Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 18
Miðvikudagur 2. desember 200918 Bækur Fyrri dómar Harmur englanna Eftir Jón Kalman Stefánsson Ævintýraeyjan Eftir Ármann Þorvaldsson Hrunið Eftir Guðna Th. Jóhannesson Hvíta bókin Eftir Einar Má Guðmundsson Sofandi að feigðaróSi Eftir Ólaf Arnarson íSlenSka efnaHagSundrið: flugeldaHagfrÆði fyrir byrjendur Eftir Jón Fjörni Thoroddsen Svartbók kommúniSmanS Eftir Stéphane Courtois, Nicolas Werth, Jean-Louis Panné o.fl. Stúlkan Sem lék Sér að eldinum Eftir Stieg Larsson laura og julio Eftir Juan José Millás Heitar laugar á íSlandi Eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigur- björnsdóttur Það liggur í loftinu Eftir Jónas Jónasson matSveppir í náttúru íSlandS Eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur Svörtuloft Eftir Arnald Indriðason alltaf Sama Sagan Eftir Þórarin Eldjárn jón leifS – líf í tónum Eftir Árna Heimi Ingólfsson Himinninn yfir Þingvöllum Eftir Steinar Braga paradíSarborgin Eftir Óttar Norðfjörð frjálS og óHáður Eftir Jónas Kristjánsson ÆviSaga einarS benediktSSonar Eftir Einar Benediktsson fölSk nóta Eftir Ragnar Jónasson Saga viðSkiptaráðu- neytiSinS 1939–1994 Eftir Hugrúnu Ösp Reynisdóttur SólStjakar Eftir Viktor Arnar Ingólfsson enn er morgunn Eftir Böðvar Guðmundsson Hyldýpi Eftir Stefán Mána til veSturHeimS Eftir Bergstein Jónsson vormenn íSlandS Eftir Mikael Torfason reyndu aftur – ÆviSaga magnúSar eiríkSSonar Tómas Hermannsson skráði milli trjánna Eftir Gyrði Elíasson á mannamáli Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Snorri – ÆviSaga Snorra SturluSonar Eftir Óskar Guðmundsson mynd af ragnari í Smára Eftir Jón Karl Helgason loftkaStalinn Sem Hrundi Eftir Stieg Larsson umSátrið Eftir Styrmi Gunnarsson augnablik Eftir Malcolm Gladwell komin til að vera, nóttin Eftir Ingunni Snædal fÆreySkur danSur Eftir Huldar Breiðfjörð Söknuður – ÆviSaga vilHjálmS vilHjálmSSonar Eftir Jón Ólafsson ég og Þú Eftir Jónínu Leósdóttur að Sigra Sjálfan Sig Eftir Gunnlaug Júlíusson milli mjalta og meSSu Eftir Önnu Kristine Magnúsdóttur alfreðS Saga og loft- leiða Eftir Jakob F. Ásgeirsson orruStan um Spán Eftir Antony Beevor enginn rÆður för Eftir Runólf Ágústsson Sjúddirarí rei – endur- minningar gylfa ÆgiSSon- ar Eftir Sólmund Hólm Sólmundarson Hvíti tígurinn Eftir Aravind Adiga Spánar kóngurinn - áStarSaga Eftir Sigurð Gylfa Magnússon Bjarni Bjarnason er rithöfundur sem einhvern veginn siglir sífellt undir radar. Honum kannski rétt bregður fyrir þegar bók eftir hann kemur út, skýtur upp hausnum stundarkorn, ef það þá gerist. En jafnharðan er hann kominn aftur undir yfirborðið. Nokkuð lengi hef ég ætlað mér að lesa bók eftir Bjarna. Fyrst lík- lega fyrir tæpum áratug þegar verðlaunaskáldsagan Mannætu- konan og maður hennar kom út. Af því varð ekki, ekki frekar en þegar Andlit kom út 2003, verk sem kall- að var skáldævisaga höfundarins og ég var spenntur fyrir, ekki síst þar sem ég hafði frekar nýlega les- ið hinar mögnuðu skáldævisög- ur Guðbergs Bergssonar þar sem hugtakið „skáldævisaga“ kom fyrst fram. Enn var ég áhugasamur þeg- ar Bjarni sendi frá sér skáldsög- una Bernharður Núll fyrir tveim- ur árum, en enn og aftur lét ég hjá líða að verða mér úti um eintak og greip aðrar bækur úr flóðinu það árið til lestrar í staðinn. Að hafa bækurnar á jólagjafaóskalistanum hefur engu þarna um breytt. Fjöldi bóka sem ég hafði les- ið eftir Bjarna stóð því enn á núlli þegar ég komst að því fyrir nokkr- um vikum að nú væru tvær bæk- ur væntanlegar frá höfundinum. Varð ég þá staðráðnari en nokkru sinni fyrr í að glugga loks í bók eft- ir manninn og hugðist ég lesa bók- ina sem hér er til umfjöllunar, Leit- ina að Audrey Hepburn. Hún er kölluð skáldsaga bæði í kynning- ar- og káputexta, en enn kom babb í bátinn þegar einn starfsmaður á Uppheimum, forlaginu sem gefur