Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 10
10 mánudagur 14. desember 2009 fréttir
Fallegt íslenskt handverk til gjafa
Litla Jólabúðin - Laugavegi 8. Rvk - S-552 2412
Meðlimir trúfélagsins Catch the
Fire, CTF, áður Kærleikans, eru
hvattir til að opinbera kynlífsupp-
lifanir sínar og sjálfsfróun í vitna
viðurvist. Þetta kemur fram í frá-
sögnum meðlima við DV og sé
þetta gert til að þeir geti verið nær
guði.
CTF er ný kirkja sem var stofn-
uð í ágúst síðastliðnum. Þar er leit-
ast við að kynna fyrir fólki kærleika
Guðs, kraft Jesú Krists og vinskap
og leiðsögn heilags anda, eins og
segir á vefsvæði safnaðarins. Kirkj-
an er ætluð öllum sem vilja lofa
drottin af öllu hjarta og þrá dýpra
og nánara samband við hann. Frá-
sagnir fyrrverandi félaga eru á þá
vegu að eitt af því sem meðlim-
ir kærleikssafnaðarins þurfa að
gera til að vera nær guði sínum
er að játa ýmsar syndir sínar, til
að mynda sjálfsfróun og kynlífs-
drauma, fyrir öðrum félögum. Það
er gert í svokölluðum ljósahóp-
um þar sem félagar eru hvattir til
að segja sem ítarlegast frá synd-
um sínum. Ella geti þeir ekki orðið
hreinir fyrir guði.
Opinskáar frásagnir
CTF Reykjavík er hluti af alþjóð-
legri kirkju, CTF World, og er kirkj-
an ein þeirra fyrstu sem stofnaðar
eru í heiminum á eftir CTF Raleigh
í Bandaríkjunum og samhliða CTF
London í Englandi og CTF Oslo
í Noregi. Ef marka má frásagn-
ir fyrrverandi meðlima CTF leið
þeim lengi illa eftir að hafa sagt frá
í ljósahópunum svokölluðu. Þeim
fannst of nærri gengið persónu-
legu svæði einstaklingsins.
„Ljósahóparnir eru staðreynd.
Fólk þarf þarna að ræða opinskátt
um fantasíur sínar og segja frá
því hversu oft það fróar sér í
viku, til dæmis. Hugsunin er
sú að þú getir ekki komist
út úr myrkrinu nema játa
allar syndir þínar og þannig get-
ur maður átt séns á hreinu líferni.
Að fólk þurfi að opinbera einka-
athafnir fyrir framan hóp
af fólki er fáránlegt.
Vinum mínum hefur
þótt þetta ömurlegt
og mér finnst þetta
skammarlegt,“
segir fyrrverandi
meðlimur í sam-
tali við DV.
Líst illa á
Gunnar Þor-
steinsson, for-
stöðumaður trú-
félagsins Krossins,
bendir á að margir
hafi gagnrýnt CTF
í gegnum tíðina.
Hann segist varla
trúa því að ljósa-
hóparnir séu stað-
reynd enda hafi slík
hreinsun ekkert með trúarbrögð
að gera. „Út af fyrir sig getur þessi
söfnuður verið af hinu góða
og passað inn í flór-
una hérlend-
is en mér líst
illa á þegar
söfnuðir
eru und-
ir erlendu
valdi, eins
og þessi
söfnuður
er. Í mín-
um bók-
um finnst
mér það
ekki í lagi.
Móður-
söfnuðurinn
í Toronto hef-
ur verið um-
deildur,“ segir
Gunnar.
„Slíkir
hópar
ættu ekki að heita ljósahópar
heldur myrkrahópar. Samkvæmt
lýsingum eru ljósahóparnir alveg
út í hött og ég vona að þetta sé ein-
hver misskilningur. Í þessum söfn-
uði leynast einstaklingar sem eru
ekki í jafnvægi. Að menn þurfi að
ræða í hópi annarra sín kynlífs-
mál er bara ekki samkvæmt þeirri
ritningu sem ég boða. Þetta kemur
mér mjög á óvart og að bera upp
kynlífssmáatriði hefur ekkert með
trú að gera.“
Einkamál
Bjarni Jónsson, vara-
formaður Siðmennt-
ar, er sammála því
að kynlífsfrásagnir
eigi ekki heima í
kirkjustarfi. Hann tekur það fram
að CTF kirkjuna þekki hann ekki
sérstaklega. „Eru kynlíf og sjálfs-
fróun orðin synd? Fyrir mér hljóm-
ar þessi kirkja eins og hvert ann-
að költ og sum þeirra hafa snúist
meira um kynlíf en önnur. Án þess
að hafa kynnt mér þetta sérstak-
lega set ég þetta undir þann hatt
að félagarnir séu neyddir til þess-
ara frásagna og mér líst mjög illa á
það. Með þessu er verið að ganga
mjög nærri persónulegum málum
einstaklingsins,“ segir Bjarni.
„Ég sé það ekki að hægt sé að
komast nær nokkrum, hvort sem
það er guð eða einhver annar, með
því að opinbera kynlíf sitt. Í þessu
tilviki gæti ég trúað því að sterkir
leiðtogar séu að nota sér veiklyndi
meðlima og þetta minnir mig dá-
lítið á byrjunina hjá Byrginu á sín-
um tíma. Ég vara við þessari þró-
un.“
Á vafasömum grunni?
