Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 23
Mér þykir bera nýrra við ef forsætis-
ráðherra þjóðarinnar veit fyrirfram
um niðurstöður dómstólanna.
Alexander Hamilton var einn
þeirra sem lögðu grunninn að stjórn-
skipan og stjórnarskrá Bandaríkj-
anna í lok átjándu aldar.
Hamilton ritaði meðal annars:
„Ég hef ávallt litið svo á að geðþótta-
legar ákærur, handahófskenndar að-
ferðir við að lögsækja meinta brota-
menn og geðþóttaleg viðurlög við
gerræðislegri sakfellingu, kyndi und-
ir réttarfarslegri harðstjórn.“
Þann 17. maí árið 2004 gekk Dav-
íð Oddsson, þáverandi forsætisráð-
herra, á fund Ólafs Ragnars Gríms-
sonar forseta Íslands. Þetta var
mánudagur og í miðopnu Morg-
unblaðsins þennan sama dag hafði
Davíð – aldrei þessu vant – skrifað
mikla grein gegn forsetanum og sak-
að hann um að ganga erinda Baugs-
manna í fjölmiðlamálinu sem tröll-
reið íslenska þjóðfélaginu þessar
vikur og mánuði. Á greininni mátti
skilja að forsetinn hefði ekkert leyfi
til þess að beita stjórnarskrárbundn-
um málsskotsrétti sínum og synja
væntanlegum fjölmiðlalögum stað-
festingar. „Ef svo ólíklega færi, að
forsetinn undirritaði ekki, væri sú
neitun þýðingarlaus og lögin tækju
gildi sem staðfest væru og án þess
að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram,“
sagði Davíð óhikað í greininni.
Davíð gekk lengra og sagði að Ól-
afur Ragnar forseti væri einnig van-
hæfur til afskipta af fjölmiðlalögun-
um yfirleitt. „Því svo vill til að það
fyrirtæki og fjölmiðlar þess sem jafn-
an eru nefndir til sögunnar hafa haft
og hafa fyrirsvarsmenn sem eru nán-
ustu stuðningsmenn forsetans og
hafa haft gríðarleg áhrif á persónu-
legan hag hans og stöðu. Og eins og
fram hefur komið hafa þessir aðil-
ar opinberlega kallað eftir afskipt-
um forsetans í málinu! Það gefur því
auga leið að þarna eru komin upp al-
varleg álitamál.“
Bíltúr til Bessastaða
Með yfirlýsingar af þessum toga í far-
teski sínu sté Davíð upp í ráðherra-
bílinn fyrir hádegi umræddan mánu-
dag og lét bílstjórann aka sem leið lá
til Bessastaða.
Ólafur Ragnar hafði vafalaust les-
ið Moggann sinn þegar Davíð birtist
á hlaðinu.
Engum sögum hefur farið af um-
ræðuefni þessa fundar. Ekki heldur
í forsetabók Guðjóns Friðrikssonar.
Og blaðamenn skildi Davíð eftir með
sárt ennið er hann kom af fundinum.
Ekki einu sinni smjörklípa.
Þann 2. júní árð 2004, 16 dögum
eftir mánudagsfundinn á Bessastöð-
um, synjaði Ólafur Ragnar fjölmiðla-
lögum Davíðs staðfestingar með yfir-
lýsingu á blaðamannafundi.
Hvað hafði farið þeim á milli á
Bessastöðum? Varla fór forsætisráð-
herrann fram á það umbúðalaust að
forsetinn léti vera að synja væntan-
legum fjölmiðlalögum staðfesting-
ar. Enda hefði það verið kjánalegt af
Davíð; hann hafði komið boðskap
sínum á framfæri í því blaði sem
hann ritstýrir nú.
Miklu líklegra er að Davíð hafi
farið í kringum fjömiðlamálið eins
og köttur í kringum heitan graut er
hann hitti forsetann.
Brot úr samtali þeirra skömmu
fyrir hádegi þennan mánudag á
Bessastöðum gæti með verulegum
líkum hafa verið eftirfarandi:
Brot úr samtali
Davíð: Þetta eru mikil átök um jafn-
sjálfsagðan hlut og það er að setja lög
um eignarhald á fjölmiðlum.
Ólafur Ragnar: Þú skefur nú ekk-
ert af því í miðopnu Moggans í dag.
Þetta eru ónotalegar kveðjur forsæt-
isráðherra til þjóðkjörins forseta.
Davíð: Þú veist að þessir Baugs-
menn verða komnir á bak við lás og
slá áður en langt um líður.
Ólafur Ragnar: Mér þykir bera
nýrra við ef forsætisráðherra þjóð-
arinnar veit fyrirfram
um niðurstöður
dómstólanna.
Við þetta
stendur Dav-
íð upp, þakkar
fyrir sig, og kveð-
ur heldur þurr á
manninn.
