Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 29
á m i ð v i k u d e g i kanónur á gljúfrasteini Það eru þeir Jón Karl Helgason, Jón Kalman Stefánsson, Gyrðir Elíasson og Pétur Gunnarsson sem ætla að lesa úr verkum sínum í stofunni á Gljúfrasteini næsta sunnudag. Efnið er fjölbreytt: ævisögur, ljóð, smásögur og skáldsaga. Að venju er aðgangur ókeypis og verður tekið hlýlega á móti gestum. Upplestrarnir hefjast stundvíslega kl. 16. Tvær bækur Andra Snæs Magnason- ar voru valdar bestu verðlaunabæk- urnar í sögu Íslensku bókmennta- verðlaunanna í netkosningunni Verðlaun verðlaunanna sem staðið hefur yfir síðustu vikur. Í hópi fagur- bókmennta var það barnabókin Sag- an af bláa hnettinum og í fræðibóka- flokknum var það Draumalandið sem varð hlutskarpast. Frá þessu var greint við athöfn í Listasafni Íslands í gær. Í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá því að fyrst var tilnefnt til Ís- lensku bókmenntaverðlaunanna var efnt til kosningar um Verðlaun verð- launanna, bestu bók hvora úr sínum hópi fræðirita og skáldverka, og gat almenningur kosið á mbl.is. Sagan af bláa hnettinum kom fyrst út árið 1999 og hefur fengið mörg verðlaun og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Með útkomu Draumalandsins árið 2006 hristi Andri verulega upp í þjóðfélagsumræðunni, sérstaklega hvað varðar stóriðju- og náttúru- verndarmál. Bæði hefur verið gert leikrit og heimildamynd sem byggja á bókinni og var Andri annar tveggja leikstjóra myndarinnar. Tilnefningar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í flokkum fagurbókmennta annars vegar og fræðirita og bóka almenns efnis hins vegar voru kynntar við sama tilefni. Á meðal tilnefndra er starfsmaður Landsbankans, Guðmundur Ósk- arsson, en skáldsagan hans Bank- ster byggir að miklu leyti á banka- hruninu í fyrra. Aðrir sem tilnefndir voru í flokki fagurbókmennta voru Böðvar Guðmundsson fyrir Enn er morgunn, Gyrðir Elíasson fyrir Milli trjánna, Steinunn Sigurðardóttir fyr- ir Góða elskhugann og Vilborg Dav- íðsdóttir fyrir Auði. Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis voru tilnefndir: Helgi Björns- son fyrir bókina Jöklar á Íslandi, Kristín G. Guðnadóttir fyrir bók um Svavar Guðnason myndlistarmann, Árni Heimir Ingólfsson fyrir Jón Leifs - Líf í tónum, Jón Karl Helgason fyr- ir Mynd af Ragnari í Smára og Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrir Á manna- máli - Ofbeldi á Íslandi. Andri Snær vann í báðum flokkum Norma og Arthur Lewis eru frek- ar dæmigert par í millistéttaút- hverfi og eiga sín börn og sinna sinni vinnu. Dag einn er bankað upp á, virðulegur maður með svæs- in andlitslýti útskýrir hvernig þau geti eignast milljón dollara með því einu að ýta á takka í þartilgerðum kassa. Gallinn er að við það eitt að þrýsta á hnappinn lætur einhver lífið, einstaklingur einhvers staðar úti í heimi sem þau þekkja ekki á neinn hátt. Stuttu áður hefur fjölskyldan á grunsamlegan hátt verið sett í mjög erfiða stöðu fjárhagslega og nokk- uð ljóst að peningarnir freista. Þau þurfa að gera upp við sig hvort þau vilji taka líf einhvers og tryggja fjár- hagslega afkomu sína til framtíðar. Siðferðisspurningin