Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Qupperneq 12
Hólsfjallahangikjöt Fjallalambs og Húsavíkurhangikjötið deila fyrsta sætinu í árlegri bragðkönnun DV á hangikjöti. Kjötið frá þessum aðilum fékk nærri 4 af 5 mögulegum stjörn- um. Með sanni má segja að risarnir takist hér á því Húsavíkurhangikjötið vann í fyrra en Hólsfjallahangikjötið í hitteðfyrra. Útvaldir dómarar Fimm matgæðingar skipuðu dóm- nefndina að þessu sinni. Það voru matreiðslumeistarinn Sigurður Hall, landsliðskokkurinn og eigandi Fisk- markaðarins Hrefna Rósa Jóhannes- dóttir Sætran, Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari á Gestgjafanum, Sólveig Baldursdóttir, ritstjóri Gest- gjafans, og Örn Árnason, skemmti- kraftur og matgæðingur. Bragðkönnunin fór þannig fram að DV fór í verslanir á höfuðborgar- svæðinu og keypti úrbeinuð hangi- læri af öllum sortum, tíu tegundir alls. Kjötið var allt eldað á sama hátt, á sama tíma og jafn lengi. Kjötið frá Hagkaupi kom í sérstökum suðupoka og var því soðið í honum. Þar sem hangilærin voru númeruð fyrir suðu var dómnefndinni ekki kunnugt um hvaða kjötbiti var hvaðan. Kjötið var borið fram kalt en nefndarmeðlimir höfðu Malt og Appelsín við höndina til að væta kverkarnar. Dómnefnd- inni var gert að gefa hverju kjöti um- sögn auk stjarna, að hámarki fimm. Vilja ekki sprautusöltun Í spjalli eftir smökkunina kom fram að margt hangilærið væri ýmist of salt- að eða ekki nógu salt. Svolítið vant- aði upp á bragðið af kjötinu sjálfu. Siggi Hall sagði að sem betur fer væri meðferðin á kjötinu enn nokk- uð vönduð en það væri þó að fjar- lægjast uppruna sinn. „Þetta er oft á tíðum ekki hangikjöt heldur reykt og saltað kjöt. Ég vara við því að það sé meðhöndlað eins og svínahryggirn- ir; sprautaðir og fylltir af gerviefnum. Þá eyðileggst þetta algjörlega,“ sagði hann. Dómnefndin var enn fremur á því að neytendur væru tilbúnir að borga tvö til þrjú hundruð krónum meira fyrir góða vöru sem væri laus við sprautusöltun og gerviefni. Heilt yfir var dómnefndin nokkuð sátt við hangikjötið í ár. Rýrnaði mest frá Gallerý kjöti DV bryddaði upp á þeirri nýbreytni í ár að mæla rýrnun á kjötinu. Það var gert þannig að kjötið var vigtað fyrir og eftir suðu. Um leið og suðu var lokið var það tekið upp úr pott- inum og sett á vog. Rýrnunin reynd- ist nokkuð misjöfn, allt frá 4,67 pró- sentum til 14,47 prósenta. Að jafnaði rýrnaði kjötið um 8,36 prósent. Hangikjötið frá Gallerý kjöti rýrnaði mest við suðu, um 14,47 prósent, en Sambandshangikjötið minnst, eða um tæplega 5 prósent. Verðið á hangikjötinu er æði mis- jafnt. Ódýrasta kjötið fæst í Bónus, Fjallahangikjöt, og kostar 1.998 krón- ur kílóið með 10 prósenta afslætti, en öll verð sem hér má finna eru með afslætti, þar sem hann var veittur. Það kjöt hafnaði í þriðja sæti í könn- uninni og rýrnaði einna minnst af þeim öllum. Það má því segja að fólk fái mest fyrir peninginn ef það kaup- ir Fjallahangikjöt. Í Gallerý kjöti var kílóverðið áberandi hæst, eða 3.990 krónur. Algengast er að kílóverðið á hangilærinu sé um 3.000 krónur. Gjafir sem þú Getur treyst Það getur verið vandasamt verk að finna jólagjafir sem standast allar þær kröfur sem nútímaneyt- endur gera. Neytendasamtökin hafa lagt lóð sín á vogaskálirn- ar þegar kemur að hugmyndum um jólagjafir. Samtökin hafa sett saman lista yfir gjafir sem stand- ast ítrustu kröfur um gæði. Listinn samanstendur af vörum sem flestar hafa borið af í neyt- endakönnunum samtakanna. Þar má meðal annars finna mann- brodda, íslenskan lopa, Adidas- hlaupaskó og Nivea-hrukkukrem. Þessar gjafir ættu engan að svíkja en nánar má lesa um gjafirnar á ns.is. Dekkjaverk- stæðin fá hrós Neytendastofa er ánægð með viðbrögð dekkjaverkstæða eft- ir að stofnunin sendi nokkrum þeirra áminningu vegna skorts á verðmerkingum. Athugun Neyt- endastofu í október leiddi í ljós að verðskrá yfir helstu þjónustu- liði væri ekki sýnileg. Fram kem- ur á vef þeirra að í einhverjum til- vikum hafi starfsmenn hreinlega ekki vitað af reglum um verð- merkingar. Öll 18 versktæðin sem fengu áminningu frá Neytenda- stofu höfðu bætt úr verðmerk- ingum yfir helstu þjónustuliði þegar önnur atugun var gerð nú í desember. Þessir aðilar fá hrós frá Neytendastofu, sem lýsir ánægju sinni með viðbrögðin. n Kona af landsbyggð- inni brá sér í bæjarferð og fór á Pizza Hut í Smáralind. Þar pantaði hún sér 15 tommu pizzu með þremur tegundum áleggs og einn kaffibolla. Henni brá heldur betur í brún þegar hún kom að kassanum. Herlegheitin kostuðu 4.980 krónur. Hver áleggstegund reynd- ist kosta 500 krónur að hennar sögn. n Viðskiptavinur Bílaáttunnar fór með bílinn sinn í dekkjaskipti og smurningu og fékk góða þjónustu. „Þeir tékkuðu á ýmsu sem var að bílnum mér að kostnaðarlausu og svo er líka frí olíusía með hverri smurningu,“ sagði viðskiptavinurinn og bætti því við að mennirnir sem þarna ynnu væru mjög vingjarnlegir. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 186,2 kr. verð á lítra 182,9 kr. skeifunni verð á lítra 186,4 kr. verð á lítra 181,3 kr. algengt verð verð á lítra 186,2 kr. verð á lítra 194,8 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 181,5 kr. verð á lítra 178,2 kr. fjarðarkaupum verð á lítra 184,6 kr. verð á lítra 181,3 kr. algengt verð verð á lítra 186,2 kr. verð á lítra 182,9 kr. UmSjóN: BALDUR GUÐmUNDSSON, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is 12 mánuDaGur 14. desember 2009 neytenDur Hólsfjallahangikjötið frá Fjallalambi og Húsavíkurhangikjötið deila efsta sætinu í árlegri bragðkönnun DV. Ódýrasta kjötið, Fjallahangikjöt úr Bónus, hafnaði í þriðja sæti. Hangikjötið frá Gallerý kjöti rýrnaði mest en reyndist engu að síður langdýrast. Nærri því helmingsmunur er á dýrasta og ódýrasta hangikjötinu. Besta kjötið úr Þingeyjarsýslum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.