Einn af forsprökkum og predikur-
um CTF á Íslandi er Baldur Freyr
Einarsson, stofnandi Kærleik-
ans. Baldur Freyr hefur predikað
á sjónvarpsstöðinni Omega og er
einna þekktastur fyrir að standa
fyrir Praypride, bænagöngu gegn
samkynhneigð, árið 2007. Fimm
árum áður var hann dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir þrjár sér-
lega hrottafengnar og að mestu til-
efnislausar líkamsárásir. Afleiðing
einnar líkamsárásarinnar var sú að
maður sem hann réðst á fyrir utan
skemmtistaðinn Spotlight, sem
þekktur var fyrir samkynhneigða
gesti, lést af áverkunum.
Baldur Freyr hefur lýst því
KYNLÍF TENGT TRÚ
Fyrrverandi meðlimir Kærleikans, sem nú hefur runnið inn í söfnuðinn Catch the Fire, CTF, segja í samtölum
við DV að þar hafi þeir verið hvattir til að segja frá kynlífsupplifunum og sjálfsfróun í svokölluðum ljósahóp-
um. Gunnar Þorsteinsson hjá Krossinum trúir því ekki að það sé rétt enda hafi slíkt ekkert með trú að gera.
n Móðurkirkja Catch the Fire er í Toronto,
Kanada, og heitir Toronto Airport Christian
Fellowship. Á internetinu er fjallað nokkuð
um söfnuðinn og þar er meðal annars að
finna frásagnir af því að predikarar hans
fullyrða að á samkomum rigni himnesku
gulli yfir meðlimi. Þannig geti þeir til dæmis
fengið gulltennur og einn af forsprökkum
safnaðarins í Kanada hélt því fram í sjónvarpi
að tennur hans hefðu breyst í gull á sam-
komu. Nokkru síðar uppljóstraði tannlæknir
forsprakkans hins vegar að hann hefði sett
gulltennurnar í hann nokkrum árum áður.
Forsprakkinn viðurkenndi síðar að svo hefði
verið og sagðist einfaldlega hafa gleymt því
að tennurnar væru tilkomnar með þessum
hætti.
Laug til um gulltennur
TrausTi hafsTEinssOn
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Getur ekki verið Gunnar
í Krossinum segist ekki vilja
trúa því að ljósahóparnir
séu staðreynd.
CTf World CTF á Íslandi tilheyrir
alþjóðlegum söfnuði með útibú í
Toronto, Osló og London.
hvernig hann frelsaðist meðan á
refsivistinni stóð og að lokinni af-
plánun gekk hann í Krossinn. Ekki
var Adam lengi í paradís því síð-
ar var hann tekinn í húsnæði sínu
í Ármúla fyrir ábatasama vænd-
isstarfsemi og fíkniefnasölu, líkt
og kemur fram í einlægu viðtali
við Baldur í Vonarljósi, tímariti á
vegum Omega. Í þessu sama hús-
næði stofnaði Baldur Freyr trúfé-
lagið Kærleikann sumarið 2007 en
í haust rann það undir CTF-kirkj-
una þar sem hann er einn skráðra
predikara safnaðarins.
Þegar DV leitaði eftir viðbrögð-
um frá CTF á Íslandi við vinnslu
fréttarinnar vísaði Baldur yfir á
Guðbjart Guðbjartsson forstöðu-
mann. Guðbjartur vildi ekki tjá sig
um málið þegar eftir því var leit-
að.
Eitthvert költ Bjarni segir CTF líta út
fyrir að vera költ sem sum hver leggi of
mikla áherslu á kynlífshreinsanir.
„Þessi skrifstofa hefur aldrei haft
samband við mig, engir lögfræðing-
ar hafa haft samband við mig út af
þessu og ef ég á að segja alveg eins
og er dettur mér ekki í hug neitt mál
sem þetta gæti snúist um,“ segir Ár-
mann Þorvaldsson, fyrrverandi for-
stjóri Singer & Friedlander, dótturfé-
lags Kaupþings í London.
Breskir fjölmiðlar greindu frá því
í gær að efnahagsbrotadeild lögregl-
unnar, SFO (Serious Fraud Office),
muni á næstu dögum tilkynna um
opinbera lögreglurannsókn á starf-
semi íslensku bankanna í Bretlandi.
Fram kemur að við upplýsinga-
öflun hafi lögreglan notið aðstoðar
sérstaks saksóknara á Íslandi og Evu
Joly. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur
saksóknari, staðfestir að embættið
hafi lagt efnahagsbrotadeild bresku
lögreglunnar lið. „Það byrjuðu fund-
ir í september og hafa verið bæði
á Íslandi og í London í haust,“ seg-
ir Ólafur Þór. Hann segist ekki geta
sagt hvers kyns gögn eða upplýsing-
ar embættið hafi lagt Bretunum til
og bendir á að formleg rannsókn sé
ekki hafin. Fyrr sé erfitt að tjá sig um
málið.
Ármann segir að breska efnahags-
brotadeildin hafi iðulega lekið mál-
um, sem hún vinni að, í fjölmiðla.
„Þeir hafa stundum nefnt nöfn á
einhverjum sem þeir hafa verið að
skoða. Það hafa ekki verið mál sem
tengjast Singer & Friedlander held-
ur frekar móðurfélaginu. Ég skil ekki
hvað þeir ættu að vera að rannsaka.
Ég er alveg ren,“ segir hann. Hann
segist ekki vita til þess að neinn
stjórnarmeðlima hafi ráðið sér lög-
fræðinga vegna málsins en hon-
um skilst þó að einhverjir hafi beð-
ið lögfræðinga um að spyrjast fyrir
um hverju SFO sé að leita að. Við því
hafi engin svör fengist. baldur@dv.is
Ármann Þorvaldsson segist ekki vita um rannsókn í Bretlandi:
„Ég er alveg ren“
Kemur af fjöllum Ármann segist ekki
hafa hugmynd um viðfang rannsóknar
bresku efnahagsbrotadeildarinnar.