Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 12
12 miðvikudagur 2. desember 2009 fréttir Ef að líkum lætur mun seint ríkja sátt um orsakir og möguleg áhrif loftslagshlýnunar. Engu að síð- ur virðast leiðtogar heims deila áhyggjum af afleiðingunum til langs tíma litið og sé horft til nýj- ustu skýrslu Scientific Commit- tee on Antarctic Research (SCAR), sem hefur rannsakað áhrif lofts- lagshlýnunar á suðurheimskaut- ið, er full ástæða til að grípa til að- gerða. Samkvæmt skýrslunni mun sjávarborð hækka, að öllu óbreyttu, um 1,4 metra fyrir árið 2100 og af- leiðingarnar yrðu þær að heilar þjóðir myndu heyra sögunni til og um tíu prósent mannkyns myndu lenda á vergangi. Ef forspá nefndarinnar, eins og henni er lýst í skýrslunni, gengur eftir hyrfu hitabeltiseyjar á borð við Maldíveyjar á Indlandshafi og Kyrrahafseyjuna Túvalú af yfirborði jarðar og stórir hlutar Bangladess og strandsvæði við Indlandshaf myndu hverfa í sæ. Strandborgir yrðu eyjar Hækkun sjávarborðs um 1,4 metra er helmingi meiri en spáð var fyr- ir tveimur árum. Jafnvel þótt lofts- lagshlýnunin yrði ekki nema 2 gráður, sem er vel að merkja mark- mið loftslagsráðstefnunnar sem hefst í næstu viku í Kaupmanna- höfn, gæti sjávarborð hækkað um hálfan metra. Sem fyrr segir myndi 1,4 metra hækkun neyða um 10 prósent mannkyns til að færa sig um set vegna tapaðs lands. Strandborgir myndu margar hverjar verða nán- ast víggirt borgríki umluktar varn- argörðum. Sjanghæ í Kína, Alex- andría í Egyptalandi, Feneyjar og bandarísku borgirnar Boston og New York yrðu allar nálægt því að hverfa undir vatn. Ljóst er að Bandaríkjamenn telja horfurnar ekki léttvægar því þarlend stjórnvöld áætluðu í ár að nauðsynlegt væri að verja 156 milljörðum dala, um þremur pró- sentum vergrar þjóðarframleiðslu landsins, til flóðavarna sem mið- uðust við eins metra hækkun sjáv- arborðs. Dælur hefðu ekki undan Bretar færu ekki varhluta af hækk- un sjávarborðs og talið er að millj- örðum sterlingspunda þyrfti að verja til að vernda borgir sem standa lágt og nægir að nefna Lundúnir í því tilliti. Stórar lengjur Fenlands á aust- urhluta Englands, sem standa að- eins örfáum metrum yfir sjávar- máli, gætu farið undir vatn þegar manngerð dren og dælur sem not- aðar eru í dag hefðu ekki leng- ur undan hækkandi sjávarföllum. Á svæðinu búa tæplega 400.000 manns, en einnig myndi áhrifanna gæta í landbúnaði því viðamikil ræktarlönd færu undir vatn og af- leiðingarnar gætu orðið áfall fyrir bresku þjóðina með tilliti til fæðu- öryggis. Hundrað milljónir í Asíu Ef yfirborð sjávar hækkaði um einn metra á heimsvísu myndu hundrað milljónir Asíubúa lenda á vergangi, að stærstum hluta til í austurhluta Kína, Bangladess og Víetman. Fjórtán milljónir Evrópubúa neyddust til að flytja búferlum ef sjávarborð hækkaði um einn metra og átta milljóna Afríkubúa og sama fjölda íbúa í Suður-Ameríku biði líkt hlutskipti. Yfirborðshækkun sjávar er ekki eingöngu vandamál til framtíðar litið því áhrifa hennar er farið að gæta nú þegar. Árið 2005 þurfti að flytja á brott um eittþúsund íbúa Cartereteyja í Papúa Nýju-Gíneu því hækkandi sjávarborð var hægt og bítandi að færa land þeirra und- ir vatn. Bráðnun heimskautaíss Í skýrslunni er einnig að finna nokkuð nákvæma spá um hita- stigsbreytingar á suðurheim- skautssvæðinu fram til ársins 2100, og segir í skýrslunni að fjölþjóðleg nefnd um loftslagsbreytingar, Int- ergovernmental Panel on Climate Change (IPPC), hafi gróflega van- metið áhrif bráðnunar íss á suður- heimskautinu og Grænlandi á hæð sjávarborðs. IPPC spáði árið 2007 59 sentímetra hækkun sjávar um næstu aldamót. Í skýrslu IPPC var því spáð að fimmtung af hækkun sjávarborðs mætti rekja til bráðnunar ísbreiða og að stærstum hluta til vegna jöklabráðar og þeirrar þenslu sem verður þegar vatn hitnar. Að mati IPPC myndi bráðnun íss orsaka um 10 til 20 sentímetra hækk- un sjávarborðs, en þar á bæ töldu menn sig ekki færa um nákvæma spá hvað það varðaði. Niðurstöður SCAR-skýrslunn- ar byggja á rannsóknum sem ná yfir síðustu öld þar sem skoðuð eru tengsl hitastigs og hækkunar sjávarmáls. Samkvæmt skýrslunni mun vægi ísbráðnunar á hækk- un sjávarborðs verða meira en 50 prósent. Sjávarborð hækkar um 1,4 metra til aldamótanna 2100 samkvæmt nýrri skýrslu. Ef spáin gengur eftir munu heilar