Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Qupperneq 38
„Clive Owen er ekki
í neinu sérstöku
uppáhaldi. Mér hef-
ur reyndar alltaf
fundist hann vera
góður leikari,“ seg-
ir Georg Holm,
bassaleikari í Sig-
ur Rós, en hljóm-
sveitin hefur leyft
aðstandendum
myndarinnar The
Boys are back, sem
skartar hjartaknús-
aranum Clive Owen
í aðalhlutverki, að
notast við sjö lög eftir
þá í myndinni. Að auki
verður eitt lag úr hlið-
arverkefni Jónsa, Riceboy
sleeps.
Sigur Rós fær fjöld-
ann allan af óskum frá
Hollywood um að fá að
nota lög hljómsveitar-
innar í myndum en síð-
ast heyrðist snilld hljóm-
sveitarinnar í Vanilla Sky,
stórmynd Toms Cruise.
Þeir hafa hins vegar verið
tregir til þess þrátt fyrir boð um gull
og græna skóga.
The Boys are back fjallar um
virtan íþróttafréttamann og föð-
ur tveggja drengja, sem Clive Owen
leikur, sem missir skyndilega eigin-
konu sína. Hann ákveður að nota
frasann „Segðu bara já,“ við drengina
til að reyna að fá gleði aftur í þeirra
líf. „Þetta er góð mynd. Hún er erfið á
köflum en fílgood á endanum,“ seg-
ir Georg en þeir félagar fengu að sjá
grófklippta útgáfu af myndinni.
„ Við erum oftast þannig að við
viljum sjá eða lesa eða að minnsta
kosti skoða eitthvað til að samþykkja
hvar lögin okkar eru. Leikstjórinn
ákvað að koma til Íslands og leyfði
okkur að sjá það sem var
til- búið. Við vorum
ofboðslega
hrifnir af
henni,“
segir
Georg.
Scott
Hicks sagði í
samtali við
enska
vefmiðla að upphaflega hafi hann
notast við lögin þeirra til bráðabirgða
en þegar hann hafi séð hvað tón-
list þeirra virkaði vel með myndinni
hafi hann ákveðið að komast í sam-
band við bandið. „Ég var varaður við
því fyrirfram að þeir væru vandlátir á
það hvað tónlistin þeirra væri notuð í
svo ég fór til Íslands til að sýna þeim
myndina og þeir einfaldlega elskuðu
hana,“ er haft eftir Hicks. benni@dv.is
Fáar sveitir eru jafnelskaðar og
Iron Maiden. Meðlimir sveitar-
innar eru sannir holdgervingar
þungarokksins og hafa ekki látið
tískustrauma hafa áhrif á stefnu
hennar. Það kemur því ekki á
óvart að Iron Maiden er líklega
sú sveit sem á sér hvað flest trib-
ute-bönd í heiminum. Það var
því bara tímaspursmál þangað
til að slík sveit yrði stofnuð á Ís-
landi. Nú hafa nokkrir eðalrokk-
arar tekið sig saman og stofnað
sveitina MaidenIced. Þetta eru
þeir Gunnar Þór Einarsson sem
slær taktinn á trommur, Reynir
Baldursson og Sigurður Waage
keyra upp gítarhljóminn, Dagur
Sigurðsson sér um að syngja og
Árni Þráinsson plokkar á bassa.
Sannkallað eðalrokk.
AlltAf fundist
Owen verA
gæðAleikAri
„Hey friends. Sit heima að semja
jólalag á gítarinn. Lumar einhver á
góðum texta um jólin, fjölskylduna
eða einhverju fallegu ljóði jafn-
vel? Væri vel þegið að fá það sent
á inboxið og aldrei að vita nema
þið heyrið það á Bylgjunni um jól-
in... Er að reyna að taka mig taki í
tónlistinni ,“ segir Logi Geirsson á
Facebook-síðu sinni en hann þykir
lunkinn tónlistarmaður.
Logi spilar á gítar og er með
góða aðstöðu heima hjá sér fyrir
tónlistariðkun. Þá er hann í hljóm-
sveitinni Logi og Lundarnir. Logi
fékk gríðarleg viðbrögð við fyr-
irspurninni og pósthólfið hans á
Facebook nánast fylltist.
Góðvinur Loga, sjónvarpsmað-
urinn Auðunn Blöndal, svaraði
kalli Loga og kom með eitt stykki
erindi í jólalagið:
„Ég heiti Logi Geirs og verð
meiddur um jólin, en öxlin mun
braggast og þá snúast hjólin, og
ekki gleyma að stúlkurnar í Germ-
any elska á mér tólin.“
Auðunn er svo sem enginn ný-
græðingur þegar kemur að texta-
smíði fyrir stórlag en hann samdi
textann við slagarann „Hjá þér“
sem Sverrir Bergmann gerði
ódauðlegt fyrir nokkrum árum.
JólAlAg með AuddA Og lOgA
til heiðurs
mAiden
Logi geirsson fékk dúndurviðbrögð þegar hann augLýsti eftir jóLatexta:
GeorG Holm:
Alvöru myndbandafíklar geta
brátt tekið gleði sína á ný því
Laugarásvideo tilkynnti á sam-
skiptavefnum Facebook í gær
að stefnt væri að því að opna
leiguna aftur í desember. Lokað
hefur verið vegna viðgerða eftir
mikinn bruna sem eyðilagði nær
allt sem inni var. Taldi Gunnar
Jósefsson, eigandi Laugarásvid-
eos, að skemmdirnar næmu um
100 milljónum króna. Á Face-
book reyndu góðvildarmenn
leigunnar að fá fólk til þess að
leggja ígildi einnar spólu inn á
styrktarreikning. Þar söfnuðust
147.000 krónur. Vissulega dropi
í hafið ef talan stenst hjá Gunn-
ari en það munar um allt þegar
svona hlutir gerast.
OpnAð í
desember
38 miðvikudAgur 25. nóvember 2009 fólkið
Flottir saman Auðunn og
Logi slá í gegn hvar sem
þeir koma. Jólalag frá þeim
félögum er væntanlegt.
Meðlimir Sigur Rós-
ar hafa samþykkt
að sjö lög eftir þá fái
að hljóma í nýjustu
mynd Clives Owen,
the boys are back.
Georg Holm, bassa-
leikari hljómsveitar-
innar, segir að leik-
stjóri myndarinnar,
Scott Hicks, hafi
gert sér sérferð til
landsins til að leyfa
strákunum að kíkja
á gripinn. georg
fílar Clive owen en
heldur ekkert
sérstaklega
upp á hann.
Hjartaknúsari Clive Owen hefur verið
tilnefndur til óskarsverðlauna. Hann fór á
kostum í Sin City og leikur aðalhlutverkið
í myndinni The Boys are back.