er sterk og er í raun próf á hvar sjálfsbjargarvið- leitnin lendir upp á kant við réttlæt- isvitundina. Myndin gerist 1969 og allt um- hverfi er sannfærandi í þeim anda. Richard Kelly skapar mjög sérstakt andrúmsloft rétt eins og í költ klass- ík sinni Donnie Darko. Í ofurvenju- legum heimi Lewis-hjónanna birt- ast hver á fætur annarri vörður sem leiða veginn að óhuggulegri áætl- un lífvera af öðrum heimi. Þar sem Norma kennir grunnskólakrökkum Jean Paul Sarte verður hún fyrir sál- rænu áreiti einstaklega óþægilegs nemanda. Samræður eru á köflum ansi undarlegar og tónlistin styrk- ir óþægindin vel og vandlega. Alls konar fólk í kringum þau fær blóð- nasir við undarleg tækifæri og par- ið skynjar að það er á ævintýra- legan hátt fylgst með öllu sem það gerir. Rétt eins og í Invasion of the Body Snatchers lifa hjónin í þeim klassíska óhugnaði að það sem þau héldu að væri venjulegt samfélag lýtur allt öðrum lögmálum sem þau skilja ekki. Þetta er tilfinning sem Ray Bradbury-sögur fanga vel og er óþægindatilfinning sem virkar. Myndin toppar í undarlegheit- unum sem síðan leiða okkur inn í samsæri sem Stephen King gæti verið ánægður með. Einmitt þar fer myndin út af sporinu í ein- hverja hálfkláraða geimvatnsþvælu sem virkar ekki einu sinni brellu- lega séð. Það sem hefði getað ver- ið snjöll dæmisaga fer í ruglið og skyggir á það sem hefði getað verið fínn óhugnaður grundaður á hálf- heimspekilegum pælingum. Erpur Eyvindarson fókus 2. desember 2009 miðvikudagur 29 Brauð- og kökubók Hagkaups Jói Fel Svörtuloft Arnaldur Indriðason Loftkastalinn sem hrundi Stieg Larsson Vigdís – Kona verður forseti Páll Valsson 5. Stórskemmtilega stelpubókin A. J. Buchanan og M. Peskowitz 6. Útkall við Látrabjarg Óttar Sveinsson 7. Jólasveinarnir 13 Brian Pilkington 8. Prjónadagar 2010 Kristín Harðardóttir 9. Landsliðsréttir Hagkaups Jói Fel 10. Týnda táknið Dan Brown 1. 2. 3. 4. . Metsölulisti Byggt á sölu í verslunum Hagkaups vikuna 23.-30. nóv. Hagkaups aðventutónleik- ar kvennakórs reykjavíkur Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir í Guðríð- arkirkju í Grafarholti í kvöld, mið- vikudag, kl. 20 og laugardaginn 5. desember kl. 16. Efnisskráin verður fjölbreytt að vanda og í anda aðventunnar; há- tíðlegri fyrir hlé og slegið á léttari strengi eftir hlé. Frumflutt verð- ur verkið Hodie eftir Harald V. Sveinbjörnsson. Verkið er sérstak- lega samið fyrir kórinn og tileinkað stjórnandanum, Sigrúnu Þorgeirs- dóttur. Píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson og einsöngvari Stefán Hilmarsson. Með þessum tónleikum lýkur tólf ára farsælu starfi Sigrúnar Þorgeirsdóttur með kórnum. Mið- inn kostar kr. 2.000 í forsölu en kr. 2.500 við innganginn. Styrktarfélagar njóta svo að vanda sérstakra kjara. Miðasala er hjá kórkonum og í síma 896 6468 (eftir kl. 16) eða á kvkor@- mmedia.is. Tilnefndir Hluti þeirra sem tilnefndir voru fyrir bækur sínar í gær. The Box Leikstjóri: Richard Kelly Aðalhlutverk: Cameron Diaz, James Marsden, Frank Langella kvikmyndir Tilvistarkreppa Cameron Diaz er föst í hryllingi sem rennur út í rugl. snarvangefin jólamynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.