Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Side 24
24 mánudagur 14. desember 2009
ArsenAl vAnn stórslAginn Liverpool þurfti að sæta enn
einu tapinu á tímabilinu þegar liðið lá heima gegn Arsenal, 1-2, í stórleik helg-
arinnar. Liverpool komst yfir með marki Dirk Kuyt á 41. mínútu en Glen Johnson
skoraði sjálfsmark og jafnaði leikinn fyrir Arsenal eftir fimm mínútur í síðari hálf-
leik. Það var síðan Rússinn Andrei Arshavin sem skoraði sigurmarkið á 58. mínútu
leiksins. Arsenal endurheimti með sigrinum þriðja sætið í deildinni og getur náð
Manchester United að stigum með sigri í leik sem það á til góða. Liverpool er
aftur á móti í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig og hefur tapað sex leikj-
um til þessa á tímabilinu.
UMsJón: tóMAs ÞóR ÞóRðARson, tomas@dv.is
Enska úrvalsdEildin
stokE - Wigan 2-2
0-1 Emmerson Boyce (16.), 1-1 Tuncay Sanli (37.), 1-2 Maynor
Figueroa (72.), 2-2 Ryan Shawcross (74.).
ChElsEa - EvErton 3-3
0-1 Peter Cech (12. sm), 1-1 Didier Drogba (18.), 2-1 Nicolas
Anelka (23.), 2-2 Ayegbeni Yakubu (45.+5),, 3-2 Didier Drogba
(59.) 3-3 Louis Saha (63.).
BurnlEy - Fulham 0-1
0-1 Bobby Zamora (50.), 1-1 Wade Elliot (60.).
Bolton - man. City 3-3
1-0 Ivan Klasnic (11.), 1-1 Carlos Tevez (28.), 2-1 Gary Cahill
(44.), 2-2 Micah Richards (45.), 3-2 IvanKlasnic (53.), 3-3 Carlos
Tevez (77.)
Rautt spjald: Bellamy, Man City (66.)
Birmingham - WEst ham unitEd 1-0
1-0 Lee Bowyer (52.).
tottEnham - WolvEs 0-1
0-1 Kevin Doyle (3.)
hull City - BlaCkBurn 0-0
sundErland - Portsmouth 1-1
1-0 Darren Bent (23.), 1-1 Younes Kaboul (90.).
man. unitEd - aston villa 0-1
0-1 Gabriel Agbonlahor (21.)
livErPool - arsEnal 1-2
1-0 Dirk Kuyt (41.), 1-1 Glen Johnson (50. sm.), 1-2 Andrei
Arshavin (58.)
staðan
Lið L U J T M St
1. Chelsea 16 12 1 3 40:13 37
2. Man. Utd 16 11 1 4 34:14 34
3. Arsenal 15 10 1 4 40:19 31
4. Aston Villa 16 8 5 3 26:14 29
5. tottenham 16 8 3 5 35:22 27
6. Man. City 15 6 8 1 29:21 26
7. Liverpool 16 7 3 6 32:22 24
8. Birmingham 16 7 3 6 16:16 24
9. Fulham 16 6 5 5 20:17 23
10. sunderland 16 6 3 7 22:22 21
11. stoke City 16 5 6 5 15:19 21
12. Blackburn 16 5 4 7 16:28 19
13. Burnley 16 5 3 8 20:34 18
14. Wigan 16 5 3 8 19:36 18
15. Everton 16 4 5 7 22:30 17
16. Hull 17 4 5 8 17:34 17
17. Wolves 16 4 4 8 15:28 16
18. West Ham 16 3 5 8 24:31 14
19. Bolton 15 3 4 8 20:32 13
20. Portsmouth 16 3 2 11 14:24 11
ChamPionshiP
BarnslEy - nEWCastlE 2-2
CovEntry - PEtEroBorugh 3-2
donCastEr - Bristol 1-0
iPsWiCh - BlaCkPool 3-1
lEiCEstEr - shEFF. WEd. 3-0
PrEston - Plymouth 2-0
rEading - sCunthorPE 1-1
shEFF. utd. - C. PalaCE 2-0
sWansEa - nott. ForEst 0-1
WatFord - dErBy 0-1
staðan
Lið L U J T M St
1. newcastle 21 14 4 3 35:12 46
2. WBA 20 11 5 4 41:19 38
3. Cardiff 21 11 3 7 38:22 36
4. nott. Forest 21 9 9 3 29:18 36
5. Leicester 21 9 7 5 26:23 34
6. swansea 21 8 8 5 18:18 32
7. Blackpool 21 8 7 6 33:25 31
8. sheff. Utd 21 8 7 6 32:30 31
9. Bristol City 21 7 9 5 25:24 30
10. Watford 21 8 6 7 30:33 30
11. Middlesbro 21 8 5 8 30:25 29
12. Preston 21 7 8 6 26:25 29
13. C. Palace 21 7 8 6 24:25 29
14. QPR 20 7 7 6 33:29 28
15. Doncaster 21 6 9 6 27:26 27
16. Barnsley 20 7 5 8 26:32 26
17. Derby 21 7 4 10 24:31 25
18. scunthorpe 21 6 5 10 24:38 23
19. Coventry 21 5 7 9 24:33 22
20. Ipswich 21 3 12 6 22:30 21
21. Reading 21 5 6 10 23:33 21
22. sheff. Wed. 21 4 6 11 23:35 18
23. Plymouth 20 4 3 13 16:32 15
24. Peterborough 21 2 8 11 25:36 14
EILÍFA
ensKi BOltinn
Birmingham vann sinn þriðja sig-
ur í fjórum leikjum um helgina
þegar liðið lagði West Ham, 1-0, á
Upton Park í Lundúnum. Vand-
ræðagemsinn, eða fyrrverandi
vandræðagemsinn, Lee Bowy-
er skoraði sigurmarkið. Það þætti
svo sem ekki tíðindum sæta fyr-
ir utan eina litla en athyglisverða
staðreynd. Bowyer hefur nú skor-
að sigurmarkið í þessum þremur
af fjórum síðustu sigrum Birming-
ham sem situr þægilega í níunda
sæti úrvalsdeildarinnar.
