Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2009, Blaðsíða 8
8 miðvikudagur 2. desember 2009 fréttir Eiður Smári Guðjohnsen, knatt- spyrnumaður hjá AS Monaco FC í Frakklandi, skuldar rúmlega 1200 milljónir króna, eða nærri 7 milljónir evra, um þessar mundir, samkvæmt heimildum DV innan úr bankakerf- inu. Knattspyrnumaðurinn hefur átt í viðræðum við lánardrottna sína um hvernig hann geti staðið í skilum við þá því á móti þessum skuldum eru eignir sem metnar eru á nærri 750 milljónir króna, eða sem nem- ur rúmum 4 milljónum evra. Sam- kvæmt heimildum DV er Eiði Smára mikið í mun að ráða fram úr þessum skuldavanda sínum og hefur hann meðal annars leitað eftir frekari lán- veitingum til þess. Stærsti lánveitandi Eiðs er Banque Havilland í Lúxemborg, áður Kaupþing í Lúxemborg, en knattspyrnumaðurinn skuldar þeim banka um 4,5 milljónir evra, tæp- ar 830 milljónir króna, samkvæmt heimildum DV. Eiður hefur síðast- liðin ár verið viðskiptavinur í einka- bankaþjónustu þess banka. Þar á eftir kemur Íslandsbanki með ríf- lega tveggja milljóna evra skuld, eða sem nemur meira en 385 milljón- um króna á núverandi gengi. Aðrar skuldir Eiðs eru ekki verulegar. Fjárfesti í íþróttaakademíu, í Tyrklandi og Hong Kong Ástæðan fyrir því að Eiður Smári stendur svo illa fjárhagslega um þessar mundir er meðal annars sú að hann hefur skuldsett sig mjög á síðustu árum vegna ýmissa fjár- festinga og fjárfest í verkefnum sem ekki hafa skilað honum miklu. Til að mynda liggja rúmlega 250 milljón- ir króna af skráðum eignum hans í fasteignaverkefnum í Tyrklandi og í Íþróttaakademíunni Í Reykjanes- bæ, samkvæmt heimildum, en Eið- ur Smári veitti lán til verkefnisins á sínum tíma. Eiður Smári mun hafa reynt að selja kröfur sínar í þess- um verkefnum en kaupandi hefur ekki fundist eftir því sem DV kemst næst. Eiður Smári fjárfesti einnig í fast- eignaverkefni í Hong Kong. Verk- efnið bar heitið Chester Court. Sam- kvæmt heimildum DV mun Eiður Smári hafa dregið sig út úr verkefn- inu fyrir skömmu og telst ekki leng- ur meðal fjárfesta þess. Eiður Smári mun hafa lagt ansi háar fjárhæðir til þessa verkefnis árið 2007 og tap- aði hann þeim fjármunum að lang- mestu leyti áður en hann seldi hlut sinn í því. Það á því við um allar þessar fjár- festingar að annaðhvort er Eiður Smári búinn að losa sig út úr þeim eða hefur reynt það án árangurs. Aðrar helstu eignir Eiðs eru ýmis skuldabréf, til að mynda í MP Banka, Exista og sænska fjármálafyrirtæk- inu Svensk Exportkredit Aktibolag- et, en þessi skuldabréfaeign Eiðs nemur um 300 milljónum króna. Eiður Smári á svo einnig ýmsar fasteignir hér á landi, einbýlishús, íbúð og ýmsar lóðir og hefur hann reynt að selja hluta þessara eigna að því er heimildir DV segja. Meiri- hlutinn af eignum Eiðs Smára er því í söluferli. Segir stöðu Eiðs ekki geta verið alvarlega Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, kannast að- spurður ekki við að Eiður Smári eigi í fjárhagskröggum og að hann hafi átt í viðræðum við lánardrottna sína um hvernig hann geti staðið við skuldbindingar sínar. „Ég kann- ast ekki við það... Ég þekki ekki hans fjármál. Ég veit bara að