Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Síða 18
Svarthöfði man þá tíð þegar ekkert var betra en að vera Ís-lendingur. Þetta var hamingju-samasta, fallegasta, sterkasta
og ríkasta þjóð í heimi. En nú eru
meira að segja Grikkir farnir að lýsa
því yfir að þeir séu engir Íslendingar.
Allt sem við gerðum gekk upp. Eiður Smári spilaði með Barcelona, Íþróttaálfurinn var elskaður af heimsbyggð-
inni og deCODE veitti von um eilíft líf
heimsbúa og ríkidæmi Íslendinga. Við
náðum meira að segja að selja genin
okkar. Norðurljósin voru næst! Við
vorum sölumenn dauðans.
Svo varð allt íslenskt eins og ís-inn, sem bráðnar við að koma til útlanda. DeCODE fór á hausinn og genin okkar urðu
aftur verðlaus. Eiður Smári var settur
á bekkinn í smáborginni Mónakó. Og
sjálfur Íþróttaálfurinn hrapaði á haus-
inn úr loftskipinu sínu, eftir að hafa
fengið sent gluggaumslag með þriggja
milljarða króna rukkun.
Vissulega féllu bankarnir, en Kári Stefánsson og Íþróttaálf-urinn komust áfram á eigin verðleikum. Varla hefði Kári
annars fengið 12 milljónir í mánað-
arlaun, þrátt fyrir stórfellt tap í meira
en áratug samfellt. Ekki hefði Davíð
Oddsson látið samþykkja ríkisábyrgð
á hugmyndina
hans nema hún
hefði verið skot-
held. Íþróttaálfur-
inn var hin full-
komna formúla.
Magnús Scheving
færði börnum
heilbrigðan boð-
skap og mæður
um allan heim
litu hann hýru
auga. Hoppandi
álfar í ljósbláum
spandex-göll-
um eru reyndar
ekki ímynd karl-
mennskunnar,
en þar sem þessi
var íslenskur
var hann bæði
myndarlegri og
sterkari en aðrir
álfar. Það er þó
ekki nóg þegar
loftskipið manns lendir í Hindenburg-
slysi.
Nú er öld stór-brotinna
afreka Íslendinga
liðin undir lok. Við
erum aftur orðin
eins og sérstæða rollu-
kynið við Tálknafjörð,
sem þykir helst merki-
legt fyrir að geta lifað
villt uppi í fjalli við verstu
aðstæður.
Við eigum þó fiskinn og orkuna, segja ráðherrarnir.
Hvað er betra en gufu-
strókar úr iðrum jaðrar
og brennisteinsfnyk-
ur í bland við fiskifýlu?
Vissulega hljómar þetta
eins og sjálft helvíti,
en eins og ráðherr-
arnir segja eigum við
svo sveigjanlegan
mannauð. Enginn
mannauður
hefur betri að-
lögunarhæfni,
enda tekur
enginn mann-
auður í heim-
inum inn meiri
þunglyndislyf
en Íslending- ar. Ef lífið fer
að snúast um jafnfáfengilegan hlut
og saltfisk svara Íslendingar um hæl:
Sjúddirarí rei!
Svarthöfði er kominn á fremsta hlunn með að taka inn þung-lyndislyf til að vera í takti við þjóðina. Þannig gæti hon-
um liðið eins og hann lifði í Latabæ.
Líf hans myndi snúast um að fara í
ræktina. Einu áhyggjurnar yrðu að
Glanni glæpur nái að troða í hann
nammi. Þjóðin er nefnilega íþrótta-
álfur inn við beinið. Útlitsdýrkunin
er á háu stigi, okkur finnst stórmerki-
legt að vera sterk, við bjuggum okkur
heimili í skýjaborg og fáum alltaf sjokk
þegar við erum beðin um að borga af
lánum.
Íþróttaálfur Í klandri
Spurningin
„Það hefur alla vega enginn
staðið upp á meðan ég hef
verið að skemmta.“
Skemmtikrafturinn Ari
Eldjárn er meðlimur
grínhópsins Mið-Íslands
sem mun troða upp ásamt Hugleiki
Dagssyni og Þorsteini Guðmundssyni á
uppistandskvöldi á Batteríinu á
föstudaginn. Með Ara í Mið-Íslandi eru
Dóri DNA, Jóhann Alfreð Kristinsson,
Bergur Ebbi og Árni Vilhjálmsson. Síðast
troðfylltu strákarnir Batteríið og búist er
við mikilli stemningu á föstudaginn.