FinnUr Sig hJá
BirMinghaM
Lee Bowyer komst til metorða hjá
Leeds þar sem hann lék frá árun-
um 1996-2003. Þar gerði hann lít-
ið annað en að tækla menn upp í
nára og vera ásamt félaga sínum,
Danny Mills, grófasti leikmaður
deildarinnar. Eftr tvær viðkomur í
West Ham og þrjú ár hjá Newcastle
var Bowyer lánaður til Birming-
ham í næstefstu deild í fyrra. Hann
ákvað að kyngja stoltinu og spila
deild neðar. Hann varð strax einn
af lykilmönnum liðsins, hætti
meira og minna öllum fíflagangi
og hugsaði um að spila fótbolta.
Hjá Birmingham hefur hann
nú blómstrað og skorað eins og
áður segir þrjú mörk í síðustu fjór-
um leikjum sem öll hafa verið sig-
urmörk. Hann tryggði Birming-
ham sigur gegn Fulham og Wolves,
bæði skiptin með glæsimörkum.
Hann var ekki á markalistanum
í sigri liðsins gegn Wigan um síð-
ustu helgi en um þessa helgi var
hann aftur ólíklegur bjargvætt-
ur liðsins með eina mark leiksins
gegn West Ham, sínum fyrrver-
andi félögum.
SLagSMáL innan og
UTan vaLLar
Bowyer hóf ferilinn hjá Charlton
en var keyptur til Leeds árið 1996
á 2,8 milljónir punda. Hann var
hluti af Leeds-liðinu sem reis upp
í hæstu hæðir þar til reikningur-
inn kom og liðið endaði í þriðju
efstu deild. Hann var ætíð afar
grófur leikmaður sem án þess að
hugsa lét flakka í tæklingar, sama
hversu hættulegar þær voru, og
bað ekki nokkurn mann fyrir-
gefningar. Ekki að hann sé alveg
hættur því en það hefur svo sann-
arlega minnkað. Innan vallar var
það frægt hjá Newcastle í apríl
2005 þegar hann slóst við liðsfé-
laga sinn, Kieron Dyer, í leik gegn
Aston Villa. Var atvikið í meira lagi
hlægilegt þar sem boltinn var ekki
nálægt þeim félögum og þurfti þá-
verandi fyrirliði Aston Villa, Gar-
eth Barry, að stíja þeim í sundum
við annan mann.
Fyrir atvikið fengu þeir félag-
arnir báðir rautt spjald, þriggja
leikja bann og 30.000 punda sekt.
Hún var þó stærri sektin sem Bow-
yer fékk þegar hann var loks dæmd-
ur fyrir slagsmál sem hann stofnaði
til fyrir utan skemmtistað í Leeds.
Hann og liðsfélagi hans, Jonathan
Woodgate, börðu þá asískan nema
en sluppu við fangelsisvist. Þeim
var þó gert að greiða fórnarlamb-
inu 170,000 pund í skaðabætur.
Ágætis kvöldskemmtun það.
áTTi að Fara TiL
LiverpooL
Þó endalaust sé hægt að telja til
ljóta hluti um Bowyer verður það
ekki tekið af honum að hann er
ágætis knattspyrnumaður. Síðustu
árin hjá Leeds spilaði hann sinn
allra besta bolta. Hann varð mjög
ósáttur þegar Leeds sektaði hann
um fjögurra vikna laun fyrir dóm-
inn gegn asíska nemanum og setti
sjálfan sig á sölulista. Það kveikti
strax á áhuga annarra liða og var
hann fyrir tímabilið 2003 mjög ná-
lægt því að ganga í raðir Liverpool.
Gerard Houllier, þjálfari Liver-
pool á þeim tíma, stöðvaði þó fé-
lagaskiptin þar sem honum fannst
leikmaðurinn ekki hafa það hung-
ur sem þurfti til þess að spila fyr-
ir Liverpool. Í staðinn gekk hann í
raðir West Ham, liðsins sem hann
skoraði þriðja sigurmarkið í fjórum
leikjum gegn um helgina.
SkorAr bArA
SIgurmörk
Lee Bowyer, leikmaður Birmingham, er þekktur fyrir margt annað en að skora
mörk og tryggja liðum sínum sigra. Hann hefur í gegnum tíðina þótt einn allra
grófasti og leiðinlegasti leikmaðurinn á Bretlandseyjum. Hann er eitthvað að róast
í ellinni og sér nú um að skora sigurmörk fyrir Birmingham.
leiKMAÐUrinn
TÓMaS ÞÓr ÞÓrðarSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
gaman, gaman Lee Bowyer nýtur lífsins hjá Birmingham og skorar sigurmörk í kippum.
Slagsmálin Bowyer slóst við Kieron Dyer í apríl 2005.
harður Bowyer er þekktari fyrir svona hluti meira en annað.