hann vinn- ur sér inn margar milljónir evra. En ég get alveg lofað þér því að ef þetta væri eitthvað alvarlegt þá myndi ég vita af því,“ segir Eggert og bætir því við að Eiður hafi gert stóra samn- inga við bæði Chelsea og Barcelona og hafi því efnast vel. „Ég get alveg lofað þér því að hann er með hærri laun en forsætisráðherra,“ segir Eggert sem getur heldur ekki rætt um fjárfestingar Eiðs þar sem hann þekki þær ekki og viti því ekki hver staðan er á þeim. Með rúmar 30 milljónir á mánuði Heimildir DV herma að Eiður Smári ætli sér að greiða skuldirnar nið- ur á næstu árum og að hann stefni að því að greiða Banque Havilland á milli 10 og 20 milljónir króna á mánuði, 50 til 100 þúsund evrur, allt þar til skuldir hans hafa verið greiddar upp til fulls. Eiður hefur hins vegar ekki getað greitt mikið til lánardrottna sinna á síðustu mánuðum þar sem hann hefur „einungis“ verið með tæpar 3 milljónir króna í laun á mánuði frá því hann samdi við Monaco. Í byrj- un næsta árs mun hann hins vegar byrja að fá hærri laun en heimildir DV segja að hann eigi að fá um 30 milljónir króna á mánuði næstu tvö árin auk hárra eingreiðslna upp á meira en 100 milljónir króna í upp- hafi hvers árs. Eiður ætti því að vera borgun- armaður fyrir þessum skuldum jafnvel þótt hann þyrfti að greiða á milli þriðjung og nærri tveimur þriðju hluta mánaðarlauna sinna til lánardrottna á næstu árum. Út- reiknuð heildarlaun hans hjá Mon- aco, sem nema rúmum fimm millj- ónum evra, duga þó ekki til að greiða skuldina upp á tæpar sjö milljónir evra ein og sér og því er ljóst að Eiður mun þurfa að ganga nokkuð á eignir sínar til að standa í skilum líkt og hann mun vera svo áfram um samkvæmt heimildum blaðsins. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður hjá AS Monaco FC, skuldar rúmar 1200 milljónir á móti rúmlega 800 milljóna eignum. Meirihluti eigna Eiðs er í söluferli. Hann tapaði á fjárfest- ingaverkefnum á Íslandi og í Hong Kong og Tyrklandi. Drjúgur hluti rúmlega 30 milljóna króna mánaðarlauna hans fer í að endurgreiða skuldir á næstu árum. Skuldirnar eru meiri en launin sem hann fær hjá Monaco. Talsmaður Eiðs Smára segist ekkert vita um fjármál hans. EIÐUR SMÁRI Í KRÖGGUM InGI F. VIlHjálMSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „En ég get alveg lofað þér því að ef þetta væri eitthvað alvarlegt þá myndi ég vita af því.“ Meira en milljarðs skuld Eiður Smári Guðjohnsen skuldar rúmar 1200 milljónir króna samkvæmt heimildum DV innan úr bankakerf- inu. Á móti þessari upphæð eru eignir sem metnar eru á tæpar 830 milljónir. Eiður sést hér með konu sinni, Ragnhildi Sveinsdóttur. Frægðarför Eiður sigraði í Meistaradeildinni með Barcelona fyrr á árinu og sést hér halda á bikarnum með þá Thierry Henry og Lionel Messi í baksýn. Árin hjá Barcelona virðast þó ekki hafa verið eins fengsæl fjárhagslega fyrir Eið. Fjárfestirinn Eiður Eiður er flestum landsmönnum að góðu kunnur fyrir afrek sín á knattspyrnuvellinum, með- al annars með íslenska landsliðinu. Fáir vita þó að hann hefur tekið þátt í fjárfestingaverkefnum í Tyrklandi og Hong Kong á liðnum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.