Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 3
fréttir 2. desember 2009 miðvikudagur 3 Málið ekki tilkynnt seM peningaþvætti inn um að taka umrædd skuldabréf í umsýslu. „Það lá aldrei fyrir nein beiðni um að kaupa þessa pappíra, minnir mig, enda reyndust þeir útrunnir og upp- greiddir.“ Upplýsingar innan úr Lands- bankanum frá þessum tíma eru því samkvæmt ofansögðu nokkuð mis- vísandi og ljóst að menn líta það mis- munandi augum. „Mjög nígerískt“ Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað í dómsmálaráðuneytinu hefur umrætt mál ekki komið inn á borð þar til skoðunar með neinum hætti. Þess ber að geta að dóms- og mannréttindaráðherra og ráðuneyti hans getur ekki haft pólitísk afskipti af meðferð einstakra mála. Minn- ast má ummæla Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um dóma í Baugsmálinu sem vöktu deil- ur og þóttu orka tvímælis. „Ég hafði ekki heyrt af þessu máli áður og varð forviða. Hér verður hið rétta að koma í ljós. Áður en þau svör koma hlaðast grunsemdirnar upp. Jóns Geralds vegna og annarra landsmanna þarf að fá úr því skorið hvað þarna var á ferðinni,“ segir Sig- mundur Ernir Rúnarsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar. „Þetta virkar í fyrstu mjög níger- ískt. Í nafni gegnsæis, sem vonandi reynist ekki innantómt í pólitík dags- ins, verður að fá þessa sögu alla upp á borðið – ef þess er nokkur kostur.“ Atli Gíslason, lögfræðingur og þingmaður VG, bendir á að mjög strangar reglur gildi um peninga- þvættismál og meðferð þeirra lögum samkvæmt. „Bæði Landsbankinn og embætti ríkislögreglustjóra skulda skýringar í þessu máli,“ segir Atli en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hver á pappírana? Í lögum um peningaþvætti frá árinu 2006 er að finna ítarleg ákvæði um könnun á áreiðanleika viðskipta- manna. Bankanum ber að leita eft- ir upplýsingum um réttan eiganda verðbréfa eða verðmæta sem reynt er að koma í umsýslu eða selja viðkom- andi banka. Raunar er ekki unnt að kanna uppruna eða feril skuldabréfa öðruvísi en að fara með þau í banka og kanna feril þeirra og viðskipti með þau aftur í tímann. Þetta er oftar en ekki gert í alþjóðlegu samstarfi. Fjár- málafyrirtæki geta meðal annars leit- að til Euroclear-þjónustubankans í Brussel sem fæst við öryggismál fjár- málastarfseminnar og kannar upp- runa skuldabéfa, afleiðusamninga og annarra fjármálagjörninga. Landsbankinn Heimildum innan Landsbankans ber ekki fyllilega saman um stærð málsins og eðli þess. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Kröfuhafar Kaupþings eignast 87 prósent í Arion banka. Íslenska rík- ið mun fara með 13 prósenta hlut. Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra og Steinar Þór Guðgeirs- syni, formaður skilanefndar Kaup- þings, tilkynntu þetta í gær. Með þessu samkomulagi mun íslenska ríkið fá til baka 66 milljarða króna sem skilanefndin leggur fram. Rík- ið hafði áður lagt fram 72 milljarða króna sem hlutafé í Arion banka. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, mun láta af starfi um næstu áramót. Þá rennur ráðning- arsamningur hans út og var tilkynnt um það í gær að hann hygðist ekki sækjast eftir því að starfa áfram hjá bankanum. Staðan verður auglýst fljótlega. Ríkissjóður mun auk þess eignast stofnfé Afls sparisjóðs og Sparisjóðs Ólafsfjarðar sem er í eigu Arion banka. Skilanefnd Kaupþings skipar fjóra stjórnarmenn í nýja stjórn Arion banka og ríkið einn. geta ekki gengið að veðum Mjög hefur verið deilt á stjórnvöld fyr- ir að upplýsa ekki hverjir séu raunveruleg- ir eigendur bankanna. „Kröfulýsingarferlinu í Arion er ekki lokið og lýkur ekki fyrr en í lok mánaðarins. Eigenda- eða kröfuhafahópurinn getur breyst á þeim tíma; kröfur geta gengið kaup- um og sölum. Þetta kemur allt í ljós. Þetta eru stórir