Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 16
16 mánudagur 14. desember 2009 fréttir Leila de Lima, yfirmaður mann- réttindanefndar Filippseyja, gaf um helgina í skyn að einkaherinn, sem sakaður hefur verið um fjöldamorðin sem framin voru á almennum borg- urum í síðasta mánuði, hafi myrt að minnsta kosti tvö hundruð manns að auki á eynni Mindanao. Leila de Lima sagði að vitni, þeirra á meðal fimm lögreglumenn, hefðu lýst fórnarlömbum sem höfðu verið grafin lifandi eða drepin með keðju- sögum. Vitnin gáfu sig fram í kjölfar handtöku meðlima Ampatuan-fjöl- skyldunnar sem hafa verið ákærð- ir vegna morðanna á fimmtíu og sjö borgurum í síðasta mánuði og upp- reisnartilburða gegn stjórninni. Rannsakað í skjóli hersins Leila de Lima sagði að tilvist einka- hers Andal Ampatuan hefði verið á allra vitorði, og það hefði verið um- borið, en að „ár umburðarlyndis og vanrækslu væru liðin“. Hún sagði að það hefði verið of hættulegt fyr- ir rannsóknaraðila mannréttinda- nefndarinnar að sannreyna frásagn- ir vitna en nú yrði það mögulegt með fulltingi hersins. Að sögn de Lima stóðu vopnaðir menn tryggir An- dal Ampatuan eldri að baki margra morðanna, en fjölskylda Andals drottnar yfir stórnmálum í Maguind- anao-héraði. „Við erum að tala um að minnsta kosti 200. Þetta eru fórnarlömb sömu ættarinnar [Ampatuan] og einka- hersins. Ef tækifæri gefst gefa sig fram vitni sem geta vísað nákvæm- lega á fjöldagrafirnar,“ sagði Leila de Lima. Andal Ampatuan yngri Jesus Verzosa lögreglustjóri gaf í skyn um helgina að Andal Amp- atuan yngri hefði sjálfur skotið ein- hver fórnarlömb fjöldamorðanna í síðasta mánuði og sennilega skotið þau í munninn eða bringuna. Þrjá- tíu og tveir hinna myrtu voru blaða- menn og tuttugu og sex voru kon- ur. Lík sumra höfðu verið afskræmd með eggvopnum og að minnsta kosti fimm konum hafði verið nauðgað. Innan viku frá fjöldamorðun- um höfðu yfirvöld handtekið Andal Ampatuan yngri, og hefur hann verið ákærður fyrir 25 morð. Fljótlega voru faðir hans, fjórir bræður og nítján að auki einnig úrskurðaðir í varðhald. Yfirvöld hafa borið kennsl á 161 sem grunaður er um aðild að fjöldamorðunum, þeirra á með- al varaliðshermenn, ættingja Amp- atuan-fjölskyldunnar og meðlimi héraðslögreglunnar og deilda inn- an hersins. Flestir þeirra fara enn frjálsu höfði sem og um 2.000 vopn- aðir varaliðshermenn sem flúið hafa upp í fjöllin. ...hefðu lýst fórnar- lömbum sem höfðu verið grafin lifandi eða drepin með keðju- sögum. Kolbeinn þoRsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Ástralir fá dýrling Allt útlit er fyrir að Ástralir eign- ist sinn fyrsta dýrling á næstu dögum en þarlendir miðlar hafa skýrt frá því að Benedikt XVI páfi hyggist tilkynna að nunnan móðir María verði tekin í dýrl- ingatölu um leið og sérfræðinga- teymi Páfagarðs staðfestir annað kraftaverkið hennar. Nunnan er höfð í hávegum í á meðal kaþólikka í Ástralíu og úrskurðaði Jóhannes Páll II páfi því yfir árið 1995 að hún væri komin í samfélag blessaðra eft- ir að búið var að staðfesta eitt kraftaverka hennar. En móðir María þurfti tvö kraftaverk til að komast í dýrlinga tölu. Sigurvegarinn samkynhneigður Borgin Houston í Bandaríkjun- um er orðin stærsta borg lands- ins sem státar af samkynhneigð- um