eyjar hverfa í sæinn og margar borgir breytast í eyjar umluktar varnargörðum. Tíu prósent mannkyns myndu lenda á vergangi. Borgir verða eyjar Fjórtán milljónir Evr- ópubúa neyddust til að flytja búferlum ef sjávarborð hækkaði um einn metra og átta milljóna Afríkubúa og sama fjölda íbúa í Suður-Ameríku biði líkt hlutskipti. KolBeinn þorSteinSSon blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Ísjakar á suðurheim- skautinu Bráðnun íss hefur mikil áhrif á hækkun sjávar til aldamóta. Manhattaneyja New York-Borg er ein þeirra borga sem verður í hættu ef sjávarborð hækkar. . Stjórnvöldum í Afríkuríkinu Úg- anda hafa borist mótmæli frá ríkis- stjórnum Bretlands og Kanada vegna lagafrumvarps sem kynni að leiða til þess að samkynhneigðir karlmenn yrðu dæmdir til lífstíðarfangelsis, eða jafnvel líflátnir. Forsætisráðherra Kanada, Step- hen Jarper, var fyrri til að lýsa van- þóknun sinni á lagafrumvarpinu, en starfsbróðir hans, Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands, fylgdi fljótlega í kjölfarið. Báðir sögðu laga- frumvarpið óásættanlegt. Samkynhneigð er enn glæp- samleg í mörgum ríkjum breska samveldisins, en í mörgum hinna frjálslyndari ríkja hefur orðið vart hryllings yfir löggjöfinni. And-sam- kynhneigðarlögin 2009 eru nú til umfjöllunar í úgandska þjóðþinginu. Samkvæmt annarri grein laganna má refsa manneskju sem sakfelld er fyrir mök við einstakling af sama kyni með lífstíðarfangelsisdómi. En ef við- komandi manneskja er að auki HIV- smituð er refsingin, samkvæmt yfir- skriftinni „refsiverð samkynhneigð“, líflát. Þrátt fyrir að lögin hafi ekki opin- berlega fengið stuðning ríkisstjórn- ar Úganda hefur hún leyft að farið sé eftir þeim og sagt er að sumir emb- ættismenn ausi lögin lofi. Talsmaður kanadísku ríkisstjórn- arinnar sagði að ef lögin yrðu sam- þykkt yrði um að ræða stórt skref aftur á bak í mannréttindamálum í Úganda. Í lögunum er mælst til þess að sá, sem hefur grun um að samkynhneigð þrífist einhvers staðar en lætur und- ir höfuð leggjast að tilkynna um það til yfirvalda, innan sólarhrings, fái þriggja ára fangelsisdóm. Hver sá sem reynir að verja rétt homma og lesbía getur átt yfir höfði sér allt að sjö ára fangelsisvist. Fangelsun og dauðadómur yfir samkynhneigðum: Umdeilt lagafrumvarp Við opnun ráðstefnu leiðtoga samveldisríkj- anna í trínidad og tóbagó Bretadrottning gjóir augunum á forsætisráðherra Úganda. MynD AFP Bíður hugsan- lega hörð refsing Fimm manna áhöfn bresku skútunnar Kingdom of Bahrain sem er í haldi Írana eftir að hafa rekið inn í íranska landhelgi getur átt yfir höfði sér „alvar- lega refsingu“ ef í ljós kemur að tilgangur hennar hafi verið „ill- ur“. Þetta sagði aðstoðarmaður Mahmouds Ahmadinejad, for- seta landsins, í gær. Fimmmenningarnir voru teknir um borð í íranskt herskip fyrir viku þegar þeir voru á leið frá Bahrain til Dúbaí, þar sem þeir hugðust taka þátt í siglinga- keppni. Á vefsíðu Times er haft eftir föður eins fimmmenninganna að, samkvæmt upplýsingum sonar hans, hefði skútuna rekið tæplega hálfan kílómetra inn í íranska lögsögu. Borgarstjóri ákærð- ur á Filippseyjum Stjórnvöld á Filippseyjum ákærðu í gær borgarstjóra einn og hóp ónafngreindra grunaðra einstaklinga vegna tuttugu og fimm morða. Að sögn yfirvalda var Andal Ampatuan yngri, borgarstjóri Datu Unsay og sonur héraðs- stjóra Maguindano, hugmynda- smiðurinn að baki fjöldamorð- unum þann 23. nóvember. Ekki er loku fyrir það skotið að ákærum fjölgi, sagði starfs- mannastjóri dómsmálaráðu- neytis landsins, Rolly Faller. Grunur féll á Andal Ampati- an eftir að þungavinnuvél í eigu stjórnarinnar fannst við fjölda- gröf sem hafði að geyma lík ein- hverra fórnarlambanna. Zuma snýr við blaðinu Jacob Zuma, forseti Suður- Afríku, hefur tilkynnt að öll HIV- smituð börn landsins undir níu ára aldri hljóti viðeigandi með- ferð. Þetta sagði Zuma í ræðu sem flutt var í tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins. Zuma lofaði að auki að keypt yrði meira magn andretróveirulyfja sem fyrri stjórn hafði fullyrt að væru of dýr. Til að fullkomna ræðuna til- kynnti Jacob Zuma að hann væri reiðubúinn til að gangast undir alnæmispróf. Árlega fæðast 59.000 HIV- sýkt börn í landinu og 5,2 millj- ónir manna eru HIV-sýktar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.