bankar, sjóðir, þar á meðal vogunarsjóðir og innlend- ir aðilar. Þegar öll kurl eru komin til grafar fer Fjármálaeftirlitið yfir mál- ið og vottar eigendahópinn,“ segir Steingrímur J. Sigfússon í samtali við DV. Aðspurður segir Steingrímur að því sé ekki þannig háttað að Ari- on og Íslandsbanki komist milli- liðalaust í hendur kröfuhafa gömlu bankanna. „Eiginlega er ekki hægt að segja að bankarnir hafi nokkurn tíma komist formlega í eigu ríkis- ins. Bankarnir hafa verið í hönd- um skilanefndanna sem að sínu leyti vinna í þágu kröfuhafanna,“ segir hann. Steingrímur segir það misskilning að með yfirtöku kröfu- hafa Kaupþings á Arion banka hafi þeir beinan aðgang að veðum hér á landi í húsnæði, orkufyrirtækjum og útgerðarfélögum, svo fátt eitt sé nefnt. „Erlendu kröfuhafarnir, stór- ir og smáir, eiga kröfur í þrotabú bankans. Það er rekið af skilanefnd bankans sem stofnar í raun eignar- haldsfélag sem rekur Arion. Það er því misskilningur að erlendir eig- endur krafnanna eigi milliliðalaus- an aðgang að veðum hér innan- lands,“ segir hann. óupplýst um eigendur Skuldabréf Kaupþings hafa geng- ið kaupum og sölum eftir að bank- inn varð gjaldþrota haustið 2008. Þegar verst lét fóru skuldabréfin á fimm til sex prósent af nafnvirði. Á heimasíðunni keldan.is má hins vegar sjá að í gær fóru skuldabréf- in á 22 prósent af nafnvirði og hafa því hækkað töluvert. DV ræddi við hagfræðing sem starfar á fjár- málamarkaði. Hann sagði að stór hluti viðskipta með skulda- bréf gömlu bankanna væri með bréf sem lögmannsstofan Bingham McCutchen hefur milligöngu um að finna kaupendur að. Bingham McCutchen leið- ir hóp erlendra skuldabréfaeig- enda og hefur átt fundi með skila- nefnd Kaupþings á undanförnum mánuðum. Samkæmt skýrslu fyrir kröfuhafa Kaupþings sem var upp- færð í október síðastliðnum hefur Deutsche Bank og fjármálafyrirtæk- ið Houlihan Lokey einnig átt fund með skilanefndinni sem fulltrú- ar stærstu lánardrottna og skulda- bréfaeigenda Kaupþings. Talið er að nafnvirði skuldabréfanna hjá hópn- um sem Bingham leiðir nemi allt að 14 milljörðum evra eða 2.600 millj- örðum íslenskra króna. 2.900 milljarða skuldir Þegar íslensku bankarnir urðu gjald- þrota haustið 2008 urðu margir eig- endur skuldabréfa að selja þau. Þar á meðal tryggingafélög og lífeyrissjóð- ir. Samkvæmt lögum mega þau ekki eiga skuldabréf sem falla í flokk með ruslbréfum (e. junk bond). Þegar þau seldu bréf sín fóru þau á fimm til sex prósent af nafnvirði. Samkvæmt efnahagsreikningi sem birtur var kröfuhöfum í október nema skuldir gamla Kaupþings um 2.900 milljörð- um króna. Þar af eru útgefin skulda- bréf fyrir 1.900 milljarða króna. Þar er stærsti hluti skuldabréfanna gef- inn út á alþjóðlegum markaði, svo- kölluð EMTN-lán, fyrir 1.250 millj- arða króna. Síðan eru 144A-lán gefin út í Bandaríkjunum fyrir 500 millj- arða króna og svokölluð Samurai- lán gefin út í Japan fyrir rúmlega 100 milljarða króna. Ekki liggur ljóst fyrir hvað íslenskir lífeyrissjóðir eiga mik- ið af útistandandi skuldabréfum hjá Kaupþingi. Kröfuhafar Kaupþings eignuðust meirihluta í Arion banka í gær. Enn er á reiki hverjir raunverulegir kröfuhafar Kaupþings eru. Steingrímur J. Sigfússon segir það misskilning að með yfirtöku kröfuhafanna á Arion banka hafi þeir öðlast bein- an aðgang að veðum hér á landi. Óþekktir kröfuhafar eignast arion banka Ekki upplýst um eigendur Steingrímur J. Sigfússon, fjár- málaráðherra, segir erfitt að upplýsa um hverjir kröfuhafar Kaupþings séu. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Eignast Arion Steinar Þór Guðgeirsson er formaður skilanefndar Kaupþings sem nú eignast meirihlutann í Arion banka. AnnAS SigMundSSon og JóHAnn HAukSSon blaðamenn skrifa: as@dv.is og johannh@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.