Er oft mikið uppistand
á kvöldunum ykkar?
„Þetta voru
mjög vinsam-
leg og kurteis
tilmæli um að Bubbi
ætti að halda kjafti.“
n Bubbi Morthens um tölvupóst sem hann
fékk frá Sigrúnu Stefánsdóttur, dagskrárstjóra
Rásar 2, um að hann ætti að halda sig við það
að fjalla um tónlist. -DV.
„Er þetta skjaldborg
heimilanna?“
n Sigurbjörn Guðmundsson, skipstjóri
línubátsins Sturlu, sem reyndi að fá eitt tonn utan
kvóta frá Fiskistofu til þess að veiða, flaka og gefa
fjölskylduhjálp Íslands. Leyfið fékkst ekki. -DV.
„Ég hef aldrei
talið að „I told
you so“-afstaða
hjálpi til við að
leysa vandann.“
n Yngvi Örn Kristinnsson, fyrrverandi
starfsmaður hjá Seðlabankanum og
Landsbankanum, sem reyndi ítrekað frá árinu
2003 að vara við því sem var að gerast. -DV.
„... vegna bilunar
í tæknibúnaði
tókst ekki að
skreyta hús
Karls bróður hans
og Bjarna Ben viðskiptafé-
laga þeirra.“
n Skemmdarvargurinn sem málaði hús
Steingríms Wernerssonar rautt. -Visir.is
„Hann fær að valsa hér
um íbúðina og er aðallega
í því að fela sig.“
n Kristinn Björgúlfsson handknattleiksmaður
um gæludýrið sitt, broddgöltinn Hr. 109.
Broddgölturinn er kominn með Facebook-síðu
sem Kristinn segir hann hafa stofnað sjálfur. -
Fréttablaðið.
Fyrirskipun formanns
Leiðari
Það hefur verið lenska á Íslandi að ráðamenn stjórni einstökum fjöl-miðlum að einhverju marki. Stjórn-málaleiðtogar fortíðar hafa kippt í
spotta og haft áhrif á umfjöllun miðla í eig-
in þágu. Dæmi eru um að sjónvarpsviðtöl
hafi verið tekin við æðstu ráðamenn sem
hafa misst stjórn á sér. Viðbrögð yfirmanna
fréttastofu hafa þá verið þau að birta ekki
viðtölin. Þannig hefur verið gengið erinda
ráðamannanna á kostnað þess sem almenn-
ingur hefur átt rétt á að vita. Ótal dæmi eru
um hótanir í garð fjölmiðla. Stundum hafa
miðlarnir látið undan utanaðkomandi hót-
unum og stöku sinnum þurft að gjalda fyr-
ir það. DV hefur farið um þau svipugöng og
beðist afsökunar. Sjaldnast eru þó hótanirn-
ar opinberar. Það eru líka dæmi um að fjöl-
miðlar hafi staðið fast á sínu gegn hótunum
og ofríki. Nærtækt er að nefna í því samhengi
tímaritið Ísafold sem mátti ekki fjalla um
heimsókn bæjarstjóra á súlustað. Tímarit-
ið var beitt því ofbeldi að eigandi verslunar-
keðju bannaði það í verslunum sínum. Nið-
urstaðan varð sú að útgáfan þoldi ekki þá
25 prósenta tekjuskerðingu sem blasti við.
Fjölmiðlinum var lokað. Daglega eru stjórn-
endur fjölmiðla í samskiptum við þá sem
um er fjallað. Stundum er hótað lögsóknum
og stundum að koma höggi á útgáfuna með
öðrum og siðlausari hætti.