Á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins
2009 sté þessi
persónudýrkaði
maður í pontu,
þá smáður og
flæmdur úr
stöðu seðlabankastjóra og sagði full-
ur haturs: „Eyðilegging fjölmiðlalag-
anna er því mesta pólitíska skemmd-
arverk sem unnið hefur verið í síðari
tíma sögu Íslands.“
Hamilton hafði rétt fyrir sér um
hætturnar samfara geðþótta og
gerræði. Ef geðþótti gegnumsýrir
ákæruvald, lögreglu og dómstóla er
veruleg hætta á ferðum.
Það er einnig hættulegt ef réttar-
vörslu- og dómskerfið reynist ófært
um að dæma fyrirfólk og ríka og leyf-
ir þeim að lifa í hægindum refsileysis
eins og Eva Joly hefur bent á.
Geðþóttinn varð Davíð að falli.
Hver er maðurinn?
„Vignir Vatnar, sex ára.“
Hvar ert þú uppalinn?
„ Á Hornafirði en mamma flutti svo til
Keflavíkur fyrir stuttu.“
Uppáhaldsbarnaefnið?
„Ég veit það ekki. Ég horfi ekkert
mikið á barnaefni.“
Hvað finnst þér skemmtilegast í
skólanum?
„Stærðfræði.“
Hvað eru tíu plús tíu?
„Tveir og núll.“
Hvað hefurðu teflt lengi?
„Mjög lengi.“
Hver er uppáhaldstaflmaðurinn
á borðinu?
„Drottningin. Hún er best.“
Af hverju?
„Hún gefur svo marga möguleika.“
Hver er uppáhaldsskákmaður-
inn þinn?
„Hann heitir Úlfur.“
Æfir þú einhverjar aðrar
íþróttir?
„Ég æfi bara tafl. Ég er samt
mikið í fótbolta.“
Hver er uppáhaldsfótbolta-
maðurinn þinn?
„Edvin van der Sar, markvörður
Manchester United.“
TreysTir þú íslensku bönkunum?
„Já.“
IngIBjörg FAnney PálsdóttIr
30 Ára nUDDari og HÚSMóðir
„nei, ekki lengur.“
FAnnAr CArlsson
21 ÁrS VaKTSTJóri
„nei. Hver gerir það eiginlega?“
HjAltI HArðArson
26 Ára nEMi
„nei, ég geri það ekki.“
júlíAnA BjArnAdóttIr
36 Ára lögrEglUMaðUr
Dómstóll götunnar
VIgnIr VAtnAr steFánsson,
sex ára skáksnillingur, sló í gegn í
fjöltefli í Myllubakkaskóla þar sem
hann vann sex skákir af sjö. Vignir
sigraði nemendur allt upp í tíunda
bekk. Hann er uppalinn á Hornafirði
og horfir lítið á barnaefni. Hann veit
samt hvað tíu plús tíu eru.
Drottning gefur
mestu möguleikana
„Hvað er íslenskur banki? Er ekki betra
að útlendingar sjái um þá því við
getum ómögulega gert það?“
jón rAFnAr jónsson
70 Ára HElDri borgari Á biðlaUnUM
maður Dagsins
Samtal á Bessastöðum og réttarfar geðþóttans
kjallari
mynDin
1 Bubbi bíður eftir byltingu
bubbi segist í viðtali við Mannlíf ekki geta
borgað af húsinu sínu þegar bankafryst-
ingu á láninu lýkur.
2 jóla-babb í bátinn hjá loga
Handboltakappinn logi geirsson leitar nú
að söngvara til að syngja jólalag en hann
segist eiga erfitt með að finna gullbarka í
Þýskalandi.
3 ásdís rán: Ætli ég sé ekki of
„sexy“ fyrir Facebook
Súperstjarnan Ásdís rán segist vera of
kynþokkafull fyrir Facebook eftir að
aðgangi hennar var lokað.
4 Illugi notaði 4,4 milljónir
Sjálfstæðismaðurinn illugi gunnarsson
notaði 4,4 milljónir króna í prófkjörsbar-
áttu sína.
5 ólafur ragnar: útrásarvíking-
arnir misnotuðu traust mitt
Forseti Íslands, ólafur ragnar grímsson,
segir útrásarvíkinga hafa misnotað traust
hans til þeirra.
6 dabbi grensás sakaður um
tvær líkamsárásir
Davíð Smári Helenarson, betur þekktur
sem Dabbi grensás, er sakaður um þrjú
hegningarlagabrot en mál gegn honum
var þingfest í Héraðsdómi reykjavíkur í
morgun.
7 sérkennileg staða landsbanka-
eigenda
Þegar Jón gerald Sullenberger bauð
skuldabréf frá Venesúela fyrir 30 milljarða
króna í landsbankanum árið 2006 var
baugsmálið fyrir dómstólum.
mest lesið á DV.is
jóHAnn
HAUksson
útvarpsmaður skrifar
„Það er einnig hættu-
legt ef réttarvörslu- og
dómskerfið reynist
ófært um að dæma
fyrirfólk og ríka.“
umræða 2. desember 2009 miðvikudagur 23
Vegir liggja til allra átta Meðal annars frá Hafnarfirði til reykjavíkur en þá leið fór fólk undir fullu tungli og sígildum
íslenskum skammdegisdrunga.
Mynd róBert reynIsson