Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 2. desember 2009 fréttir Embætti ríkislögreglustjóra kannast ekki við að hafa fengið tilkynningu frá Landsbankanum um grunsam- legar tilraunir til peningaþvættis eða fjársvika seint í ágúst árið 2006. Í frétt DV í fyrradag var sagt frá því að Jón Gerald Sullenberger hefði seint í ágúst 2006 boðið Landsbank- anum ríkisskuldabréf frá Venesúela til umsýslu eða kaups fyrir um 30 milljarða króna. Bréfin voru skráð í dollurum. Lagði málið fyrir Landsbankann Jón Gerald staðfestir í samtali við DV að hafa boðið bankanum um- rædd ríkisskuldabréf frá Venesúela fyrir aðila í Miami á Flórída. Hann hafi lagt málið í hendur starfsmanna bankans en ekki komið nálægt því að öðru leyti og ekki átt að fá krónu fyrir viðvikið. Hann kvaðst ekki held- ur hafa verið yfirheyrður af lögreglu vegna málsins. Samkvæmt heimildum DV þóttu bréfin tortryggileg og við nánari eft- irgrennslan starfsmanna Lands- bankans reyndust þau útrunnin, að minnsta kosti að hluta. Málið var því stöðvað innan bankans. Heim- ildarmenn DV bera einnig að málið hafi verið tilkynnt til embættis ríkis- lögreglustjóra svo sem skylt er sam- kvæmt lögum um peningaþvætti og hryðjuverk frá árinu 2006. DV spurði embætti ríkislögreglu- stjóra hvort embættinu hefði borist tilkynning um ofangreint mál, hvort það hefði verið rannsakað og hvort Jón Gerald hefði verið kallaður til skýrslutöku eða yfirheyrslu. Ekkert tilkynnt Eins og áður segir kannast embætti ríkislögreglustjóra ekki við að hafa fengið tilkynningu um málið. „Vegna umfjöllunar DV í gær (mánudag) um að embætti ríkis- lögreglustjóra hafi ekki brugðist við peningaþvættistilkynningu árið 2006 með lögreglurannsókn gagnvart nafngreindum manni hefur embætt- ið kannað málið. Niðurstaðan er sú að embættinu barst ekki tilkynning á grundvelli laga um peningaþvætti eða upplýsingar í formi kæru um þau atvik sem eru tilefni fréttar blaðsins,“ segir í orðsendingu til DV frá emb- ætti ríkislögreglustjóra. Misvísandi upplýsingar Samkvæmt heimildum DV innan úr Landsbankanum eru, eða ættu að vera, til tölvu- póstar milli starfs- manna bankans og aðila utan hans um skulda- bréfin frá Venes- úela. Jafnframt er fullyrt að Jón Gerald, en þó fyrst og fremst viðskiptafélagi hans í Miami, hafi átt að fá eins pró- sents um- boðs- þóknun fyrir að koma skuldabréfunum í eignastýringu Landsbankans. Samkvæmt þessu átti viðskiptamaður Jóns Geralds í Mi- ami að fá 300 milljónir króna fyrir að koma bréfunum inn í Lands- bankann. Hann hafði því umtals- verða hagsmuni af því að semja við Landsbankann og bjóða bankanum þóknun fyrir eigna- stýringu. Sjálfur segist Jón Ger- ald ekki hafa átt að fá nokk- uð fyrir að kanna viðskipti með bréfin í Landsbankan- um. Ingólfur Guðmundsson, sem var yfirmaður fjárstýringar einkabanka- þjónustu Landsbankans á þessum tíma, segir að bankinn hafi fengið í hendur erindi um að kanna um- rædd skuldabréf. „Þetta snýst um að banki kanni hvort um sé að ræða skráðan skuldabréfaflokk. „Þetta var fyrirspurn þar sem ganga þurfti úr skugga um hvort um væri að ráða skráða papp- íra sem gjaldgengir eru í viðskiptum. Við fengum aldrei pappírana í hend- ur heldur upplýsingar um þennan skuldabréfaflokk. Ég man ekki hvort þetta var tilkynnt rétt eins og við tilkynnum ýmislegt óvenjulegt. Þetta var ekki í mínum huga neitt stórmál,“ segir Ingólf- ur og kveðst ekki muna til þess að bankinn hafi verið beð- Embætti ríkislögreglustjóra barst engin tilkynning frá Landsbankanum um neitt grunsamlegt varðandi 30 milljarða króna skuldabréf frá Venesúela, sem Jón Gerald Sullenberger bauð bankanum í fjárvörslu árið 2006. Bankinn skuldar skýringar, segja þingmenn. Heimildir eru fyrir því að við- skiptamaður Jóns Geralds í Miami hafi átt að fá 300 milljónir fyrir að koma bréfunum í eignastýringu hjá bankanum. Málið var stöðv- að innan bankans þar eð bréfin reyndust ekki gild. Óljóst virðist nú hvort málið hafi verið tilkynnt sem tilraun til peningaþvættis. Málið ekki tilkynnt seM peningaþvætti Jóhann hauksson blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Niðurstaðan er sú að embættinu barst ekki tilkynning á grundvelli laga um peningaþvætti eða upplýsingar í formi kæru um þau at- vik sem eru tilefni fréttar blaðsins. Jón Gerald sullenberger kaupmaður Viðskiptafélagi Jóns Geralds í Miami átti samkvæmt heimildum DV að fá 300 milljón- ir króna í sinn hlut tækjust viðskiptin með skuldabréfin. Mynd siGtryGGur ari Jóhannsson ragna Árnadóttir ráðherra dóms- og mannréttindamála Ráðuneytið hefur ekki afskipti af einstökum málum og hefur ekki fengið umrædd mál á sitt borð. Þingmaður VG „Bæði Landsbankinn og emb- ætti ríkislögreglustjóra skulda skýringar í þessu máli,“ segir Atli Gíslason. Þingmaður samfylkingarinnar „Jóns Geralds vegna og annarra landsmanna þarf að fá úr því skorið hvað þarna var á ferðinni,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson. haraldur Johannessen Embætti ríkislögreglu- stjóra kannaði málið og segir að embættinu hafi ekki borist tilkynning um grun Landsbankamanna um peningaþvætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.