Mönnum er tíðrætt um eigendavald á fjöl-
miðlum. Til er sá hópur manna sem reynir að
hafa áhrif á eigendur til að breyta umfjöllun
fjölmiðla. Og þannig hefur það verið um ára-
bil. Í gær var opinberað að Bjarni Benedikts-
son, formaður næststærsta stjórnmálaflokks
Íslands, reyndi að fá Hrein Loftsson, aðal-
eiganda DV, til að stöðva umfjöllun blaðsins
um sín mál. Sú framganga er formanninum
til skammar. Hann ætti að vita að fjölmiðl-
un þarf að vera á forsendum ritstjórna. Eig-
endur marka grunnstefnu fjölmiðla og ráða
til þess ritstjóra að annast daglegan rekstur.
Það getur ekki verið á valdi eigenda að stýra
einstökum fréttum eða því hverjir eru til um-
fjöllunar hverju sinni. Skilaboð aðaleiganda
DV til formanns Sjálfstæðisflokksins voru
skýr. Það er málefni ritstjórnar DV hvað er
til umfjöllunar og hvernig. Þegar og ef allir
eigendur eða utanaðkomandi áhrifavaldar
fjölmiðla skilja og virða þær reglur verður
fjölmiðlum betur treystandi. Annars er illa
komið fyrir því sem kallað er fjórða valdið.
rEynir traustason ritstjóri skrifar. Eigandi fer með það vald að ráða og reka ritstjóra.
bókStafLega
18 mánudAgur 14. desember 2009 umræðA
Sandkorn
n Dans Morgunblaðsins í kring-
um kjarna hrunsins er nú í al-
gleymingi. Það álit ríkisendur-
skoðanda að Davíð Oddsson og
bankastjórn hans í Seðlabank-
anum hefðu
krossbrugð-
ist með
glórulausum
lánveiting-
um varð
greinilega
mikill höf-
uðverkur
fyrir ritstjórn
Moggans sem náði að klóra
sig fram úr frétt um málið með
óskiljanlegum vinkli. Ekki virðist
hafa hvarflað að blaðamönnum
að kíkja inn í búrið til ritstjórans
og krefja hann viðbragða.
n Hannes H. Gissurarson segir
í Pressugrein að Davíð Oddsson
hafi reynt að halda auðjöfrum
í skefjum á árunum 2003-2004.
Hann segir Davíð hafa beðið
ósigur um fjölmiðlafrumvarp-
ið 2004 og harmar „furðulega
vægan Baugsdóm“ í Hæstarétti
2006. Grein
Hannes-
ar vek-
ur spurn-
inguna
um meint
afskipti
Davíðs af
Baugsmál-
inu, sem
einmitt komst í hámæli fyrir
kosningar 2003. Baugsmálið
var þá eftir allt saman aðeins
liður í aðgerðum Davíðs til að
halda auðmönnum í skefjum.
Þar er kannski komin skýring-
in á „furðulega vægum“ dómi
þar sem dómararnir hafa ekki
látið stjórnast af persónulegri
óvild Davíðs Oddssonar heldur
lögunum.
n Nokkur óvissa er um meiri-
hluta ríkisstjórnarinnar þegar
kemur að lokaafgreiðslu Icesa-
ve. Dálítill lífsneisti felst þó í því
að Þráinn Bertelsson utan-
flokka komi til bjargar og greiði
aftur atkvæði með Icesave.
Römm taug er á milli þeirra
Þráins og Össurar Skarphéð-
inssonar,
frænda hans
og utanrík-
isráðherra.
Sumir telja
að sá spotti
dugi á end-
anum til að
draga Þráin
inn í Sam-
fylkinguna.
n Grímur Gíslason, formað-
ur kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins, þykir vera hreinskipt-
innn. Grímur á sæti í miðstjórn
flokksins. Á fundi þar fyrir helgi
krafði hann Bjarna Benedikts-
son formann skýringa á aðild
hans að lúxusturni í Makaó sem
DV hefur fjallað um. Brá mönn-
um nokkuð við spurninguna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Grímur spyr hvasst. Áður hafði
hann sett fram gagnrýni á Árna
Mathiesen, fyrrverandi ráð-
herra, og Árna Johnsen, þing-
mann kjördæmisins.
LyNGHÁLS 5, 110 REyKJAVÍK
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: Sverrir Arngrímsson
ritStjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
Elísabet Austmann, elisabet@birtingur.is
dv á netinu: DV.iS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.