Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Qupperneq 37
fókus 26. nóvember 2009 miðvikudagur 37
á m i ð v i k u d e g i
verðlaun verðlaunanna
Í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin síðan Félag íslenskra bókaútgefenda
hleypti Íslensku bókmenntaverðlaununum af stokkunum efnir félagið til
netkosningar um Verðlaun verðlaunanna. Almenningi gefst kostur á að velja
eina verðlaunabók í flokki fagurbókmennta og eina verðlaunabók í flokki
fræðibóka og bóka almenns efnis úr hópi þeirra fjörutíu sem unnið hafa verð-
launin. Hægt er að skoða verðlaunabækurnar og kjósa þær á mbl.is.
Týnda Táknið
á íslensku
Týnda táknið eftir Dan Brown kem-
ur út á íslensku í dag. Beðið hefur
verið eftir þessari bók með óþreyju
í mörg ár, eða síðan Da Vinci lykill
Dans Brown fór meiri sigurför um
heiminn en áður hafði þekkst. Fjórir
þýðendur þýða bókina yfir á íslensku
og Bjartur gefur sem fyrr út bækur
Browns. Táknfræðingurinn Robert
Langdon er óvænt boðaður til að
halda erindi í þinghúsinu í Wash-
ington. Örfáum mínútum eftir komu
hans finnst þar sérkennilegur hlutur
– með fimm táknum. Langdon ber
kennsl á hlutinn sem ævaforna út-
nefningu ... sem geti opnað hinum
útnefnda leið inn í valinn hóp þeirra
sem ráða yfir leyndri visku aldanna.
Á dögunum kom út fyrsta hljóm-
plata sveitarinnar Cosmic Call sem
vakið hefur verðskuldaða athygli.
Sveitin hefur verið dugleg við að
spila og koma sér á framfæri og
smáskífur plötunnar hafa fengið
fína spilun á útvarpsstöðvum und-
anfarið.
Að mínu mati kveður hér við
nýjan tón á Íslandi og með þessari
plötu kemur hin unga hljómsveit
gríðarlega sterk inn með grípandi
lögum og þéttu undirspili. Platan
er framsækin, hæfilega þroskuð og
státar af skemmtilegum vel sömd-
um lögum.
Að plötunni kom meðal ann-
ars maður að nafni Richard Dodd
sem frægastur er fyrir að vinna til
Grammy-verðlauna fyrir hljóð-
blöndun á lagi Tom Petty – Wild-
flowers. Hann sá um að „mastera“
plötu Cosmic Call. Hann og upp-
tökustjórinn Sigurður Ingvar Þor-
valdsson hafa náð því besta úr
þessari sveit.
Tvö lög standa upp úr á skíf-
unni, en það eru lögin sem notið
hafa hvað mestra vinsælda, Cold
Hands og Lightbulbs. Þvílíkir slag-
arar hafa ekki heyrst í íslenskri
tónlist í langan tíma frá alt-rokk-
hljómsveit svo árum skiptir. Lög
sem gætu sómt sér vel á hvaða vin-
sældalistum sem er í veröldinni. Ég
fullyrði það.
Sveitin sækir áhrif sín til ekki
ómerkari sveita en Arcade Fire, Pix-
ies og The Cure og það er ljóst þegar
hlustað er á plötuna að sveitin unga
hefur unnið heimavinnuna sína vel.
Sérstaklega ber að hrósa söngvar-
anum Sigurmon Hartmann Sig-
urðssyni fyrir frábæran söng, gríð-
arlegt efni þar á ferð.
Hængurinn við plötuna er, líkt
og með stuttskífur sem þessar
sem telja aðeins sjö lög, að hlust-
andinn finnur meira fyrir þeim
lögum sem síðri eru. Veikir hlekk-
ir verða stærri þegar heildin er
ekki umfangsmeiri.Það eru eng-
in arfaslök lög á plötunni en þeg-
ar lengra dregur í áhlustun upp-
lifir maður það sem svo að restin
sé uppfyllingarefni þegar plat-
an hefur byrjað með jafnmiklum
látum og glæsibrag og frumraun
Cosmic Call gerir.
Allt í allt myndi ég segja þetta
frábærlega vel heppnaða frum-
raun, sem státar af að minnsta
kosti þremur útvarpsvænum slög-
urum sem þykir ekki ónýtt. Óhætt
að mæla með þessum grip. Leggið
nafnið á minnið.
