsyni,
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Kristjáni Þór
Júlíussyni og Illuga Gunn-
arssyni umhugsunarefni
hvert þeirra eigi að stíga
skrefið og hreinsa flokkinn
af óværunni. Líklegt er að
sá sem hefur kjarkinn verði
sigurvegari framtíðarinnar.
Haldi Sjálfstæðisflokkurinn
áfram að dansa eftir pípu
þeirra sem tilheyra öfga-
armi flokksins má víst telja
að hann visni upp og endi
sem smáflokkur á jaðri ís-
lenskra stjórnmála. Ákall
er eftir heilbrigðu afli til
hægri. Þeir kjósendur sem
aðhyllast einstaklingshyggju og minni ríkis-
umsvif eiga hvergi skjól í dag. Nýi Sjálfstæðis-
flokkurinn stendur á feysknum stoðum spill-
ingar síðustu áratuga. Það verður einhver að
taka að sér að flauta gamla liðið út af og kalla
nýtt og gott fólk að háborðinu. Þá fyrst fæst
boðlegur valkostur til hægri.
reynir traustason ritstjóri skriFar. Ákall er eftir heilbrigðu afli til hægri.
bókStafLega
30 miðvikudagur 25. nóvember 2009 umræða
Sandkorn
n Mikið var um dýrðir þegar
Svava Johansen opnaði í miðri
kreppunni nýja verslun Sautján-
veldisins. Gestir voru heldur
ekki af verra taginu. Þangað kom
Björn Krist-
mann Leifs-
son, skráður
aðaleigandi
World Class,
og bókstaf-
lega geislaði
af honum
þrátt fyrir
annir og erf-
iðleika við að skipta um kennitöl-
ur. Björn er mikill sagnaþulur og
fór á kostum í æskuminningum
sínum og síðari tíma viðskipta-
sögum. Áheyrendur hnöppuðust
saman opinmynntir til að hlýða
á þroskasögurnar sem leitt hafa
heilsukónginn þangað sem hann
er kominn.
n Svavar Halldórsson, fréttamað-
ur Sjónvarps, hefur vakið athygli
fyrir mikil tilþrif í sjónvarpsfrétt-
um. Þetta fellur þó sums staðar í
grýttan jarðveg eins og sjá mátti á
bloggfærslu
Eiríks Jóns-
sonar á
DV.is. „Flokk-
ast æsingur-
inn undir
leikræn til-
þrif eða er
allt að fara til
fjandans?“
skrifaði Eiríkur og var augljóslega
ekki sáttur við handahreyfing-
ar og áhersluþrungna framsögu
Svavars. Þó væri áfall fyrir marga
RÚV-ara ef þeir yrðu að láta af
göngutúrum sínum í sjónvarps-
fréttum enda margir álitið þetta
þeirra helsta vopn í baráttunni
um hylli sjónvarpsáhorfenda.
n Tilþrif Svavars Halldórssonar
fréttamanns hafa lengi fylgt hon-
um. Þannig var haft á orði þegar
hann var fréttamaður á hinni
skammlífu sjónvarpsstöð NFS að
hann væri bæði öðrum duglegri
að hafa uppistönd (fréttamaður í
mynd með hljóðnemann) í frétt-
um en aðrir fréttamenn og eins
hvað hann væri mikið á hreyf-
ingu. Annars kann hann að hafa
lært þetta á NFS-Akademíunni,
hálfgerðum skóla fréttamanna
stöðvarinnar. Þar var talað um
uppistönd, mikilvægi þess að
gera fréttamennina sýnilega og
allt að því hluta af fréttinni, en
líka um muninn á góðum uppi-
stöndum sem bættu við fréttina
og slæmum sem drægju athygl-
ina frá henni.
n Arnþrúður Karlsdóttir missti
sem kunnugt er góðan mann
úr dagskrá Útvarps Sögu þegar
hún rak Guðmund Ólafsson,
hinn ólaunaða álitsgjafa sem
var fastagestur hjá Sigurði G.
Tómassyni. En fólk er ekki bara á
útleið á Útvarpi Sögu heldur líka
innleið. Þannig er Anna Kristine
Magnúsdóttir byrjuð á stöðinni
á sunnudagsmorgnum með þátt
sinn „Milli mjalta og messu“, en
samnefnd bók hennar kom út
á dögunum. Þættirnir hafa nú
verið á þremur stöðvum, Rás 2,
Bylgjunni og Útvarpi Sögu þar
sem fyrsti þátturinn var um síð-
ustu helgi.
LyngháLS 5, 110 ReykjAvÍk
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: Sverrir Arngrímsson
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
dv á netinu: dv.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.