borgarstjóra. Annise Parker fékk 53,6 prósent atkvæða og hafði þannig sigur gegn móth- erjanum Gene Locke. „Kjósendur í Houston hafa opnað dyrnar að sögunni,“ sagði Annise Parker við stuiðnings- menn sína þegar úrslit lágu fyrir. Houston er fjórða stærsta borg Bandaríkjanna með 2,2 milljónir íbúa, en smærri borgir hafa áður staðtað af samkyn- hneigðum borgarstjórum, þar á meðal Portland og Rhode Is- land. Evrópuráðið mælist til þess að hljóð- styrkstakmarkanir verði settar á mp3-spilara til að vernda notend- ur fyrir heyrnarskaða. Ráðið vill að allir spilarar sem seldir eru innan Evrópusambandsins, þeirra á meða iPod-spilarar, verði háðir sama hljóð- styrkshámarki. Tilmælin koma í kjölfar skýrslu frá síðasta ári þar sem varað var við því að allt að tíu milljónir íbúa innan Evrópusambandsins horfðust í augu við varanlegan heyrnarskaða vegna langtíma hlustunar á háværa tónlist. Sérfræðingar vilja að hámark hljóðstyrks verði miðað við 85 desi- bel, en notendum yrði kleift að kom- ast framhjá þeirri takmörkun upp að 100 desibelum, en ekki hærra en það. Í janúar hefst tveggja mánaða vinna deilda sem snúa að stöðlum innan Evrópusambandsins vegna til- lögunnar og gert er ráð fyrir að end- anleg samþykkt liggi fyrir á vormán- uðum. Hljóðstyrkur sumra mp3-spilarar sem kannaðir hafa verið hefur náð 120 desibelum, sem jafnast á við há- vaðann sem fylgir flugtaki þotu, og þrátt fyrir skyldu framleiðenda um að vara við skaðsemi hávaða fylgdi engin slík með spilurunum. Nýtísku mp3-spilarar eru álitnir meiri skaðvaldar með tilliti til heyrn- ar en heimilishljómtæki eða gam- aldags kasettutæki og plötuspilarar því nýir spilara geta geymt margra klukkustunda magn tónlistar og al- gengt að fólk hlusti á mp3-spilara á háum styrk undir stýri til að yfir- gnæfa utanaðkomandi hljóð. kolbeinn@dv.is Evrópuráðið hefur áhyggjur af heyrnarskaða vegna mp3-spilara: Vill hljóðstyrkstakmarkanir Hlustað undir stýri Evrópuráðið vill takamarka hljóðstyrk mp3-spilara. Mynd PHotos.coM 98 ára ákærð fyrir morð Deilur á Brandon Woods, dval- arheimili fyrir aldraða í Dart- mouth í Bandaríkjunum, end- uðu með morði. Lára Lundquist, 98 ára, hefur verið ákærð fyrir morð á Elizabeth Barrow, 100 ára, en sú síðarnefnda fannst látin í september með plastpoka lauslega hertan um höfuð henn- ar. Krufning leiddi í ljós að hún hafði verið kyrkt. Morðið var afleiðing deilna Láru og Elizabeth vegna borðs sem sú fyrrnefnda hafði sett við fótagafl rúms hinnar síðar- nefndu. Elizabeth hafði kvartað yfir því að borðið væri fyrir þegar hún færi á baðherbergið og þeg- ar starfsmaður heimilisins færði það sló Lára til hans og tuldraði: „hún gæti allt eins fengið allt herbergið.“ Verjandi Láru heldur fram sakleysi hennar. Fjöldamorðin á Filippseyjum voru jafnvel umsvifameiri en talið var í fyrstu. Mannrétt- indanefnd landsins telur að um tvö hundruð manns séu grafin í fjöldagröfum á Mind- anao-eyju og byggir grun sinn á frásögnum vitna, þeirra á meðal fimm lögreglumanna. Fleiri Fórnarlömb Fjöldamorðanna yfirmaður mannréttindanefndar Filippseyja Leila de Lima hefur vitni að fleiri fjöldagröfum. Mynd AFP leitað að fleiri líkum Fórnarlömb fjöldamorðanna hugsanlega fleiri en fyrst var talið. Mynd AFP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.