Sigurður Mikael Jónsson
Funheit frumraun
Pandorum er blanda af vísinda-
skáldskap og hrollvekju sem gerist
um borð í geimskipinu Elysium. Til
að byrja með vitum við ekki á hvaða
ferðalagi skipið og áhöfn þess eru.
Sagan hefst svo á því að maður að
nafni Bower, sem leikinn er af Ben
Foster, vaknar ringlaður eftir margra
ára djúpsvefn.
Þjáður af minnisleysi sem fylgir
slíkum svefni man Bower ekki hvar
hann er staddur eða hvers vegna.
Fljótlega vaknar yfirmaður hans,
Payton, af sama svefni en hann er
leikinn af gamla brýninu Dennis Qu-
aid. Í sameiningu reyna þeir að átta
sig á því hvað sé um að vera en geim-
skipið sem þeir ferðast í virðist vera
bilað og rafmagnslaust. Við komumst
svo fljótt að því að ógnvænlegar verur
eru um borð og ógna tilvist þeirra fáu
mannvera sem eftir lifa. Þjakaðir af
minnisleysi og geimriðu eða „pand-
orum“ reyna Bower og Payton að átta
sig á því hvað sé að gerast og hvaða
ógnarverur þetta séu sem hafa yfir-
tekið skipið og éta mannfólkið með
húð og hári.
Myndinni hefur verið líkt við hin-
ar klassísku geimhrollvekjur Event
Horizion og Aliens. Ég get ekki séð
þá samlíkingu fyrir utan að allar ger-
ast þær í geimnum. Reyndar finnst
mér myndin minna mig töluvert á
bresku hrollvekjuna The Decent frá
2005. Í staðinn fyrir að gerast í dimm-
um hellum er sögusviðið geimskip.
Nokkuð ófrumlegt en ekki alslæmt
því The Decent er með betri hroll-
vekjum síðari ára.
Ekki er hægt að gefa of mikið
upp um framvindu mála án þess að
svipta hulunni af söguþræðinum en
í grunninn er Pandorum flott hug-
mynd og ágætis mynd. Hún er samt
allt of ruglingsleg á köflum og er
flækt að ástæðulausu. Áhorfandan-
um er ætlað að upplifa efasemdir
skipverjanna um hvað sé raunveru-
legt og hvað sé veruleikafirring sök-
um djúpsvefns. Ef ekki hefði verið
eytt svo miklu púðri í það og einbeitt
sér að því að útskýra og fylgja eftir því
sem meira máli skipir hefði Pandor-
um orðið töluvert betri.
Hér er samt á ferðinni ágætis
mynd miðað við sinn flokk þar sem
er óendanlega mikið af rusli. Ben
Foster heldur myndinni uppi enda
frábær leikari. Töluvert er um flott-
ar og blóðugar hasarsenur í mynd-
inni og ekki er laust við að maður
upplifi innilokunarkennd á köflum.
Skrímslin eru líka flott þótt þau séu
ekki frumleg frekar en flest annað í
myndinni. Það er samt eitt sem er
engu skárra en að vera ófrumlegur
og það er rembast við að vera frum-
legur.
Ásgeir Jónsson
Of mikið af
spurningum
1. Brauð- og kökubók
Hagkaupa
2. Vigdís
- Kona verður forseti
Páll Valsson
Útkall Látrabjarg
Óttar Sveinsson
Stórskemmtilega stelpubókin
A. J. Buchanan og M. Peskowitz
5.
Landsliðsréttir
Hagkaupa
Jói Fel
6. Loftkastalinn sem hrundi
7. Núll núll 9
Þorgrímur Þráinsson
8. Prjónadagar 2010
Kristín Harðardóttir
9. Söknuður - Ævisaga
Vilhjálms Vilhjálmssonar
10. Sjúddirarírei - Endurminn- ingar Gylfa Ægissonar
1.
2.
3.
4.
.
Metsölulisti
Byggt á sölu í verslunum
Hagkaupa vikuna 16.-23.. nóv.
Hagkaupa
CosmiC Call
Flytjandi: Cosmic Call
Útgefandi: Future Records
tónlist
Pandorum
Leikstjórn: Christian Alvart
Aðalhlutverk: Dennis Quaid, Ben
Foster, Antje Traue, Cung Le, Norman
Reedus, Cam Gigandet.
kvikmyndir
Pandorum Á fína spretti inn á milli.
Ben Foster Er klassa leikari.