út Bjarna, sagði mér að þetta væri skáldævisaga sem væri í raun beint framhald af Andliti. Mér fannst ég ekki geta tekið upp þráðinn þar sem önnur bók, sem ég hafði ekki les- ið, endaði og ekki tímdi ég að eyða tíma í lestur á sex ára gamalli bók þegar maður keppist nú við þessar vikurnar að lesa sem mest af bók- unum sem eru að koma nýjar út. En svo sagði ég við sjálfan mig að þetta gengi ekki lengur; þessu skringilega sambandi mínu við höfund sem ég hef aldrei lesið yrði að ljúka. Andlit yrði bara lesin í jólafríinu ef Leitin að Audrey Hepburn myndi heilla. Og það gerði hún. Bókin hefst á mjög kúltiveruðum nótum þar sem sögumaðurinn, Gullbrandur Högnason, fer frá Orly-flugvelli í úthverfi Parísar og inn í Tuileries- garðana í borginni ásamt mynd- listarmanni nokkrum, drekkur eplasafa og íhugar að hefja lestur á Grámosa Thors Vilhjálmssonar. Ef lesandi heldur að hann sé að hefja lestur á þurri og steingeldri frásögn af uppskrúfuðum rauðvíns- og eplasafasötrandi fagurkera á rölti um París, lesandi háfleygar bók- menntir og hlustandi á hátimbrað- ar sinfóníur, þá kemst hann fljótt að raun um að það er meira fútt í sög- unni en það. Á blaðsíðu níu er Gull- brandur til dæmis kominn heim til ókunnugs manns sem hann upp- götvar að hefur annarlegar hvatir þegar gestgjafinn býður honum allt í einu greiðslu fyrir að sitja í stól og lesa bók á meðan maðurinn fróar sér. Gullbrandur, sem hefur húmor í töluverðu magni, segir að honum hafi legið svo mikið á út eftir þessa „frjálslegu bræðralagsuppástungu“ að hann gleymdi að spyrja mann- inn hvort hann væri afkomandi Marquies de Sade. Rithöfundurinn Gullbrandur er augljóslega byggður á Bjarna. Ekk- ert framan af bókinni gerir lesanda, sem ekki kann mikil deili á höf- undinum líkt og í mínu tilviki, það ljóst en í síðari hlutanum eru Gull- brandi eignuð verk sem Bjarni hef- ur sent frá sér auk þess sem hann byrjar að vinna að bókunum tveim- ur sem hinn „raunverulegi“ höf- undur gaf út í haust. Þeir sem ekki hafa lesið Andlit fá þar með hugs- anlegan grun sinn þar staðfestan. Bókin skiptist í fimm hluta. Í fyrstu tveimur er Gullbrandur staddur í evrópskum stórborgum, París árið 1995 og í Róm fjórum árum síð- ar, þar sem hann skoðar sig um, veltir fyrir sér ýmsu á milli himins og jarðar og leggur lag sitt við þrjár fallegar stúlkur af þremur þjóðern- um. Stíllinn á þessari ferðasögu, sem sögð er í dagbókarformi, er afskaplega afslappaður og fallegur og sumar setningar og málsgrein- ar alveg feikilega flottar. Og vanga- velturnar sem Bjarni setur á blað um þetta og hitt eru undantekn- ingalítið áhugaverðar og skemmti- lega hugsaðar, til að mynda útlist- un mismunarins á upplifun manns sem er einn á ferð í smábæ eins og Eyrarbakka og stórborg á borð við Róm (bls. 47-48) svo eitthvað sé nefnt. Á vegi Gullbrands verða misá- hugaverðir karakterar, þeirra eft- irminnilegastur er norski ljós- myndarinn Torbjörn sem á sér bandaríska leikarann Scott Glenn sem „hreyfingarfyrirmynd“. Ást- konurnar þrjár staldra hins vegar það stutt við að þær ná aldrei að hrífa mann sérstaklega. Hin stutta uppbygging á kynferðislegu spenn- unni á milli Gullbrands og hinnar japönsku Ayako áður en spennu- losunin fer fram er þó vel gerð. Í þriðja hluta bókarinnar eru aðstæður Gullbrands allt aðrar en í stórborgarbröltinu. Þar segir frá sumarfríi hans og sonar Gull- brands, Snorra sem er tæplega átta ára, á Íslandi sumarið 2008. Drenginn eignaðist rithöfundur- inn með hinni yfirmáta fallegu og kynþokkafullu Sól sem Gull- brandur hitti í Róm, stúlku sem SkáldSaga/SkáldæviSaga lífsfyllingu leitin að audrey Hepburn Bjarni BjarnasonFalleg og fynd- in skáldævi- saga. Stíllinn afslappaður og flottur og sum- ar lýsingar og stakar máls- greinar afar eft- irminnilegar. Útgefandi: Uppheimar Í leit að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.